Þjóðviljinn - 10.11.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 10.11.1981, Blaðsíða 15
frá Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum lesendum A fimmtudaginn var birtum viB hér i lesendadálknum svar frá Skúla Thoroddsen, lög- fræöingi Dagsbrúnar, viö spurningum okkar um, hvort heimilt væri aö vikja þunguö- þessum misskilningi Skúla. Þö- nokkrir aörir hafa einnig hringt til okkar vegna þessa, og hér hafa þvi lesendur á hreinu allt sem máliö varöar. 11. grein laga nr. 97 um al- Leiðrétting vegna þungaðra kvenna! um konum úr starfi. Handritiö var ekki fyrr fariö frá okkur i prentsmiöjuna en Skúli hringdi og haföi hann þá aflaö sér nákvæmari upplýsinga um máliö. Til eru lög, er mál þetta varöa, en þau eru úr lögum um almannatryggingar en ekki vinnurétt,, og olli þaö mannatryggingar, sem sam- þykkt voru hinn 29. desember 1980 og tóku gildi um sl. ára- mót, segir svo: „Óheimilt er aö segja barnshafandi konu upp starfi hennar nema gildar og knýj- andi ástæöur séu fyrir hendi. Sama gildir um foreldra i fæö- ingarorlofi.” Þá höfum viö þaö. Dómar hafa ekki gengiö i málum af þessu tagi. Viö er- um hins vegar fullviss, aö slík- ar uppsagnir eru ekki fátiöar. Hér er þvi spurningin um hvaöa kona stigur fyrsta skrefiö i þessum efnum. Hlut- aöeigandi er bent á aö snúa sér til sinna stéttarfélaga. Næsta skref yröi væntanlega aö hafa samband viö Jafnrétt- isráö og/eöa fá lögfræöing til liös viö sig. Dýraheimar Gíraffinn og músin hafa nákvæmlega jafn mörg bein í hálsinum. Hins vegar eru bein þess fyrrnefnda óneitanlega lengri! Broddgeltir eru alveg óvenjulega sólgnir í salt. Ef þeir vita af því á næstu grösum, ganga þeir berserksgang að heita má. Þess eru dæmi, að broddgeltir hafi étið sig gegnum glerkrukkur til þess að komast að sælgætinu! Eins og alkunna er nota dýrin rófuna til margra mismunandi hluta. A óbyggðum eyjum í Kyrrahafi kváðu meira að segja hafast við rottur, sem veiða með rófunni. Þær renna henni fram með steinunum í fjöruborð- inu og bíða uns smá- krabbar þeir, sem þær lifa á, bíta. Þá er dregið upp í snatri og krabbinn étinn! Hjá búðinni Inga Hrund Gunnarsdóttir, 6 ára, sendi okkur þessa mynd, sem við þökkum kærlega fyrir. Þessi útskýring fylgir myndinni: Konan er hjá búðinni og hún er reið við strákinn með blýantinn. Fingurinn, sem gægist undan sól- tjaldinu, bendir konunni að koma og fá til baka, en það gerir hún ekki því hún er reið. Kveðja, Inga Hrund. Barnahornid Felumynd Líttu á myndina — hvað sýnir hún? Andarunga muntu svara, en ef þú snýrð henni dálítið, breytist unginn í annað dýr. Skrýtlur Borgarstúlka var í fyrsta skipti uppi í sveit, og fyrsta daginn sá hún kýr jórtra. „Þetta er falleg kýr, finnst þér það ekki?" spurði bóndinn. „Jú," svaraði stúlkan, „en kostar ekki mikið að sjá henni fyrir tyggi- gúmíi?" Kennarinn: „Ósköp ertu vesældarleg í dag, Gunna min. Ertu eitt- hvað veik?" Gunna: „Já, ég er víða veik." Kennarinn: „Og hvar ertu þá veikust?" Gunna: „f málfræð- inni." Þriöjudagur 10. nóvember 1981 ÞJÖÐVILJINN — StÐA 15 ' Morgun- stund barn- anna Helga Þ. Stephensen byrjar i dag lestur sögunnar „Lauga og ég sjálfur” I Morgunstund barnanna. Sagan er eftir Stefán Jónsson, hinn vinsæla barna- og unglingabóka- höfund, sem nú er látinn. Hana má m.a. finna í smá- sagnasafni hans Björt eru bernskuárin, sem út kom áriö 1974. Sagan fjallar um Laugu, unglingsstúlku, sem 11 ára drengur veröur ástfanginn af. Þetta er fyrsta ást hans og á ýmsu gengur, þar til hann aö lokum selur ást sina fyrir leik- fangabil. Stefán Jónsson rithÖfundur Útvarp kl. 9.05 Sjónvarp fyrir börnin: Robbi og Kobbi Klukkan 20.35 veröur sýndur fimm minútna langur tékkneskur teiknimyndaflokkur fyrir börn og nefnist hann Robbi og Kobbi. Hvaö hér er á seyöi skal ósagt látiö, en börnin fá aö fylgjast meö þvi á skerminum i kvöld. Magnúsar ræðast við um Víkingana Sjónvarp Xf kl. 20.40 Aöur en fjóröi þátturinn um Víkingana veröur sýndur i kvöld mun Magnús Bjarn- freösson ræöa viö sjónvarps- manninn Magnús Magnússon um gerö þáttanna og breytt viöhorf til víkinga og víkinga- timans. Magnús Magnússon er, eins og kunnugt er, af islensku bergi brotinn og hefur lengi starfaö i Bretlandi viö gerö sjónvarpsþátta. Hann hefur unniö aö merkum fornleifa- rannsóknum i Jórvik og viöar. Þessar rannsóknir eru taldar hafa varpaö nýju ljósi á lif og störf vikinganna til forna. 1 Jórvik flutti Egill Skalla- grimsson hina einstöku drápu sina Höfuölausn og barg þann- ig lifi sinu, en Eirikur kon- ungur blóööx haföi ætlaö aö taka hann af lifi. Eflaust veröur þessi þáttur Sjón- varpsmagnúsa hinn fróöleg- asti. Sj ón va rps m agn ús ar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.