Þjóðviljinn - 12.12.1981, Síða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 12,— 13. desember 1981
Þaö er Guöbergur Guöjónsson,
refsifangi aö Litla Hrauni sem
þannig mælir, þar sem viö sátum
saman i klefa hans i fangelsinu nú
I vikunni. Þaö kemur i ljós aö
Guöbergur hefur frá mörgu að
segja og honum liggur mikiö á
hjarta, miklu meira en hægt er aö
koma fyrir i einu blaöaviötali. En
hvers vegna opnár hann sig nú?
— Sjáöu til, ég er oröinn 38 ára
gamall og hef eytt einum þriöja
hluta ævinnar hér á Litla Hrauni.
Ég kom hingaö fyrst á aöfanga-
dag jóla 1961, 20 ára afmæliö er
innan tiöar, úr þvi sem komiö er
hef ég engu aö tapa og þvi þótti
mér timi til kominn aö leysa frá
skjóöunni. Eins og á þessu sést
hef ég verið svo kaliaöur sibrota-
maöur. Ég hef veriö þaö sem séra
Jón Bjarman nefndi brauöþjófur,
hef stoliö og falsaö út fé. En ég hef
aldrei framið ofbeldisverk.
Átti góða kjörforeldra
Þvl er haldiö fram aö ein megin
orsök þess aö ungt fólk lendir út á
afbrotabrautinni séu erfiöleikar á
heimili þeirra i æsku. Ekki sagði
Guöbergur þaö eiga viö sig.
//Margt af því, sem sagt
hefur veriö í þeirri um-
ræðu, sem átt hefur sér
stað um fangelsismálin að
undanförnu, er satt og rétt
en þar hefur líka margt
verið sagt af algerri van-
þekkingu. Við sem erum
fangar hér á Litla Hrauni
þekkjum auðvitað málin
betur en allir aðrir, svo ég
tali ekki um menn eins og
mig, sem eytt höfum stór-
um hluta ævinnar hér,
dvalið hér í tíð fimm for-
stjóra og því fylgst með
öllu sem gerst hefur hér óg
í öðrum fangelsum sl. 20
ár. Þess vegna langar mig
að leggja orð í belg f þess-
ari umræðu um fangelsis-
málin og þess vegna erum
við að tala hér saman".
Guöbergur Guöjónsson ... menn brotna undan þeim ofurþunga sem þjóöfélagiö leggur fólki á heröar ...
FANG ELSISMÁL
Ég hef eytt þriðja hluta
ævinnar á Litla Hrauni
—Ég átti gott I æsku, ólst upp hjá
kjörforeldrum, yndislegu fólki,
sem vildi allt fyrir mig gera. Ég
sá ekki móöur mlna fyrr en á
fermingardaginn minn og mér
var ekki sagt að ég væri kjörbarn
fyrr en þá. Móöir min átti mig
meö Amerikana 1943. Hún lenti I
afbroti á yngri árum og hlaut 6
mánaða dóm fyrir, sem hún sat af
sér aö Skólavöröustíg 9. Þar varð
hún ófrlsk eftir fangavörð. Mér er
þaö alltaf minnisstætt, þegar ég
var settur þangaö inn I fyrsta
skipti þá var þessu skellt á mig af
fangaveröi. Þannig var aö ég bað
hann um aö sækja fyrir mig siga-
rettur. Hann sagöi mér aö halda
kjafti, benti mér á aö ég væri son-
ur móður minnar, sem bar
óprenthæft viðurnefni og sagði
þaö passa vel aö ég væri I sama
klefanum og hún heföi verið börn-
uö I. Síöan skellti hann á mig
klefahurðinni og önnur höndin
varö I milli og stór-skaddaðist. Ég
grét alla þá nótt af vanmátta reiöi
og sársauka. Ég mun ekki
gleyma þessu á meöan ég lifi.
