Þjóðviljinn - 10.11.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.11.1981, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 10. nóvember 1981 ÞJÓDVILJINN — StÐA 3 Hjörleifur Guttormsson í samtali viö Þjóðviljann frá Svíþjóð Þjóðviljinn náði tali í gær af Hjörleifi Guttormssyni iðnaðarráðherra, sem fór utan fyrir helgi til Svíþjóðar til að sitja fund um iðnaðar- og orkumál, og innti hann eftir viðbrögðum forystumanna og almennings i Svíþjóð vegna kafbátamálsins. Þau eru mjög á einn veg sem vænta má, sagði Hjörleifur. Hörð, afdráttarlaus for- dæming á framferði stórveldisins gagnvart hinni hlut- lausu Sviþjóð og það af talsmönnum allra stjórnmála- flokka, sem fulltrúa eiga á sænska þinginu. Jafnframt vekur athygli stiiling og æðruleysi í málf lutningi manna, jafnt talsmanna ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu, sem undirstrikað hafa samstöðu sína og sænsku þjóðarinnar gegn þessum grófasta yfirgangi, sem Rússar hafa orðið uppvísir að gagnvart Norðurlöndum frá því á dögum vetrarstríðsins gegn Finnum 1939—40. Torbjörn Falldin forsætisráöherra og Ola Ullsten utanrikisráöherra eru báöir taldir hafa vaxiö af meðferö sinni á þessu máli, og Olov Palme hefur sem leiötogi stjórnarandstööunnar staöiö þétt aö baki þeirra. Palme talaði á fjöldafundi, sem jafnaðarmenn beittu sér fyrir á Sergelstorgi, þ.e. Lækjartorgi Stokkhólmsborgar, i hádeginu sl. föstu- Sovéski kafbáturinn i sænska skerjagarðinum. dag þar sem þilsundir söfnuðust saman undir rauöum og sænskum fán- ------------—----------------------- Thorbjörn Falldin, forsætisráðherra Svfa greinir frá þvi á fréltamannafundi, að kafbáturinn hafi verið búinn kjarnorkuvopnum. Olof Palme, fyrrverandi forsætisráðherra talar á úti- fundi i Stokkhólmi 6. nóv. Hörð fordæming á tramferöi Sovétmanna Olof Palme ítrekaði krötuna um Norðurlönd sem kjamorkulaust svæði Um leið og Palme fór hinum hörðustu oröum um yfirgang Sovét- manna og gerði gys aö skýringum þeirra um tæknileg mistök, sem leitt höföu til siglingar sovéska kafbátsins inn i sænska landhelgi (,,ættu menn að trúa slíku, væri þaö aumasta sigling frá dögum Sindbaös sæ- fara” sagöi Palme). Itrekaöi hann kröfuna um Noröurlönd sem kjarn- orkuvopnalaust svæöi og aö allar kjarnorkuvigvélar þyrftu aö veröa á brott af Eystrasalti. Ef Sovétrikin vildu endurvinna sér eitthvert traust væri ekki annað nærtækara en að losa Eystrasalt viö þessa ógn gegn friöi. Olov Palme taldi strand kafbátsins i sænska skerjagarðinum minna menn á, hversu nærri menn væru hengifluginu og hversu nálæg- ur boöi kjarnorkustriösins væri. H; nn visaöi frá kenningum um ógnar- jafnvægið sem leiö til friöar og mótmælti öllum hugmyndum um tak- markað kjarnorkustriö i hjarta Evrópu. Einnig Lars Werner formaöur Vinstri flokksins kommúnistanna (VPK) hefur eindregið fordæmt framferöi Sovétrikjanna og lýst þeirri sannfæringu sinni, aö um skipulegar njósnir hafi veriö að ræöa. Fram- undan er flokksþing hjá VPK og þakkar flokksforystan sinum sæla fyr- ir aö hafa tekið ákvörðun um aö bjóöa engum sovéskum fulltrúum til þingsins, en sú ákvöröun var tekin áöur en kafbátinn bar upp á sker úti fyrir Karlskrona. Einstaka hjáróma rödd heyrist þó hér, sem beint eða óbeint reynir aö afsaka framferöi Rússanna og draga i efa staðhæfingar um aö Kafbát- urinn hafi haft kjarnorkuvopn um borð svo sem fullvist þykir. Raunar hafa Sovétmenn sjálfir staöfest þá ásökun sjálfir með þögninni og þvi aö neita hlutlausri rannsókn um borð i kafbátnum. Táknrænt fyrir níðuriægmgu og eymd stórveldisíns Þetta mál hefur aö sjálfsögöu yfirskyggt allt annaö hér erlendis siö- ustu tvær vikur og hlýtur að hafa viötæk áhrif á viöhorf manna og festa i sessi tortryggni i garð Sovétrikjanna. Lakari auglýsingu en njósnir og grófustu ihlutun gegn hinni hlutlausu Sviþjóö gátu Rússar ekki fengið og er þaö vissulega maklegt sjálfskaparviti. Njósnakafbátur meö kjarnorkuvopn á flæöiskeri i landhelgi Sviþjóðar á sama tima og elli- hrumt öldungaveldi i forystu Sovétrikjanna raöar sér upp á grafhýsiö á Rauöa torginu 7. nóv, þar sem skriödrekar skrölta framhjá er táknrænt fyrir niburlægingu og eymd stórveldisins i austri, sem eitt sinn kveikti vonir í hugum róttækra manna um betri tiö. Sú sýn hefur fyrir iöngu snúist i andhverfu sina með grimulausu einræöi og sú efna- hagskreppa sem nú riöur húsum einnig austantjalds bætir þar ekki úr skák, sagði Hjörleifur aö lokum. Ráöherrann situr nú fund iðnaöarráðherra Norðurlanda meö efna- hagsmálanefnd Noröurlandaráðs og veröur siðan þátttakandi i sér- stöku seminari um orkumál á Norðurlöndum og öryggi i orkumálum. Blikkiöjan Asgarói 7, Garóabæ Önnumst pakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmlði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 *yg Skipholti 7 sími 20080

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.