Þjóðviljinn - 07.01.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.01.1982, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 7. janúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 íþróttir 0 í þróttir STORSIGUR A PORTÚGÖLUM stigin i hálfleiknum og staðan 46- 42 i hálfleik fyrir Island. uoum. jon Steingrimsson sýndi góð tilþrif og er framtiðarleik- ísland — Portúgal 92:71 „Ég hcfði ekki gctað óskað mér betri afmælisgjöf en þennan stór- sigur”, sagði Jón Sigurðsson landsliðsfyrirliði i körfuknattleik eftir stórsigur á Portúgölum. Jón lék þarna sinn 100. landsleik fyrir island og lék stórt hlutverk i 92-71 sigri.Mikil gleðirikti íherbúðum islcnska liðsins eftir leikinn og léku menn á als oddi. „Það er ekki hægtaðfara fram á meira”, sagði Einar Bollason landsliðs- þjálfari og reyndi að hafa taum- hald á ánægju sinni. island fékk óskabyrjun þegar Torfi MagnUsson skoraði eftir 8 sek. eftir fallega sendingu frá af- mælisbarninu. Heldur var þó leikur liðsins slakur í byrjun og litið skorað. Sóknarvillur voru með mesta mótihjá báðum liðum og Rikharður var kominn með 3 villur strax á 4. min. Portúgal hélt forystunni fyrstu 7 min., en siðan var komið að tslendingum. Þeir beittu „maður-á-mann” vörn stift og voru komnir i 33-21 eftir 15, min. Þá kom slæmur kafí, 41-40, minútu fyrir hlé en Rikharður skoraði fjögur siðustu Þegar staðan var 54-58 misstu PortUgalar sinn langbesta mann, Santos, útaf með 5 villur og þar með var dauðadómurinn kveðinn upp. Hann hafði þá skorað 22 stig og oft leikið Islendinga grátt. Ekki fór þó að draga virkilega sundur með liðunum fyrr en siðustu 5 minúturnar. A þeim kafla skoraði islenska liðið 20 stig gegn 6 og lokatölurnar þvi 92-71 eins og áður sagði, annar sigurinn á Portúgölum i þremur leikjum staðreynd. Það fór aldrei á milli mála hvort liðið var sterkara i þessum leik. Aðeins Santos stóð jafnfætis eða framar þeim Torfa, Simoni og Jóni Sig. sem báru upp islenska liðið að öðrum ólöst- maður ásamt fleirum. Simon og Torfi hirtu ógrynni frákasta, einkum var barátta Simonar athyglisverð. Jón Sig. er nú loksins búinn að finna sig eftir ró- legan vetur á hans mælikvarða og þá er ekki að spyrja að. Portugalska liðið féll m eð Santos. Fyrirliðinn Luis reyndi eftir mætti að halda uppi merki hans en gekk illa. Simon 27, Torfi 25, Jón Sig. 23, Valur 6, Rikharður 4, Jón St., Kristján og AgUst 2 hver og Jónas 1 skoruðu fyrir Island en Santos 22 og Luis 17 voru stigahæstir Portúgala. Gunnar Guðmundsson og Jón Otti dæmdu þokkalega, erfiður leikur og þeir ekki öfundsverðir. íslandsmótið í knattspyrnu: Nýja 3. deildin Eins og komið hefur fram i iþróttasiðum dagbiaöanna var á siðasta ársþingi KSt samþykkt að stofnuð yrði 4. deild á tslandsmót- inu i knattspyrnu og kæmi breytingin til framkvæmda strax. Næsta sumar verður þvi leikið i 4. deild og með nýju fyrirkomulagi i 3. deild, timabær ráðstöfun, enda átti tillagan gifurlegu fylgi að fagna á þinginu. Ljóst var að gamla 3. deildin var ekki lengur raunhæf. Um 40 liö léku um tvö sæti i 2. deild, tak- mark sem var mjög f jarlægt