Þjóðviljinn - 14.11.1981, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 14.11.1981, Qupperneq 12
12 SÍÐA— ÞJÓÐVILJINN Helgin 14.— 15. növember 1981’ Á undanförnum miss- erum hefur verið opinská og harðskeytt umræða í Noregi um ofbeldi sem konur eru beittar á heim- ilum sínum, ástæður þess og afleiðingar. Fjölmiðlar hafa verið uppfullir af fréttum um slíka atburði og viðtölum jafnt við sér- fræðinga og þá sem í hlut eiga. Sem dæmi um hversu lífleg þessi umræða er nú, má nefna að i haust komu út ekki færri en. sex bækur á norsku, þar sem fjallað er um misþyrmingar á eiginkonum, unnustum, fyrrverandi eiginkonum, dætrum og jafnvel mæðr- um. Þetta er merkileg staðreynd þegar þess er gætt að fyrir örfá- um árum var þetta vandamál, — ofbeldi á heimiiunum — jafnt djúpt grafið i þögninni i Noregi og það er hér uppi á islandi i dag. Drýgstan þátt i að vekja umræð- una og afhjúpa leyndina á hópur kvenna sem i dagiegu tali nefnist „krisesentergruppa”. i rúmlega þrjú ár hefur hópurinn starfrækt neyðarathvarf fyrir konur og börn I miðborg Oslóar. Það var i mars 1976 að 10 konur hófu sam- vinnu með þetta markmið fyrir augum: að aðstoða konur sem neyöast til þess aö flýja heimili sín undan barsmföum, veita þeim húsaskjól I stuttan tima, leiðbeina þeim og styrkja og vekja almenn- ing til vitnunar um böi ofbeldis- ins. Gerd Fleiseherog Kirsti Wiese Aanerud hafa báöar starfað meö hópnum I meira en þrjú ár. Blaðamönnum er af eðlilegum ástæðum meinaður aögangur að athvarfinu og þvi var setið á kaffihúsi og spjallað. En gefum þeim Gerd og Kirsti orðið: Ofbeldi á heimilunum Kirsti Wiese Aanerud: Eftir þrjú ár eru neyðar- athvörfin í Noregi orðin yfir 20talsinsog 12 ný eru i undirbúningi. Ljósm. —gel. Gerd Fleischer: Vonum að einn góðan veðurdag verði ekki lengur þörf fyrir neyðarathvörf. Ljósm. —gel. „Þegar hjónabandið reynist helviti a jorðu 55 „Þetta gerist ekki hér" Hugmyndin á sér rætur í nýju kvennahreyfingunni og fyrir- mynd frá Englandi þar sem neyðarathvörf hafa verið rekin frá þvi snemma á áttunda ára- tugnum. Strax vorið 1976 var óskað eftir hentugu húsnæði hjá Oslóarborg en árangurslaust. Menn lokuöu augunum fyrir þessu vandamáli. Ofbeldi á heim- ilum var eitthvað sem gerðist bara úti i hinum stóra og hættu- lega heimi, ekki i Noregi. Þaö var fyrst eftir aö sýnt haföi verið fram á þörfina með þvi að starf- rækja neyðarsima i heilt ár að húsnæði fékkst og styrkur frá riki og borg. Og jafnvel eftir að nær 100 konur leituðu þar hælis á fyrsta árinu afneituðu menn stað- reyndunum: Þá hét það aö svona lagað gerðist bara i stórborgum á borö við Osló. Annars staðar i Noregi væri þetta ekki til. Þvi miöur hefur reynslan verið önnur, og núna tveimur og hálfu ári siðar, eru starfrækt yfir 20 neyðarathvörf i Noregi og 12 til viðbótar eru i undirbúningi. Viöast eru athvörfin i stærri bæjum, en þess eru lika dæmi að smærri sveitarfélög hafi slegiö sér saman. Af hverju? Neyöarathvörfin hafa orðið til af illri nauðsyn. Opinberir aðilar aðhöfðust ekkert og reynslan hefur alls staðar orðiö sú að konur hafa sjálfar oröið að taka frum- kvæði i þessum málum. Konan gat setið á bekk á einhverri lög- reglu- eða læknavaktinni fram til klukkan 7 aö morgni, það var allt og sumt. Og húsnæðismiölun borgarinnar tekur á engan hátt tillit til kvenna og barna sem höfðu neyðst til aö flýja heimili sin, þær fara bara á sinn stað i röðina. Þessu höfum við reynt aö breyta. En þaö er ekki bara húsa- skjólið sem skiptir máli, ráð- gjöfin skiptir miklu. Konurnar vita nákvæmlega ékkert um sinn rétt né hvar þær eiga að leita sér upplýsinga um hann. Stór hluti starfsins fer i að leiöbeina þeim og visa á lækna, lögfræðinga eöa félagsmálastofnanir. En það þarf lika að veita konunni styrk, sýna henni að hún stendur ekki ein og hjálpa henni til sjálfshjálpar. Hin opinbera skilgreining á of- beldi á heimilunum er sú að það komi i kjölfar rifrildis. baö er jafnvel fullyrt aö konan eigi oftast upptökin — hún ögri karlinum á einhvern hátt og hann neyðist til að láta