Þjóðviljinn - 03.03.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 03.03.1982, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 3. mars 1982 ÞJOÐVILJINN — StÐA 15 Hringiö í síma 81333 kl 9-5 alla ^ virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum 12. febrúar sl. kvartaði ég undan slælegri poppþjónustu Þjóðviljans. Um leið varaði ég Þjóðviljann við að fara út á sömu braut og Vikan að birta bara fréttabréf plötuútgefenda og kalla það popp. 16. febrúar svarar J.Á.S. blaðamaður á Vikunni þessu. Hann bendir réttilega á að blaðamenn Vikunnar skrifi um popp ásamt Jens Kr. Guði. Þessi skrif þeirra séu oftast unnin upp úr útlendum popp- blöðum. Ég veit að Jens o.fl. hafa skrifað ágætar poppgrein- ar i Vikuna, en það breytir þó engu um að flestir poppþættir Vikunnar eru nánast kópiur af fréttabréfum hljómplötuútgef- endanna, auk þess sem þau eru Björn Magnússon segir að poppskribentar islenskra blaða iáti hljómplötuútgefendur og erlend blöð mata sig á efni og myndum. — Meðfylgjandi mynd tók — eik — af hljómsveitinni Fall I Aust- urbæjarbiói 12. september siðastliðinn. fra lescndum Poppið og Þjóðviljiim skreytt með myndum sem út- gefendurnir dreifa. Og mikið má það vera merkileg tilviljun að Vikan skrifar einmitt um poppstjörnur i sömu röð og plötuútgefendurnir senda henni fréttabréfin um þessar sömu poppstjörnur. Ennþá merki- legra er að Vikan skuli þá ekki notfæra sér þessi fréttabréf, heldur leiti hún uppi i útlendum blöðum nákvæmlega sömu upp- lýsingar og koma fram i bréfun- um. Minvegna má Vikan náttúru- lega beita svona fáránlegum vinnubrögðum, og ekki kvarta ég undan þessu. Mér er alveg sama, þótt ég þæði meira af vönduðum poppþáttum i Vik- unni sem og öðrum blöðum. Ég kvarta hins vegar yfir poppinu i Þjóðviljanum af þvi að mér þykir allt annað en gaman að sjá hvernig ritstjórar blaðsins þráast við að viðurkenna að poppið er einn af stærstu þáttum tilverunnar hjá ungu fólki i dag. Björn Magnússon LJÓÐ eftir Eyrúnu Jóhannesdóttur, 11 ára Við gluggann Um hábjartan sumardag sat ég við gluggann og hugsaði margt fallegt og kannske dálitið I jótt Ég sá krakkana leika og bílana þjóta en veitti þeim litla eftirtekt. Ég hugsaði við gluggann, langt fram á nótt, um hvað veröldin er stór enégfremur lítil. Dýravísur Fuglinn f lýgur um loftið blátt og sveif lar vængjunum sínum. Kýr og kindur eta grasið smátt og dilla rófum sínum Eyrún Jóhannesdóttir Hundur og köttur leika sér, hoppa og skoppa um haga. Músin hleypur hratt og fer undan kettinum hans Braga. Ryksugan Litla ryksugan er merkileg. Hún sýgur og sýgur og ryksugar teppin. Hún liðastáfram einsog ormur. Litla ryksugan. Barnahornid Sjónvarp kl. 20.35 Hvað gerist bakvið tjöldin? Ájh Sklöastökk Tr á dagskrá Þar hlutu Finnar sitt eina gull Bjarni Felixson heidur áfram að sýna okkur myndir frá HM I norrænutn greinum i sjónvarpinu i kvöld. Skiða- stökk fær mikið pláss i dag- skránni, þvi kl. 19 veröur sýnt frá fyrri umferðinni þá vænt- anlega bæði af 90 metra palli og 60 metra paili. Kl. 22.40 verður svo þráður- inn tekinn upp aftur og sýnt frá seinni umferðinni. Keppn- in fór reyndar fram um sið- ustu helgi á hinum fræga Hol- menkollen stökkpalli og var hart barist um medaliurnar. I keppni af 90 metrum unnu Finnar sin einu gullverðlaun i OSLO »1982 HQLMENKOLLEN keppninni þegar Matti Nikk- anen hlaut alls 257,9 stig fyrir tvö stórglæsileg stökk upp á 108,5 metra og 102,5 metra. Hoimenkollen-stökkpallurinn I Osló. Hann var að mestu leyti endur- byggður fyrir heimsmeistarakeppnina. Þórunn Sigurðardóttir innanhússmaður á Þjóöviljan- um verður með Vöku I sjón- varpinu i kvöld. Ýmisiegt sem varðar leikhús verður ofar- lega á baugi I þættinum og viða komiö við. Þórunn skundar allt frá Iðnó uppi Þjóðleikhús og þaðan I Nemendaleikhúsið sem nú er til húsa i Lindarbæ. Salka Valka Laxness verður tekin fyrir, Amadeus I Þjóðleikhús- inu og litillega sýnt frá þvl sem gerist innan veggja Nem- endaleikhússins. „Ég mun taka á þessu á eilitið annan hátt, en venju- lega. Fólkið á bak við tjöldin Þórunn Siguröardóttir er umsjónarmaður Vöku. Þátt- urinn er & dagskrá kl. 20.35 i kvöld. kemur meira inn I myndina,” sagði Þórunn, þegar Þjóðvilj- inn sló á þráðinn til hennar. ,,Ég mun ræða við miðasölu- konurnar, förðunarmenn og tala viö stúlku i Þjóðleikhús- inu, gagnmenntaöa sem sýn- ingarstjóri. Kristin Hauks- dóttir heitir hún. Þá ræði ég við ástralskan ljósahönnuð, geysilega snjallan mann. Puð að gera svona þátt? Jú, elskan min, þetta tekúr timann sinn,” sagði Þórunn aö lokum. Sjónvarp kl. 21.10 Fimm dagar í desember Hinn æsispennandi sænski þáttur „Fimm dagar i desem- ber” nær hápunktinum i kvöld. Þátturinn fjallar um mislit- an hóp manna og kvenna sem ræna prófessor i eðlisfræði. Hann var á leið til Stokkhólms til að taka við Nóbelsverð- laununum i sinni fræðigrein en Rannsóknarlögreglumennirnir aö störfum. Komnir á sporið? er rænt. Þar eru á ferðinni andstæðingar kjarnorku- vopnaframleiðslu en saman blandast við hópinn hryðju- verkamenn úr V-Þýskalandi. Prófessorinn á erfiða daga i höndum mannræningja og er alls óvist um örlög hans þegar siðasti þatturinn rennur upp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.