stór- um hluta liöanna. Munurinn á liðum i gömlu 3. deildinni var einnig orðinn mikill: mörg félög i henni gáfu neöri hluta 2. deildar 2,06 hjá Unnari Hinn efnilegi hástökkvari, I Unnar Vilhjálmsson stökk • nýlega 2,06 m i hástökki á | inn anf clagsmóti tþrótta- ■ félagsins Hattar á Egils- ■ stöðum. Er það tslandsmet * unglinga i hástökki innan- Ihúss. Unnar átti einnig góðar tilraunir við 2,12 m sem er ■ tveimur sm hærra cn ts- | landsmet Jóns ólafssonar. ■ Þetta er þó ekki í fyrsta sinn ■ sem Unnar stekkur þessa * hæð, á siðasta tslands- Imeist ara móti sctti hann unglingameti hástökki utan- ■ húss með þvi að stökkva 2,06 | m. ekkert eftir á meðan önnur voru nánast firma- og trimmliöjhöfðu ekki minnsta áhuga á að leika i 2. deild. 3. deild 1 nýju 3. deildinni leika 16 lið skipt i tvo riðla eftir landfræði- legri staðsetningu. Liðin af Suður- og Vesturlandi saman i riöli og liðin af Norður- og Austurlandi saman. Vissir annmarkar eru þó á þessari skiptingu þar sem eng- inn veit fyrirfram úr hvaða lands- hluta liöin sem falla úr 2. deild verða. Þetta gæti leitt til mikillar óvissu og jafnvel deilna um fall i 4. deild og sæti i 3. deild. En sú staðreynd að skiptingin getur ekki orðið knattspyrnunni til ann- ars en góðs réttlætir hana full- komlega. Siðar er möguleiki á að breyta fyrirkomulagi 3. deildar, t.d. með einni 10 liða deild. Atta liö munu leika i hvorum riðli 3. deildar og fara tvö efstu úr hvorum i úrslitakeppni. Þau tvö sem þar verða efst komast i 2. deild. 1 4. deild fellur a.m.k. eitt liðúrhvorum. riðli, jafnvel tvö ef röskun verður á landfræöilegu skiptingunni. Fjórða deildin verður siðan með svipuöu sniði og Frá KSl Þátttökutilkynningar fyrir Is- landsmótið i knattspyrnu utan- hdss og innanhúss, i öllum deild- um og flokkum, þurfa að hafa borist skrifstofu KSl fyrir 20. janúar nk. Innanhússmótið fer fram 14. febrUar og 5.-7. mars en Islandsmótið hefst væntanlega i mai'. Blikar funda Aöalfundur knattspyrnudeildar Breiðabliks verður haldinn að Blikastöðum laugardaginn 16. janUar nk. kl. 14. gamla 3. deildin, leikið i riölum i hinum einstöku landshlutum. Suö-vestur 1 suð-vestur riðli 3. deildar verða eftirtalin félög: Haukar Hafnarfirði, sem léku i 2. deild i fyrra og 1. deild 1979, Selfoss.sem einnig féll úr 2. deild 1981, Grindavik, lið sem hefur verið tiöur gestur i úrslitum 3. deildar, iKKópavogi, ungt félag sem kom mjög á óvart sl. sumar, Viðir Garði, sem löngum hefur vantað herslumuninn til aö komast i úr- slit 3. deildar, HV, eða „Country United” úr sveitunum kringum Akranes, liö sem hefur aðeins leikið tvö sl. sumur i deildakeppn- inni og náð athyglisverðum árangri, Snæfell Stykkishólmi, félag sem virðist á mikilli uppleið og Vlkingurólafsvik, sem lék eitt ár i 2. deild fyrir nokkrum árum. Norð-austur Liðin i norð-austur riðlinum eru: TindastóllSauðárkróki.hefur tvivegis verið hársbreidd frá 2. deild en setið eftir á markatölu i bæði skiptin, KS Siglufirði sem hefur leikiö i úrslitum 3. deildar oftar en tölu á festir, Arroðinn Eyjafirði, hefur oft verið nálægt úrslitum 3. deildar undanfarin