Þjóðviljinn - 11.03.1982, Side 3

Þjóðviljinn - 11.03.1982, Side 3
Fimmtudagur lt. mars 1982 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 3 Sinfóníu- tónleikar í kvöld Verk Tschaikovskí og Rachmaninoffs skipa öndvegi Sinfóniuhljómsveit islands heldur si'na fjórtándu áskriftar- tónleika i Háskólabió i kvöld og hofjast þeir kl. 20.30. Á efnis- skránni verður sinfónia nr. 4 eftir Tschakovski og pianókon- sert nr. 2 eftir Rachmaninof. Hljómsveitarstjóri á tónleik- unum i kvöld er Vladimir Fedo- seyev frá Leningrad i Sovétrikj- unum, einn af þekktustu hljóm- sveitarstjórum þar i' landi, hef- ur stjórnað flestum stærstu hljómsveitum Sovétrikjanna auk unnið við óperu og ballett- sýningar m.a. við Bolshoi og Kirov leikhúsin. Landi hans Rudolf Kerer verður einleikari á tónleikunum i kvöld. Hann er talinn einn af stórpianóistum heims i dag þrátt fyrir að hafa farið fremur seint inn á braut einleikarans. Hann var kominn yfir þritugt þegar hann fór að koma reglu- lega fram á tónleikum, óvenju- legt en þó ekki einsdæmi. t Sovétrikjunum hafa gagn- rýnendur likt honum við stór- meistara tónlistarinnar s.s. Richter og Gilels. Byggja hús á brunalóðinni Bandalag starfsmanna rikis og hæja hcfur fest kaup á hiuta af ióð Egils Vilhjálmssonar h/f Lauga- vegi llfi-18. Lóð þessi liggur að húsi BSRB við Grettisgötu 89 og er þar um að ræða 1538 fermetra eignarlóð og að auki 5353 fer- metra tilleigu. Hefur sambandið greitt lóðarverðið að fullu og fengu eigendur afsal i hcndur 10. febrúar s.l. Með i þessum kaupum fylgir teikningað húsi sem risa á frá nú- verandihúsi BSRB og að húseign rikisins.sem RARIK hefur skrif- stofur. Er talið að neðsta hæð þessa nýja stórhýsis verði seld einhverjum, sem áhuga hefur fyrir verslunarrekstri og einnig er vitað að fleiri aðilum innan BSRB verður gefinn kostur á að vera með i' byggingaframkvæmd- um þegar þar að kemur. Auk BSRB eru 3 stærstu aðildarfélög- in eigendur lóðarinnar. Byggingaframkvæmdir við þetta nýja hUs BSRB hefjast áður en langt um liður. AB ísafirði: Opnar kosninga- skrifstoiu Alþýðubandalagið á tsafirði hefur opnað kosningaskrif- stofu i Hæstakaupstaðarhúsinu Aðalstræti 42. Verður skrif- stofan opin þrjá daga i viku, sunnudaga milli kl. 16og 19 og þriðjudaga og fimmtudaga milli kl. 20 og 22. Fundir um bæjarmdlefni verða haldnir vikulega á þj-iðjudögum og hefjast þeir kl. 20.30, Akveðnir frummæl- endur verða á hverjum fundi. Ætlunin er að á þessum fund- um fari fram stefnumðtun fyr- ir sveitarstjórnarkosningarn- ar i' vor. Eru allir stuðnings- menn Alþýðubandalagsins og þeir sem áhrif vilja hafa á stefnumótunina sérstaklega hvattir til að mæta og láta álit sitt i ljós. ÍKosið í Háskólanum Tekist á um námslánafrumvarpið Stúdentar við Há- skóla íslands kjósa i dag 1.3 fulltnia til Stúd- entaráðs og 2 fulltrúa til Háskólaráðs. Kosn- ingin er leynileg og fer fram inilli klukkan níu ogsex. Nú eru i framboði þrir listar, listi Félags vinstri manna — B- listinn — listi Vöku og listi Fé- lags umbótasinna. Hinir tveir siðasttöldu