Þjóðviljinn - 03.03.1982, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 3. mars 1982
Það var fjöltnenni saman
komiö I Domus Medica i gær, en
þá efndi Heilbrigðisráð Ileykja-
víkurborgar til kaffisamsætis i
tilefni þess að nú eru 25 ár líðin
siðan Heilsuverndarstöð Reykja-
vikur tók formlega til starfa.
Adda Bára Sigfúsdóttir
formaður Heilbrigðisráðs bauð
gesti velkomna og gat þess i
sinum ávarpsorðum að enda þótt
aldarfjórðungur væri liðinn frá
opnun stöðvarinnar, hefði starf-
semi hennar hafist nokkru áður
og strax verið mörkuð sú stefna
að vinna að heilsuverndarmálum
af myndarskap. Flestir Reykvik-
ingar hefðu einu sinni sem oftar
stigiðfæti inn fyrir dyr stofnunar-
innar, þvi hún annaðist okkur af
nærgætni allt frá vöggu til grafar.
Bygging Heilsuverndarstöðvar
Reykjavikur á sinum tima var
stórtframfarasporog strax i upp-
hafi hófst þar mjög f jölþætt starf-
1 tilefni 25 ára afmælis Heilsuverndarstöðvar Reykjavikur efndi heil-
brigðisráð Reykjavikurborgar til kaffisamsætis.
Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur 25 ára
semi. Þar er i dag m.a. starfrækt
mæðradeild, heilsuvernd i
skólum, heimahjúkrun og ung-
barnaeftirlit og svo bólusetningar
og onæmisaðgerðir af ýmsu tagi.
Þá er rekin áfengisvarnardeild i
samráði við SAA og geðverndar-
deild fyir börn og unglinga, sem
r>ú er að mestu fallin undir Sál-
fræðideild skóla.
Skúli Johnsen þakkaði öllum
þeim sem lagt hefðu hönd á plóg-
inn i upphafi, en hann benti á að i
striðslok hefði hafist afar frjór
kafli i heilsugæsiuþróun i Reykja-
vik. Auk Heilsuverndarstöðvar-
innarhefði embætti borgarlæknis
verið stofnað og lagður grunnur
að uppbyggingu Borgarspitalans.
Hann benti hins vegar á að um-
fang heilsugæslu á Stórreykja-
vikursvæðinu væri allt of litið ef
tekið væri mið af þeirri aukningu
sem átt hefði sér stað á sjúkra-
húsunum almennt. Hér þyrfti að
verða breyting á. Fyrirbyggjandi
starf skilaði sér nefnilega ætið
þegar upp væri staðið.
Núverandi hjúkrunarforstjóri
Heilsuverndarstöðvarinnar i
Reykjavik heitir Bergljót Lindal,
en svo skemmtilega vildi til að i
kaffisamsætinu i gær voru
samankomnir 3 forverar hennar i
starfi, þær Sigrún Magnúsdóttir,
sem var fyrsta forstöðukonan,
Margrét Jóhannsdóttir og
Sigriður Jakobsdóttir.
— v
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Orðsendlng tll Kópavogsbúa
vegna prófkjörs 6. mars n.k.
1) Kosningarétt hafa þeir sem verða 18 ára einhvern tima á þessu ári,
eða eru eldri og eru búsettir i Kópavogi skv. skráningu bæjar-
stjóra/Hagstofu 28. febrúar 1982.
2) Nöfnum á lista Alþýðubandalagsins verður raðaö eftir hendingu —
ekki stafrófsröð.
3) A lista Alþýðubandalagsins skal setja sex krossa, 3 við kvennanöfn|
og 3 við karlanöfn.
Stuöningsfólk! Veljum sjálf á G-listann, lista Alþýðu-
bandalagsins. Tökum fullan þátt í prófkjörinu 6. mars.
Stjórn og uppstillingarnefnd
Aðalfundur
prentsmiðju Þjóðviljans
verður haldinn þriðjudaginn 9. mars kl. 18
að Grettisgötu 3.
Fundarefni: Prentun Þjóðviljans og
venjuleg aðalfundarstörf.
Þessi fundur er haldinn samkv. 16. gr. fé-
lagssamþykktar, en aðalfundurinn 1.
mars ’82 varð ekki ályktunarhæfur.
Stjórnin
Blikksmiðir, jámiðnaðarmenn
og vanir aðstoðarmenn óskast
Blikksmiðjan Glófaxi h.f.
Armúla 42
Hverfavöldum
Framhald af bls. 1
þær óska að tekin verði fyrir.
Einnig skal borgarstjórn gert
skylt að leita umsagna hverfa-
nefndanna um mál sem varða
viökomandi hverfi sérstaklega og
árlega ber samkvæmt tillögunum
að gera grein fyrir málum sem
varða hverfið á opnum borgara-
fundi.
1 tillögum Alþýðubandalagsins
er verkefnum borgarstjórnar
skipað i sjö málaflokka og skal
sjö manna ráð fara með hvern
málaflokk. Formenn nefndanna
sjö eiga að skipa borgarráð.
Málaflokkarnir sjö eru: 1. Fé-
lagsmál. 2. Fræöslumál, 3. Fyrir-
tæki borgarinnar. 3. Heilbrigðis-
mál. 4. Menningarmál. 5. Tóm-
stundaiðja og iþróttir. 6. Skipulag
og umhverfismál. 7. Verklegar
framkvæmdir og atvinnumál.
