Þjóðviljinn - 11.03.1982, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur IX. mars 1982
Viðtöl við fulltrúa á sveitarstjórnarráðstefnu AB
„Svona ráðstefnur
eru mjög nytsamlegar”
— Þaövoru þrlr framboöslistar
hjá okkur i kjöri viö siöustu
sveitarstjórnarkosningar sagöi
Örn Ingólfsson trésmiöur á Breiö-
dalsvik. — Atvikaðist það þannig
að sú hreppsnefnd, sem áður
hafði setið við stýri klofnaði og
kom fram með tvo lista. Við Al-
þýðubandalagsmenn bættum svo
þeim þriðja við, fengum einn
mann kosinn og kom i minn hlut
að gcgna „embættinu”, hélt Örn
áfram máli sinu.
— Eruð þið með sérstakt Al-
þýðubandalagslélag á tíreiðdals-
vik?
— Já, við neínum það nú raunar
Alþýðubandalagslélag tíreiödals-
vikur og nágrennis en megin
kjarni þess má segja að sé hér i
þorpinu. Ég skal ekki segja
hvernig framboðsmálunum hjá
okkur veröur háttað núna en þaö
mun skýrast á næstunni.
— Er atvinna næg hjá ykkur á
Breiðdalsvik?
— Nei, hún er þaö nú engan
veginn. En við teljum okkur hafa
ástæðu til að vona að úr þvi rætist
áður en langt um liöur þvi aö á
Akureyri er verið aö smiða litið
togskip fyrir frystihúsið hérna.
Við bindum miklar vonir viö að
það verði til þess að bæta at-
vinnuástandið.
Nú, um lramkvæmdir á vegum
sveitarlélagsins er ekki ástæða til
að hafa mörg orö. Til stendur þó
að ný skólabygging veröi steypt
upp i vor. Gamla skólahúsið hér
er um 7 km. l'rá þorpinu og þaö er
engan veginn nógu hagstætt. Þá
er og á áætlun að koma upp
verkamannabústöðum.
— Hvað eru margir ibúar á
Breiðdalsvik?
— Þeir eru tæplega 400 og hefur
heldur farið fækkandi upp á
siðkastið. Veldur þar mestu um
það öryggisleysi sem hér hefur
rikt um afkbmu fólks, en eins og
ég sagði væntum við þess að úr
þvi rætist með tilkomu togskips-
ins.
— Helur þú setið svona
ráðstefnu áður?
— Nei, ekki landsráðstefnu en
hins vegar hef ég mætt á ráð-
stefnur um sveitarstjórnarmál,
sem haldnar hafa verið innan
kjördæmisins. En svona ráðstefn-
ur eru áreiöanlega mjög nytsam-
legar. Hér hittast menn sem eru
Örn Ingólfsson: „Verið er að
smiða litið togskip fyrir frysti-
húsið hérna”. — Mynd: eik.
að fást við sveitarstjórnarmál hér
og þar um landið,meðþeim takast
kynni og þeir lá innsýn i vanda-
mál og viðfangsefni annarra
sveitarfélaga. —mhg
„Hvergi má slaka á um
félagslegar framkvæmdir”
— Við erum auðvitað komin á
kaf i kosningaundirbúninginn,
eins og vera ber. Bæjarstjórnin á
Selfossi er skipuð niu mönnum og
al' þeim er einn fulltrúi frá AI-
þýðubandalaginu. Við seinustu
bæjarstjórnarkosningar vantaði
okkur aðeins örfá atkvæði til þess
að fá tvo menn kjörna og við höf-
um fullan hug á að láta það takast
nú. Forval á frambjóðcndum
hefur þegar farið fram hjá okkur
og við það komu út scx nöfn. Að
viku liðinni er hugmyndin að
ganga endanlega frá framboðs-
listanum.
Þannig fórusl Kolbrúnu Guðna-
dóttur, kennara á Sellossi orö er
Þjóðviljinn hitti hana sem
snöggvast aö máli á nýafstaðinni
sveitarstjórnarráðstefnu Alþýöu-
bandalagsins.
— Öflugt félagsstarf hjá ykkur?
— Félagsstarf er náttúrlega
aldrei og hvergi nógu öflugt en við
höfum hér baráttuglatt og bjart-
sýnt liö. Félagiö okkar telur rúm-
lega 50 manns og mér linnst þaö
bara býsna starlsamt. Viö hölum
töluvert að þvi gertað halda fundi
Kolbrún Guðnadóttir: „Félags-
legar aðgerðir og hvers konar
samhjálp cr forsenda þess að hér
gcti blómgast gott bæjarfélag.”
— Mynd: -eik.
bæði félagsfundi og almenna
fundi og starl'andi er hjá okkur
bæjarmálaráö sem ljallar sér-
staklega um þau mál, sem á
góma ber i bæjarfélaginu.