ár, MagniGrenivik, sem lék i 2. deild 1979, HSÞMývatnssveit, sem hef- ur leikið i úrslitum 3. deildar tvö siðustu ár, Huginn Seyðisfirði, öflugt félag sem oftsinnis hefur lofaö góöu en aldrei uppfyllt þær vonir sem bundnar hafa veriö við það, Austri Eskifirði sem lék i 2. deild 1978-1980 og Sindri Horna- firöi, félag með geysilega gott unglingastarf sem væntanlega fer að skila sér. Sextán sterk félög og ómögu- legt er að spá nokkru um hvaða tvöþeirra leika i 2. deild 1983. Vist er að 3. deildin verður mjög sterk og spennandi i sumar, auk topp- baráttunnar verður fallbarátta, nokkuð sem fæst liðanna hafa reynt. 1 4. deild leika einnig nokk- ur sterk félög og má þar nefna Armann sem löngum hefur leikið i 2. deild, Aftureldingu og Stjörn- una. —VS StMON ÓLAFSSON skorar eina af fjölmörgum körfum sinum gegn Portúgal i gærkvöldi. A innfelidu myndinni er JÓN SIGURÐSSON ásamt Höllu eiginkonu sinni og tveimur börnum. Hann lék sinn 100. landsleik i gærkvöldi. — Myndir: gel. Manch. United ekki á toppinn Manchester United tókst ekki að komast á topp 1. deildar ensku knattspyrnunnar i gærkvöldi er liðið varð að láta sér nægja jafn- tefli, 1:1, á heimavelli gegn Ever- ton. Reyndar munaði litlu að Ev- erton hirti öll þrjú stigin i leiknum en Frank Stapleton tókst að jafna fyrir Manch. Utd. 8 min. fyrir leikslok. Áður hafði Graeme Sharp náð forystunni fyrir Ever- ton. Fjölmörgum leikjum var frest- að i gærkvöldi en úrslit urðu þessi: l.deild Manch. Utd.-Everton 1:1 3.deild Reading-Portsmouth 2:1 Chesterfield-Preston 0:0 4. deild Wigan-Tranmere 0:0 Enski bikarinn Peterb.-Bristol C. 0:1 Scunthorpe-Hereford 1:1 Ipswich er efst í 1. deild með 35 stig, Manch. City hefur 34, Manch.Utd. og Swansea 33 hvort. VS Valsstúlkur íylgja FH Eiim leikur fór fram I 1. dcild kvenna i handknattleik i fyrrakvöld. Þróttur og Val- ur léku i Laugardalshöll og sigruðu Valsstúlkurnar 19- 12. Staöan i 1. dcild kvenna er nú þessi: FH 7 6 1 0 132-99 13 Valur 7 5 2 0 116-79 12 Fram 5 3 1 1 89-69 6 KR 6 3 0 3 106-87 6 Vfkingur 7 3 0 4 116-108 6 Akranes 6 2 0 4 73-114 4 ÍR 5 1 0 4 76-90 2 Þróttur 7 0 0 7 91-153 0 Kissing kemur í byrjun mars ■ I i ■ I Fritz Kissing, hinn þýski þjálfari 1. deildarliðs Breiða- bliks i knattspyrnu er væntan- legur til landsins i byrjun mars og tekur þá liklega við liöinu úr höndum Haralds Erlendssonar. Forráðamenn og leikmenn Breiðabiiks voru mjög ánægöir með störf Kissing á siðasta sumri enda náði liöið góðum árangri og aðeins herslumuninn vantaði á að tslandsmeistara- titillinn ynnist. Blikar hafa nú endurheimt tvo leikmenn sem áöur höfðu farið frá félaginu.þá Ingólf Ingólfsson og Benedikt ■ Guðmundsson. Ingólfur hóf að I leika með ÍBV sl. sumar en i hætti þar fljótiega. Benedikt lék | hins vegar með sænsku 3. ■ deildarliði. Eins og kunnugt er dvöldu m Helgi Bentsson og ómar Rafns ■ son hjá Hamburger SV i ■ V-Þýskalandi fyrr I vetur og í Ómar er nú við æfingar hjá bel- | giska félaginu Lokeren, liðinu ■ sem Arnór Guöjohnsen leikur | með. _________________

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.