Þjóðviljinn - 03.03.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.03.1982, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 3. mars 1982 Tvö listaverkanna i anddyri Holtagaröa: Til v. „Nordisk Plaggspel, eftir Bent Berglund en til hægri er hið handspunna og handofna teppi blökkukvennanna. Listaverk í Holtagörðum 1 anddyri Holtagarða er nú , búiö að hengja upp fjögur erlend | iistaverk. A það sér nokkurn að- draganda og hefur Hjalti Páls- I son, framkvæmdastjóri einkutn , haft veg og vanda að þessu verki. Þetta eru athyglisverð listaverk, sem setja sérkenni- legan, fjölþjóðlegan svip á and- dyri byggingarinnar. Tvö þessara listaverka, ofin . veggteppi, eru langt að komin. Annað þeirra er frá Brasiliu, eftir Patrik Kennedy, sem kunnur er viða um heim fyrir , myndvefnað sinn, sem Kennedy Bahia. Verk hans nefnist „Kona með kaffi” og er gjöf til Sam- bandsins frá NAF i Santos i Brasiliu. Hitt verkið er komið fra Masana i S-Afriku, hand- spunnið og handofið úr ull af karakúlfé. Er það unnið af þremur blökkukonum, Ntazi Jo- hanna Msiza, Martha Mahambe og Nhosita Chatarina Moubu. Myndefnið er Bibliusagan um syndaflóðið og örkina hans Nóa. Það er gjöf frá samvinnusölu- fyrirtækinu Outspan. Hin tvö verkin eru frá Sviþjóð. Annað er veggteppi eða I ■ „Rana”, eins og'slikur vefnaður I er nefndur, frá Norrbotten i Svi- I þjóð, og nefnist „Sjávareldur”. , Höfundurinn er Christina Lind- ■ mark, sem hefur langt listnám I að baki og er ráðunautur Heim- I ilisiðnaðarfélagsins i Norrbott- J en i Sviþjóð. Það er gjöf frá . Norrbottens Járnverk Aktiebo- I lag i Sviþjóð. — Hitt sænska I verkið samanstendur af vegg- J skjöldum úr smelti og nefnist . „Nordisk Flaggspel”. Höfund- I urinn er Bengt Berglund, vel I þekktur, sænskur nútimalista- 1 maður, sem m.a. hefur gert I mörg listaverk fyrir opinbera , aðila og stórfyrirtæki i Sviþjóð ■ o.fl. löndum. Það er gjöf frá AB Gustavsberg Fabriker. —mhg , Ullin í öndvegi lljörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra opnar sýninguna á Hall- veigarstööum. Ljósm. — eik — Sýning í Byggingaþjónustunni: Leiðir til spamaðar í rekstri húsnæðis Orkunefnd og Samband islenskra sveitarfélaga gengust I s.l. viku fyrir ráöstefnu um hag- kvæmari orkunotkun I húsnæöi. Þá var einnig efnt til ráðstefnu um störf byggingarfulltrúa og var hún I samvinnu við Fasteignamat rikisins. í lok fyrri ráðstefnunnar var opnuð i Byggingarþjón- Unnið er nú að undirbúningi þess að koma á fót fóðurverk- smiðjum illólminum I Skagafirði og Saltvik I Suður-Þingeyjar- sýslu. Hafa undirbúningshlutafé- lög verið stofnuð um verk- smiðjurnar og trúlega veröa stofnfundir hlutafélaganna haldnir siöar i vetur. Fjárfestingarfé til þessara ustunni á Hallveigarstig sýníng á efnum til einangrunar, stillingar hitakerfa og ýmsu öðru er leiðir til sparnaðar i rekstri húsnæðis. Sýningin verður opin almenningi alla daga vikuna frá 10—18 nema laugardaga og sunnudaga, þá er opið frá 14—18. Sýningunni lýkur ll.mars. —þs. verksmiðja er nú á fjárlögum þessa árs og auk þess hlutafé til þeirra, 5 milj. kr. til hvorrar um sig. Hugmyndin er að fyrirtækin verði hlutafélög rikisins og heimamanna. Þess er vænst, að frumvarp til laga um föðurverksmiðjur verði lagt fyrir alþingi það sem nú sit- ur. —mhg A þcssu ári mun verða gert sér- stakt átak til aö bæta meðferð og nýtingu ullar hér á landi. Sauð- fjárræktarráðunautur Búnaðar- félags islands, Sveinn Hallgrims- son, mun hafa forystu á því sviöi og fá til samstarfs ráðunauta, sérfræðinga og bændur. 