Þjóðviljinn - 03.03.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 03.03.1982, Blaðsíða 16
WWÐVILIMÁ Aðalsbni Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná I blaðamenn og aöra starfsmenn hlaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbroí Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 Miðvikudagur 3. mars 1982 8i285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i‘’af- greiðslu blaðsins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Athyglisverð hugmynd: Orka frá sorpbrennslu tll lýsis og miölvinnslu Árni Gíslason forstjóri Lýsis og mjöls h.f., hefur sett þessa hugmynd fram í blaðinu Vegamót i Hafnarfirði er skýrt frá athyglisverðri hug- mynd, sem Árni Gisla- son, forstjóri Lýsis og Mjöls h.f. i Hafnarfirði, hefur sett fram, en það er að nýta orku frá sorp- brennslu til lýsis og mjölvinnslu. Árni hefur kynnt bæjarstjórn Hafnarf jarðar þessa hugmynd, en hann hefur látið reikna út arðsemi þessa og er niðurstaðan jákvæð. 1 hugmynd Árna kemur fram, að með þvi aö reisa sorpbrennslu- stöð fyrir 30 þúsund manna byggð, (Hafnarfjörð, Garða- bæ'og Kópavog) væri hægt að reka stöðina með þvi að selja ork- una til lýsis og mjölframleiðslu, en nú er olia notuð til slikrar framleiðslu nær allsstaðar. Sem kunnugt er heíur staðið all mikill styrr um verksmiðju Lýsis og Mjöls i Hafnarfirði vegna mengunar og lét Arni þvi einnig athuga ílutning og byggingu Árni Gislason, forstjóri Lýsis og mjöls h.f., setur fram þá hug- mynd, að nýta orku frá sorp- brennslu til lýsis og mjölfram- leiðsiu. nýrrar verksmiðju, þar sem þessi orka væri nýtt. Niðurstaða þeirr- ar könnunar var einnig jákvæð, jafnvel þótt að verksmiðjan nýtti ekki nema hluta orkunnar, eða um 60%. Bendir Árni á að þau 40% sem þá eru eftir mætti nýta við skreiðarþurrkun, plastfram- leiðslu eða graskögglaverk- smiðju. Hér er þvi greinilega um mjög athyglisverðar hugmyndir að ræða á timum oliusparnaðar. Það kemur fram i viötalinu við Arna i Vegamótum að bæjaryfir- völd i Hafnarfirði hafa alls engan áhuga sýnt á málinu. Lóðaum- sókn Lýsis og Mjöís h.f. var visað til hafnarnefndar og siðan ekki söguna meir. Aftur á móti hefur sjávarútvegsráðuneytið sýnt málinu áhuga og kostar nú frekari rannsóknir á málinu. — S.dór j Umsóknir um I verka- ! mannabústaði: 1200 um 270 I íbúðir ■ IEkki auglýst meir á þessu ári IMiIIi sex og sjö hundruð nýjarumsóknirbárust stjórn Verkamannabústaða i • Reykjavik fyrir helgina, en á Iföstudag rann út umsóknar- frestur fyrir þær ibúðir sem stjórnin mun úthluta á þessu ■ ári. Til viðbótar þessari tölu Ikoma siðan 575 umsóknir frá þvi i desember, en stjórn Verkamanuabústaða ákvað ■ að auglýsa aliaríbúðir þessa Iárs þegar ljóst varð hversu umsækjendaf jöldinn var mikill þá og láta hinar eldri • umsóknir gilda áfram. IÞær ibúðir sem stjórn Verkamannabústaða mun úthluta á þessu ári eru 176 • talsins, á Eiðsgranda, og Imunu hinar fyrstu verða af- hentar siðla þessa árs. Til viðbótar þeim koma siðan ■ endursöluibúðir, en reiknað Ier með að þær verði i kringum eitt hundrað. Hér getur þvi orðið um að ræða • samtals 270 ibúðir, og hafa Inú um 1200 manns sótt um þær. Næsti áfangi Verka- • mannabústaða i Reykjavik Ier. á Artúnshöfða, en