Þjóðviljinn - 12.12.1981, Side 6

Þjóðviljinn - 12.12.1981, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 12.— 13. desember 1981 UÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyffingar og þjódfrelsis (Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Alfheiður Ingadóttir. Umsjónarmaður sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaöamenn: Auður Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. íþrótta- og skákfréttamaður: Helgi Olafsson. Utlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir-Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Kagnars, Sigriður Hanna Sigurbjörns- dóttir. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Bárðardóttir. lnnheimtumenn:Brynjólfur Viihjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Ctkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúla 6, Reykjavik, simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. ritstjórnararcin Samið við B.S.R.B. • Það má vissulega kallast nýstárlegt hvað veiga- mestu kjarasamningar í okkar þjóðfélagi ganga hratt og greiðlega fyrir sig um þessar mundir. • Þann 14. nóvember s.l. tókust samningar milli Al- þýðusambands íslands og Vinnuveitendasambandsins og höfðu fæstir búist við svo skjótum málalokum. • I gær, þann 11. desember voru svo undirritaðir kjarasamningar milli ríkisins og Bandalags starfs- manna ríkis og bæja. • f báðum tilvikum er samið til skamms tíma. Samningur Alþýðusambandsins rennur út þann 15. maí n.k., en samningur B.S.R.B. 31. júlí á næsta ári. Hjá báðum hef ur mörgum kröf umálum verið skotið á frest til komandi kjarasamninga á næsta ári, þegar verkalýðssamtökin vænta þess að vígstaðan verði þeim hagstæðari en nú. • í samningum B.S.R.B. er kveðið á um 3,25% al- menna launahækkun frá 1. nóvember s.l., eins og samið var um í kjarasamningum Alþýðusambandsins og kemur sú launahækkun frá sama tíma og hjá félagsmönnum Alþýðusambandsins. Ákvæði um lág- markstekjur í hinum nýju samningum B.S.R.B. gildir einnig frá 1. nóv. s.l., og skulu lágmarkstekjur fyrir f ulla dagvinnu vera kr. 5.214,- í nóvembermánuði 1981 og kr. 5.731,- frá 1. desember s.l. • Að öðru leyti gilda hinir nýju samningar B.S.R.B. sem undirritaðir voru í gær f rá 1. janúar n.k. © Sú persónuuppbót, sem greidd er opinberum starfsmönnum árlega í desembermánuði, hefur hingaðtil aðeins náðtil þeirra ríkisstarfsmanna, sem hafa að baki a.m.k. átta ára starfsaldur. Nú verður persónuuppbótin greidd öllum ríkisstarfsmönnum, sem náð hafa þriggja ára starfsaldri, og þýðir þetta aðnú munu 75—80% ríkisstarfsmanna fá persónuupp- bótina greidda, en áður aðeins liðlega 50% þeirra. Að öðru leyti er persónuuppbótin óbreytt, það er 24% af desemberlaunum í 11. launaf lokki, þriðja þrepi. Þessi persónuuppbót nemur nú kr. 1768, og verður greidd út nú í desembermánuði, til allra sem náð hafa 3ja ára starfsaldri verði samkomulagið samþykkt. • Þá er í samningunum kveðið á um, að sú starfs- aldurshækkun, sem ríkisstarfsmenn fengu áður eftir 15 ára starf skuli nú frá 1. maí n.k. fást eftir 13 ára starf. • Þar sem samningur sá, sem nú hef ur verið gerður milli B.S.R.B. og rikisins er „aðalkjarasamningur" eins og það heitir á samningamáli, þá fylgir sjálf- krafa í kjöifarið gerð svokallaðra „sérkjara- samninga" á vegum aðildarfélaga B.S.R.B. um röðun i launaflokka. • I hinum nýja aðalkjarasamningi segir að við röð- un starfa í launaf lokka skuli auk núverandi röðunar miða við: — „kjör launþega er vinna við sambærileg störf samkvæmt öðrum kjarasamningum — kröfur sem gerðar eru til menntunar, ábyrgðar og sérhæfni starfsmanna", — og tekið er fram að enginn starfs- maður skuli þó lækka í launaf lokki frá því sem nú er. 0 Þeir kjarasamningar B.S.R.B. sem undirritaðir voru í gær voru samþykktir í samninganef nd B.S.R.B. með20 atkvæðum gegn 8. Undir lok næstu viku verða samningarnir bornir undir félagsmenn B.S.R.B. í allsherjaratkvæðagreiðslu og þarf meirihluti þeirra sem þátt taka í atkvæðagreiðslunni að samþykkja samningana eigi þeir að taka gildi. Það er á valdi félagsmanna B.S.R.B. hvort þeir samþykkja samningana eða ekki. • Haraldur Steinþórsson formaður samninganefnd- ar B.S.R.B. segir m.a. í viðtali við Þjóðviljann í dag: • „Við stóðum frammi fyrir þeirri staðreynd að meginhluti launþegasamtaka landsins hafði ákveðið að færa átakapunktinn frá vetrarbyrjun til vors. Þetta hefur vissulega haft áhrif á tímalengd, launa- breytingar og verðbótaákvæði í okkar