Þjóðviljinn - 12.12.1981, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 12.12.1981, Qupperneq 11
LADA «00 CANAOA Muniöaö varahlutaþjónusta okkar er í sérflokki. Það var staðfest i könnun Verð- lagsstofnunar. Kr. 77.500 gengi11/11 1981 Biíreiðar & Landbúnaðarvélar hí. Sudurlundshraul 14 - llr)hjmik - Simi rilllMNI Helgin 12,— 13. desember 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Helga Steffensen og Hallveig Thorlacius meö leikbrúfturnar. Ljósm. —eik. Leikbrúðuland byrjar að sýna t dag, laugardaginn 12. des. kl. 15.00 hefjast sýningar Leikbrúðu- lands að Frikirkjuvegi 11. Er þetta tíundi veturinn, sem Leik- brúðuland hefur fastar sýningar um helgar fyrir yngstu börnin i Reykjavik og nágrenni, i húsnæöi Æskulýðsráðs Reykjavikur að Frikirkjuvegi. Að þessu sinni eru það þær Hallveig Thorlacius og Helga Steffensen sem annast sýning- una. Sýndir verða tveir leik- brúðuþættir, Hátið dýranna, sem Helga Steffensen hefur samið við tónlist Saint Seans, Carnaval dýr- anna. Brúður og tjöld eru einnig eftir Helgu Steffensen. Þau Briet Héðinsdóttir, Viðar Eggertsson og Sigriður Hannesdóttir, ásamt Hallveigu og Helgu, ljá brúðunum raddir sinar. Seinni þátturinn heitir Eggið hans Kiwi.Handrit er eftir Hall- veigu Thorlacius og hefur hún einnig gert brúður og leiktjöld. Þær Helga og Hallveig sjá um stjórnun brúðanna i báðum þátt- unum. Sýningar verða á laugardögum og sunnudögum kl. 15.00 fram að jólum, 12., 13., 19. og 20. desem- ber. Verður þá hlé á sýningum en þær hefjast á ný eftir áramót. Að vanda er miðasala að Fri- kirkjuvegi 11 frá kl. 13.00 sýningardagana og svaraö er i sima 15937. Tekið skal fram, að uppselt er á sýninguna i dag, laugardaginn 12. des. Starfsemi áþekkt þeirri sem Leikbrúðuland hefur með hönd- um, hófst hér árið 1967 og þá á vegum Handiða- og myndlistar- skólans og Sjónvarpsins. Fyrstu þrjú árin fóru sýningarnar fram i Sjónvarpinu. Svo tók Leikbrúðu- land við og er nú á 10. árinu, eins og áður segir. Að sögn þeirra Helgu og Hall- veigar fór Leikbrúðuland hægt af stað en áhugi á starfsemi þess hefur aukist með ári hverju og aðsókn að sýningunum farið si- vaxandi. Leikbrúðuland hefur viða drepið niður fæti og m.a. þrisvar sinnum farið hringferð um landið. —mhg rrir mafn Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur er ógleymanlegur öllum þeim sem höfðu kynni af honum, stórbrotinn og skemmti- legur persónuleiki, lífslistamaður, sögu- maður, fræðimaður - og ritsnillingur. Nú er komið út fyrsta bindi ritsafns Sverris og hefur að geyma ritgerðir um íslandssögu fram til aldamótanna 1900. Þetta er það tímabil sem Sverri hefur verið einna hug- stæðast. Um það hefur hann skrifað ýmsar af veigamestu ritgerðum sínum og helstu grundvallarrannsóknir hans eru unnar á því sviði. Ritsafnið er áformað í fjórum bindum. í næsta bindi verða ritgerðir um íslenska menn og málefni þessarar aldar. Þriðja bindið á að geyma ritgerðir um almenna sögu og í því fjórða verða ritgerðir um bók- menntir og dægurmál auk ritaskrár Sverris Kristjánssonar. Einnig munu fylgja bókun- um ritgerðir um höfundinn, viðfangsefni hans og efnistök. Þetta ritsafn í fjórum vænum bindum er fjarri því að vera heildarsafn. Æviverk Sverris Kristjánssonar hefði fyllt tólf slík bindi að minnsta kosti. En þegar safnið er komið út ætti öllum helstu áhugasviðum Sverris og höfundarsérkennum að hafa verið gerð góð skil. Um leið verður tiltækt ( handhægri útgáfu sýnishorn þess sem einna best hefur verið skrifað á íslensku á þessari öld. Mál IMI og menning

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.