Þjóðviljinn - 14.11.1981, Side 13

Þjóðviljinn - 14.11.1981, Side 13
Helgin 14.— 15. nóvember 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 Skrifstofa neyöarathvarfsins, móttaka og sfmavarsla. klessu, — hann vill alltaf fá hana til baka með góöu eða illu. Þeir hafa reynt að komast inn I húsiö bæöi meö valdi og á fölskum for- sendum, — einn kom til dæmis upp stigannn með blómvönd og þóttist vera læknir. Honum brá hins vegar þegar hann mætti konu sinni og 12 öðrum konum á stigapallinum enda var svipurinn á þeim ekki frýnilegur. Við höfum lent i ýmsu, — fengið sprengju- hótanir og alls kyns upphring- ingar en við höfum mjög gott samband við lögregluna og teljum athvarfið veita gott öryggi. Konurnar mega ekki vera eins og fangar, — þetta er þeirra heimili og þær verða að geta gengiö þar út og inn eins og þær vilja. Við viljum lika aö konan til- kynni komu sina i sima en komi ekki beint að dyrunum. Þegar hún hringir, þarf hún ekki aö gefa upp nafn eöa ástæðu, hún fær leið- beiningar um hvernig hún kemst að húsinu t.d. meö strætisvagni, en leigubilastöðvarnar, lögreglan og læknavaktirnar vita lika heim- ilisfangið. Leyndin er þannig ekki alger en þaö er ekki auövelt fyrir karlana að komast að húsinu. Rekstra r kostnaðu r ein miljón á næsta ári — Hvernig er meö fjármálin? Rikiö tók þátt I rekstrinum til helminga i tvö ár — til að skrá- setja og kanna umfang vandans eins og það var kallað. Eftir þessi tvö ár sögðu þeir pent að nú væri könnuninni lokið og skrúfuðu fyrir allar fjárveitingar. Síðan stendur Oslóarborg ein undir rekstri at- hvarfsins, en kemur þar hvergi nærri i stjórnun. Viö höfum sérstakan fjármála- hóp sem gerir fjárhagsáætlun fyrir hvert ár. Aætlunin fyrir 1982 hljóðar upp á eina miljón norskra króna (1,3 islenskar) og borgar- stjórn greiðir þessa fjárhæö fyrir- fram til athvarfsins. Borgin hefur reynt ýmislegt til þess að hafa áhrif á reksturinn i krafti þess að hún fjármagnar hann en okkur hefur tekist að standa gegn öllum breytingum. Eitt er borgaryfir- völdum mikili þyrnir i augum: Við höfum enga ákveöna stjórn eða forstööumann sem er ábyrg- ur fyrir athvarfinu. 1 hópnum eru nú um 70 konur og allar ákvarð- anir eru teknar á stórfundum sem haldnir eru einu sinni i mánuði og þar er það einfaldur meirihluti sem gildir. Þrátt fyrir mikinn þrýsting hefur okkur tekist að halda þessu stjórnarformi sem viö teljum mjög mikilvægt. - Borgaryfirvöld hafa lika átt erfitt með að sætta sig viö aö viö gefum þeim engar upplýsingar um þær konur sem búa á athvarfinu. Þær eru hvergi skráðar þrátt fyrir itrekaðar óskir borgarinnar sem vill vita i hvaö peningarnir fara, eins og þeir segja. Okkar skoðun er aö kona sem er fórnarlamb of- beldis eigi ekki sjálfkrafa að vera stimpluð sem „skjólstæðingur” hins opinbera eða fyrir að „vera á bænum”. Konurnar sem búa á athvarfinu sjá sjálfar um heimilishaldiö rétt eins og á eigin heimili. Þær borga 20 krónur á dag (ef þær eiga fyrir þvi), kaupa inn, elda, skiptast á þvottum og pössun.og stjórnun á heimilinu er algerlega I þeirra höndum. A skrifstofunni er svo 24ra tima simavakt og siðan skiptast konur i hópnum á allan sólarhringinn þannig að alltaf