Þjóðviljinn - 03.03.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.03.1982, Blaðsíða 7
Mi&vikudagur 3. mars 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Guðjón B. Baldvinsson: Við föstuinngang 1982 Hvaöa samtök eru þaö i land- inu, sem vilja taka á sig ábyrgö á þvi aö stofna til vinnudeilna, sem munu stööva atvinnuvegina? Vinnudeilna, sem leiöa af sér stórfeilda tekjurýrnun þjóöarbús- ins og skeröa möguleika þjóöar- innar til aö byggja upp atvinnu- greinar sinar? Engin samtök myndu játa þessu, hvorki munn- lega né bréflega. Þvert á móti myndu þau berja sér á brjóst og segja eins og aöilar i sögunni um þá litlu gulu hænu, ekki ég, ekki ég. Ef spurt væri hvort þaö væri nú ekki rétt að gera alvöru úr þvi að jafna launakjörin, myndu samtökin segja alveg sjálfsagt, ekkert sjálfsagöara. Hvaöa sam- tök erum viö aö hugsa um? Er það einhverjum hulið? Viö erum sameiginlega aö hugsa og ræöa um samtök launþega og launa- greiöenda, samtökin, sem munu ráöa mestu um efnahagslif þjóö- arinnar, þegar öllu er á botninn hvolft. Já, en hvað varöar um þjóöar- hag, er ekki hagur einstaklingsins öllu öðru ofar i huga okkar? Seölabankinn eykur bindingu innlánsfjár hjá bönkum og spari- sjóöum. Hversvegna? Getur ver- ið önnur ástæöa til þess en sú aö kaupgeta fólksins i landinu er meiri en útflutningsframleiöslan leyfir, eöa stendur undir? Hvern- ig ætla launþegar þá aö auka kaupmátt launatekna? Venjulega svariö er: Meö þvi aö hækka launin. Og hver veröur árangurinn? Gengislækkun og ýmiskonar aörar ráöstafanir til hækkunar vöruverös og hækkun- ar skatta. Eftir skamma stund er öll kauphækkunin horfin út i veö- ur og vind. Hvað skal þá til varnar VQrða? Vilja menn hugleiða þaö i al- vöru. Einhverjir munu segja aö rétt sé aö skeröa samningsrétt stéttarfélaganna. Þau kunni ekki meö hann aö fara. Löggjafinn eigi aö gripa inn i vinnudeilur þær, sem i vændum eru á hverjum tima og afstýra vandræðum. Við skulum ekki furöa okkur á þessum hugsunarhætti. Fyrir ut- an hagsmunasjónarmið kaup- greiöenda — sem oftast eru nefndir atvinnurekendur — þá kemur til sú hefö, sem skapast hefur i islensku þjóðfélagi, aö engin alvarleg vinnudeila er leyst nema rikisvaldiö komi til skjal- anna. Og hvernig leysir rikisvald- iö málin? Meö allskonar tilfær- ingum og millifærslum pening- anna frá einum hópi fólks til ann- ars, og svo meö þessari hefö- bundnu óþjóðhollu ráöstöfun aö lækka gengi krónunnar. Hvers vegna er og veröur þetta gangur mála? Vegna þess aö enginn vill segja allan sannleikann. Enginn vill taka ábyrgð á þvi að gera nauö- synlegar ráðstafanir til þess aö byggja upp atvinnulif lands- manna. Hver er, —t.d. aö taka — áhugi fyrir sköpun nýs iðnaðar i landinu og eflingu þess sem fyrir er? Hvert er horft? Jú, til rikisins, þaö á aö gera allla hluti, bera uppi stofnkostnað, leggja fram rekstrarfé, og þaö án þess aö nokkur þegn þurfi aö borga halla ef hann veröur, eöa styöja aö nauösynlegri fjáröflun til fram- kvæmda. I ööru lagi horfa margir til stóriöju, sem stofnsett veröi með erlendu fjármagni og verks- viti, viö sjáum fyrir þvi rafmagni, sem þörf krefur, samfélagiö sér um aö þaö veröi framleitt. Þaö sést ekki aö horft sé til framtiðar- innar um aö þjóöinni fjölgi og þaö þurfi rafmagn til aö starfrækja eölilegan smáiönaö og aukna neysluþörf. Litur út fyrir aö þá skuli gripiö til óhagkvæmari virkjana og dýr- ari sem landsmenn skuli náöar- samlegast sitja aö. Hvaða iðnaður er