hafa myndað meiri- hluta i Stúdentaráði siðastliðið ár. t þessari kosningabaráttu er einkum tekist á um frumvarp um námslán og námsstyrki. Vinstri menn gagnrýna hertar endurgreiðslureglur, sem eink- um munu bitna á tekjulágu fólki. Ritstjórn Stúdentablaðs- inshefur einnig verið gagnrýnd, bæði af vinstri mönnum og um- bótasinnum. Við birtum hér lista vinstri manna. Fyrst 13 frambjóðendur til Stúdentaráðs þá tvo tíl Háskólaráðs. Munið að kjósa í dag — opið milli niu og sex. —ast 1. Halldór Birgisson, lögfr. 2. Birna Baldursdóttir, liffr. 3. G. Pétur Matthiasson, alm. bókm. 4. Margrci Guðmundsdóttir, sagnfr. 5. Kristján Ari Arason, sálfr. fi. Björn Guðbr. Jónsson, liffr. 7. Þórður Ingólfsson, læknisfr. 8. Olina Horvarðardóttir, tsl. 9. Einar Guðjónsson, félfr. 10. Ilaukur Oddsson, verkfr. Sigriður Magnúsdóttir, hjúkrfr. 12. Jóna llálfdánardóttir, sálfr. I. Guðvarður Már Gunnlaugsson fsl. 2. Halldóra guðf r. Þorva rða rdóttir, -J 13. Kristin Jónasdóttir, félfr. Fræðslunefnd BSRB Leshringastarf að hefjast Út et* komin á vegum B.S.R.B. fyrsta bókin i leshringaefni fræðslu- nefndar bandalagsins. Heitir ritið: Vinnu- staðurinn i brennidepli, og er þar gerð tilraun til að gefa starfsfólki stofn- ana tækifæri til að ræða um vinnustaðinn frá ýmsum sjónarhornum. Tilgangurinn er að örva hóna á vinnustöðum til að hugsa sin mál, taka ákvarðanir og koma með ábendingar. Formaður fræðslunefndar BSRB, Haraldur Steinþórsson, sagði í gær á fundi með blaða- mönnum að leshringastarf væri þekkt á meðal grannþjóða okkar enhér væri verið aðfeta nýja slóð i fræðslustarfinu. Það eru liðin rúm 2 ár siðan fræðslunefndin fór að þreifa fyrir sér um heppilegt efni til kynningar i leshringum og iþeim tilgangi var m.a. leitað eft- ir sliku efni á bókasöfnum, en það reyndist ekki vera til i aðgengi- legu formi. Þvf ákvað fræðslu- nefndin að beita sér fyrir gerð bæklings er nota mætti i fræðslu- starfinu. Var hafinn undirbúning- ur að gerð bóka um vinnustaðinn, efnahagsmál og málefni aldraðra. Fyrsta bókin hefur nú litið dagsins ljós og kváðust forráðamenn fræðslunefndar BSRB vera ánægðir með árang- urinn. t bókinni eru settar fram hugmyndir um og spumingar til að ræða og leita svara við. Fræðslunefndin fékk aukið fjár- magn frá rikinu til þessarar starfsemi og hefur það haft veru- leg áhrif. Framhald á slikri útgáfustarf- semi fræðslunefndar hefur verið rætt og vonandi verður úr fram- kvæmdum sem fyrst, sögðu nefndarmenn á fundi með blaðamönnum. Skilyrði til þess að hægt sé að stofna leshring og fá sent náms- efni eru einkum þessi: — Þátttakendur séu að minnsta kosti 5, yfir 16 ára aldri. — Timar séu alls 21—24. — Timum sé dreift þannig að þeir séu annað hvort tveir eða þri'r isenn og ekkioftar en tvisvar i viku. — Skýrslu sé skilað i' lokin með nöfnum og mætingum þátt- takenda og helstu niðurstöðum leshringsins. Allar nánari upplýsingar um leshringi BSRB veitir fræðslufull- trúi bandalagsins, Kristín H. Tryggvadóttir. — v.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.