Prakkari í skóla
— Hvaö varstu gamall þegar þú
komst fyrst I kast við lögin?
— Ég var 16 ára. Mér haföi
gengiö vel I barnaskóla, þó var ég
það sem er kallað prakkari, ég
viöurkenni þaö. Fyrir bragöiö var
ég oft hafður fyrir rangri sök i
skólanum. Skólastjórinn lagöi fæö
á mig og lét það óspart i ljós. Ég
varö sár og bitur og þaö hljóp i
mig mótþrói og mér fór aö ganga
verr I skólanum, enda sinnti ég
náminu lltiö sem ekkert, þegar
svona var komiö.
— Nú segist þú vera sibrota-
maöur, sem og sést á þvi aö þú
hefur eytt þriöja hluta ævinnar I
fangelsi; hver er orsökin aö þin-
um dómi?
— Ég hef oft velt þessu fyrir
mér, án þess aö geta svarað þvl
tæmandi. Hér spilar ákaflega
margt inni. Þegar maöur er einu
sinni kominn út á þessa braut er
erfiðara en margan grunar aö
snúa viö. Ég er tilfinninganæmur
og oft hefur mér þótt þaö þjóöfé-
lag sem viö búum I vera svo
grimmt, aö ég hef brotnaö niöur.
Ég hef einfaldlega ekki getaö ris-
iöundir þvi sem á mig hefur veriö
lagt, og þá er þaö auðveldasta
lausnin aö veröa sér útum fé á
ólöglegan hátt. Svo er annaö, fé-
lagsskapur spilár hér inni. Þegar
manni liöur illa, þá er leitað til
Rœtt viö
i Guðberg
Guðjónsson
refsifanga,
sem
14 sinnum
hefur hlotið
refsidóma
„Sellan” eins og einangrunar-
klefarnir gömlu á Litla Hrauni
voru nefndir. Steinbálkur meö
dýnu og fata til aö gera þarfir sin-
ar I. Þessi klefi var i notkun þar
til nýja álman var tekin I notkun
fyrir stuttu.
Svona lltur nýi einangrunarklefinn út, vistlegur, þótt einangrunm sé
hin sama.
gömlu félaganna, sem álika er
ástatt fyrir. Þaö vantar peninga
fyrir víni, menn vita hvernig er
hægt aö komast yfir þá á auðveld-
an hátt. Þannig endurtekur þetta
sig æ ofan I æ, jafnvel þótt maður
vilji þaö ekki og viti hvaöa afleiö-
ingar þaö hefur. Ég get ekki út-
skýrt þetta nákvæmar.
— Ertu alkóhólisti?
— Samkvæmt skilningi SÁA
manna er ég þaö eflaust, en ekki I
þeim skilningi aö ég hafi ekki
unniö, heldur legiö I þvl. Ég hef
unnið hvað sem til fellur, stundað
sjómennsku og önnur ærleg störf
og þótt ég segi sjálfur frá þá hef
ég fengiö orö fyrir aö vera ham-
hieypa til allra verka.
Ef ég get ekki
staðið mig...
— Nú ertu oröinn 38 ára gamali
og búinn aö eyöa svo stórum hluta
ævinnar hér á Hrauninu, sem
raun ber vitni. Þú ert hálfnaður
aö afplána 16 mánaöa dóm; verö-
ur þetta i siðasta sinn sem þú
dvelur hér?
— Já,hingaö kem ég ekki fram-
ar. Þegar ég losna fer ég til Ame-
riku. Ég á þar konu og bjó þar um
tlma.
— Ertu meö þessu aö segja aö
þlnum afbrotaferli sé lokið þegar
þú losnar og aö þú komir til meö
aö standa þig eins og sagt er?
— Ég vona þaö alla vega og tel
raunar aö ég hafi veriö kominn
yfir þetta en lent hér inni fyrir
slysni. Ég er ákveöinn i aö fara til
Bandarikjanna þegar ég losna,
konan min er þar. En eitt get ég
sagt þér aö ef ég finn aö ég get
ekki staöiö mig, þá mun ég ekki
framar standa I neinu smáhnupli;
ég vona bara aö ekki komi til þess
aö ég standi mig ekki.
