Þjóðviljinn - 03.03.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 3. mars 1982
Kaflar úr ræðu Hjörleifs Guttormssonar, iðnaðarráðherra, á þingi Norðurlandaráðs:
Sköpum evrópskt mótvægi
við afl rísaveldaima
A sama tima og við ræðum
hér takmarkanir og vanda vel-
ferðarsamfélaga þrengir að i
efnahagsllfi iðnrikja og þá ekki
siður að mannréttindum viða
um heim. Þetta er kviðvænleg
þróun.
Afk er þörf gegn.
jafnvægislist
gereyðingarinnar
Nærtækast er að lita til þess
flokkseinræðis og skeröingar
mannréttinda sem þjóðir Aust-
ur-Evrópu mega þola og sem nú
hefur breyst i hernaðareinræði i
Póllandi. Á áhrifasvæðum risa-
veldanna gætir vaxandi hörku
og óbilgirni, með stórauknum
vigbúnaði, nú siðast af hálfu
Bandarikjanna og stuðningi
þeirra við fasiskar morðsveitir i
E1 Salvador.
A hinu leytinu eru Sovétrikin i
blóðugri hernaðarihlutun gegn
Afganistan og með njósnakaf-
báta uppi i landsteinum hlut-
lausra rikja. Orð megna litið
gegn siðleysi slikra stórvelda,
sem telja sig sjálfkjörin til að
deiia og drottna. Þó eru það orð
sem eiga við á þessum vett-
vangi og Evrópu er mikil þörf á
að losna úr þessum greipum til
að brenna ekki fyrr en varir i
eldi kjarnorkustriðs. Til þess
þarf afl, sem aðeins fæst með
öflugri samstöðu gegn jafnvæg-
islist gereyðingarinnar.
öflug friðarhreyfing i Vestur-
Evrópu og baráttan gegn kjarn-
orkuvopnum þar og á Norður-
löndum visar i rétta átt. En slik
baráttu getur þvi aðeins orðið
markviss, að hún sé laus við
áhrifavald störveldarisanna i
austri og vestri og falslaus I for-
dæmingu á einræði og ofbeldi
hvarvetna.
Norðurlönd geta haft mikil-
vægu forystuhlutverki að gegna
á þessu sviði, og nái framsækin
og lýðræðisleg öfl i Evrópu sam-
an til mótvægis við risaveldin
getur það skipt sköpum. Við
sem andvigir erum herstöðvum
Bandarikjanna á Islandi viljum
stuðla að slikri þróun og gerum
kröfu til þess að önnur Noröur-
lönd, sem ekki hafa viljað taka
við bandariskum herstöðvum,
virði þá afstöðu og vinni ekki
gegn henni.
Ég tel að aukin áhersla á
samstarf Noröurlanda á sviði
orkumála, sem ákveðið var i
Reykjavik i mars 1980, hafi þeg-
ar skilað veruiegum árangri
fyrir lönd okkar, ekki sist á sviði
orkusparnaðar og i verkaskipt-
ingu varðandi orkurannsóknir.
Sú starfsáætlun sem orku- og
iðnaðarráðherrar Norðurlanda
urðu sammála um á fundi i Hel-
sinki 9. febrúar s.l. ber vott um
þennan ásetning að efla sam-
starf á þessum mikilvægu svið-
um.
Varðandi iðnaðarmálin vil ég
sérstaklega árétta þýðingu þess
að efla Norræna iðnaðarsjóðinn
og aðra starfsemi til að styðja
við rannsóknir og þróun, einnig
á vegum Nordforsk. Island hef-
ur á margan hátt notið góðs af
þessu samstarfi og i áætlunum
um iðnþróun á tslandi, þar á
meðal um hagnýtingu orkulinda
landsins, getum við haft gagn af
reynslu og margháttuðu sam- '
starfi á norrænum vettvangi,
einnig i tvihliða samvinnu milli
landa og einstakra fyrirtækja.
i slíku samstarfi hljóta is-
lensk stjórnvöld hins vegar að
undirstrika sérstöðu okkar litla
samfélags, þar sem ekki þarf
nema eitt stórfyrirtæki á alþjóð-
legan mælikvarða til að vega
þungt I efnahagsstarfseminni. I
þessu efni höfum við þegar
nokkra reynslu, sem ástæða er
til að læra af fyrir framtíðina.
Norðurlönd standa eins og
aðrar þjóðir frammi fyrir mikl-
um umbreytingum i efnahags-
og atvinnulifi. Island hefur á
undanförnum árum megnað að
halda uppi fullri atvinnu, halda i
horfi með tekjur launafólks, og
færa út hinn samfélagslega þátt
á mörgum sviðum. En einnig
okkar litla samfélag á við
margháttaða erfiðleika að etja,
bæði heimatilbúin og innflutt
vandamál.
