Þjóðviljinn - 14.11.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.11.1981, Blaðsíða 5
Helgin 14.— 15. nóvember 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 bókmcnntir Eysteinn Vorið í svelluðum götum Þorvaldsson skrifar Sveinbjörn I. Baldvinsson: Ljóðhanda hinum og þessum. Almenna bókafélagið 1981. Sveinbimi Baldvinssyni tekststundum að byggja ljóð sín ilr skemmtilegum ein- fóldum myndum og likingum sem búa yfir vissri kaldhæðni. Ljóðið „Dagur fyrir jól” er svona: Það er enn kominn dagur Sólin er bdin að kveikja á grýlukertunum og vindurinn getur ekki slökkt á þeim Bilar hima hvitfextir með rassinn upp í vindinn eða mjakast eftir skt'ugum götunum Afmyndaðar kjötbolludósir á færibandi Grá andlit þeysa um óraviddir buðaglugganna með jólabrosið frosið á vörunum. Upphafslinan er að visu ekki aðeins óþörf, heldur lýtir hún ljóðið. Og einmitt i sliku óhófi felst meginhættan i ljóðagerð skáldsins. Yrkisefni úr heimi hversdagsleikans eru Sveinbirni hugleikin, og hann getur útmálað bæði hugljúf atriði og samskipta- leysi og ömurleika á eftirminnilegan hátt. Ég nefni sem dæmi „Annar dagur i janúar” þar sem fötin „afklæðast” persónunum og athafna sig, sjálfstætt. Brot úr ljóðinu: Köflóttar skyrtur jakkaföt samfestingar sparka af sér snjónum á þröskuldinum setjast þegjandi við eldhiisborðið og horfa dt um gluggann Ljósblá blússa dregur ýsur upp úr pottinum og rennir fatinu á ská inn á rauðköflóttan ddkinn Einhvers staðar er flugvél að fljúga til útlanda eða akureyrar í fréttunum er þetta helst Það eru vist5 ár liðin siðan fyrri ljóðabók Sveinbjarnar komdt. Ýmislegt i þeirri bók lofaði góðu, en margt bar keim af unglings- legri heimshryggð, svo sem titt er um ljóð kornungra skálda. Þetta nýja verk sýnir ótviræðar listrænar framfarir. Betri tök á myndrænni tjáningu, angurværðin er á burt og horft með jafnvægi og æðruleysi yfir sviðið. Það svið er að visu ekki vitt en afar mannlegt. Ismeygileg kimni og kankvisar athugasemdir auðga mörg ljóðin að skemmtun og áhrifum. Upphafsljóðið i bálkinum „Ljóð handa lifinu” er svona: Eitthvert ókunnugt fólk er að bægslast i einhverju ókunnu rúmi o áður en þú veist af ertu orðinn til Alsaklaus ertu ofurseldur einhverju lifi sem er löngu byrjað og þú veist ekkert hvar endar. Þú litur út eins og deigklessa sem hefði getað orðið snyrtileg smákaka en hefur unnið út I ofninum Og þegar þú ert rétt að byrja að átta þig á þessum nýju aðstæðum þá ertu rifinn út úr hitanum Engan veginn fuilbakaður. En strax i þessum fyrsta bálki bókar- innarkemur i'ljós annað einkenni, sem hef- ur aukist að vöxtum hjá skáldinu, en það er mælska, og mér þykir teygjast fullmikið úr lopanum. Auðvitað er ekkert við þvi að segja þótt skáld vilji beita mælsku, en þvi fylgir sú hætta að of mörgum orðum sé sóað á innihaldið. Þetta á þó ekki við nema fá af ljóðunum, t.d. „Heimildar ljóð um uppgjör kinerskrar æsku viö þorparaklikuna”. Einnig þarf hann að varast margsagða hót- speki eins og i IV. „Ljóði handa lifinu”: Umkomulaus ferðalangur/i ókunnugu landi/sem óvarthefurfarið úr/á vitlausum stað.” Sumt af ferðaljóðunum er selt undir þessa sömu sök.en önnur eru býsna hnyttin t.d. „I lest frá Karlsruhe til Konstanz”. Ýmislegt er laglega ort i bálkinum „Ljóö handa konum ”, einkum VI. ljóöið. Ævintýrasögulegt flökt stúlkunnar um skóginn er kannski ekki sérlega frumlegt, en .1 umgerð traustbyggðrar myndhverf- ingar trésins veröur þetta stórgott ljóö. I blaðaviðtali nýlega sagðist Sveinbjörn aðeinsyrkja birtingarhæf ljóð. Hann þyrfti ekki að fleygja 90 prósentum eins og aðrir, heldur skrifaði hann bara þessi 10 prósent. Slik vinnubrögð kunna ekki góðri lukku að stýra. Brottkastsregla, þóttekki væri nema sem næmi svona 25 prósentum hefði komið hanum vel. En einkum hefði Sveinbjörn þurft að skira málminn betur á stöku stað — vanda betur tilorða og tjáninga. Allt um það hefur Sveinbjörn fært lesendum mörg góð ljóð i þessari bok. Hann hefur eins og fleiri ungskáld tekið til handargagns ýmsa hluti úr kram i neysluþjóðfélagsins og notar þá til þess að útmála veruleika nútimans á þann manneskjulega hátt sem honum er lagið. T.d. i „Ljóðum handa konum I”: Vegna þin sé ég hamingjuna i hjólkoppi á gömlum skóda Vegna þin sé ég sólskin i ráðvilltum andlitum ’i hagkaup Vegna þin sé ég vorið i svelluðum götunum. . f» BÖDVAR GUDMUNDSSON þaó er engin þörf aökvarta Málmlogmenning

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.