stjórn Verkamannabústaöa hefur sótt um 200 til 250 lóðir þar • Framkvæmdir hefjast að Iöllum li"kindum seint á þessu ári, en ekki verður auglýst eftir umsóknum fyrr en árið ■ 1983. ast Jafnréttisráð lýsir sig ódómbært um starfsráðningu: „Ráöið ekki reynst vanda sínum vaxið” — Þaö er mitt álit, að Jafnréttisráð hafi ekki reynst vanda sínum vaxið, — sagði Þorbjörn Brodda- son er við inntum hann eft- ir áliti á umsögn Jafnrétt- isráðs á kæru hans og Guð- rúnar Helgadóttur til ráðs- ins vegna ráðningar í fulltrúastarf húsnæðis- deildar Félagsmálastofn- unar Reykjavíkurborgar, þar sem Birnu Þórðardótt- ur BA og ritstjóra var hafnað. — Það er að visu rétt, að skrif- leg starfslýsing á þessu starfi var ekki til, að öðru leyti en eins og kemur fram i auglýsingu, þar sem tekið er fram að það feli i sér rekstur leiguhúsnæðis borgarinn- ar, og að krafist væri hæfni i al- mennum skrifstofustörfum, fé- lagslegrar menntunar eða reynslu auk þess sem iðn- eða tækniþekking væri æskileg. Það kom hins vegar glögglega fram i máli húsnæðisfulltrúa áður en starfið var auglýst, að reynsla i skrifstofuhaldi og spjaldskrár- gerð væri einna mikilvægasti þáttur starfsins. Og ef við lesum auglýsinguna með einhverri sanngirni, þá er Birna Þórðar- dóttir tvimælalaust hæfasti um- sækjandinn aö hinum ólöstuðum. Það var hins vegar augljóst um leið og umsóknir höfðu borist, að mál þetta snérist fyrst og l'remst um að hindra það að Birna fengi starfið. Það kom m.a i ljós við af- greiðslu málsins i borgarstjórn, að það var enginn annar augljós- lega hæfur umsækjandi en Birna, þvi atkvæði dreifðust þá á þrjá karlmenn auk hennar. Það var hins vegar athyglis- vert, að við afgreiðslu málsins i borgarstjórn töluðu tveir af borg- arfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, þeir Markús Orn Antonsson og Albert Guðmundsson, beinlinis gegn anda jafnréttislaganna, og Albert Guðmundsson lýsti þvi beinlinis yfir, að starf þetta væri alls ekki við hæfi kvenna. Það er i hæsta máta ámælis- MáJ.ið snerist fyrst og fremst um að hindra að Birna Þórðardóttir fengi starfið, segir Þor- björn Broddason vert, að þessi málsmerðferð skuli ekki hafa mótað úrskurð Jafn- réttisráðs og verður augljóslega til þess að fólk hættir að taka mark á umsögnum þess. — Við reyndum að ná i Guðriði Þorsteinsdóttur formann Jafn- réttisráðs, en hún var ekki viðlát- in. Hins vegar hafði Ásthildur Olafsdóttir, sem situr i ráðinu, þetta að segja: ,,Þær upplýsingar sem við fengum um eðli þessa starfs frá félagsmálaráði voru svo misvis- andi, að við i Jafnréttisráði töld- um okkur ekki fært að gefa um- sögn um málið á þeim forsendum. Hins vegar má segja að allur til- búningur þessa máls hafi verið svo litaður af pólitik frá öllum að- ilum, að erfitt hafi verið að taka á málinu. Jafnréttisráð sendi á sinum tima frá sér bréf til opinberra stofnana, þar sem það fór fram á, að starfslýsing væri fyrir hendi þegar störf væru auglýst, en þvi hefur ekki verið sinnt sem skyldi. t.d. ekki i þessu tilfelli. Við teljum hins vegar að opinberar stofnanir ættu að ganga á undan með góðu fordæmi i þessum efnum.” Þess má að lokum geta, að Al- bert Guðmundsson lét bóka það sérstaklega á borgarráðsfundi i gær, að