samningagerð. Við okkur blasti að viðurkenna þessa staðreynd og gera bráðabirgðasamkomulag, eða kalla til sátta- semjara og reyna að brjóta niður þá meginreglu f launamálum sem búið var að skapa alls staðar í kringum okkur. Slíkt er ólíklegt að gerst hefði nema með ákaf lega harðvítugum verkfallsaðgerðum". k. úr aimanakínu Um daginn voru hér á landi haldnar viöræhur milli Alusu- isse og stjórnvalda um „álmál- ið” svonefnda. ViBræöur þessar voru haldnar i húsnæöi þvi' sem áður tilheyröi Rúgbrauösgerö- inni og rikiö keypti á sinum tima, svo sem frægt er oröiö. Akveöiö var aö fjármálaráöu- neytiö mundigera þama á efstu hæöinnvog i risi þar fyrir ofan, jaöstööu til ráöstefnu- og fúndar- halda. Nú hefur þessi aöstaöa veriö tekin i notkun, og gafst okkur fjölmiölamönnum kostur á aö berja dýröina augum er áöur- nefndar viöræður fóru þarna fram. Núer ég þeirrar skoðunar aö aöstaöa af þessu tagi sé nauö- synleg. Þaö er ekki nógu gott eins og þetta hefur veriö, aö t.d. samningaviöræöuraf þessu tagi fari fram á hótelherbergjum úti i bæ. Hins vegar langar mig til aö gera aö umtalsefni hvernig er að þessu húsnæöi staöiö, og hvaöa hugsunarháttur viröist liggja þarna á bak viö raun- verulega. Eins og áöur er aö vikiö, er búiö aö taka húsnæöiö i notkun. Þaö er þó hvergi nærri fullgert. Ég er þeirrar skoöunar ! aö til þess aö hægt sé aö taka i notkun funda- og ráöstefnuaö- stööu þurfi aö minnsta kosti aö vera til reiöu góö fundarher- bergi. Þar þurfa aö vera slmar. Þar þurfa aö vera ritvélar, ljós- ritun o.s.frv. En hver jar eru skoöanir ráöu- neytisins eins og þær koma fram i framkvæmd? JU, þaö liggur ljóst fyrir. 1 fyrsta lagi þarf aö vera stór og góöur bar. Sagt og gert. Risiö tekiö undir hann aö mestu og innréttað „kdsý”. Inn af honum er herbergi meö litlum boröum. Þeim má raöa saman eftil þess kæmi aö þaö þyrfti aö halda þar fund. Hvaö þarf nú fleira til aö fundir og ráöstefnur geti fariö eölilega fram? Aö sjálfsögðu Eins og þruma úr heið- skíru lofti Gunnar Elísson skrifar gufubaöstofu. Ahersla lögöá aö hraöa framkvæmdum viö hana. Einnig þarf, aö mati ráðuneyt- isin% aö vera á staðnum borö- tennisborö. Þaö er greinilega, ásamt bamum og gufubaöinu, þaö bráönauösynlegur hlutur i fundar- og ráöstefnuhaldinu, aö þaö er þegar komiö á staöinn. NU, þegar menn eru nú bUnir að hamasti borötennis, fara ígufu- baö, og fá sér nokkra á barnum, verða menn þá ekki þreyttir? Þaö skyldi maöur nú ætla. Þá þarf eitthvaö aö gera i þvi. ,,Viö innréttum bara nokkrar setustofur, með djúpum hæg- indastólum og sófum,” hefur . einhver sagt, og þaö hefur veriö samþykkt (samhljóöa?) þvi þarna eru þær. Tvær ansi huggulegar setustofur. ,,En, heyriö þiöstrákar,” hef- ur þessi sami einhver sagt, „þegar viö erum nú búnir að hamast í borötennis, og fara i gufu og komnir i þriðja glas veröum viö áreiöanlega svang- ir. Eigum viö þá aö þurfa aö hringja á leigubil til aö láta ná i mat Ut i bæ handa okkur?” ,,Oj barasta” heyröist i einhverjum öörum. ,,Nei, þaö er náttúrulega ekki hægt, við veröum aö UtbUa eldhús á staðnum og ráöa okkur kokk, ég vil ekki neitt helv.... hamborgarajukk aö éta þegar ég er aö fá mér i glas”. Sam- þykkt. ,,Og rétt er aö legg ja rika áherslu á aö hraöa framkvæmd- um viö þessi hér á undan greindu atriöi til aö viö getum sem allra fyrst tekiö húsnæðið i notkun.” Eitthvaö áþessa leiö gæti um- ræöan og ákvörðunartakan hafa veriö. Því eitt er vist, aö svona er þetta. Fundarsalirnir eru ekki fúllgeröir. Ritvéler ekki til i húsinu, þaðan af siöur ljósrit- ari. Einn simi er á staönum. Hann er staösettur á bamum, og ekki hægt aö ræöa i hann mál sem ekki er ástæöa til aö hafa áheyrendur aö. Þegar Vilhjálmur LUðviksson formaöur Islensku samninga- nefndarinnar i „álviöræöunum” þurfti aö ráðfæra sig viö ráö- herra i gegnum sima, varö hann að biöja viöstadda aö draga sig i hlé til aö geta rætt viö hann i næöi. Min skoöun er sú aö svona háttarlag sé fyrir neöan allar hellur. Þaö nær engri átt aö út- búiö sé á þennan hátt Athvarf fyrir þreytta ráðuneytismenn, undir þviyfirskiniaö þama eigi aö vera funda- og ráöstefnuað- staöa. Ég spuröi einn mikils metinn mann Ur „kerfinu” (ég leyfi mér aö kalla hann þaö) er ég kom þarna fyrst inn fyrir dyr, hver ætti þetta húsnæöi eigin- lega. ,,ÞU”, svaraöi hann aö bragöi, og Utskýrði siðan aö eignaraöild min væri i gegnum fjármálaráöuneytiö. Mætti ég biöja um aö fá endurgreitt?

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.