Þjóðviljinn - 14.11.1981, Side 2

Þjóðviljinn - 14.11.1981, Side 2
2 SÍDA — ÞJÖÐVILjlNN ttelgin 14.— 15. nóvember 1981 Afsérþörfum Barbí og Sindí „Það er bókstaflega ekki hægt aðnota þig til neins", sagði konan mín við mig á fimmtu- daqinn var. Þessu hefði éc[ nú ekki kyngt fyrir einum aldarf jórðungi eða svo, en maður hefur mild- ast með árunum og kippir sér ekki lengur upp viðstóryrðin. Satt að segja var ástæðan til þessara illinda næsta furðuleg. Mér var semsagt ætlað að fara í búðir og kaupa nauðþurftir handa dúkk- um og dúkkulísum. Það hefði eins verið hægt að segja mér að vaska upp leirtau eða pissa sitjandi. Ég sagði konunni minni, blíðlega, að svonalagað væri djöf ulann ekki í mínum verkahring, en lét mig hafa það að vafegja, eins og svo oft áður, og ekki þarf að orðlengja hvers vegna. Ég býst ekki við því að ég f ái nokkra sál til að trúa því, en samt er það dagsatt að þegar ég var krakki, lék ég mér að leggjum og skeljum, fiskbeinum og kjömmum. Við strákarnir áttum ekki bara vænan bústof n heldur líka vel hýstan. Reiðufé var úr peningagrasi og mynt- in slegin óspart, líkt og nú er í tísku, þó pen- ingarnir væru ef til vill ekki beinlínis ávisanir á mikil verðmæti, frekar en núna. Stelpurnar áttu eðalsteina í öllum regnbog- ans litum, en þeir voru fengnir í farvegi bæjarlækjarins. Men og djásn voru knýttar blómf léttur. „Mikið djöfull hefur maður verið sveitó" hugsaði ég, þegar ég lallaði af stað til að kaupa dúkkulísudóttil jólanna. „Hvort var þetta hugsað fyrir Barbí eða Sindí", sagði bústin og þrælhress afgreiðslu- dama á aldur við mig, þegar ég var búinn að stynja því upp í leikfangabúðinni, að ég væri svona að kanna sérþarf ir dúkkunnar í dag. „Já, Barbí eða Sindí...Já....", svaraði ég. „Það er nú það". „Ja, dúkkurnar í dag eru Barbí og Sindí. Ekkert spursmál". Og hún lagði eitt stykki Barbí og eitt stykki Sindí á búðarborðið. „Þarfir eru náttúrlega alltaf afskaplega ein- staklingsbundnar og indívídúell, en Barbí og Sindí eru á svipuðu reki með afskaplega svip- aðar sérþarf ir. Þær verða — eins og konur yf- irleitt — að hafa vaffsé og síma. Við höfum það í bleiku. Vassnudd er náttúrlega draumur og leynihólf fyrir skartgripina og pelsana. Þetta er náttúrlega allt hérna í draumadúkku- húsinu. Sko, hérna er strauherbergið hennar og hobbíherbergið hennar. Hér verður hún að hafa megrunargræjur. Satt að segja er Sindí aðeins þybbnari en Barbí og þess vegna getur Sindí ekki gengið í fötum af Barbí. Barbí getur hinsvegar gengið í fötum af Sindí, en bað er alltaf dálítið hætt við að þau fari ekki nógu vel. Annars má segja að bæði Sindí-dúkkan og Barbí-dúkkan hafi allar þær sérþarfir, sem venjuleg kona með stöðu í þjóðfélaginu hef ur. Þær verða tildæmis að eiga greiðu, tannbursta og sápu, eins og venjuleg kona, vídeótæki, straubretti, hest, hrærivél, sportbíl og svo eigum við líka „besta vininn" handa henni. Mér fannst afgreiðsludaman komin út á dálítið hálan ís og reyndi að eyða talinu um besta vininn, en hún lét móðan mása og sagði að besti vinur Barbí héti Ken, væri maraþon- hlaupari og tennísstjarna og hægt væri að fá hann með skeggi og án skeggs. „Hérna er ég með gasalega smart blúndu- pjötlubuxur og gagnsætt néglésé fyrir hana til að vera í heima, þegar Ken kemur heim af skrifstof unni." („Eða úr f jósverkunum" hugsaði ég). Nú varð ég snöggvast eins og svolítið sænskur og spurði, hvort ekki væru til svoköll- uð „þroskaleikf öng". Þetta féll greinilega ekki í kramið hjá vin- konunni og hún sagði að krakkar nenntu ekki að leika sér með svoleiðis lengur og hefðu raunar aldrei nennt því. Og svo sagði hún mér brandarann með legókubbana og kynlíf ið. „Hver er munurinn á legókubbum og kynlífinu?" Ég gerði það fyrir hana að vita það ekki og þá kom rúsínan-. „Haltu þig þá við legókubbana vinur". Og hún f ékk óstöðvandi hláturskast. Nú kom verslunarstjórinn aðvífandi til að athuga hvað væri á seyði og fékk að vita að ég væri að kynna mér sérþarf ir Barbí-dúkkunnar og Sindí-dúkkunnar. Hann setti á sig vitsmunasvip og sagði hátíðlega: „Hamingja Barbí og Sindí er hérna í hillunum til sölu. Allt það sem gerir nútímakonuna í þjóðfélaginu hamingjusama, fæst hérna handa Barbí og Sindí." Ég hugsaði með mér, en þorði ekki að segja það upphátt: „Það væri nú gaman að kaupa hressilega uppáferð handa Barbí og Sindí". Svo spurði ég verslunarstjórann hvort hann ætti ekki góða vélbyssu handa fjögurra ára barni. „Atómsprengjurnar eru vinsælli núna hjá krökkunum", svaraði