Þjóðviljinn - 14.11.1981, Page 17

Þjóðviljinn - 14.11.1981, Page 17
Helgin 14.—15. nóvember 1981 þjöÐVILJINN — SÍÐA 17 Mýjung á maikaðnum! Kynnum nýjar innréttin gar að Sólvallagötu 48 Silja bokmenntír „Hvað ertu að hugsa, Aðal- steinsdóttir skrifar FrBa SigurOardóttir Sólin og skugginn Ný skáldsaga eftir Fríðu Sigurðardóttur Bókaútgáfan Skuggsjá Hafnar- firði, hefur gefið út bókina Sóiin og Skugginn, nýja skáldsögu eftir Friðu Sigurðardóttur. En eftir sama höfund kom út í fyrra smá- sagnasafnið Þetta er ekkert al- varlegt, sem hlaut góða dóma gagnrýnenda. „Um þessa skáldsögu sem fjallar um lífiö á sjúkrahúsi og persónur, sem þar dveljast sem sjúklingar, segir á bókarkápu: ,,Já hvernig er lífið i kolkrabb- anum — margarma og myrku kerfisvirki sjúkrahússins? Hvernig er að láta kippa sér af sólvangi lifsins inn i krabbann? Hvernig er að sitja þar i löngu, mvrku tómi og horfa þaðan á lif sitt álengdar, endurmeta það og sjálfan sig með augum, sem eru að venjast myrkrinu? Hvernig er að vera leiksoppur á vegasalti vonar og ótta, fagnaðar og örvæntingar, lifs og dauða, ýmist i háflugi eða hrapi? Hvemig er fólkið, sem þú hittir með byrðar sinar i kol- krabbanum?” er þú fiskinn flakar?” Inga Huld Hákonar- dóttir: Hélstu að lifið væri svona? Iðunn 1981 bað er ekki einungis að Ingu Huld hafi tekist að skrifa yndis- lega bók með Hélstu aö lifiö væri svona, heldurer hún lika gagnleg. Mikið vildi ég að allir ráðamenn og viröingarmenn þessarar þjóðar læsu þessa bók vandlega, kannski feng ju þeir þá örlitla inn-' sýn i það hvernig íslenskt verka- fólk Kfir á hungurlaununum sem þvi eru skömmtuð fyrir mann- drápsvinnu. 1 Hélstu að lifið væri svona eru viðtöl Ingu Huldar við tlu verka- konur á aldrinum 19 ára til 77 ára. Þau eru hvert með sinu móti, detta ekki ofan i ákveðið far eins og oft vill verða i viðtölum („Hvar ert þú fæddur Guð- mundur, og hverjir voru þinir for- eldrar?”) Oftast fáum við þó lág- marksupplýsingar um konurnar, aldur, uppruna, hjónabandssögu, barneignir, þátttöku i atvinnulifi, en þessar upplýsingar koma smáttog smátt og þegar viðmæl- endur eru komnir að þeim i vangaveltum sinum. Ævisagan skiptirmáli, en sá lærdómur sem konurnar draga af reynslu sinni skiptir meira máli og þeim áherslunum ber að fagna. Besta viðtalið finnst mér við nafnlausa Sóknarkonu sem vinnur á spitala. Þar lætur Inga Huld sig hverf^nema rétt fyrst og seinast; að öðru leyti talar þessi vitra alþýðukona án þess aö nokkur gripi fram i fyrir henni. Hún segirfrá basli foreldra sinna i fátækt kreppuára, einangrun sjálfrarsin sem sex barna móður og konu verkamanns og áfallinu sem fjölskyldan veröur fyrir þegar hann missir heilsuna hálf- fimmtugur. Það er einmitt einna nöturleg- ast við þessa bók og kom mér mest á óvart hvað konurnar segja frá mörgum karlmönnum sem bugast andlega eða likamlega á besta aldri — fyrir utan ungar og gamlar fyllibyttur. Faðir einnar fékk æxli við heilann af þvi aö PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Auglýsingar í símaskrá 1982 Dreifibréf með upplýsingum um aug- lýsingar i simaskrá 1982 hefur verið sent flestum fyrirtækjum landsins og Póst- og Simstöðvum. Athugið að frestur auglýs- enda til að endurpanta sambærilega stað- setningu fyrir auglýsingar sinar i næstu símaskrá, sem kemur út að vori, var