Þjóðviljinn - 03.03.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.03.1982, Blaðsíða 4
4 SíÐA — ÞJÓÐVILJINN MiðVikudagur 3. mars 1982 UOÐVIUINN Máigagn sósíalisma, verkalýds- Hreyfingar og þjódfrelsis útgefandi: Útgáfufélag Þjófcviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartfin Ólafsson. Fréttastjóri: Álfheiöur Ingadóttir. 'Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaöamenn: Auöur Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. iþrótta- og skákfréttamaöur: Helgi Ólafsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriður Hanna Sigurbjörns- dóttir. Skrifstofa: Guðrún Guovarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla : Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. / Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Síöumúla 6, Reykjavik, simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. 18 ára kosningaaldur Um siðustu helgi hélt Alþýðubandalagið glæsilega sveitarstjórnarráðstefnu þar sem saman komu rösklega eitt hundrað sveitar- stjórnarmenn flokksins viða að af landinu. Alþýðubandalagið hefur tekið þátt i meirihluta- samstarfi i mörgum sveitarfélögum i landinu á kjörtimabilinu og á ráðstefnunni báru menn saman bækur sinar um reynslu liðinna fjögurra ára og tóku ákvarðanir um hvernig haga ætti i meginatriðum vinnubrögðum og almennum póli- tiskum áherslum i kosningabaráttunni i vor. Hér var um að ræða upphafsáfanga kosningabarátt- unnar af hálfu Alþýðubandalagsins i sveitar- stjórnarkosningunum 1982 og verði næstu áfangar i samræmi við upphafið er full ástæða til bjartsýni. Flokkurinn hefur á að skipa hæfri sveit forystufólks i sveitarstjórnarmálum og störf þess og stefnumið eiga viða hljómgrunn. Á ráðstefnunni var gerð itarleg samþykkt um lýðræði og valddreifingu og kemur þar fram það sjónarmið að aukin sjálfstjórn og fjárhagslegt sjálfsforræði sveitarstjórna sé mikilvægur liður i lýðræðisþróun. Félagsmálaráðherra Alþýðu- bandalagsins lýsti yfir þvi á ráðstefnunni að hann myndi beita sér fyrir auknu fjárhagslegu svig- rúmi sveitarfélögunum til handa. í skoðanakönnun sem gerð var meðan á ráð- stefnunni stóð kom fram það einróma álit að stefna bæri að þvi að kosningaaldur við bæjar- og sveitarstjórnarkosningar i vor miðaðist við 18 ára aldur. Til þess þarf breytingu á kosninga- lögum og var þingmönnum Alþýðubandalagsins falið að fylgja þessu máli eftir á Alþingi. — ekh Þjóðarsamstaða Alþýöubandalagið hefur frá upphafi stefnt að þjóðarsamstöðu um sanngirniskröfur á hendur svissneska auðhringnum Alusuisse vegna van- efnda á álsamningunum og vegna nauðsynlegrar endurskoðunar á raforkuverði og skattlagningu. Flokkurinn hefur þess utan sinar eigin áherslur i málinu enda væri það ekki upp komið ef hann hefði ekki beitt sér fyrir þvi að fletta ofan af svikamyllu Alusuisse. Eftir undarlega ráðvillu flestra islenskra fjölmiðla tekur Dagblaðið og Visir fyrst við sér i gær og hefur áttað sig á kjarna málsins. Það tekur undir meginkröfur rikisstjórnarinnar og Alþýðubandalagsins á flestum sviðum. Að mati D og V eru kröfur um endurskoðun á raforkuverði „fullkomlega réttmætar”, meirihlutaeign Islend- inga á álverinu skynsamleg i framtiðinni, og ein- hliða ákvarðanir eðlilegar, takist islenska rikinu ekki að knýja fram hækkun raforkuverðs með samningum. Loks segir að sú tillaga islensku rikisstjórnarinnar virðist „skynsamleg” og ,,að- gengileg” fyrir Alusuisse að leggja deilurnar um súrálsmálið i gerð og krefjast endurskoðunar