eru tvær á vakt nema frá kl. 16—19 þá er aöeins ein. Um helgar er aðeins svarað i simann, þ.e. skrif- stofan er lokuð og þá er llka aöeins ein á vakt. útslitnar eftir eitt ár — Nú hlýtur þetta aö vera krefjandi vinna. Er hún launuö? Hann er nú býsna stór hópurinn sem skiptir meö sér kvöld-, nætur- og helgarvöktum þannig aö þaö er ekki svo erfitt. Hins vegar er starfið á dagvakt mjög slitandi og þess vegna má enginn vera lengur i þvi starfi en eitt ár. Eftir þann tima er maður I raun búinn aö vera, segir Gerd, sem gegnt hefur dagvaktinni. En þessi takmörkun þjónar lika þeim til- gangi að gera athvarfið ekki að stofnun, — mynda ekki litinn hóp alvitra kvenna sem sitja uppi með reynsluna heldur láta fleiri um þaö. Við viljum ekki búa til sérfræðinga sem taka stjórnina ósjálfrátt I krafti reynslu sinnar heldur láta hverja konu læra af annarri. — Eru þá engir sérfræðingar á athvarfinu? I hópnum eru sérfræðingar af öliu tagi, læknar, lögfræðingar og sálfræöingar, en þegar þær fara að vinna á athvarfinu eru þær aöeins konur. Vaktirnar eru launaðar og hafa veriö það frá upphafi. Launin eru lág, — þau sömu og laun iðn- verkakvenna. Valdbeiting er sak- næm i Noregi og þeir sem veröa fyrir henni eiga ekki að þurfa aö vera upp á góðgeröastarfsemi komnir. Þetta hefur verið stefna okkar frá upphafi og liður i þvi að breyta viðhorfinu gagnvart þess- um hlutum. Jafnvel of góð sam- vinna við lögregluna — Þið minntust á góða sam- vinnu við lögregluna. Hefur það verið þannig ailan timann? Nei, langt i frá. I byrjun var það nánast fjandskapur, en veturinn 1978—1979 vorum við meö heil- mikla upplýsingaherferö og héld- um ótal fundi m.a. meö lögregl- unni. Eftir það hefur samstarfiö veriö með miklum ágætum og jaörar jafnvel viö aö það sé einum of mikiö af þvi góöa. Lögreglan á þaö nefnilega til aö hringja eða koma meö konur sem þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera við, þó ljóst sé aö þær eiga allt annars staðar heima en á athvarfinu, svo sem á sjúkrahúsi eða afvötnunar- hæli. Ef þeir fá ekki pláss á réttri stofnun koma þeir oft til okkar og það eru einu tilfellin sem við neitum aö taka við konum. Þær eiga rétt á þvi aö fá inni á stað þar sem hægt er aö veita þeim þá hjálp, sem þær þarfnast. Neyðar- athvarfiö er ekki sjúkrahús, slysavaröstofa eöa afvötnunar- hæli. En samvinnan viö lögregl- una er mjög góð og hún veitir okkur alla aðstoð sem hún getur, t.d. fylgir óeinkennisklæddur lög- reglumaður konu heim ef hún þorir ekki annars. — Snúa flestar konurnar heim aftur? Þaö er mjög misjafnt. Meöal- dvaiartiminn er 9 dagar en fjöl- margar konur dvelja bara eina nótt, biða eftir að æðiö renni af manninum og oft hafa þær orðið að hlaupa út frá sofandi börnum sem þær veröa að sinna næsta morgun. Við höfum sett hámarksdvalartimann á 3 mánuði — eftir þaö ætlumst viö til að borgin útvegi konunni Ibúð en það er engum kastaö út. Þetta er fremur til þess aö þrýsta á borgaryfirvöld. — Hvað ráðleggið þið konum sem eru i vafa um hvort þær eigi að snúa heim eða kæra manninn svo dæmi séu nefnd? Konan sjálf er neydd til að taka slíka ákvörðun, þaö gerir enginn fyrir hana. Það er lika mjög mikilvægt þvi