Fiskum hafsins fjölgi
en kafbátum fækki
Einnig Island þarf á meiri
fjölbreytni og sveigjanleika að
halda i atvinnuþróun, öflugri
nýsköpun og skipulegri auð-
lindastefnu, bæði til lands og
sjávar. Með nágrönnum okkar,
Grænlendingum og Færeying-
um, ráðum við i vaxandi mæli
yfir gjöfulum fiskimiðum Norð-
Hjörieifur Guttormsson
ur-Atlantshafsins og það forða-
búr þurfum við að nýta og
vernda af framsýni og tillits-
semi. Þessar smáþjóðir i út-
norðri hafa mörg sameiginleg
hqgsmunamál og tengsl þeirra
eru smám saman að styrkjast,
þótt úfið haf skilji þær að. Það
haf viljum við nýta I friðsam- >
legum tilgangi. Við skulum
stuðla að þvi að fiskum þess
fjölgi en kafbátum stórveldanna
fækki. Það væri góður skerfur
til norrænnar samvinnu og þess
friðar sem þjóðir okkar eiga rétt
á að njóta.
Frumvarp um rekstur fóðurverksmiðjanna:
Gert ráð fyrir nýtlngu hrá-
efna sem nú fara forgörðum
Kolbeinsey
Hér á landi eru nú starf-
ræktar fimm grænfóður-
verksmiðjur og þrjár eru
nú í undirbúningi. Allar
þessar verksmiðjur nema
ein eru f ríkiseign. Heildar-
framleiðsla þeirra á árinu
1980 var 12.848 tonn og 1981
9.986 tonn. A sama tíma
hefur dregið úr innflutn-
ingi kjarnfóðurs frá 70
þúsund tonnum í 60
þúsund. I bígerð er að at-
huga nýtingu á ýmsum
hráefnumsem nú fara for-
görðum en gætu nýst í
fóðurbæti. Þykir því rétt
að víkka verksvið þeirra
verksmiðja sem nú eru
reknar og þeirra sem
reistar kunna að verða
meðaðild rikisins umfram
það að vinna aðeins úr
grasi og grænfóðri. Meðal
annars þess vegna hefur
nú verið lagt fram frum-
varp á alþingi um fóður-
verksmiðjur.
Þær verksmiðjur sem nú eru
starfræktar eru aö Gunnarsholti á
Rángárvöllum, á Stórólfsvelli, að
Flatey á Mýrum, i Saurbæ i Dala-
sýslu og að Brautarholti á Kjalar-
nesi. Allar þessar verksmiðjur
nema sú siðastnefnda eru i eigu
rikisins.
þingsjá
I athugasemdum með frum-
varpinu segir m.a.:
„Mikill áhugi hefur verið fyrir
þvi á undanförnum árum að efla
innlendan fóðuriönaö til þess að
draga úr innflutningi og spara
þannig gjaldeyri. Ýmis konar
innlent fóður er nú notað i kjarn-
fóðurblöndur, t.d grasmjöl og
fiskimjöl. 1 grasköggla hefur
verið blandað steinefnum, lýsi,
!5i Felagsmaiastofnun Reykjavikurborgar.
DAGVISTUN BARNA, FORNHAGA 8 SIMI 27277
Staða forstöðumanns
við leikskólann Árborg Hlaðbæ 17 er laus
til umsóknar.
Fóstrumenntun áskilin. Laun skv. kjara-
samningi borgarstarfsmanna.
Umsóknarfrestur er til 18. mars. Umsókn-
ir sendist til skrifstofu Dagvistar barna
Fornhaga 8 en þar eru veittar nánari upp-
lýsingar.
fitu frá sláturhúsum og fiski-
mjöli.
Mikill áhugi er nú á aukinni
kornrækt i landinu, a.m.k. á
vissum svæðum. Bændur i Land-
eyjum sem rækta korn, hafa
fengið Stórólfsvallabúið til að
þurrka korn sitt, mala það og
blanda grasmjöli. Hefur þessi
blanda gefið góða raun að sögn
bændanna.
Árlega fellur til i landinu geysi-
mikið magn af ýmis konar hrá-
.efni, sem mætti nota til fram-
leiðslu á fóðri handa búfé. 1 þessu
sambandi má nefna sláturhúsa-
úrgang, úrgang frá fiskvinnslu-
stöðvum, mysu o.fl. Sláturhúsið i
Borgarnesi og Kaupfélag Eyfirö-
inga reka þó vinnslustöövar sem
nýta þennan úrgang til fram-
leiðslu á kjöt- og beinamjöli.
