Þjóðviljinn - 14.11.1981, Page 23
Helgin 14.—15. nóvember 1981 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 23
Upplýsingar
Thomas Martin
hjá Menningar-
stofnun
Bandarikjanna
um fyrirgreiðslu
til islenskra
áhrifaaðila
— Þaö er óviðjafnanleg
lifsreynsla aö gista í flug-
vélamóöurskipi — sagði
Thomas Martin yfirmaður
Bandarísku upplýsinga-
þjónustunnar í viötali við
Þjóðviljann í gær. Guðjón
Sigurðsson blaðafulltrúi
upplýsingaþjónustunnar
sagðist geta tekið undir
M ^ C 'f$g:
■
\ wvmÞ* {'mi
í I .5 i t i
N> " 8 * #* M 12
» u ví «• tr ííí i<>
Tomas Martin sýnir blaöamanni Þjóðviljans „Country plan for Iceland” aö Nesvegi 16 I gær. Ljósm
eik.
„VIÐ HÖFUM ENGU
AÐ LEYNA HÉRNA”
þetta, þótt honum hefði
ekki orði sérlega svefnrótt
um nóttina, en báðir fylgdu
þeir þeim íslensku sendi-
nefndum, sem boðið var að
skoða f lugvélamóðurskipið
John F. Kennedy fyrir
utan bandarísku flota-
höfnina í Napoli.
— Þetta er eins og heil borg
meö fleiri þúsund manna áhöfn,
og þarna er allt til alls, nema
konur — sagði Thomas Martin.
Erindi okkar i Upplýsinga- og
menningarstofnun Bandarikj-
anna i Reykjavik var annars aö
spyrjast fyrir um þá fyrir-
greiðslu, sem stofnunin hefur
veitt ýmsum áhrifaaðilum hér á
landi meö það að markmiði að
efla skilning Islendinga á nauð-
syn bandariskra herstöðva á
tslandi og „varnarsamstarfinu” i
NATO.
Afhenda ekki opinber skjöl
— Við höfum engu að leyna
hér, sagði Thomas Martin, — og
ykkur er heimilt að lesa tslands-
áætlun okkar fyrir 1982, en ég vil
ekki gefa fordæmi meö þvi að af-
henda ykkur þessi gögn, þar sem
þau eru aðeins vinnuplögg fyrir
okkur. Ástæðan er einnig sú að
innihald þeirra hefur nú verið
gert opinbert án samráðs við
okkur og án þess að gengið sé úr
Alit Islendinga á
Bandaríkjunum
of mikið mótað
af evrópskum
og norrænum
viðhorfum
skugga um areiðanleik þeirra.
Viö afhendum Þjóöviljanum ekki
opinber skjöl. Hinsvegar hefur
Ólafur Ragnar Grimsson, sem er
mætur og tfður gestur á bókasafni
okkar, enga þörf fyrir „háttsetta
aðila i NATO” til þess að komast
að þeim upplýsingum sem hann á
rétt á hér á landi sem fulltrúi i
Utanrikismálanefnd Alþingis.”
íslandsáætlun 1982
tslandsáætlunin fyrir 1982 hjá
Upplýsingastofnuninni er annars
vegar skýrsla til bandariskra
stjórnvalda um helstu vandkvæði
sem á þvi eru að skapa skilning
meðal tslendinga á bandariskri
utanrikis- og efnahagsstefnu, þar
með talið nauðsyn tslendinga á
bandariskum herstöðvum og
aðild að Atlantshafsbandalaginu.
Samkvæmt skýrslu þessari eru
helstu hindranirnar i vegi fyrir
þvi aö slikur skilningur megi
Kröfum Læknaþjónustunnar sf. vísað frá
Borgar- og ríkis-
sjóður sýknaðir
A fimmtudag var kveöinn upp
dómur i Borgardómi Reykjavikur
i máli þvi, er Læknaþjónustan sf.
höfðaöi gegn rikissjóöi og borgar-
sjóði. Dómur féll á þann veg, aö
rikis- og boi-garsjóöir voru sýkn-
aöir og málskostnaöur felldur
niöur.
Eins og menn rekur minni til
sögðu læknar upp störfum sinum
á timabilinu mars til mai sl. vor,
til áréttingar á kaupkröfum sin-
um. Þeir stofnuöu siðan Lækna-
þjónustuna sf., sem bauð spitöl-
um i borginni þjónustu lækna
fyrir fastan taxta.
Lögmaður borgarsjóðs i máli
þessu, Jón G. Tómasson hrl.,
sagöi i stuttu samtali við Þjóðvilj-
ann, að Læknaþjónustan hefði
gert kröfu um laun til handa
læknum fyrir tæplega vikuvinnu.
