Þjóðviljinn - 26.02.1982, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 26.02.1982, Qupperneq 1
ÞJOÐVIUINN Föstudagur 26. febrúar 1982 — 46. tbl. 47. árg. Skeyti í gær: jOliíimengun jí Nauthólsvík * Mikil oliumengun hefur stór- I skemmt Nauthólsvikina og heita I iækinn. Á myndinni sýnir Bergur ' Þór Rögnvaldsson okkur oliuna I | heita læknum. Hann hafói kafaö I út með ströndinni og sagði að þar I væri einnig allt útatað. Ljósm — | gel -_______________ | Sjó baksiðu. 1 ■ I I J Alusuisse mætir ekki! Ögrandi framkoma við fullvalda þjóð -segir Hjörleifur — Ég verö aö lýsa undr- un og vonbrigðum með ein- hliða ákvörðun af hálfu Alusuisse að koma ekki til þess fundar nú í marsbyrj- un, sem þeir höfðu þó átt hlut að að ákveða. Það dylst auðvitað engum að hér er um ögrandi fram- komu að ræða af þeirra hálfu til viðbótar við þá mörgu fresti og tafir sem þeir hafa staðið fyrir gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Þetta sagði Hjörleifur Gutt- ormsson, iðnaðarráðherra, þegar viðræddum viöhann þá ákvörðun Alusuisse að mæta ekki til fundar, sem ákveðinn var i byrjun mars, en skeyti þess efnis barst I gær til formanns islensku álviöræðu- nefndarinnar. Iðnaðarráðherra sagði enn- fremur: — Þessi siðustu boð frá Alu- suisse hljóta að þjappa mönnum saman á bak við sanngirniskröfur okkar um hækkun raforkuverös og löngu timabærar lagfæringar á álsamningunum. Rikisstjórnin hefur margitrekað óskir sinar þar að lútandi, og það er mikið alvörumál með hverjum hætti fyrirtækið bregst við i þessu máli og leyfir sér að koma fram við okkur sem fullvalda þjóð. Þrír ráðherrar með fullt umboð 1 fréttatilkynningu frá iðnaðar- ráðuneytinu segir: ,,í framhaldi af bréfi Alusuisse til rikisstjórnarinnar 1. febrúar sl. fóru fram viðræður til að leita frekari skýringa á svörum Alu- suisse. Varð I framhaldi af þvi að ráði milli aðila að halda fund i fyrstu viku marsmánaðar, nánar tiltekið 3. mars n.k. I Kaup- mannahöfn. Slðan hefur verið unniö að undirbúningi fyrir þann fund af íslands hálfu á vegum iðnaðar- ráðuneytisins, m.a. I álviðræöunefnd, svo og af hálfu rikisstjórnar. Asamt iðnaðar- ráðherra hafa forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra fjallað um máliö milli funda. A rlkisstjórnarfundi sl. þriöju- dag lagði iðnaðarráðherra fram hugmyndir um málsmeðferð. Voru þær ræddar I ráðherra- nefnd, og á rikisstjórnarfundi i morgun var iðnaðarráöherra, sjávarútvegsráðherra og dóms- málaráðherra veitt fullt umboö til að ganga endanlega frá afstöðu rikisstjórnarinnar á grundvelli framkominna hugmynda og um- ræðna. Slödegis I dag barst hins vegar ráðuneytinu skeyti, dagsett i gær 24. febrúar, frá Alusuisse til formanns álviðræðunefndar, þar sem fyrirtækið tilkynnir að það geti ekki sent fulltrúa til umrædds fundar af óviðráðanlegum ástæðum og hr. Weibel geti ekki komið til funda á næstu vikum. Staða málsins veröur metin af hálfu ráðuneytisins með tilliti til margendurtekinna frestana á viöræðum af hálfu Alusuisse.” Nató-aðild Spánar samþykkt 28 þingmenn samþykktu á al- þingi I gær ' aöildarbeiðni Spán- ar að Nató. Við atkvæðagreiöslu sat þingflokkur Alþýðubanda- lagsins hjá ásamt Guðmundi Bjarnasyni og Páli Péturssyni úr Framsóknarflokki. Sérstaka at- hygii vakti að þingflokkur Al- þýðuflokksins greiddi atkvæði með Nató-aðild Spánar, en syst- urflokkur Alþýðuflokksins, Só- sialistaflokkur Spánar I alþjóða- sambandi jafnaðarmanna barðist ötullega gegn Natóaðild og fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um máliö. piHiHiiaiiaaiHiHiHiiaiiBiiHiMiaiiaiiaiiaiiMiMiaiiMiaiiMiBii ■■■ a *■■■■■■■■■ a^j| i Þreföldun orkuverðs þýðir 160 miljónir króna á ári j Biðlund er á þrotum jeftir 14 mánaða þóf júrslit verður að knýja fram með eða án samninga i Væri raforkuverðið til álversins i Straumsvik tvöfaldað úr um það bil 7 aurum í svo sem 14 aura fyrir hverja kílówatt- stund, þá þýðir það um 7 miljónir króna á mánuði eða rösklega 80 miljónir króna á ári i ný útgjöld fyrir dótturfyrirtæki Alu- suisse hér. raforkuverð til = Væri verksmiðjunnar í Straumsvík þrefaldað yrði það um 20 aurar á kilówattstund, en