Þjóðviljinn - 10.11.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.11.1981, Blaðsíða 5
Njósnamálið í Danmörku ÞriOjudagur 10. nóvember 1981 ÞJóDVILJINN — SIÐA 5 Reynt er að koma höggi á dönsku friðarhreyfinguna með sovéskum rúblum Nýtt ..njósnamál” hefur nú skotið upp kollinum i Danmörku. Danska öryggislögreglan iét á miðvikudaginn var handtaka rit- höfundinn Arne Herlöv Petersen og var hann ákærður fyrir að hafa þegiðsamtals um 20 þúsund krón- ur frá sovéskum sendiráðsmanni, sem hann átti m.a. að hafa notað til þess að greiða fyrir auglýs- ingu, sem birt var i tveim dönsk- um dagblöðum, þar sem 150 danskir litamenn skrifuðu undir kröfuna um kjarnorkuiaus Norð- uriönd. Jafnframt er rithöfundur- inn grunaður um að hafa þegið hljómflutningstæki að gjöf frá sama sendiráðsmanni. Arne Petersen og kona hans hafa bæði neitað öllum ákærum, en hafa staðfest að þau hafi þekkt viðkomandi sendiráðsstarfsmann auk þess sem þau hafi haft góð tengsl við starfsfólk i’ sendiráðum Norður-Kóreu og Libýu. Sam- kvæmtdanska blaöinu Informati- on mun danska öryggislögreglan hafa hlerað simtal hjá Arne Pet- ersen i mai s.1., þar sem hann á að hafa gefið i skyn, að „velviljað sendiráð” hafi séð um fyrr- greindan auglýsingakostnað. Má þetta hefur af eðlilegum ástæðum verið notað af andstæð- ingum hinngr öflugu friðarhreyf- ingar i Danmörku til þess að sverta hreyfinguna og bera það á hana að hún sé kostuö af sovéksu leyniþjónustunni. Eins og áður hefur verið minnst á hér i blaðinu, þá er þess að vænta þegar um jafn öíluga fjöldahreylingu er að ræða og evrópsku íriðarhreyfing- una, að umboðsmenn sovéksra og bandariskra hagsmuna reyni að koma ár sinni þar íyrir borö. Það breytir hins vegar ekki mikilvægi þess málstaðar, að berjast gegn vigbúnaðarkapphlaupinu. En hvernig er þessu danska njósnamáli þá háttað? Þáttur Morgunblaðsins Morgunblaðið birtir á laugar- dag grein um málið, þar sem nefnd, sem heitir Samarbejds- komiteen for fred og sikkerheder lyst sem „dönsku friðarnefnd- inni” i einu orði og „dönsku frið- arhreyfingunni” i hinu. 1 frétt þessari er gerð grein fyrir aðild- arsamtökum nefndarinnar, sem eru öll i nánum tengslum við Sovétrikin og Austurevrópurikin. Þessi frétt er dæmigerð fyrir það hvernig upplognar sakir eru not- aðar til þess að styðja vondan málstað. Þvi verður ekki frekar haldið fram að nefnd þessi sé samnefnd dönsku friðarhreyfing- unni en að MIR og Samtök her- stöðvaandstæðinga séu ein og sömu samtökin. Danska friðar- hreyfingin Nej til Atomvaben er fjöldasamtök, sem gengur þvert á alla stjórnmálaflokka og hún byggir á grunneiningum, sem ekki eru i 'neinum tengslum við vináttufélög austurevrópurikj- anna eða hliðstæð samtök. Dönsku friðarsamtökin, Nej til atomvaben, voru stofnuð i árs- byrjun 1980 og þau hafa það á stefnuskrá sinni að berjast gegn kjarnorkuvigbúnaði i austri og vestri, og þá fyrst og fremst þvi herta vigbúnaðarkapphlaupi sem núá sérstaðá milli stórveldanna. „Nej til atomváben” Við hringdum i fulltrúa sam- Ilanski rithöfundurinn Arne Herlöv Petersen: ásakaður um aft hafa greitt fyrir auglýsingu 150 danskra listamanna meft sovésku gjafafé. takanna i Kaupmannahöfn til þess að spyrjast lyrir um, hvern- ig mál þetta viki að þeim. — „Við höfum litiðum málið að segja, við höfum ekki verið ákærðir fyrir neitt og þurfum þvi ekki að þvo hendur okkar af neinu,” sagði fulltrúi samtak- anna. „Þetta heíur ekki áhrif á starf okkar að öðru leyti en þvi að þetta er notað af andstæðingum okkar til þess að gera okkur tor- tryggileg. Það er eins og Oryggis- lögreglan hafi valiö timann til handtökunnar með sérstöku tilliti til þessa, á meðan sovéksa kaf- bátsmálið var i hámæli. Við erum hinsvegar grasrótarsamtök sem byggð eru upp af sjálfstæöum einingum, og ég hef ekki fleira um máliðaðsegja. En við höldum laundsfund um næstu helgi og þá heyrið þið kannski frá okkur.” Nauðsyn sjálfstæðis Þess verður alltaf að vænta aö friðarhreyfingar séu ásakaðar fyrir að ganga erinda Sovétrikj- anna á sama hátt og Samtök her- stöðvaandstæðinga hafa veriö borin þessum sökum frá upphafi. Það er hins vegar lifsnauðsyn fyrir slikar hreyfingar að varð- veita sjálfstæði sitt gagnvart ÖC, S.7/CRPI F/.