hendur skipta. Það er oft spurt af hverju karl- inn slái og okkar svar er að hann slær af þvi að hann veit að hann getur það og kemst upp með það! Tveir timar á lögreglustööinni er allt og sumt sem hann á yfir höfði sér ef hann er ódrukkinn, en 24 timar ef hann er fullur. Þar að auki kallar konan sjaldnast á lögregluna — afleiöingarnar eru oft enn meiri barsmið. — En hvers vegna þolir ein kona slíkt astand, jafnvel árum saman. Við konur erum aldar upp við það að trúa á hamingjuna, segja þær Gerd og Kirsti. Hamingjan, það er ástin, fjölskyldan, eigin- maöurinn og börnin. Það er svo sem allt i lagi að vinna lika en það er ekkert aðalatriði i uppeldi og mótun kvenna. Hjónabandið og fjölskyldan skiptir öllu máli. Það hefur hins vegar enginn sagt okkur að hjónabandiö geti verið helviti á jörðu og þegar viö stöndum fyrst frammi fyrir þvi, neitum við að trúa okkar eigin skynfærum. Og þegar«vo karlinn grætur og lofar, þá er honum fyrirgefið og reynt aö gleyma og skilja. En hann slær aftur og sagan endurtekur sig. Smám saman yfirtekur hræðslan viö barsmiöarnar allar aörar tiifinn- ingar. Konan fer að gæta sin á þvi aö gera nú ekki neitt sem gæti verið honum á móti skapi og hún verður eins og hrætt dýr. Hún fer að trúa því sem hann segir, aö hún sé bæöi heimsk og einskis viröi og eftir stuttan tima er hún farin að ásaka sjálfa sig fyrir allar ófarirnar. Næsta stig er einangrunin — hún þorir ekki að snúa sér til neins, ekki til lögreglunnar, ekki til ættingja og ekki til vina, þvi hvaö gætu þeir svo sem gert? Margar leiðast út i misnotkun á áfengi og lyfjum. Hræöslan, sjálfsásökunin og einangrunin valda þvi aö konan veröur mátt- vana og hefur hvorki krafta né vilja til þess að breyta neinu. Þess vegna „sættir” hun sig við ástand sem hún alls ekki þolir. Ef viö fáum þvi framgengt að nágrannar, vinir, fjölskylda og allir aörir láti sig þaö einhverju skipta aö konum er misþyrmt og fái þeir vald til þess aö gripa inni, 1 fyrra leituðu 263 konur með 130 börn skjóls i athvarfinu. Ljósm. —gel. Sú yngsta sem leitaöi til athvarfs- ins I fyrra var 18 ára og sú elsta 81 árs. Ljósm. —gel. þá verða neyöarathvörfin ekki lengur nauösynleg. Það er tak- markið. Þess vegna söfnum við upplýsingum um þessi mál og veitum fræðslu, við reynum að opna augu fólks fyrir vandanum og fá þaö til þess aö takast á viö hann. Osló — 350048 En byrjunin var sem sagt neyðarsíminn. í desember 1976 fékk hópurinn aðstöðu i einu her- bergi hjá einkaaðila og á sama tima höföu safnast 11 þúsund krónur sem notaðar voru til að setja upp simann, prenta limmiða og borga húsaleigu. Siminn var opnaður 1. febrúar 1977 og höfð vakt á honum á hverju kvöldi frá klukkan 7 til 7 að morgni. Fyrsta mánuðinn voru hringingarnar 24 en 10 mánuöum siöar 42. Aö meðaltali leituðu tvær konur i alvarlegri neyö á náðir simans á hverri nóttu fyrsta árið. — Hvaða úrlausn var hægt að veita þeim? Nánast enga. Þaö var að visu mikið spurt um ráð og upp- lýsingar en þegar kona var I neyö var litið hægt að gera. En siminn var fyrst og fremst ætlaður til þess að kanna umfang vandans. Eftir eitt ár var ljóst að þörf fyrir neyðarhúsnæöi var fyrir hendi og þá fékkst styrkur frá riki og borg. 2. mai 1978 var neyðarathvarfið „Krisesentret” svo opnað. Oslóarborg lét hópnum i té efstu hæðina i einu af leiguhúsum borgarinnar. Athvarfið er 8 sér- herbergi, sameiginleg stofa og gangur og litil skrifstofa þar sem móttakan og slmavarslan er. Viö erum enn i þessu sama húsnæði og höfum enga stækkun fengiö, þrátt fyrir brýna þörf og fögur fyrirheit. Enn sem komiö er hefur engri konu verið neitað um pláss en þaö er oft þröngt á þingi og sofið á flatsæng á öllum gólfum. — Nú er heimilisfang athvarfs- ins leynilegt. Af hverju og er i raun hægt að leyna þvi? Leyndin er ætluð til þess aö veita konunum öryggi og friö fyrir karlinum og ættingjum. Það er nefnilega alveg sama þótt of- beldisseggurinn berji konu sina I Tveir starfsmenn neyðarathvarfsins í Osló segja frá

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.