— Ef við vikjum aðeins að þeim
verkefnum, sem hæst hafa borið
hjá bæjarfélaginu á siðasta kjör-
timabili?
— Jú, þar er nú sem betur fer af
ýmsu að taka. Viö höfum t.d.
komið á fót nýjum leikskóla en
annar var fyrir. Byggðar hafa
verið ibúðir fyrir aldraða, eins og
fram hefur komiö i viðtali Þjóð-
viljans við Sigurjón Erlingsson
bæjarfulltrúa einmitt um þessa
framkvæmd. Byrjað er nú á
öðrum áfanga þeirrahúsa. Komiö
hefur verið á heimilishjálp fyrir
öryrkja og aldraða. tíyggt hefur
verið við barnaskólahúsið, unnið
að þvi að koma upp verkamanna-
bústöðum, flutt hefur verið i nýja
sjúkrahúsið en bærinn á að sjálf-
sögðu hlut að þeirri byggingu og
fleira mætti nefna.
— Næsta kjörtimabil. Hvað
heldurðu að komi til með að ein-
kenna það að þessu leyti?
— Það verður nú timinn náttúr-
lega að leiða i ljós en mér sýnist
brýn þörf á þvi að slaka hvergi á
um hinar félagslegu fram-
kvæmdir. Selfoss er vaxandi bær
og þvi mikið að vinna á mörgum
sviðum en félagslegar aðgerðir
og hverskonar samhjálp er for-
senda þess, að hér geti blómgast
gott bæjarfélag.
—-Eru atvinnumálin i góöu lagi
hjá ykkur?
— Nei, það finnst mér nú ekki
vera, ekki nægilega góðu. Það
vantar t.d. mjög vinnu fyrir kon-
ur og margir Selfyssingar sækja
sér vinnu til annarra staöa. Það
örlar hér á atvinnuleysi siöan
draga tók úr virkjunarfram-
kvæmdum.
— Hvað finnst þér svo um þessa
ráðstefnu?
— Það er auðvitað ákaflega
ánægjulegt að sjá hvað hún er vel
sótt og það er ekkert eíamál að
svona ráðstefnur þar sem fólk
hittist hvaðanæva af landinu, eru
mjög gagniegar. Og mér iist al-
veg sérstaklega vel á þá hug-
mynd sem hér hefur komið fram
aðgefin verði út sérstök handbók
fyrir sveitastjórnarmenn.
—mhg
Ekki setið auðum hönd-
um á kjörtímabilinu
— Mér sýnist að kosningaað-
staða okkar Alþýðubandalags-
manna i Vestmannaeyjum ætti að
vera góð ef tekið er tillit til þeirr-
ar athafnascmisem rikthcfur hjá
bæjarfélaginu á yfirstandandi
kjörtim abili, sagði Kagnar
Óskarsson, kennari i Vestmanna-
eyjum.
Af 9bæjarfulltrúum eigum við 2
og við ættum a.m.k. aö halda
þeim. Meirihlutasamstarf hefur
verið i bæjarstjórninni meðmkk-
ur, Alþýðuflokks- og Fram-
sóknarmönnum og hefur það
gengið veli öllum megin atriðum.
Forseti bæjarstjórnarinnar,
Sveinn Tómasson, er okkar
maður en Páll Zóphóniasson er
bæjarstjóri, prýðilegur maður.
— Mér skildist á oröum þinum
áðan að þið hafið ekki aldeilis set-
ið auðum höndum á kjörtimabil-
inu.
— Nei, það finnst mér nú ekki.
Mesta átakiö hefur náttúrlega
verið hraunhitaveitan sem nú er
að komast um allan bæinn. Verið
er að byggja skipalyftu, þar sem
fram munu t'ara viögeröir og ný-
smiði srnærri skipa. Er það mikið
hagsmunamál i'yrir skipaílotann
að fá slika starfsemi heim i
bæjarfélagið auk þess sem skipa-
lyftan kemur til með aö tryggja
atvinnuíyrir iðnaðarmenn. Kom-
iö hefur verið upp ibúðum iyrir
aldraða og þær teknar i notkun. 1
þessum fyrsta áfanga eru 6 ibúðir
og að sjálfsögðu verður haldið
áfram með þær byggingar. Verið
er að koma upp nýju húsi fyrir
grunnskólann. Ersú bygging, enn
sem komið er, að miklum hluta
kostuð af bæjarsjóði þvi staðiö
hefur á framlögum frá rikinu.
Með það erum við að sjálfsögðu
mjög óhressir þvi afleiðingin hef-
ur orðið sú að við höfum hlotiö að
halda að okkur höndum með aðr-
ar brýnar framkvæmdir. Þá er i
byrjun endurnýjun á gatnakerf-
inu, gangstéttum og svo er ýmiss
konar snyrting á umhverfinu. Við
höfum hér grunnskóla með fjöl-
brautasniði en vegna húsnæðis-
skorts höfum við orðið að reka
hann á tveimur stöðum i bænum.