Krafist var rúmlega 90 þúsund
króna af hendi borgarinnar fyrir
þessa þjónustu, en mun meira af
rikinu. Mál þetta var prófmál —
hefði Læknaþjónustan sf. unnið
málið fyrir Borgardómi, hefði
hún að sjálfsögðu krafist
greiðslna fyrir allt timabilið — 4
vikur.
Borgarsjóður og rikissjóður
töldu hins vegar ekkert réttar-
samband vera milli Lækna-
þjónustunnar sf. annars vegar og
borgar- eöa rikissjóös hins vegar.
Læknarnir væru ráönir sem ein-
staklingar til spitalanna, en ekki
sem meðlimir Læknaþjónustunn-
ar sf. eða annarra fyrirtækja.
Dóminn kvaö upp Garðar
Gislason, borgardómari. Lög-
maður Læknaþjónustunnar var
Helgi V. Jónsson, hrl., lögmaður
Borgarsjóðs Jón G. Tómasson,
hrl. og Gunnlaugur Claessen hrl.
var lögmaður rikissjóðs. ast
skapast „menningarleg þjóð-
ernishyggja” Islendinga ásamt
með „eyjaskeggjahugarfari”
þeirra (island-mentality) og þá er
einnig talið að álit tslendinga á
Bandarikjunum sé of mikið
mótað af evrópskum og nor-
rænum viðhorfum.
Skipuleggja NATO ferðir
Siðari hluti þessarar áætlunar
eru hins vegar tillögur til úrbóta,
þar sem lögð er áhersla á að auka
þurfi menningarleg tengsl, sér-
staklega á sviði bókmennta. Þá er
fariö fram á að hingaö verði send-
ir fyrirlesarar til þess að kynna
utanrikis- og öryggismálastefnu
Bandarikjanna og bandariskt
þjóðlif. Ekki er i áætlun þessari
farið fram á fjárveitingu til
feröastyrkja handa tslendingum,
enda sagði Thomas Martin, að
slikar kynnisferöir væru ekki
skipulagöar nema samkvæmt
beiðni og fjárveitingu frá höfuö-
stöövum NATO i Bruxelles.
280 þús. dollarar
Við spurðum Thomas Martin um
fjárráð Upplýsingastofnunar-
innar, og hversu mikið af heildar-
veltunni færi i daglegan rekstur
stofnunarinnar.
— A siðasta ári nam fjárveiting
til okkar 203.633 dollurum. A
þessu ári nam hún 267.588 doll-
urum og áætluð fjárveiting á
næsta ári er 278.348 dollarar sem
gæti þó minnkaö vegna sam-
dráttaraðgerða Reagan-stjórnar-
innar. Þetta eru opinberar tölur,
sem eru opnar öllum almenningi.
Um það bil 75% af f járhagsáætlun
okkar fer i fastan kostnað eins og
laun, húsaleigu o.s.frv.
Aðspurður um kostnað við
ferðir tslendinga til flugmóður-
skipsins á Miðjarðarhafi, þá
sagði Thomas Martin að þeir
hefðu skipulagt þessar ferðir
fyrir beiðni NATO og að mestu á
kostnað NATO.
Þingmaður ávallt með
— Við leggjum áherslu á að
hafa ávallt þingmann með i
sendinefndinni til þess aö fá betri
þjónustu, sem ekki væri veitt að
öðrum kosti um borð. Kostnaður
NATO af feröinni 1980 var 12.000
dollarar, en á þessu ári greiddu
þeir ekki nema helminginn,
ji.e.a.s. 7.000dollara og við urðum
að greiða afganginn. I sendi-
nefndinni 1980 voru þeir Italldór
Blöndal alþingismaður, Helgi
Agústsson forstöðumaður
varnarmáladeildar Utanrikis-
ráðuneytisins, ögmundur Jónas-
son fréttamaður, Páll Heiðar
Jónsson útvarpsmaður, Alfreð
Þorsteinsson forstj. Sölu varnar-
liðseigna og Snorri Guðmundsson
vélstjóri og fyrrv. formaður
Félags ungra jafnaðarmanna.
Þessi hópur fékk þó ekki gistingu
um borð eins og hópurinn sem fór
á þessu ári, en i honum voru þeir
Atli Asmundsson starfsmaöur á
skrifstofu Framsóknarflokksins,
Baldur Guðlaugsson lög-
fræðingur, Freysteinn Jóhanns-
son blaðamaður, Guömundur
Bjarnason, þingmaður Fram-
sóknarflokksins og Haraldur
Blöndal lögfræðingur.
Árlegar NATO-ferðir
Slikar hópferöir til kynningar á
varnarbúnaði NATO eru skipu-
lagðar árlega af Upplýsinga-
þjónustu Bandarikjanna auk þess
sem um einstök boð getur verið
að ræöa. Þannig var t.d. Karli
Steinari Guðnasyni þingmanni
Alþýðuflokksins og varaformanni
Verkamannasambands tslands
boðiö i slika kynnisferð á árinu
1980.
