Þjóðviljinn - 12.12.1981, Side 21
Helgin 12.— 13. desember 19» ÞJÓDVILJINN — SIÐA 21
Gallenið Laugavegi 11
46. einkasýning Steingríms
i dag laugardag kl. 14 opnar
Steingrimur Sigurðsson listmál-
ari 46.einkasýningu sina i galleri-
inu Laugavegi 12.
í samtali við Steingrim kom
fram að staðurinn er m.a. valinn
með tilliti til þeirrar fólksmergð-
arsem er i miðbænum nú i jólaös-
inni. ,,Ég vilvera mitt i hringið-
unni”, sagði Steingrimur en auk
þess sagðist hann halda mikið
upp á eiganda gallerisins, Magn-
ús Þórarinsson.
A sýningunni eru 66 myndir, og
er ein þeirra máluð 1955, löngu
áður en Steingrimur fór að sýna.
Annars eru langflestar myndirn-
arnýjar af nálinni, — acryl, olia,
Steingrimur Sigurðsson
vatnslitir, pastel, kolkrit og teikn-
ingar. Landslagsmyndirnar sem
m.a. eru frá Þingvöllum og
Stokkseyri og Eyrarbakka eru
allar málaðar úti vitven á sýning-
unni eru einnig myndir af gömlu
Reykjavik, og úr örfirisey.
Steingrimur sagði marga
myndlistarmenn kvarta undan
þvi að desembermánuður væri
slæmur til sýningahalds, — fólk
væri þá ekki að hugsa um menn-
inguna heldur jólastúss. Ég sýni
hins vegar i ótima, sagðihann, og
vil taka þátt í slagnum!
A boðskorti sem Steingrimur
hefur sent Ut er litprentuð mynd
af einu verkanna á sýningunni.
Seljaútibú
BÖNAÐARBANKANS
tekur til starfa 11. desember
Afgreiðslutími mánudaga til föstudaga kl. 09.15—16.00
Síðdegisafgreiðsla fimmtudaga ki. 17.00—18.00
★ Við bjóðum Seljahverfinu alla innlenda bankaþjónustu
★ Við reynum að miða aðbúnað og þjónustu fyrst og fremst
við einstaklinga og fjölskyldur
★ Starfsfólk reynir að sýna viðskiptamönnum lipurð og
skilning í öllum afgreiðslum
★ Við bjóðum björt og notaleg húsakynni án hefðbundinnar
formfestu
★ Við bendum á, að Búnaðarbanki íslands er annar stærsti
viðskiptabanki þjóðarinnar og einn traustasti hornsteinn
íslenzkra peningamála
★ Athygli er vakin á því, að útibúið starfar til bráðabirgða í
núverandi húsnæði og bíður eftir aðstöðu í verzlunar- og
þjónustumiðstöð Seljahverfis
★ Við bendum á, að Skógarsel hefur nýlega verið gert að
aðalbraut og biðjum viðskiptamenn að gæta varúðar í
umferðinni
★ Loks bjóðum við viðskiptamenn velkomna í útibúið. Það
verður heitt á könnunni í skammdeginu.
Samkeppni
um hönnun jólafrímerkís
Frímerkjaútgáfunefnd á vegum Póst- og síma-
málastofnunarinnar efnir til hugmyndasamkeppni
um „Jólafrímerki 1982“ í samvinnu við F.Í.T.,
Félag íslenskra auglýsingateiknara. Gert er ráð
fyrir tveimur verðgildum með samstæðu þema og
er frjálst að skila tillögum að öðru eða báðum.
Stærð merkisins skal vera 26x36 mm.
* Teikningum skal skilað í minnst fjórfaldri og
mest sexfaldri stærð á karton að stærð A4.
Teikningarnar skulu gefa sem gleggsta mynd
af útliti merkisins. Merkin verða prentuð
í allt að 6 lita djúpþrykki („sólprent”).
Athygli skal vakin á því að sé negatívt eða
hvítt letur látið ganga í gegnum marga liti,
skapar það erfiðleika í prentun.
Verðgildi merkisins verður þriggja stafa
tala.
Áletrun: ÍSLAND, Jól 1982.
2 Ritari og trúnaðarmaður keppninnar er
* Rafn Júlíusson h já Pósti og síma við Austur-
völl í Reykjavík (póstfang: Pósthólf 270,
121 Reykjavík) (sími 26000) og veitir hann
nánari upplýsingar ef óskað er.
Tillögum skal skilað fyrir 15. febrúar 1982 til
* trúnaðarmanns keppninnar eða í ábyrgðar-
póst áður en frestur er útrunninn og gildir þá
póststimpill dagsins.
Tillögur skulu merktar kjörorði og nafn
höfundar og heimilisfang fylgja með í lok-
uðu, ógagnsæju umslagi merktu kjörorði
eins og tillögur.
Dómnefnd stefnir að því að ljúka störfum
* fyrir 15. mars 1982 og mun birta niðurstöður
sínar fyrir 1. apríl 1982. Efnt verður til sýn-
ingar á þeim tillögum sem uppfylla skilyrði
keppninnar.
C Veitt verða þrenn verðlaun að upphæð
* kr. 47.500.- sem skiptast þannig:
1. verðlaun kr. 25.000
2. verðlaun kr. 15.000
3. verðlaun kr. 7.500
Verðlaunin eru ekki hluti af þóknun teikn-
ara fyrir útgefið merki og verða laun að öðru
leyti greidd í samræmi við laun fyrir önnur
frímerki.
Útgáfunefnd áskilur sér rétt til útgáfu á verð-
* launuðum tillögum og/eða að kaupa aðrar
tillögur til útgáfu en þær sem hljóta verð-
laun.
Dómnefnd skipa:
Frá Frímerkjaútgáfunefnd:
Hálfdan Helgason
Jón Skúiason
Frá F.Í.T.:
Hilmár Sigurðsson
Prostur Magnússon
PÓSl~ (.