£<(!( oCí f&W 1 "liin viftkvæmu göt” f vigbúnaðarkapphlaupinu. Halli er fyrirs j áanlegur á f járlögum Bandaríkjanna Svo viröist sem Reagan Bandarikjaforseti hafi gefiö upp á bátinn kosningaloforð sin um að skila hallalausum fjár- lögum í lok kjörtímabilsins 1984, jafnframt því sem stóraukin eru útgjöld til hermála og dregið úr skattheimtu. Fjárlagaráðherrann i stjórn Reagans hefur nýlega farið fram á 80 miljaröa dollara skatta- álögur á næstu þrem árum, er brúað gætu bilið. Svar forsetans var afgerandi nei, og heimildir innan stjórnarinnar hafa látið i ljós, aft forsetinn muni frekar skila fjárlagahalla en leggja á aukna skatta. Forsetinn mun hins vegar þrýsta á þingift um niður- skurð á fjárlögum, en talift er að fjárlagahallinn geti numið allt að 90 miljörðum árið 1982 og 150 miljörðum 1984, ef ekki verður gripið til nýrra sparnaðarráðstaf- ana. Efnahagsráðgjafar stjórnarinnar hafa játað að hin stórauknu útgjöld til hermála geti ekki orði samhlifta þeirri skatta- lækkun, sem stjórnin hefur boðað án þess aö til stófellds halla komi á fjárlögum. Fyrr á árinu samþykkti Banda- rikjaþing niðurskurð á skatt- heimtu, er átti að nema 280 milj- örðum dollara á timabilinu fram til 1984. Meöal nyrra skattheimtu- aðgerða, sem stungið hafði verið upp á voru stórauknir skattar á áfengi, tóbak og bensin og minni skattafrádráttur vegna vaxta- kostnaðar og sjúkratrygginga. Ráðgjafar stjórnarinnar kenna þvi um að hagvöxtur hafi látiö á sér standa og vextir hafi haldist hærri en búist hafi verið við. Halli á fjárlögum Bandarikjanna mun væntanlega auka á þá kreppu, sem nú hrjáir hinn kapitaliska heim og einkennist af verðbólgu og atvinnuleysi. aig. — Inf. stórveldunum. Kjarnorkuvopna- laus Evrópa á ekki að leiða til aukinna valda Sovétrikjanna, þvert á móti á hún aö virka til aukins sjálístæðis austantajdls- rikjanna. Það eru einungis boð- berar kalda striðsins sem halda öðru fram, hvort sem þeir telja sig halla undir Sovétrikin eða Bandarikin. Það er reyndar at- hyglisvert, að málsvarar banda- riskrar vigbúnaðarstefnu hala ávallt túlkað friðarhreyfingarnar sem sovésk hagsmunasamtök á meðan Sovétrikin hafa oft og tið- um tekið undir slik sjónvarmiö. Staðreyndin er hins vegar sú, aö Sovétrikin hala tekið dræmt undir þá tillögu Ceauceseu Rúmeniu- forseta, að Mið-Evrópurikin taki upp samstarí i afvopnunarmálum utan hins heíöbundna forræðis Sovétrikjanna og Bandarikjanna. Sá mótvilji á mikiö skylt viö hatur Morgunblaðsins á friðarhreyfing- unni i Evrópu, vegna þess að hug- myndin um sjálfstæða evrópska friðarsteínu ógnar þeirri blindu forræðishyggju, sem aðdáendur vigbúnaðarkapphlaupsins á Morgunblaðinu eru haldnir. Strand sovéska kafbátsins við Karlskrona helur undirstrikað nauðsyn þess að Eystrasaltiö verði gert kjarnorkuvopnalaust svæði. Njósnamáliö i Danmörku hefur undirstrikað nauösyn þess að friðarhreylingin varðveiti sjálfstæði sitt gagnvart stórveld- unum. Yfirlýsing Haigs utanrik- isráðherra Bandarikjanna um að NATO hafi uppi áform um að sprengja kjarnorkusprengju i Evrópu að fyrra bragði i viðvör- unarskyni sýnir að barátta irið- arhreyíingarínnar hefur aldrei verið mikilvægari en nú. — ól-g. \kraft/ --- Jbmato ^tchup SMU HMW.VWKOMR. ***• NfT Wr. 14 OZS. (39?e> ’*C> OlST. OHiCAGÖ. It 606# Bragogoo gæoavara frá einum þekktasta matvœlafnamleiðanda Bandaríkjanna Gerið verðsamanburð SKAUPFElAdD

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.