Þjóðviljinn - 13.03.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.03.1982, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.—14. mars 1982 Skrifstofa: Guörún Guövarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Símavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Otkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavik, sfmi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. ritstjórnargrein úr aimanakínu r Aron og Olafur • Ólafur Jóhannesson utanrikisráðherra segir i Morgunblaðinu i gær að hann ætli hvorki að kné- krjúpa Alþýðubandalaginu né sýna kristilegt hugarþel og rétta þvi aðra kinnina. Af hans hálfu virðast þau mál sem snúast um nýja oliubirgða- stöð hersins, hafnaraðstöðu fyrir 35 þúsund lesta oliuskip i Helguvik, og aukningu á umsvifasvæði setuliðsins vera rekin sem slagsmál við Alþýðu- bandalagið samkvæmt reglunni auga fyrir auga og tönnfyrir tönn. • í þeirri deilu sem nú stendur er hvorki beðið um kossaflens né hneigingar, heldur heiðarlegt samstarf og lýðræðisleg vinnubrögð. Sú krafa snýr að utanrikisráðherra. Framsóknarflokkur- inn er á hinn bóginn krafinn um að hann standi þannig að málum i utanrikisráðuneytinu, að engin aukning verði á umsvifum hersins né um- svifasvæði i sambandi við lausn á mengunar- og skipulagsvanda byggðanna i Njarðvik og Keflavik. Vert er að minna hér á þá yfirlýsingu formanns þingflokks Framsóknarflokksins á sin- um tima, að samkomulag væri milli stjórnarliða um „status quo” — óbreytt ástand — i herstöðva- málinu. • Hugmyndir utanrikisráðherra eru á þann veg að þær tákna útþenslu setuliðsins og leggja ný svæði undir starfsemi þess. Samkvæmt þeim nær herinn tangarhaldi á hafnaraðstöðu sem Bandarikjamenn hefur lengi dreymt um á íslandi. Þær leiða stórhættu yfir öll Suðurnes vegna þeirrar áhættu sem fylgir 35 þúsund lesta oliuskipi i hafrótinu út af Helguvik. Enda þótt sú oliubirgðastöð sem herinn á að fá að reisa sam- kvæmt tillögum utanrikisráðherra sé ekki eins stór i sniðum og setuliðið fór fram á i upphafi fer enginn i grafgötur með það að hægt er að stækka hana siðar. Það sem utanrikisráðherra heimilar Síðastliðinn miðviku- dagsmorgun opnaði ég augun hægt og rólega klukkan hálf níu og starði upp í loftið. Bóndinn og börnin sváfu vært. Ég upplifði nokkuð, sem tóbaksreykur umliðinna fimmtán ára hafði kæft í minningunni: að vera ein með sjálfri mér að morgni dags. Kraftaverk hafði gerst. Ég hafði vaknað af sjálfsdáðum! Þetta var á morgni hins annars reyklausa dags. Ég hætti aö reykja 8. mars, eöa daginn fyrir „reyklausa daginn”, svokallaða, sem ég hafði gert svo mikiö grin að, aö ég gat ekki veriö þekkt fyrir aö hætta þann daginn. Ég bjargaöi þvi málinu fyrir horn á þennan hátt. Sniðugt, ekki satt? Ég var búin aö reykja i fimmtán ár. t fimmtán árum eru eitthundraöogáttatiu mán- uöir. t eitthundraöogáttatiu mánuðum eru sjöhundruöog- áttatiu vikur eöa fimmþúsund- fjögurhundruðsjötiuogfimm klukkustundir. Ég hætti i fyrsta sinn að reykja áriö 1973. Skömmu eftir aö ég hætti tók herinn völdin i Chile og drap Aliende. Ég byrjaöi að reykja aftur. Ég reyndi að hætta aftur áriö 1974. Rétt eftir að ég hætti myndaði Geir Hallgrimsson rikisstjórn meö Framsóknar- flokknum. Ég byrjaöi aftur aö reykja. Ég hætti næstsiöast að reykja áriö 1980. En þaö var eins og viö manninn mælt, Ronald Reagan trommaði i forsetastólinn i Bandarikjunum, og þá var ekki aö sökum að spyrja. Ég tók upp fyrri hætti. Þannig get ég taliö upp öll skiptin, sem ég hef „hætt” að reykja og jafnharðan raðaö upp UÚBVIUINN Málgagn sósfalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis btgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan ólafsson. Fréttastjóri: Álfheiður Ingadóttir. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlöðversson. Blaöamenn: Auður Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. Iþrótta- og skákfréttamaöur: Helgi Ólafsson. utlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Augfýsingar: Hildur Ragnars, Sigriður Hanna Sigurbjörns- dóttir. eru tveir fyrstu áfangarnir i sjö áfanga áætlun, sem hvenær sem er verður hægt að taka upp þráðinn við að nýju. Með þessu er verið að færa ísland enn nær þvi að verða þungamiðja i hern- aðarkerfi Bandarikjanna i Norður-Atlantshafi. • Sérkapituli þessa máls er sú lögskýring að einn fagráðherra geti hvenær sem er tekið hvaða, land sem er á íslandi undir herinn, og hagað sérl eins og rikisstjórn i landinu