úrskurður Jafnréttisráðs sýndi, að viðurkennt væri að eðli- lega hefði verið að verki staðið við ráðningu i þetta starf. ólg. Jafngildir ríkis- st j ómarsamþykkt Af ýmsum ástæðum Þörungavinnslan: Samnmgar náðust Boðuðu verkfalli starfs- manna Þörungavinnslunnar á Reykhólum liefur verið af- lýst þvi að i gær tókust samningar hjá sáttasemjara rikisins milli fulltrúa starfs- manna og stjórnenda verk- smiðjunnar. Verkfallinu er aflýst með venjulegum fyrirvara um samþykki félagsfundar verkalýðsfélagsins á staðnum og stjórnar verk- smiðjunnar. I telur Þjóðviljinn rétt að minna á að sú þriggja manna ráðherranef nd, sem falið var að ganga frá stefnumótun um næstu skref í samningum við Alusuisse, hafði fullt umboð frá ríkisstjórninni til að ganga frá málum fyrir ríkisstjórnarinnar hönd. Sú samþykkt sem ráðherra- nefndin gerði s.l. föstudag er þvi i alla staði igildi rikisstjórnarsam- þykktar. Eins og fram hefur komið fól samþykkt ráðherranefndarinnar fyrst og fremst i sér vissar leið- beiningar fyrir álviðræðu- nefndina og er eins konar vinnu- rammi fyrir islensku samninga- mennina. Utanrikisráðherra Bandarikjanna, Alexander Haig. Ekkert liálf- kákíEl Salvador eins og í Víetnam sagði Alexander Haig í gær Alexander Haig utanrikis- ráðherra Bandarikjanna sagði i gær að öll samliking á stefnu Bandarikjanna i E1 Salvador og Vietnam væri fráleit. Hann sagði að E1 Salvador og lönd Kariba- hafsins skiptu meginmáli fyrir hagsmuni Bndarikj- anna frá hernaðarlegu sjónarmiði. Ræða Haigs var flutt fyrir utanrikisnefnd Bandarikja- þings, en margir bandariskir þingmenn hafa látið i ljós áhyggjur vegna stefnu Reigan-stjórnarinnar I mál- eí.ium landa Karibahafsins og Mið-Ameriku. Haig sagðist sannfærður um að stefna forsetans nyti stuðnings og að bandariska þjóðin skildi að i þetta skipti ætluðu Bandarikin sér sigur en ekkert hálfkák eins og i Vfetnam. Hann f jallaði þó ekki beint um möguleikann á þvi að bandariskar hersveitir yrðu sendar til E1 Salvador, en Reagan forseti hefur áður sagt, að slikt yrði aðeins gert ef aðstæður krefðust. Haig sagði að hættan i Karibahafinu stafaði af efnahagsneyð rikja á svæðinu og viðleitni Sovét- rikjanna og Kúbu til þess að notfæra sér þessa mannlegu neyð til þess að útbreiða Marx-Leninisma. Haig sagði einnig, að Reagan hefði lagt til, að Bandarikin hefðu fram- leiðslu á tvöföldum eiturgas- bombum til eiturefna- hernaðar ,,i þeim tilgangi að þvinga Sovétrikin til samn- inga um eyðingu slikra vopna”. Þá sagði Haig, að Banda- rikjastjórn vonaðist til að geta hafið samningavið- ræður við Sovétrikin um tak- mörkun miðlungsdrægra eldflauga innan vikna en ekki mánaða. Þegar Haig hitti Gromyko i Genf i janúar s.l. neitaði hann að ákveða’ dagsetningu fyrir framhald viðræðnanna i mótmæla- skyni við setningu herlag- anna i Póllandi. —ólg. Ungur maður drukknar Það slys varð i fyrradag, er Grunnvikingur RE 163 var að leggja net út af llafnarbergi, að færi vaföist um einn skipverjann og dró hann fyrir borð. Færin voru strax dregin inn en þrátt fyrir fimm klukkutima leit fannst maðurinn ekki. Hann hét Jón Lövdal, 22 ára gamall Reyk- vikingur. Hann var ókvæntur og barnlaus.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.