Organgsfita úr þessum slátur-
hús.um hefur m.a. verið notuð til
iblöndunar i grasköggla.
Auk hefðbundinnar framleiðslu
á fiskimjöli og beinamjöli hefur á
siðustu árum vaknaö áhugi á
framleiöslu á s.n. meltu úr fiskúr-
gangi og reyndar ýmsum öðrum
lifrænum úrgangi. Rannsóknar-
Tækninýjungar
hjá Húsnæðis-
stofnun
Lögð hefur veriö fram fyrir-
spurn frá Alexander Stefánssyni
til félagsmálaráðherra um fram-
kvæmd iaga um Húsnæðisstofnun
rlkisins.
Alexander spyr Svavar ma. um
framkvæmd laga varöandi tækni-
nýjungar og rannsóknir. Þá spyr
hann um samkeppni um gerð
uppdrátta af húsum og um fjár-
hæðir sem stofnunin hefur veitt i
lánum eða styrkjum og hverjir
þeir lánþegar og styrkþegar séu.
— óg
stofnun fiskiðnaðarins og
Rannsóknarstofnun land-
búnaðarins hafa um nokkurra ára
skeið gert tilraunir meö fisk- og
hvalmeltu með góðum árangri.
Arlega falla til I mjólkurbúum
landsins 7 milj. lítra af mysu.
Aðeins lítill hluti hennar er
nýttur. Hiö lága þurrefnisinni-
hald mysunnar og mikill flutn-
ingskostnaður hefur komiö i veg
íyrir að hún væri notuð til fóðurs
nema i mjög litlum mæli. Með
nýrri tækni sem ekki krefst jafn-
mikillar orku og eiming, hefur
tekist að framleiða mysuþykkni,
sem inniheldurum 20% þurrefnis.
Að undanförnu hafa veriö gerðar
tilraunir á vegum Rannsóknar-
stofunar Landbúnaðarins meö
mysuþykkni með góðum
árangri”. — óg
Vemdun
Kolbeinseyjar
Ef þingsály k tuna rtilla ga
Stefáns Guðmundssonar sem
hann mælti fyrir i gær kemst til
framkvæmda verður Kolbeinsey
trúlega steypt upp og sjó-
merkjum komið þar upp.
Stefán gerði ítarlega grein fyrir
þessari tillögu I gær, bæði hvað
snertir öryggismál sjómanna og
náttúruverndarsjónarmið. Eyj-
ólfur Konráð Jónsson og Benedikt
Gröndal lýstu yfir eindregnum
stuðningi við þessa tillögu. Gátu
þeir þess til viðbótar að Kol-
beinsey væri grunnlinupunktur i
landhelgi okkar og væri nauðsyn-
legt einnig af þeim sökum að
vernda eyna fyrir eyðingu
náttúruaflanna. — óg
Tilraunageymir fyrir veiðafærarannsóknir:
Dýrt fyrirtæki
Tilraunageymir fyrir
veiöafærarannsóknir kost-
ar á milli níu og tólf og
hálfa miljón króna. Þetta
kom fram í svari Stein-
gríms Hermannssonar
sjávarútvegsráðherra viö
fyrirspurn Stefáns Guð-
mundssonar um þetta efni.
Steingrimur hafði skipað nefnd
til að athuga þetta mál og barst
lokaskýrsla um hádegið i gær.
Sagði Steingrimur að þar væru
margar hagnýtar upplýsingar um
veiðafærarannsóknir. Nefndin
hefur unnið vel og vandlega. Til-
raunatankurinn sem nefndinni
leist einna best á er sams konar
og er I Fuglafirði I Færeyjum og
kostar einsog áður sagði á milli
niu og tólf og hálfa miljón króna.
Skotar og Kanadamenn hafa
einnig stundað slikar rannsóknir
og eru þessar þjóðir reiðubúnar
til samstarfs við tslendinga.
Steingrimur sagði að þetta mál
yröi nú skoðað nánar, m.a. af
sjávarútvegsnefndum beggja
deilda þingsins. Lokaskýrslu
starfsnefndarinnar verður e'nnie
dreift á meðal þingmanna. —ÓS
Nýir þingmenn
1 gær tók Hannes Baldvinsson
framkvæmdastjóri á Siglufirði
sæti Ragnars Arnalds á alþingi.
Enn fremur tók Niels Á. Lund
æskulýðsfulltrúi sæti Ingvars
Gislasonar. Þeir Ragnar og
Ingvar eru nú á þingi Norður:
landaráðs. — óg