á raforkuverði. Silkihanskarnir duga ekki gegn auðhringum, og Þjóðviljinn tekur undir það með Dagblaðinu og Visi að náist þjóðarsamstaða um að „sýna festu og einurð”, „heiðarleika og sanngirni” i þessum kröfum á hendur Alusuisse er málum vel borgið. — ekh Píslar- vættisraunir Alþýðubandalagsmenn hafa látið það álit i ljós, að það sé litill heiður Verslunarráði að kjósa sér til formanns forstjóra erlends stóriðjuútibús, Ragnar i Álverinu. Morgun- blaðið tekur þetta óstinnt upp i leiðara i gær og segir að með þvi að lýst er vanþókn- un á kjöri þessu séu Alla- ballar að stunda „berufsver- bot” (atvinnubann) og reyndar mannréttindakserð- ingu. Þetta kemur reyndar prýðilega heim og saman við þann pislarvættishroll sem nú fer um Sjálfstæðismenn. Ekki eru nema nokkrir dagar frá þvi ungur maður leit yfir fund hjá fulltrúaráði flokksins i Reykjavik og sá þar harmkvælamenn sem höfðu þótt „likaminn brysti” staðist þá miklu raun að vera Sjálfstæðismenn! Núer Ragnar Halldórsson orðinn ofsóttur andófsmaður fyrir að vera skammaður af Þjóðviljanum. Næst fáum við að heyra það, að ef ein- hver telur það misráðið að Geir var kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins, þá sé hinn sami Júdas, Pilatus og Kaifas i einni persónu. Og allir vita þá hver formaður- inn er. Hósianna, hósíanna, Davíð! Davið Oddsson vakti þegar i Menntaskóla athygli fyrir • j stjórnmálahæfni sina, en I I hann var Inspector Scholae i I I Menntaskólanum i | I Reykjavik 1969—1970 (Þess • I' má geta, að núverandi I formaður Sambands ungra I sjálfstæðismanna, Geir H. | Haarde, tók við þvi starfi af • honum). Hann þótti gaman- I samur án þess að vera yfir- I borðslegur, hugrakkur án * þess að vera fifldjarfur, J ábyrgur án þess að vera ein- I strengingslegur. Hann var i I Háskólanum, á meðan J vinstri bylgjan skall á hon- . um, en barðist harðri I varnarbaráttu, og hann hef- I ur siðan unnið mikla stjórn- 1 málasigra. (HannesH. „Hvers vegna I eru menn Sjálfstæðis- I menn?”) (i Mogga). J Enda fékk hann I listamannalaun En Daviö er ekki einungis I stjórnmálamaður, heldur I einnig listamaöur sem kann I að fara með islenskt mál i ■ ræðu og riti, hefur samið I nokkur leikrit og gert marga I útvarpsþætti. Það á tti þvi vel I við, að hann var fenginn til ■ að skrifa ritgerð um sjálf- | stæðisstefnuna, sem Sjálf- j stæðisflokkurinn gaf út i I bæklingi á siðasta hausti. • (samagrein) I klippt Samþykkt miðstjórnar Alþýðubandalagsins um Alusuissemálið: Samningar takist fl ella einhliða aðgerc Geir HallgrfmsHon formaður Sjálfsta-ðLsflokksins: Kommúnistar eru bersýni- lega í klípu og sálarkreppu Ifpplýsum ásakanir iðnaiWráöherra ad fullu. I*að er forsenda njestu skrefa ■j* Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðuflokksins: 2 ViðbrögÖ iðnaðarráðherra ¥ || | bæta ekki samningalíkur 3* - byggjast Uepast á yfirvegaðri skynsemi , M — p—mmnuS. SSKsrsriS' SSWCUSÍ ssss"„„„r;sí"™ ssírSLsJri M jótt, Htk nduni lánum, o* cru Uuiair t. Uki me»uld«r. Er nú nokk- *lt «8 bcU þeim *i» aig án «8 >ulu fr«ml*i8ilun« o* fá iur Ukjur til «8 ,und» undir tí akuldum, áfborgunum og 1 Bkulum upplýaa ásakanír 8arrá8berra gegn Aluiuiue ullu. t>að er foraenda naratu «. Eari deiluefnld til ger»«r- *er»i meAferd málaini flýtt Misskilningur Morgunblaðsins Morgunblaðiö getur hvergi dulið vonbrigði með nýja stöðu álmálsins i gær. Þeir eru látnir gráta á siöum blaðsins, heiðurs- mennirnir Geir Hallgrimsson og Kjartan Jóhannsson. í Moggan- um