þaö er kannski I fyrsta skipti i fleiri ár sem hún tekur sjálfstæða ákvöröun. Ef hún er i vafa eru henni gefin ráö og upplýsingar, bent á kosti og galla hlutanna og boðin aðstoð, en ákvörðunina sjálfa veröur hún ein að taka. Þaö getur reynst mjög erfitt og getur tekið nokkurn tima, en er upphaf þess að konan fari að treysta á sjálfa sig á nýjan leik. Jákvæðu punktarnir margir — Sjáið þið fram á einhvern árangur af ykkar störfum? Það eru ýmsir jákvæöir punktar, t.a.m. hin mikla umræða sem nú er uppi i Noregi öllum um ofbeldi á heimilunum. Umfang þessa vandamáls er lika aö veröa ljósara þó langt sé frá þvi aö öll kurl séu komin til grafar, það hefur sýnt sig að of- beldið fylgir ekki ákveðnum stétt- um, aldri, eða búsetu og þvert ofani þaö sem almennt er talið, — barsmiðarnar eru ekki fylgifiskur alkóhólisma. 55% kvennanna eru baröar án þess aö brennivini sé til aö dreifa og margir ofbeldissegg- irnir smakka ekki vin. Með hverju árinu sem liður fjölgar þeim sem vita aö konur þurfa ekki að þola endalausar barsmiðar, þær geta fengið aðstoö til þess aö losna undan valdi mannsins ef þær vilja og þess eru dæmi aö atvinnurekandi hafi visað konu til neyðarathvars- ins. Þá liggja upplýsingabæk- lingar á fjórum tungumálum frammi á flestum þeim stöðum sem konur eiga leið um, — á norsku, ensku, spænsku og arab- isku og nú oröið vita flestir af þeim möguleika sem neyöarat- hvarfiö er, enda fjölgar kornum þangað i sifellu. Arið 1978 leituöu 98 konur og 34 börn þeirra skjóls á athvarfinu. Arið 1979 voru konurnar 220 og ' börnin 228 og árið 1980 voru kon- urnar 263 og börnin 130, — sú yngsta 18 ára, sú eista 81 árs. Samsvarandi aukning hefur orðið á athvörfum annars staöar I Nor- egi. Þá eru sjúkrahúsin að byrja að skrá misþyrmingar á konum, en hingaö til hefur þaö aðeins veriö sjúkrahúsið I Þrándheimi sem hefur gert þaö. 1 þeim bæ, sem er á stærð viö Stór-Reykjavik voru á árinu 1980 skráð 50 alvarleg til- felli af misþyrmingum á konum, — tvær þeirra dóu. Það er undar- legt aö I landi eins og Noregi, þar sem allt er skráð taliö og flokkaö að þaö skuli vera svona erfitt aö fá skrásetningu á svo alvarlegum brotum. Lögreglan skráir þetta sem „heimiliserjur”, læknar skrá þaö sem brotið nef eða glóöar- auga, en heildarmynd fæst hvergi. Félagsmálaráöuneytiö hefur nú loks ákveðið að láta skrá misþyrmingar á heimilunutn og er von á reglugerö um þaö innan skamms. Þetta teljum viö mikinn árangur. Viö erum bjartsýnar á að tak- markið náist, — aö einn góðan veðurdag getum við lokað öllum neyðarathvörfum fyrir konur, sögöu þær stöllur, Gerd og Kirsti aölokum. —AI Otrúlegt en satt! Þú þarft ekki lengur að snúa plötunni vió Plötuspilarinn leikur af plötunni lóðrétt. Stórkostleg lenging á líftíma plötunnar Verökr. 10.900 /METAL I I ||cxxbv system| . HLJÓMTÆKJADEILD Sjp KARNABÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 Kamabær Glæsibæ —! Fataval Keflavfk Eplið (safiröi - Portiö Akranesi — Patróna Patreksfiröi - Alfhóll Siglufiröi - A. Blöndal, Ólafsfiröi—Cesar Akureýri Radiover Húsavík — Hornabær Hornafirði - M.M. h/f. Selfossi — Eyjabær Vestmannaeyjum

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.