hag- kvæmastur? Hverskonar iönaöur er þaö sem horft er til af valdamönnum i þjóöfélagi okkar? Hvaöa fram- leiösla þjóöarinnar er liklegust til þess aö veröa varanleg? Hvaö heldur þú? Finnst þér ekki liklegast að fæðuöflun muni fylgja mannkyn- Búnaðarþing \Fjallad lum Yjjölda i mála Eftirgreind mál hafa veriö lögö fyrir Búnaöarþing: Frá stjórn Búnaðarfélags Is- lands: Skýrsla og tillögur nefndar um búreikninga og bókhaldsmál bænda. Skýrsla og tillögur loödýra- ræktarnefndar og erindi Sam- bands isl, loödýraræktenda um samkeppnisaöstööu loödýra- ræktar. Erindi Sambands isl. loödýra- ræktenda um útrýmingu veiru- sjúkdómsins plasmacytosis i mink. Erindi stjórnar Landverndar- félags vatnasvæöis Blöndu og Héraösvatna um stefnumörkun i virkjunarmálum og um sóun á landi undir miölunarlón. Erindi um meö hverjum hætti Búnaöarfélag Islands skuli heiðra Hólask'óla vegna 100 ára afmælis hans. Tillögur milliþinganefndar um breytingar á þingsköpun Búnaöarþings. Erindi um merkingu stór- gripa. Erindi Björns Pálssonar um breytingu á ákvæöum búfjár- ræktarlaga, um hvað teljist lausagangá stóðhests. Erindi sýslunefndar Eyja- fjarðarsýslu um samr.æmda tölumerkingu á sauðfé. Erindi Stéttarsam bands bænda um jarðbótaframlag til uppsetningar vökvunar- og frostvarnarkerfa i kartöflu- görðum. Frá Alþingi: Tillaga til þingsál. um áætlanagerð og sérstakt átak i kalrannsóknum á Islándi. Frumvarp um breytingu á jarðalögum. Frumvarp um breytingu á lögum um framleiðsluráö o.fl. Frumvarp um dýralækna Frá Búnaöarsambandi A-Húna va tnssýslu: Erindi um endurskoðun laga um lax- og silungsveiöi. Erindi um rekstrarfé Bún- aöarsambanda. Frá Búnaöarsambandi Austurlands: Erindi um verðlagningu holdanautasæðis frá Hrisey. Erindi um svæöisbundna skipulagningu landbúnaöar- framleiöslu. Frá Búnaöarsambandi Strandamanna: Erindi um kalkvinnslu úr þör- ungum. Erindi um álagningu tekju- skatts á ræktunarsambönd. Erindi um breytingu á lögum um Framleiösluráö landbún- aöarins gagnvart búum meö innan viö 300 ærgildisafuröir. Erindi um sölumeðferö á feld- gærum. Frá Búnaöarsambandi S-Þingeyinga: Erindi um fjárhag bænda og eðlilega endurnýjun bænda- stéttarinnar. Erindi um sauöfjárbaðanir. Frá Búnaðarsambandi Skag- firöinga: Erindi um niöurfellingu bú- vörugjalds til Stofnlánadeildar landbúnaöarins. Sveinn Hallgrimsson o.fl.: Erindi um athugun á fram- leiöslu sauöaosta. Egill Bjarnason o.fl.: Erindi um uppbyggingu til- raunastöövarinnar á Mööru- völlum Stefán Halldórsson o.fl.: Erindi um raforkukaup skóla Matthias Eggertsson o.fl.: Erindi um eflingu tilrauna- stööva i landbúnaöi Þorkell Bjarnason: Erindi um útflutning hrossa. Tímarit Máls og menningar er komið út og er að þessu sinni helgað bókmenntum og menningu í Suður-Ameríku. Bókmenntir Suður-Ameríku Timarit Máls og menningar, 4. hefti 42 árgangs, er nýkomiö út. Guöbergur Bergsson hefur haft umsjón meö þessu hefti, og fyrir- sögn þess er: Um samhengið i bókmenntum og menningu þjóöa Suður-Ameriku. Hér er að finna úrval úr suður- ameriskum bókmenntatextum frá þvi fyrir tima Kólumbusar og allt fram til okkar daga. Til dæmis um efni heftisins má nefna kafla úr hinum fornu mæjaritum Popol Vúh og Chilam Balam-bók- unum, sýnishorn af ljóðagerð nahúatlskra eða aztekabók- mennta, sköpunarsögu Guarani - indiána og sögur af landnámi Spánverja, bæði úr skipsbókum Kólumbusar og krónium og skáldskap innfæddra. Enn- fremur, eins og fyrr segir, sýnis- horn af sögum og ljóðum úr