1 stjórnkerfisnefndinni hafði
Alþýðuflokkurinn þá tillögu að
skipað yrði skólaráð allra grunn-
skóla i Reykjavik og Framsókn-
arflokkurinn lagði til fjölgun i
borgarráði úr 5 i 7.
—ekh
■' & A
sjonvarpió
bilaÓ?
Skjárinn
Spnvarpsverhskði
Bergsíaðasírfflíi 38
simi
2-19-40
Skjót viöbrögð
Þaö er hvimleitt aö þurta aö
bíöa lengi meö bilaö rafkerti,
leiöslur eöa tæki.
Eöa ný heimilistæki sem þart
aö leggja fyrir.
Þess vegna settum viö upp
neytendaþjónustuna - meö
harösnúnu liöi sem bregöur
skjótt viö.
• • • RAFAFL
® Smiðshöfða 6
ATH. Nýtt simanúmer: 85955
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Árshátið Alþýðubanda-
lagsins i Suðurlands-
kjördæmi
Arshátið Alþýðubandalagsins i
Suðurlandskjördæmi verður
haldin i Aratungu, föstudaginn 5.
mars n.k. og hefst kl. 21.00.
Dagskrá:
1. Margrét Frimannsdóttir,
ávarp.
2. Visnavinir syngja.
3. Garðar Sigurðsson alþm.,
ávarp.
4. Helgi Seljan alþm., skemmti-
atriði.
5. Sigurgeir Hilmar, grin og gleði.
Hljómsveit Stefáns P. leikur
fyrir dansi til kl. 2 um nóttina. Og
það er aldrei að vita nema Jónas
Arnason komi i heimsókn..
AB I uppsveitum Arnes-
sýslu og Kjördæmisráð.
Garöar Helgi
Margrét Sigurgeir
Bragi
Páll
Þorbjörg
Alþýðubandalagið i Hafnarfirði
Fundur um atvinnumál
Opinn fundur verður i Góðtemplarahúsinu
fimmtudaginn 4. mars kl. 20.30.
Stuttar f ramsögur flytja:
1. Bragi Guðbrandsson. Staðarval og félagsáhrif
orkufreks iðnaðar.
2. PállÁrnason. FiskiðnaðuriHafnarfirði.
3. Þorbjörg Samúelsdóttir. Vinnuvernd.
4. Þórður Vigfússon. Atvinnuþróun á
breytingatimum.
Þóröur.
Eftir framsöguræður verður skipt i umræðuhópa.
Umræðustjórar: Lúðvik Geirsson, Bragi V. Björnsson, Sigurbjörg
Sveinsdóttir, og Hallgrimur Hróðmarsson.
Fundarstjóri verður Rannveig Traustadóttir.
Hafnfirðingar — fjölmennið og takið þátt i að móta stefnuna. — Stjórn-
in.
Alþýðubandalagið Akureyri
Auglýsir almennan félagsfund fimmtudaginn 4. mars kl. 20.30
Fundarefni: 1. Gengið frá framboðslista. 2. Fréttir frá nýliðnum fundi
miðstjórnar og ráðstefnu um sveitarstjórnarmál. 3. Kosningastarfið. —
Stjórnin.
Alþýðubandalagsfélagar á Selfossi
Félagsfundur verður haldinn laugardaginn 6. mars n.k. kl. 14.00 að
Kirkjuvegi 7 Selfossi.
Dagskrá: 1) Framboðsmál 2) önnur mál. — Uppstillingarnefnd.
Alþýðubandalagið Borgarnesi og nærsveitum
Félagsfundur verður haldinn laugardaginn 6. mars að Kveldúlfsgötu
25 kl. 14.00. Athugið breyttan fundartima.
Fundarefni:
1. Starfshópar um skólamál, heilbrigðismál, stjórnun og skipulagsmál
og félags-, æsku-og menningarmál skila frumdrögum að stefnuskrá.
2. Inntaka nýrra félaga.
3. önnur mál.
Stjórn sveitarmálaráðs.
Alþýðubandalagið á Akranesi
Almennur félagsfundur verður haldinn mánudaginn 8. mars kl. 20.30
i Rein.
Fundarefni: Fjárhagsáætlun Akranessbæjar fyrir árið 1982.
Félagar fjölmennið.
Stjórnin.
Héraðsmenn
Héraðsmenn, i tilefni hins alþjóðlega baráttudags kvenna, verður
haldinn fundur i Valaskjálf á Egilsstöðum sunnudaginn 7. mars kl.
16.00
Ræðuhöld, upplestur, fundur og frjálsar umræður. Veitingar.
Undirbúningsnefnd.
Viðtalstimar þingmanna og borgarfulltrúa
Laugardaginn 6. mars verða til
viðtals fyrir borgarbúa að
Grettisgötu 3 milli kl. 10 og 12.
Guðrún Helgadóttir, alþingis-
maður og borgarfulltrúi, og
Þorbjörn Broddason, vara-
borgarfulltrúi.
Eru borgarbúar hvattir til að
nota sér þennan viðtalstima.
Stjórn ABR.
Guðrún Þorbjörn