1 forystugrein, sem Sveinn rit- aði i Frey nýlega, hvetur hann bændur til að hirða betur ullina en verið hefur. Þar kemur fram, að á siðustu árum hafi komið um 1,8-1,9 kg. af ull af kind til skila. Fyrir lOárum var það aðeins 1,6 kg að meðaltali. Frá einstöku fjárbúum koma allt að 2.5 kg. af ull eftir kindina. Sveinn bendir á það i grein sinni, að bóndi, sem er með 440 kinda bú, þar sem ekki fæst nema 1,5 kg. af ull eftir kind, geti aukiö tekjur sinar um 9000 kr. með betri nýtingu á ullinni, sé hægt að auka ull hverrar kindar úr 1.5 kg i 2.2 kg. Og það er ekki óraunhæft fyrir bændur að fá 2.2 kg af ull af hverri kind að meðal- tali. Sveinn segir m.a.: „Fyrir þjóðarbúið er það einnig ótviræð- ur hagnaður að nýta sem best þá ull, sem á fénu vex. Annað er sóun á verðmætum”. —mhg Nýjar fóðurverksmiðjur Gvendarbrunmrnir: Búið að loka fyrir gamla vatnsinntakið Vona að blessun Guðmundar góða hafi náð til botns segir vatnsveitustjóri Vatnsinntök úr Gvendar- brunnunum hafa til þessa veriðtvö/ annað frá 1909 en hitt frá 1977 og nú hefur gamla inntakinu verið lok- að og hinu verður lokað í sumar. Eftir það verður allt neysluvatn Reykvík- inga tekið úr borholum á svæðinu/ enda talið óhollt nú til dags/ á tímum meng- unar að taka neysluvatn úr opnum vatnsbólum. Sem kunnugt er bera brunnarn- ir nafn Guðmundar biskups góða sem vigði þá og blessaði eins og svo margt annað hér á landi. Ég vona bara að blessun biskupsins hafi náð til botns og að við fáum jafn gott vatn úr borhol- unum á svæðinu eins og yfir- borðsvatninu, sagði Þóroddur Th. Sigurðsson vatnsveitustjóri er Þjóðviljinn spurði hann um þessa lokun gamla inntaksins. Vatnsveitustjóri sagði að þegar vatnsinntakinu frá 1977 hefði veriðlokað næsta sumar, yrði allt neysluvatn Reykvikinga tekið úr borholum. — S.dór. Listasafn ASI o / X • •• C fær goða gjof mmmm. Þorsteinn Kristjánsson (t.v.) afhendir Ilannibal Valdimarssyni gjafa- bréf sitt 18. febrúar sl. Að baki þeim er eitt þeirra verka sem Þorsteinn gaf safninu, en yfirlitssýning á verkum Vigdisar stendur nú yfir í Lista- safni Alþýöusambands islands. „Vigdis hafði iatið þcss getið viö mig, aö hún vildi helstað þessi verk hennar varðveittust saman og ég vissi að hún hafði rætt við forráöamenn Listasafns Alþýðu- sambands islands stuttu fyrir dauða sinn. Það er mér þvi mikil ánægja að afhenda þessi verk systur minnar safninu. Með þvi gcri ég hvort tveggja i senn, að nppfylla ósk hennar og sýna þakklæti mitt þeim samtökum sem ég tel mig eiga mest að þakka i lífinu”. Þessi voru lokaorð Þorsteins Kristjánssonar, er hann afhenti Hannibal Valdimarssyni, for- manni stjórnar Listasafns ASÍ, veglega gjöf si'na sl. fimmtudag, 9 ofin verk eftir systur sina Vigdisi Kristjánsdóttur, einn af frum- kvöðlum myndvefnaðarlistarinn- ar hér á landi. Myndirnar eru hluti Þorsteins i dánarbúi Vigdis- ar, en hún lést 11. febrúar á sið- asta ári. Gjöf Þorsteins Kristjánssonar Ljósin í lagi - lundin góð UráðERÐAR er bæði vegleg og gefin af hlýhug til islenskrar verkalýðshreyfing- ar. \ó-iðfia^\ brott og j merking i ! snerist við IHerfileg prentvilla varð i I fyrirsögn á grein Garðars J ■ MýrdaliÞjóðviljanum igær. . ISvo sem efni greinarinnar I ber með sér átti fyrirsögnin I að vera: Endurgreiðslukjör- J ■ in eru óraunhæf. Prentvillu- , ■ púkinn felldi hins vegar nið- ■ Iur ó-ið, svo i stað óraunhæf I stóð raunhæf, og þannig I snerist merkingin gjörsam- , ■ lega við. IÞjóðviljinn biður höfund I greinarinnar og lesendur af- I sökunar á þessum mistök- J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.