Þjóðviljinn - 14.11.1981, Síða 15
Hélgin 14.—15. nóvember 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
r '
I tilefni af 75 ára afmæli kvikmyndasýninga á Islandi:
m
Kvikmyndahátíð í Nýja bíói
Þar verða m.a. sýndar allar
þöglar, leiknar kvikmyndir
sem tengjast íslandi
í tilefni af þvi að 75 ár eru nú
liðin frá þvi að reglulegar kvik-
myndasýningar hófust hér á landi
byrja i dag, laugardag, sýningar
á gömlum merkurn myndum i
Nýja biói, m.a. öllum þöglum,
leiknum kvikmyndum sem á ein-
hvern hátt eru tengdar lslandi.
Meðal þeirra eru tvær kvik-
myndir, sem Kvikmyndasafni
islands hafa borist að gjöf frá
Nordisk Films Kompagni, Hadda
Padda (1924) og Hús i svefni
(1926).
Um daginn fór fram fyrri hluti
afmælisdagskrár á vegum Kvik-
myndasafnsins i Gamla biói en nú
er komið að Nýja biói sem er
reyndar 70 ára um þessar
mundir. Þær myndir sem sýndar
verða i vikunni eru þessar:
Fréttamyndir frá Islandi á
þriðja áratugnum, sem gerðar
voru til sýningar i bióinu. Þetta
eru kvikmyndir um konungs-
komur 1921 og 1926 og ennfremur
Hnattflugið 1924.
Sigrún á Sunnuhvoli.Kvikmynd
þessi er gerö af Brunius og byggð
á sögu Björnstjerne Björnsson.
Hún var sýnd þegar núverandi
húsakynni Nýja biós voru tekin i
notkun 1920 og naut fádæma vin-
sælda I henni Reykjavik i den tid.
Grikkinn Zorbaeftir Cacoyann-
is, byggð á sögu Kazantzakis.
Flestir kannast við þessa mynd
sem var gerð árið 1965 og sú
mynd sem einna lengst hefur
gengið i bióinu.
Fjalla-Eyvindur.gerð áriö 1918
af Victor Sjöström og byggð á
leikriti Jóhanns Sigurjónssonar.
Þetta er merk mynd i sænskri
kvikmyndasögu.
Saga Borgarættarinnar, tekin
1920 af danska leikstjóranum
Sommerfelt á Islandi og byggð á
skáldsögu Gunnars Gunnars-
sonar. Sigild mynd.
Glataði sonurinn eftir Coleby.
Mynd þessi er ensk frá árinu 1923
og fjallar um ógæfu drykkjusýk-
innar i anda hinnar gömlu dæmi-
sögu. Myndin gerist að hluta á
Islandi.
Fiskimennirnir við tsland,
frönsk mynd frá árinu 1924, byggð
á skáldsögu Pierre Loti sem lýsir
frönskum skútusjómönnum er
stunduðu fiskveiðar við tslands-
strendur á ofanverðri 19. öld.
Dagskráin i Nýja bió verður
þannig:
Laugardagur 14. nóvember:
Fjalla-Eyvindur kl. 7, Hadda
Padda kl. 9 (boðsýning).
Sunnudagur 15. nóvember:
Hadda Padda kl. 17, Sigrún á
Sunnuhvoli kl. 9.
Mánudagur 16. nóvember:
Sigrún á Sunnuhvoli kl. 7 og Saga
Borgarættarinnar kl. 9.
Þriðjudagur 17. nóvember:
Saga Borgarættarinnar kl. 7 og
Konungskoman 1921 og fleiri
fréttamyndir kl. 9.
Miðvikudagur 18. nóvember:
Konungskoman 1921 o.fl. kl. 7 og
Glataði sonurinn kl. 9
Fimmtudagur 19. nóvember:
Glataði sonurinn kl. 7 og Fiski-
mennirnir við ísland kl. 9.
Föstudagur 20. nóvember:
Fiskimennirnir við Island kl. 7 og
Hús i svefni kl. 9.
Laugardagur 21. nóvember:
Hús i svefni kl. 5, Grikkinn Zorba
kl. 7 og 9.
Leitast verður við að skapa
andrúmsloft þöglumyndaskeiðs-
ins með þvi að bjóða upp á hljóð-
færaleik undir sýningum og mun
Jónas Þórir Þórisson sjá um
hann. —GFr
Hcnonrnfélng
Reykjnvíkur
Kennarar — Kennarar
Kennaraíélag Reykjavikur biður þá kenn-
ara i Reykjavik og nágrenni, sem vilja
taka aðséríorfallakennslu um lengri eða
skemmri tima, að hafa samband við skrif-
stofuna á Grettisgötu 89, simi: 2-40-70.
Atvinna
Tónlistarskóli á höfuðborgarsvæðinu
óskar eftir að ráða ritara frá 1. janúar
næstkomandi. Heilsdags- eða hlutastarf.
Starfssvið: Vélritun, almenn afgreiðsla,
simavarsla, gjaldkerastörf o.fl.
Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt.
Laun skv. launakerfi opinberra starfs-
manna.
Umsóknir er greini frá menntun og fyrri
störfum sendist blaðinu sem fyrst merkt
„Tónlistarritari — 1982”.
Frá töku myndarinnar Sögu Borgarættarinnar i Reykjavik sumarið 1919. Ljósm.: Óskar Gisiason.
Við bjoöum
skíöaferdir
í beinu leiguflugi
og opnum um leið nýjar dyr að
skfðaparadís Austurrísku al
m :
tiÉ$$gé
Samvinnuferöir-Landsýn flýgur nú íMeinu
leiguflugi (án þreytandi millilendin^a) í
skiöalönd Austurríkis. Þannig lækkum viö
verð og flýtum för, auk þess sem nýir mögu-
leikar hafa oþnast á hópafslætti, barna-
afslætti, greiðsluskilmálum ogannarri
fyrirgreiðslu.
Við látum yfirhlaðna ferðamannastaði með
alfri sinni örtröð liggja á milli hluta. „Aðeins
þaðallra besta" þótti nógugottog viðvonum
að farþegarnir verði sammála þeim skíða-
sérfræðingum okkar sem völdu Sölden,
Zillertal og Niederau. Þar er skíðaaðstaða í
senn fjölbreyttog spennandi, skíðakennarar
á hverju strái, skíðalyftur í tugatali og síðast
en ekki síst einstaklega friösælt og notalegt.
Og þegar skíðabrekkunum sleppir ertilvalið
að bregða sérá gönguskíði, fara í æsispenn-
andi bobsleðaferðir, leika sérá skautasvellum
eða bregða sér í hestasleðaferðir um fallega
dalina. Þreytanlíðursíðanúrísundlaugumog
saunaböðum og á kvöldin bíða þín fjölmargir
veitinga- og skemmtistaðir með ósvikinni
Tíróla-stemmningu, bjölluspili og
harmonikkuleik.
Nú er tilvalið að höi saman vinum og
kunningjum.næla sér í myndarlegan hóp-
afslátt og láta drauminn um skíðapáradis
Austurríkis rætast í góðra vina hópi.
Brottfarardagar:
Des. 19. (jólaferð, heimkoma 2. jan.)
Jan. 16,30.
Feb. 13,27. (heimkoma 13. mars)
Verð frá
kr. 5.880
Innifalið: Flug til og frá Múnchen, flutningur
til og frá áfangastað, gisting með hálfu
fæði i tvær vikur og íslensk fararstjórn.
Hópafsláttur kr. 500, barnaafsláttur kr. 1.000
Samvinnuferdir-Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899