Þá var Verkamálaráöi Sjálf-
stæðisflokksins veitt fjárhags- og
skipulagsaðstoö er fulltrúar þess
fóru til Bandarikjanna i október
s.l. t þeirri sendinefnd voru þeir
Hilmar Guðlaugsson, Kristján
Guðlaugsson, Magnús L. Sveins-
son, Pétur Hannessonog Siguröur
Pálsson.
Sendinefnd ASI
1 maimánuði á þessu ári var
sendinefnd Álþýöusambands
tslands boðiö að heimsækja
Bandarikin til þess að mynda
sambönd við bandariska verka-
lýðssambandiö AFL-CIO. Var
sendinefndin valin af miðstjorn
Alþýðusambandsins og voru þau
Guömundur Hallvarðsson, Jón
Kjartansson, Hallsteinn Frið-
þjófssonog Guðrún Eggerstdóttir
valin i sendinefndina af ASt, en
Thomas Martin var leiðsögu-
maður i ferðinni.
Marghliða sambönd
Að lokum vildi Thomas Martin
taka eftirfarandi fram: „Þótt
NATO-herstöðin, sem er mönnuð
bandariskum hermönnum og
önnur málefni NATO, séu lykil-
atriði hvað varöar sameiginleg
hagsmunamál okkar sem aðila að
Atlantshafsbandalaginu, þá eiga
þau mál einnig þátt i að torvelda
þau eölilegu tvihliða sambönd á
, milli Bandarikjanna og tslands
sem rikt hafa og munu rikja til
langframa á sviöi stjórnmála,
efnahagsmála, viðskipta og
menningar. Ég mundi vilja segja,
aö hin marghliða sambönd, sem
rikja innan NATO væru oft og
tiöum meira áberandi á kostnað
hinna djúpu tvihliða samskipta
sem rikja á milli þjóðanna.” ólg.
Ráðstefna um
Þjóðviljann
Samkvæmt ákvörðun mið-
stjórnar Alþýðubandalagsins er
hér með boöað til ráðstefnu um
málefni Þjóðviljans þar sem
rædd verða fjármái blaðsins,
stjórnun þess og efnisöflun.
Ráðstefnan verður haldin
fimmtudaginn 26. nóvember að
Grettisgötu 3 (i risinu).
Ráðstefnan er opin öllum félög-
um i Alþýðubandalaginu.
Rekstrarstjórn Þjóðviijans.
Aðalfundur
Landverndar:
Áhrif orku-
vinnslu
1 dag, iaugardaginn 14. nóvem-
ber hefst að Hótel Heklu aðal-
fundur Landverndar, land-
græöslu- og náttúruverndarsam-
taka tslands. Formaður Land-
verndar, Þorleifur Einarsson set-
ur fundinn kl. 10 en eftir matarhlé
kl. 14 hefjast fyrirlestrar um áhrif
orkuvinnslu á umhverfi og fram-
tiðarviöhorf.
Allir sem áhuga hafa eru vel-
komnir til aö hlýða á framsöguer-
indin og taka þátt i umræðum.
Framsögu hafa: Jóhann Már
Mariusson, Arnþór Garðarsson,
og Bjarni Guðleifsson. Einnig
mun Sylvi Struksnes, frá norsku
náttúruverndarsamtökunum
halda erindi um þau vandamál
sem Norðmenn eru nú að fást viö i
virkjunarmálum.
A sunnudag kl. 10 veröur fundi
framhaldið á Hótel Loftleiöum og
lýkur aðalfundinum siðdegis
þann dag.
Sylvi Struksnes mun tala i
Norræna húsinu á mánudags-
kvöld kl. 20.30 um náttúruvernd-
ar- og umhverfismál i Noregi.
Glsli Pálsson
Fyrirlestur um
breytt viðhorf
til fiskveiða:
Frá formennsku
til fiskifræði
A vegum Félags þjóðfélags-
fræðinga heldur Gisli Pálsson
mannfræðingur, fyrirlestur sem
hann nefnir „Frá formennsku til
fiskifræði” I stofu 102, Lögbergi
Háskóla tslands kl. 14,1 dag iaug-
ardaginn 14. október.
Fyrirlesturinn fjallar um
breytt viðhorf til fiskveiða hér á
landi einkum um hugmyndir for-
manna og skipstjóra. Reynt verð-
ur að skýra breyttar hugmyndir
um hlutverk og þýðingu skip-
stjórnarmanna með skirskotun til
félagslegra, tæknilegra og efna-
hagslegra þátta.
10% hækkun á
framfærslu-
vísitölunni
Kauplagsnefnd hefur reiknað út
hækkun framfærsluvísitölu frá
ágústbyrjun til nóvemberbyrjun-
ar og reyndist hún vera 9.92%
Verðlagsbætur á laun verða
greiddar samkvæmt þvi 1.
1 desember.