bregður svo við að engu er likara en samþykktir miö- stjórnar Alþýðubandalagsins séu orðnar að stefnuyfirlýsing- um rfkisstjórnarinnar. Þvi mið- ur er þessu ekki þannig variö Moggi góður. Alþýðubandalagið er stjórnmálaflokkur sem myndar sina stefnu og reynir að leita fylgis við hana sem viðast. Hins vegar er rikisstjórn i land- inu með þátttöku fleiri flokka, þar reyna ráðherrar að finna samkomulagslausn. Nú er til dæmis ljóst að ráð- herranefndin sem fjallar um ál- málið er sammála um tiltekin næstu skref i þessu máli. Einsog fram kemur i viötali við Hjörleif Guttormsson i helgarblaði Þjóð- viljans hefur verið ákveðiö að veita fjölmiölum ekki upplýs- ingar um efni samþykktar ráö- herranefndarinnar um álmálið. Þar við situr, þvi miður. En stefna Alþýðubandalagsins er eitt — samkomulag i rlkis- stjórninni annað. En i túlkunum Morgunblaðsins á málinu er tæpast gerður greinarmunur á þessu tvennu. Þaöer lfka máske til of mikils mælst að Morgun- blaðsmenn kunni skil á þessu frekar en öðru. Geðleysi þeirra Geirs Þaö kann vel að vera að þeir Geir Hallgrímsson og Kjartan Jóhannsson séu seinþreyttari til aðgerða en aörir dauölegir menn. Hitt er vist að þolinmæði landsmanna er á þrotum. Alu- suisse hefur ekki einasta tregð- ast viö að svara sanngirniskröf- um islenskra stjórnvaida — heldur hefur auðhringurinn frestaö samningafundum i fjór- tán mánuði. Undir þessum kringumstæðum hefði maður ætlaö, að málstaður Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins væri eitt — en málstaður Alusu- isse annað. En þeir þurfa að gera betur ef þeir ætla að reka af sér slyðruorðið. Við skulum ekki minnast á Verslunarráö Is- lands. Eitt skulu þeir einnig vita. Hagsmunir islenskrar þjóðar og hagsmunir erlends auðhrings eru ekki þess eðlis, að hægt sé að setja jafnaðarmerki á milli. Eftir fjórtán mánaða vífillengjur I heila fjórtán mánuði hefur nú verið beðið samninga. Ef þeir ekki ná'st telur Alþýðu- bandalagið rétt að gera kröfur á hendur auðhringnum. Þær kröf- ur geta i ljósi þess sem hefur gerst ekki kallast annað en sanngirniskröfur: Raforku- verðið verði hækkað, skatt- greiðslur fyrirtækisins verði tryggðar, bókhald og rekstur fyrirtækisins verði undir stöð- ugu eftirliti islenskra stjórn- valda. Að islensk stjórnvöld fái betri aðstöðu til þess að fylgjast meö mengun og öðrum um- hverfisáhrifum af starfsemi fyrirtækisins. Og að íslendingar eignist meirihluta f fyrirtækinu á grundvelli nýs samnings, þannig að landsmenn hafi for- ræöi á eignarhaldi hráefnisöflun og afurðasölu og að fyrirtækið lúti i einu og öllu islenskri lög- sögu, þar á meöal islenskum dómstólum. I ályktun mið- stjórnar Alþýðubandalagsins segir enn fremur að neiti for- ráöamenn fyrirtækisins enn að viðurkenna nauösyn á endur- skoöun samninga, hljóti ein- hliöa aðgerðir að vera á dag- skrá. Bandamenn í öllum flokkum Hér er um stefnu Alþýöu- bandalagsins að ræöa. Slðan er gangurinn sá, aö Alþýöubanda- lagið reynir aö leita fylgis viö stefnu sina, hjá þingi og þjóö. Alþýöubandalagið efast ekki um aö það eigi bandamenn i öllum flokkum um þessar kröfur. Hvort niðurstaðan veröi ein- hvers konar málamiðlun ellegar kröfur okkar nái fram að ganga verður timinn og reynslan að skera úr um. Við viljum ekki láta hlunnfara okkur; islenskur almenningur á betra skilið. Geðleysi annarra og undir- lægjuháttur við erlent auðvald mega ekki ráða ferðinni. Það er vist. — óg og skorið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.