til 1. nóvember. Almennur skilafrestur fyrir pantanir á auglýsingum i simaskrá 1982 er til 1. desember. Nánari upplýsingar i sima 29140. Símaskrá — Auglýsingar Pósthólf 311, 121 Reykjavik Inga Huld Hákonardóttir vinna I bensingufum; frá öörum er sagt sem „var bilstjóri og keyrði dag og nótt þangað til hann fékk heilablóöfall og dó” (53) og eiginmaður elstu konunnar var slæmur af liðagigt og sifellt að fá lungnabólgu. Maður sér fyrir sér hart keyrðar fyrirvinnur falla i röðum eins og strá fyrir ljá, sam- viskusama verkamenn sem sist af öllu vilja bregðast skaffara- skyldunniog gefast ekkiupp fyrir þreytu og svefni, en verða að gef- ast upp fyrir æxlinu, berklunum og blóötappanum. Og nú er vinnuálagið að fara eins með konurnar i bónusnum. Ein i frystihúsi segist „verða þess vör aö ýmsar kvennanna þoli ekki álagið. Þær kvarta um flökurleika og ein fannst á kló- settinu i yfirliði, hafði misst jafn- vægisskyniö, en getað staulast fram”. (119) önnur segir: „Þæreru margar búnar að fara á taugum þarna siöan nýja kerfið byrjaði”, segir hún. „Þær kepp- ast meira við en þær þola. Ég veit um eina sem hrópar upp úr svefn- inum: meiri pönnur, meiri fisk, meiri pönnur, meiri fisk! Maöur- inn hennar hefur orðið að sækja næturlækni handa henni”. En þrátt fyrir þrældóm og erfiöleika i einkalifinu eru kon- urnar hennar Ingu Huldar þolin- móðar og umburðarlyndar án þess að þær láti troða á sér til lengdar. Þær eru glaösinna, og lifcviska þeirra er lærdómsrik. Viðtalið við Guðrúnu Asgerði væri t.d. vel til þess fallið að lesa með unglingum og ræða draum- inn og veruleikann: „maöur er ungur, maður er ástfanginn, maður trúlofast og heldur að þaö sé aðgöngumiði að áhy'gjgulausri framtið þar sem maöur njóti þess að dúlla við börnin sin, verndaður af föður þeirra”. (53) En svo reynist unnustinn einskis nýtur þótt hann sé aðaltöffarinn i bænum. Kannski eru töffarar ekkert klárir kallar þegar alit kemur til alls.'* Þaö mættilengja þessa greinúr hömlu með tilvitnunum i snjallar konur.en égætla aö stilla mig um það, láta eina nægja.Það er Eyja sem vekurathyglilngu Huldar ,,á þeim grundvallarmismun kynj- anna, sem í þvi felst, aö ástfang- inn karlmaður sér hina elskuðu sem yfirnáttúrlega draumadis, þar sem ástfangin kona aftur á móti sér auövitað strax, aö hinn útvaldi er mesti gallagripur. En hún i'myndar sér, að meö tið og tima geti hún búiö til úr honum alfullkomna veru”. (33) Þetta er böl beggja i' hnotskurn! Það sem helst má finna að þessari bók er að viðtölin mættu vera lengri, stundum lætur höf- undur yfirboröið nægja,enda erf- itt að ná upp úr fólki þvi sem það vill ekki segjafrá. Einstaka sinn- um finnst mér Inga Huld sletta sér of mikið fram i með lýsingum og athugasemdum, t.d. i fyrsta viðtalinu sem lika er of mikiö endursagt, og i lokin á viðtalinu viö Guðrúnu Asgerði. En þetta eru smáatriði; bókin er gagn- merk. Og ekki má gleyma hönnuninni sem er vönduð, og káputeikning Hildar Hákonar- dótturereinstaklega falleg og vel við hæfi. Silja Aðalsteinsdóttir Tilvalið í: forstofuna eða svefhherbergið. Svefnbekkir, rúm og fata- skápar úr Ijósu beyki. Sérhannaðirsnagarog herða tré. Fyrsta flokks gæði og hagstættverð. Skoðið útstillinguna og fáið myndalista. Opið sunnudaga frá 1 -5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.