það þýddi 14 miljónir króna í aukin útgjöld hjá dóttur- fyrirtæki Alusuisse á hverjum mánuði eða um 160 miljónir á ári. Ein höfuðkrafa islensku rlkis- stjórnarinnar á hendur Alusu- isse er að raforkuverðiö veröi stórhækkað, en það er nú eitt- ■M ■■■■■■ ■■■■■■■■■■ Wl hvert hið lægsta sem þekkist i öllum heiminum og aðeins rösk- ur þriðjungur af framleiöslu- kostnaðarverði hjá nýjum virkjunum hér. Alusuisse hefur I 14 mánuði neitað að gangatil alvarlegra viöræðna um þessi mál og biður um frest á frest ofan, nú siðast I gær. Þessar endurteknu frestunar- beiðnir Alusuisse-manna ber m.a. að skoða i ljósi þess hagn- aöar, sem þeir uppskera dag hvern út á hið smánarlega lága I m I ■ I m I ■ I orkuverö, svo sem tölurnar hér ( aö framan sýna. ■ En þeir háu herrar hjá Alusu- JJ isse ættu strax I dag að gera sér ■ ljóst, að langlundargeði Islend- ■ inga eru takmörk sett. Sé vilji til Z samninga ekki fyrir hendi hjá | forráðamönnum Alusuisse, þá ■ eiga Islensk stjórnvöld þann | kost einan að sækja okkar rétt ■ eftir öðrum leiðum. I Timi til umþóttunar er ekki ■ ótakmarkaður-, úrslit þurfa að ■ fást hið allra fyrsta. I -kj ■ ■■■■■■■■■■■■ «■■■■■ mm FELAGSLEG UPPBYGGING GEGN IHALDI G-listmn áveðinn 1 gærkvöldi Kosningarnar í vor eru barátta á milli Alþýðubandalagsins og Sjálfstæðisflokksins Framboðslisti Alþýöubanda- lagsins I Reykjavik vegna borgarstjórnarkosninganna I vor, var samþykktur á félagsfundi á Hótel Esju i gær með lófataki — gegn einu mótatkvæði. Sigurjón Pétursson efsti maður G-Iistans sagði I ræðu að i kosningunum i vorréðist hvort haldið yrðiáfram að byggja upp félagslega þjón- ustu I borginni cða hvort cinræði ihaldsins yrði aftur komið á. Kosningarnar yrðu barátta á milli Alþýðubandalagsins og Sjálfstæðisflokksins, þvl reynslan sýndi að útkoma Alþýðubanda- lagsins réöi mestu um hvort myndaöur verði vinstri meirihluti I borginni eða ekki. Listinn sem samþykktur var I gærkvöldi er þannig skipaður: 1. Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar. 2. Adda Bára Sig- fúsdóttir veðurfræðingur og borg- arfulltrúi. 3. Guðrún Agústsdóttir ritari. 4. Guömundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iðn- verkafólks og borgarfulltrúi. 5. Alfheiður Ingadóttir, blaðamaöur. 6. Sigurður G. Tómasson, borgarfulltrúi. 7. Þor- björn Broddason, dósent. 8. Guðrún Helgadóttir, alþingis- maöur og borgarfulltrúi. 9. ölöf Rikharðsdóttir, fulltrúi. 10. Tryggvi Þór Aöalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Menningar- og fræðslusambands alþýðu. 11. Kristvin Kristinsson, verka- maður. 12. Sigurður Harðarson, arkitekt. 13. Lena M. Rist, kennari. 14. Arthur Morthens, kennari. 15. Gunnar H. Gunnars- son, byggingaverkfræðingur. 16. Margrét S. Björnsdóttir, félags- fræðingur. 17. Guðný Bjarnadótt- ir, læknir. 18. Esther Jónsdóttir, varaformaður og starfsmaður Sóknar. 19. Ólafur Jóhannesson, varaformaður Stárfsmanna- félags rlkisstofnana. 20. Kristln Jónsdóttir, bankastarfsmaður. 21. Guðjón Jónsson, formaður Málm- og skipasmiðasambands íslands, 22. Arna Jónsdóttir, fóstra. 23. Arnór Pétursson, skrif- stofumaður, formaöur íþrótta- félags fatlaðra. 24. Hulda S. ólafsdóttir, sjúkraliði. 25. Stefán Thors arkitekt. 26. Steinunn Jó- hannesdóttir, leikari. 27. Karl Guðmundsson, stýrimaður. 28. Bjargey Ellasdóttir, fóstra. 29. Jóhanna G e i r h a rð ss o n , verkamaður. 30. Ragna ólafsdóttir, formaöur Kennara- félags Reykjavlkur. 31. Rúnar Geir Sigurðsson, læknanemi. 32. Hallgrimur Guðmundsson, stjórnmálafræðingur. 33. Ellsa- bet Þorgeirsdóttir, blaðamaður, 34. Sigurður Rúnar Jónsson hljómlistarmaður. 35. Silja Aðal- steinsdóttir, bókmenntafræðing- ur. 36. Kristján Guðbjartsson, varaformaöur Málarafélags Reykjavikur. 37. Bergþóra Glsla- dóttir, sérkennslufulltrúi. 38. Grétar Þorsteinsson, formaöur Trésmiðafélags Reykjavlkur. 39. Þórunn Klemensdóttir, hag- fræðingur. 40. Alfreð Glslason, læknir. 41. Tryggvi Emilsson, rit- höfundur. 42. Guðmundur Vigfús- son, fyrrverandi borgarráðsfull- trúi. — ekh. Viðtal við Guðrúnu Helgadóttur. Sjá baksiðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.