Skilorð notað sem
þvingun
— Þú segist vera hálfnaöur meö
afplánun, 8 mánuöi af 16;ætlaröu
aö sækja um náöun?
— Nei, ég ætla aö taka út minn
dóm, ég get ekki hugsaö mér aö
ganga um lengur meö skiloröis-
bundinn dóm á bakinu.
— Er þaö eitthvað sérstaklega
erfitt?
— Já, vegna þess aö skiloröiö er
notaö sem svipa á okkur. Ég hef
oröið fyrir þvl oftar en einu sinni.
Sjáöu til, rannsóknarlögreglan
leitar alltaf fyrst aö okkur, þess-
um slbrotamönnum, þegar eitt-
hvaö gerist og viti hún ab viö er-
um á skilorði, þá er oft sagt viö
okkur aö ef viö játum og leysum
málið með sátt, borga skaðabæt-
ur o.s. frv. þá veröi allt I lagi,
annars verðum viö aö taka út
skilorðisdóminn. Ég get nefnt þér
dæmi af sjálfum mér hvernig ég
var kúgaöur meö skilorösdómi.
Þannig var, ab ég var aö vinna
ásamt öörum manni viö hús-
grunn. Viö höfðum engan mann-
heldan verkfæraskúr og tókum
þvl alltaf verkfærin heim meö
okkur á kvöldin. Ég haföi sótt um
pláss á loönubát og svo eitt kvöld-
iö kom kalliö og ég fór á sjóinn.
Þegar ég kom aftur heim, eftir
3ja mánaöa útivist, kom lögregl-
an til min og ásakaöi mig um
verkfæraþjófnað. Þaö fannst rör-
töng meö steypu á i geymslu hjá
mér og þar meö var sönnunin
fengin. Ég sagöi þeim hvernig
þetta heföi verið, en mér var ekki
trúaö. Gisli Guömundsson rann-
sóknarlögreglumaöur, ég vil
nafngreina hann í þessu sam-
bandi, benti mér á að ég væri meö
15 mánaöa skilorð yfir mér og þvi
eins gott að játa og greiöa skaöa-
bætur og þá kæmi skilorðiö ekki
til framkvæmda. Hvaö gat ég
gert? Mér hraus hugur við að fara
á Hrauniö og ég samþykkti. Siöan
gleymdi ég aö borga þessa pen-
inga, kæruleysi aö sjálfsögöu, og
máliö fór yfir dóm. Ég var kallaö-
ur fyrir og þar sagöi ég frá hvern-
ig málið heföi gengið fyrir sig. Ég
heföi játað af þvl að GIsli heföi
bentmérá skilorðsdóminn. Hann
bar þaö aftur á móti fyrir réttin-
um að hann heföi ekki haft hug-
mynd um skilorð mitt. Maöurinn
sem vann meö mér og heföi getað
borið vitni um að ég var að segja
satt var aldrei kallaöur fyrir. Þvl
var neitað aö hann kæmi fyrir
Gunnlaug Briem dómara og lög-
fræðingur minn sagöi aö þaö heföi
ekkert uppá sig að kalla á hann.
Ég var auðvitað dæmdur og sett-
ur inn samstundis til aö taka út
skilorðisdóminn. Þetta er bara
eitt dæmi, en ég veit um fjöldann
allan af svipuöum tilvikum. Við
stöndum algerlega varnarlausir
uppi ef viö erum á skilorði.
Án þess að gögn
liggi fyrir...
— Helduröu þvf þá fram, aö
dómarar taki minna tillit til ykk-
ar málsvarnar en annarra
manna?
— Það geri ég alveg hiklaust.
Maöur hefur svo oft orðið var við,