Þjóðviljinn - 14.11.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.11.1981, Blaðsíða 1
SUNNUDAGS BLADIÐ DJOÐVIUINN 36 SÍÐLIR Helgin 14.-15. nóvember 1981 — 256.-257. tbl. 46. árg. Tvö blöð BLAÐ I Verð kr. 7.50 Þeir sváfu ■' ■ ■■. . ^jgga hér 1981: * Atli Asmundsson Baldur Guðlaugsson Freysteinn Jóhannsson jW Guðmundur Bjarnason Haraldur Blöndal .-■■■■■ ■ •' ' ' ''■:■ " ' ' ' .•'■.■ Þeir þurftu ekki að sofa 1980: Halldór Blöndal mm\ Helgi Ágústsson Ögmundur Jónsson Páil Heiðar Jónsson Alfreð Þorsteinsson Snorri Guðmundsson Viðtal við Thomas Martin ,leiðangursstjóra’ hjá bandaríska sendiráðinu ;; Sjá síðu 23 Þörf_ á þjódarsamstööu Kj arnorkuvopna- laus landhelgi „Þjóöin þarf að samein- ast um hið nýja landhelgis- mál"/ sagði ólafur Ragnar Grimsson í sjónvarpinu i gærkvöldi er rætt var um k jarnorkuvigbúnað og friðarmálefni. „I hafinu kringum ísland siglir reglulega fjöldi banda- rískra/ sovéskra og breskra kjarnorkukafbáta. Stórveldin áforma að fjölga þessum kafbátum á næstu árum/ og gera hafið kringum island að gríðar- legu kjarnorkuvopnabúri neðansjávar. Reynslan frá Svíþjóð núna nýlega og áð- ur frá Spáni/ Grænlandi og Japan sýnir að kjarnorku- vopnaslys geta orðið hvenær sem er á friðar- tímum/ og orsakað slíka geislavirkni/ að okkar dýr- mætu fiskistofnum yrði stefnt i stórfellda hættu. Hver myndi kaupa fisk frá geislavirkum islandsmið- um?", sagði ólafur Ragn- ar. Hann sagði ennfremur að allir Islendingar yrðu aö átta sig á þvi að miðin i kringum landiö ættu i auknum mæli aö vera geymsla kjarnorkuvopna i kafbátunum. 1 Bandarikjunum heföi andstaöan gegn staðsetningu MX-eldflauga á landi leitt til þess að áhrifarikir leiðtogar vildu að þessar nýju kjarnorkueldflaugar yrðu settar i kafbátana. I Þýskalandi hefði Helmut Schmidt bent á að koma mætti stýrieldflaugum fyrir i kaf- bátum á norðanveröu Atlants- hafi. „Æ fleiri sjá nú þann möguleika aö flytja kjarnorkuvopnabúnað- inn frá sinu landi út i hafið. Guö- Ólafur Ilagnar Grimsson: Hver keypti fisk af geislavirkum ls- landsmiðum? mundur G. Þórarinsson hefur þvi réttilega i ræðu á Alþingi bent á, að Islendingar þurfi að mótmæla þessari þróun og boða til ráð- stefnu um afvopnun á Norö- ur-Atlantshafi. Ég er þessu sammála en tel jafnframt aö timabært sé orðið að móta formlega stefnu Islands um bann við siglingu kjarnorkukaf- báta innan 200 milna landhelginn- ar til aö varðveita fiskistofna — Okkar nýja landhelgismál, sagði Ólafur Ragnar Grímsson í sjónvarpi í gœrkvöldi okkar á friðartimum og draga úr hættunni á striðstimum. Við mörkuöum þáttaskil i alþjóða- rétti þegar við unnum fyrst 13., svo 50og loks 200 milna landhelgi. Nú þurfum við enn á ný að hefja landhelgissókn þar sem kjarnorkukafbátarnir ógna dýr- mætustu auðlind þjóöarinnar. At- burðir siðustu vikna og mánaða ættu að vekja okkur til vitundar um þann veruleika sem er i haf- inu kringum okkur. Þjóöin þarf að sameinast um hiö nýja land- helgismál, sagöi Ólafur Ragnar eftir sjónvarpsþáttinn i gær. —ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.