Úr þeim vandkvæðum bætist þeg-
ar nýja skólahúsið verður tekið i
notkun. Það er okkur bæði mikið
áhuga- og hagsmunamál að geta
veitt unglingunum sem mesta
menntun heima fyrir.
— Hvað er svo framundan, já.
Við höldum auðvitað áfram með
þær framkvæmdir, sem hafnar
eru, eins og snyrtinguna. Þar er
mikið verk að vinna i nýja vestur-
bænum. i þeim bæjarhluta er
einnig hugmyndin að koma upp
skóladagheimili eða leikskóla.
Þó að atvinnustarfsemi sé hér
oft mikil þá er hún ekki nógu fjöl-
breytt. Undir hana er þvi
nauðsynlegt að renna fleiri
stoðum. Þessvegna höfum við nú i
undirbúningi byggingu svo-
nefndra iðngarða. Og auðvitað
verður haldið áfram með skóla-
bygginguna. Nei, það verður vist
enginn verkefnaskortur. Fremur
er hætta á hinu, að ekki verði unnt
að v inna að öllu þvi sem þörf er á
Kagnar Óskarsson: „Nei, þaft
verftur vist enginn verkefnaskort-
ur. Fremur er hætta á hinu, aö
ckki verfti unnt aft vinna aft öllu
þvi, sem þörf cr á aft gera”.
Mynd: -eik.
að gera. Fjárhagsástæður sniða
stakkinn á hverjum tima. En ég
hygg að ekki verði með sanni sagt
að bæjarstjórnarmeirihlutinn
hafi haldið að sér höndum á kjör-
timabilinu.
Ég vil svo bara enda þetta með
þvi, aö lýsa ánægju minni með
þessa ágætu ráðstefnu. —mhg
Trompetleikarinn Joe Newman.
Djass í
Djúpinu
Bandariski trompetleikarinn
Joe Newman hefur nú dvalið hér i
nokkra daga og verið við kennslu
i tónlistarskóla F.I.H. Tónleikar
voru með Joe Newman i' Broad-
way siðastliðinn mánudag, þar
sem fór ekki framhjá néinum að
hérer á ferðinni toppsvingleikari,
eins ogmarka mátti á þeim áhrif-
um, sem hann hafði á meðleikara
sina.
Heimsókn Joes Newman mun
ljúka með tvennum tónleikum i
Djúpinu v/Hafnarstræti i kvöld
og annað kvöld. Þar kemur hann
fram með triói Kristjáns
Magnússonar. Einnig mun
bandariski gitarleikarinn Paul
Weeden koma fram þessi kvöld
ásamt triói. Fyrirhugað er að
þessum tónleikum ljúki svo með
„djamsessjón”.
Hliómfögur
hvfld í
hádeginu
13. Háskólatónleikar vetrarins
verða haldnir föstudaginn 12.
mars (á morgun) i Norræna hús-
inu og í hádeginu eins og venja er
orðin.
Þá verður leikin Fantasie Con-
certanteeftir brasiliska tónskáld-
ið Hector Villa-Lobos og Trfö i B-
dúr, op. 11 eftir Lúftvik van Beet-
hoven. en eins og verknUmerið
bendir til er þetta með fyrri verk-
um meistarans, meðan hann er
enn i æskumótun.
Flytjendur eru Einar Jó-
hannessonáklarinettu, Hafsteinn
Guftmundsson á fagott og Svein-
björg Vilhjálmsdóttir á pianó.
Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og
standa i um það bil hálfa klukku-
stund. öllum er heimill aðgangur
fyrir vægt verð, 20-30 kr.
j Leiðrétting
I Missagt er þaft hjá blafta-
* manni i vifttali vift Margréti
IFrimannsdóttur á Stokks-
eyri. sem birtisthér i blaftinu
s.l. þiðjudag, aft Alþýftu-
1 bandalagift hafi ekki boftift
Ifram vift sveitarstjórnar-
kosningar á Stokkseyri fyrr
en nú. Svo hefur verift ncma
1 1978.
ISkakkt er þaft og, að búið I
liafi veriftaft ganga frá fram- |
boðslistanum. ■
' Ogekki á Ur að aka. 1 blað- |
Iinu i gær, miðvikudag, birtist I
i lesendadálki „Athuga- |
semd” frá Margréti, vegna ,
• skrifaSigurðarSveinssonar i |
IÞjóðviljanum 5. mars s.l. I
Þar er Margrét sögð for- |
maður uppstillingarnefndar .
* Alþýðubandalagsins á ■
ISuðurlandi. Það er rangt. I
Hins vegar er Margrét for- |
maður Kjördæmisráðs Al- ■
J þýðubandalagsins á Suður- I
I landi, eins og raunar einnig I
I kemur þarna fram.
* Beðist er velvirðingar á ■
J þessum missögnum. J