álf- unni, bæði úr spænsku og portú- gölsku, allt fram til siðustu ára. Guöbergur Bergsson hefur þýtt alla textana og tengt þá með inn- skotsköflum, þó þannig að þeir tali sem mest sjálfir og birti þannig það samhengi sem hann þykist sjá i suðurameriskum bók- menntum. „Með slikri aðferð geta lesendur einnig myndað sér einhverja skoðun á bókmenntum þessum og orðið mér kannski ósamdóma”. \Yi MS.NN:»ni Guöjón B. Baldvinsson inu einna lengst á ferli þess? Er ekki matvælaframlei&sla einmitt lifsakkeri þjóðarinnar? Hvaðan koma gjaldeyristekjurnar helst? Viö gleymum ekki kisilgúr, járn- blendi eða áli, en viö skulum fyrir alla muni ekki gleyma hráefni þvi sem viö öflum til matar og klæða. Þaö er ekki hygginna manna háttur að selja hráefni óunnið úr landi, þegar vinnufúsar hendur biöa verkefna, og hvert handtak getur oröiö til þess að auka verö- mæti hráefnisins, ef þvi er beint aö úrvinnslu. Þjóöin er alltof kærulaus um meöferö fram- leiöslu sinnar. Sá hugsunarháttur er alltof al- gengur og mikilsráöandi hjá þeim, sem aö framleiðslunni vinna, að aöalatriöiö sé að bööl- ast, drifa sig eins og þaö er kall- að, til aö koma sem mestu frá sér. Þó hefur talsveröur áróöur verið haföur uppi fyrir þvi aö auka gæöi vörunnar, vanda vinnubrögöin. En þaö dugar ennþá of skammt. Er ekki grátlegt að grafa mat- vöru fyrir miljónir króna þegar miljónir manna svelta i heimin- um? Og þeir sem nærsýnni eru um hagnýtingu, myndu þeir ekki fremur kjósa að geta veitt sér eitthvaö af þvi sem hugur þeirra girnist heldur en urða verömætin. Hvað um verknám? Þaö gæti vel verið aö þaö borg- aöi sig betur aö verja fé til upp- fræöslu um handbrögö og hiröu- semi við störfin i þjóöfélaginu, heldur en styrkja nám i erlendum skólum, sem eingöngu miöast viö huglæg viöfangsefni af minni háttar þýðingu? Amk. er kominn timi til aö verklegt nám sé fylli- lega metiö á viö bóklegt, og er þá átt viö hugsunarhátt almennan, sem gert hefur geysilegan mun á þessu tvennu og hampaö bók- náminu íangt umfram verknám. Strit þjóöarinnar fyrir lifi sinu hefur markaö þessa stefnu. En timarnir hafa breyst og vinnan, sem áöur var likamlegt og and- legt kvalræði, er nú vegna tækni- væðingar og allskonar vinnuhag- ræðingar aðeins svipur hjá sjón samanboriö viö það sem var, þeg- ar núverandi eldri kynslóö var aö alast upp.svo ekkiséfariö lengra aftur i timann. Það væri æskilegt að allir kynnu að meta það skólafri, sem gefið er til að bjarga verðmætum undan skemmdum. Mætti vel at- huga hvort ekki færi vel á því að unglingarnir fengju aö taka til hendinni við hagnýt störf á hluta þess tfma, sem samkvæmt fræðslulögum er nú ætlaöur til setu á skólabekkjum. Nám og starf þarf aö fara saman. Kanna þarf þvi' rækilega hvernig mætti haga þvi á sem bestan hátt. Er ekki eftirtektarvert aö börn, sem njóta skemmriskólagöngu en all- ur fjöldinn gerir nú, skuli standa fyllilega jafnfætis þeim, sem lengi verma skólasætin. Af hverju er umræða um skóla- námið svona þegjandaleg sem raun ber vitni? Telja kennarar allt bóknám nauðsyn, sem nú er krafist? Telja kennarar ekki þörf á meiri hagnýtri uppfræöslu um daglegt lif? Og hvað segjaþau yf- irvöld, sem þjóðin borgar til aö hugsa um bætta kennsluhætti og betra uppeldi? Hvað segja mátt- arvöld þjóðfélagsins um þaö að bæta menntun og uppfræðslu þeirra, sem ekki hafa mátt vera að þvi að læra fyrir brauðstriti og byggingabasli? Guöjón B. Baldvinsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.