verslunarstjórinn og lagði á búðarborðið skrautbúinn stríðsvagn, sem gat skotið f jórum vetnissprengjum í einu. Það kom eins og hik á mig, svo verslunar- stjórinn hefur sennilega haldið að ég væri í einhverjum afvopnunarhugleiðingum barna. Hann tók svo til orða: „Amerískir félags- vísindamenn eru nýbúnir að gera könnun á því hvort það sé til ills eða góðs að láfa óvita leika sér að hergögnum. Niðurstaðan varð sú,að því fyrr sem börn fá að handleika drápsvélar og morðtól þeim mun betra. Börnin verða nefni- lega orðin svo leið á þessu glingri þegar þau fullorðnast að engar llkur eru á að sá sem borið hefur gæfu til að eiga bombuna í æsku, nenni að beita henni, þegar hann er kominn til vits og ára. Og með þetta yfirgaf ég þessa leikfanga- paradís, þar sem hægt var að fá keyptar allar sérþarfir Barbíar og Sindíar, konunnar í nútímaþjóðfélagi og mannkynsins yfirleitt og þaðfyrir spottprís. En á leiðinni út heyrði ég verslunarstjórann raula þessa gömlu barnagælu við bústnu af- greiðsludömuna: Dansi dansidúkkan mín dæmalaust er Barbí fin. Fósturlandsins Ijúfa mær lítil, þæg og heimakær. Afskaplega ertu góð, eykur við minn sparisjóð. Gaman er að græða á þér, gulli safnar handa mér. skraargaCiö Vísnagleði landans er óþrjótandi. Þessari var laumað I gegnum skrár- gatiö og skýrir hún sig sjálf. Veikir sænskan varnarmúr og veldur þrætu drengja þegar vesælt vasaúr veröur atómsprengja. Opnuviðtal er við Margréti Indriöadóttur, fréttastjóra útvarpsins i Helgarpóstinum um helgina og talar hún þar tæpitungulaust. Hún er meðal annars spurð um meinta þýðingarvillu i frétt um friðarhreyfinguna i Vestur- býskalandi sem ritstjóri Alþýðublaösins hamaðist sem mest út af i haust. Hún svarar spurningunni svo: „Hvaða þýð- ingarvilla? Þetta villutal var ekkert nema móðursýkiskast i pólitiskum ritstjóra sem er eitt- hvað illa farinn af þrálátri en ófullnægðri þingsetufikn”. Grýlurnar — en svo heitir eina kvenna- rokkhljómsveitin sem séð hefur dagsins Ijós hér á landi — er nú að senda frá sér fvrstu hljóm- Jón Baldvin: ,,illa farinn af þrá- látri en ófullnægðri þingsetu- fikn” plötuna sem hljóðrituð var á fjórum kvöldum i Hljóörita um daginn. A henni eru fjögur lög. En hún veröur að öllum lík- indum ekki lengi ein um hituna þvi að nú hefur frést aö önnur kvennahljómsveit sé i fæöingu. Það er Jóhanna bórhallsdóttir, sem söng m.a. og spilaði i Dia- bolus in Musica, sem er að spá i þetta ásamt Elisabetu Guðbjörnsdóttur (blaðamanni um hrið á Þjóðvilja og Helgar- pósti) og Sonju Jónsdóttur. EHert Schram: Hefði ekkert á móti þvi að veröa borgarstjóri. Vísir birti i vikunni lista yfir fylking- arnar i prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins og var sá listi kominn frá Davið Oddssyni til þess aö láta kjósendur vita hverja þeir ættu að kjósa i prófkjörinu. Ellert Schram, ritstjóri Visis, birti þetta með glöðu geði þvi að hernaðarlist hans nú er aö efla ófrið sem mest milli Daviös- og Albertsmanna. Sii hugmynd hefur nefnilega skotið upp koll- Birgir tsleifur: Rógvélin fór af stað gegn honum. inum i Sjálfstæðisflokknum, ef hann nær meirihluta i borgar- stjórn, að ráðinn verði maður i borgarstjórasæti sem ekki sé kjörinn fulltrúi og verði það úr- ræöi gripiö vegna deilnanna. Sagt er aö Ellert Schram renni hýru auga til embættisins. Mjög hart var lagt að Birgi Isleifi Gunnarssyni að gefa kost á sér i prófkjöri Sjálfstæöisflokksins til borgarstjórnarkosninga og voru simalinur til hans rauðglóandi. Það sem mun hins vegar hafa fengiö hann algjörlega ofan af þessari hugmynd var aö viss öfl i flokknum settu af stað rógvél um hann til þess að veikja stöðu hans. Verður hér ekki farið ofan i saumana á þeim rógi. Svar Gunnarsmanna við birtingu á nöfnum i hvorri fylkingunni i prófkjörinu mátti svo sjá i gær i Dagbiaðinu. Þar voru birtar myndir af nokkrum ungum Sjálfstæðismönnum þar sem þeir voru að koma frá fundi á svitu nr. 613 á HótelSögu. Þarna voru Baldur Guðlaugsson, Davið Oddsson, Jón Steinar Gunnlaugsson, Kjartan Gunnarsson, Magnús Gunnars- son og Þorsteinn Pálsson. Fylgdi sögunni aö þetta væru ungir Geirsmenn að leggja á ráðin um aukin völd Geirsarms- ins i hverfafélögum Sjálfstæðis- flokksins og fundir þessir væru vikulega. Spyrja nú Gunnars- menn m.a . hvað Kjartan Gunnarsson, framkvæmda- stjóri flokksins, sé að gera þarna i vinnutima sinum meöan hann hefur konur á næturkaupi til þess að innheimta i happ- drætti flokksins.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.