á grundvelli stjórnar- ráðsreglugerðar. Mega Sauðkræklingar eiga von á þvi að einn góðan veðurdag i framtiðinni vakni þeir upp við það að flugvöllur þeirra hafi verið gerður að „varnarsvæði” með herstöð sam- kvæmt einhliða ákvörðun utanrikisráðherra? Getur ráðherra lagt Þingvöll undir herinn með einu pennastriki? Já, haldi nú hver fast um sitt. • Og leiðin sem farin er til þess að ná fram áhugamálum bandariska setuliðsins á íslandi er gamalkunn, en ekki að sama skapi til sóma Framsóknarflokknum né virtum stjórnmála- manni á hans snærum. Hver hefði trúað þvi að bóndasonurinn úr Fljótunum brygði sér i hlut- verk Arons, bóður Móse, og steypti gullkálf úr bandarisku hagsmunafé handa Suðurnesjamönn- um að dansa i kringum? Slikt er með ólikindum og raunar ekki ætlandi öðrum en alkunnum Vallarseppum úr innsta forystuhring Sjálfstæðis- manna. Aroni veittist auðvelt að trylla ísraelslýð til fylgis við hjáguðinn, en hann bakaði sér og þjóð sinni reiði Drottins, og Moses braut gull- kálfinn. Ekki vitum við livert reiði himnaföðurins beinist, en ærlegir Framsóknarmenn fyrirfinnast enn á landinu og við vitum að reiði þeirra beinist nú að f orystu Framsóknarf lokksins. — ekh. Af reyklausum reynsluheimi afsökunum minum fyrir þvi aö byrja aftur. Viö reykingamenn erum nefnilega ekki af baki dottnir. Bak viö hvern smók búa tiu afsakanir. En nú er ég alveg hætt. Ég byrja aldrei aftur. Min vegna getur heimurinn fariö til hel- vitis. Ekkert fær haggað þeirri ákvöröun minni að vera reyk- laus. Nú skal ég segja ykkur hvers vegna. í fimmtán ár hef ég ekki stjórnaö geröum minum sjálf. Minn reynsluheimur náöi út aö næsta öskubakka. Ég hef aö visu afskaplega mikinn áhuga á öllum þjóömálum (það eiga upplýstir kommar að hafa). Þessi áhugi minn var þó bund- inn eftirfarandi: efnahagsmál skiptu mig þvi aöeins máli að verðlisti Afengis- og tóbaks- verslunar rikisins væri óbreytt- ur.Kjarabarátta haföi þann eina tilgang að halda i horfinu við hækkanir verðlista ATVR. Stjórnmálaákvaröanir voru þýöingarmiklar ef þeim fylgdu ákvarðanir um tóbakslækkanir (sem auðvitað aldrei geröist). Sama þröngsýnin einkenndi reynsluheim minn I einka- málum. Ég haföi engan áhuga á hlutunum nema fá mér smók með. Tvær litlar sögur til skýr- ingar. Ein vinkvenna minna bannaöi reykingar i sinum húsum, þegar hún átti sitt yngsta barn. Ég hef ekki heimsótt þessa vinkonu i tvö ár. Það eru tvö ár siöan hún átti barnið. A yndislegum sumardegi siöasta sumar fórum viö bónd- Auður Styrkársd. skrifar inn með börnin i biltúr upp i Heiömörk, fundum þar hlýlegan bolla og drifum okkur og þau úr. Nú skyldi sko aldeilis slappaö af og litlu brjálæöingunum leyft aö velta sér aö vild. Dýröin stóö 110 minútur. Mig vantaöi eldspýtur. Eftir hálftima var familian komin heim — allt til þess aö svala fýsn minni. Þetta eru aðeins tvær litlar sögur. Hvaö ætli þiö hélduð um mig, ef ég prentaöi hér tvær stórar sögur? En svona var ég. Og það sem meira var — svona vildi ég vera. Aö minnsta kosti datt mér aldrei i hug aö efast um eigiö ágæti. En núna! Þvilikur munur, guðmundur minn! Hvaö var ég eiginlega aö hugsa i öll þessi ár? Hvers vegna sá ég aldrei hvað hinn sambúðaraðilinn var að gera mér? Að visu þóttist ég fá sitthvað I staðinn, svo sem þægilegheit og afslöppun, en hvað var þaö á móti þvi sem ég gaf? Sigarettan hirti og hirti, en gjafir hennar voru ákaflega takmarkaðar. Svona geta menn búiö i sam- búö árum saman án þess aö koma auga á galla sambýlingsins. Af hinum reyklausa reynslu- heimi er þetta aö segja: Ver- öldin er björt og tandurhrein — svona mestan part. Ég er búin að þvo öll fötin okkar, sömu- leiðis sængurföt og um helgina veröur þrifiö hátt og lágt. Heim- iliö er útataö I skit og angar af vondri pest. Hér þarf aö veröa breyting á. Starfsbróðir minn einn og þjáningabróöir i hinum reyk- lausa heimi segir mér, aö min biöi upphafiö sælustig viö upp- haf næstu viku. Þá er skrokkur- inn búinn að hreinsa sig og önd- in farin aö starfa óháö rettunni. Ég get varla beöiö eftir þessu. Þó er þetta ekkert hjá þvi þegar starfsmenn borgarinnar fara aö slá gras i rigningu i vor, segir þessi sami þjáninga- bróöir. Lyktin, maöur lifandi! Hún er svo mögnuö að maöur leggst I rús, heldur hann áfram (hann hefur margoft hætt aö reykja og þekkir þetta allt miklu betur en ég). Bóndinn minn biður eftir þvi aö ég fari aö færa sér kaffi i rúmiö. — ast.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.