Þjóðviljinn - 13.03.1982, Page 12

Þjóðviljinn - 13.03.1982, Page 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.-14. mars 1982 sunnudagspjstáH Skoðanakönnun DV: Ertu fylgjandi eða andvígur því að kapalsjónvarp verði leyft?: Rúmur helmingur fylgj- . ..... laisjónvarpjnu tgpaHjónvarp og vldeómál hafa fga á baugi undanfarin ^jná að bylting hafi orð- n hérlendis á stutt- Sj ónvarpið myndböndin W ^ ^^^ihmmiHmnmwnkmlffmainmlalnmyndmmguMtOnd. DVmrndl Op tnm K1 n I.þaðmðirekki a§sporna við þróuninni M m. M %, y ■orðið emhicfl þella tjónjT •n Mu Hkttrmknm. ftmatk mru tmngdk ktn é kmpmMtmrll mmð DVmynd Hðrðtr Árni Bergmann skrifar Jónas Kristjánsson ritstjóri var með alvörugefinn hugsjóna- svip i andlitinu þegar hann var spurður i sjónvarpi um yfirtöku þeirra siðdegisblaösmanna á myndbandafyrirtæki hér i bæ. Hann var að bjarga við frelsi og framförum. Þetta gekk ekki svona lengur: þjóðin óþolinmóð i myndbandaþrá sinni og rikið gerir bara ekki neitt! Við verö- um að taka til okkar ráða. Það verður að tryggja frelsi. Og það var helst á ritstjóranum að skilja, aö menn væru ekki frjálsir fyrr en þeir hefðu tiu eða tuttugu rásir að velja um. Fátt er hvimleiðara en frelsistal þeirra sem eru á gróðabuxum. Mikiö væri maður þakklátur fyrir einhvers konar ameriska hreinskilni manna sem segja blátt áfram: hér er peninga að hafa, og ég ætla mér að krækja i þá. En þvi er ekki að heilsa. Þess i stað fáum við lýð- skrumsyfirlýsingar um aö mál- frelsið sé i hættu ef einhverjir gaurar fá ekki að græða á plötu- útvarpi með leiknum auglýsing- um. Eða að sjónfrelsið sé i hættu ef ekki verði nóg framboö af til- tölulega einhliða bandarisku skemmtiefni á skermum (þar sem frelsið er meira en hér er viöbjóöslegt ofbeldi sem og klám i mikilli sókn). Skemmti- efni sem er þar að auki óþýtt og þvi ótvirætt framlag til þess að forenska eða amrikanisera vit- und þeirra sem eru í mótun. um myndfrelsið mikla eöa þora ekki að andmæla þvi af ótta við að veröa keyrðir I kaf. Ein- hverjir menn eru að forskrúfa sig upp i hneykslan yfir þvi að það þurfi að þýða fslensk bók- menntaverk á norðurlandamál vegna verðlaunaveitinga — en þeir sjá ekkert athugavert við myndbandafargan, mestallt á ensku. Og samt er það svo, að allir sem ég þekki eru fegnir sjónvarpslausum degieinu sinni i viku og sjónvarpslausum mánuði. Þetta sagði maðurinn i sim- ann. Og enn og aftur fer maður að hugsa um frelsið og þá röksemd aö „þetta vill fólkið” og hvernig sá vilji veröur til, hvernig hon- um er stýrt. Fólkið vill reykja Fólkiö vill lika reykja sigarettur. Meðal annars vegna þess, að áratugum saman var fullt frelsi til að auglýsa reyk- ingar með þvi að setja þær i samband við fegurö, ást, ævin- týri, velgengni, við þaö að vera fullorðinn, við kvikmynda- stjörnur, við þaö að hafa af- rekað eitthvað (,,Nú áttu skilið að fá Camel”). Þegar læknavis- indin fóru að skjóta á þessa sælu heimsmynd tóbaksins brugöust framleiðendur og aðrir sem hagsmuna áttu að gæta hinir verstu við. Það var verið að skeröa þeirra frelsi. Lifum viö ekki i frjálsum löndum? En rannsóknum á lungnakrabba og lungnaþembu og fleiri sjúkdóm- um fjölgaði, þær urðu viötækari og nákvæmari og loks var hægt að hrekja auglýsingadeildirnar á flótta — og jafnvel draga úr reykingum hér og þar. Ekki á tslandi reyndar. tslendingar vilja ekki „láta hafa vit fyrir sér”. Þeir eru stoltir menn. wM, 7/, gæði eru tiltölulega ung fyrir- bæri. Enginn hefur enn tekiö út heilt æviskeið fyrir framan skerminn. Samt eru nú þegar til rannsóknir sem draga fram hliðstæður milli ofneyslu á sjón- varpi og vanabindandi efna ýmislegra. Það hefur töluvert veriðspurt um áhrif siendurtek- inna ofbeldisverka i sjónvarpi (og vidóbylgjur hafa enn f jölgað slikum skemmtiatriðum). Menn vita allmörg dæmi þess að börn og unglingar hafi i briarii likt eftir slikum verkum i næsta um- hverfi: þau gátu ekki greint á milli filmu og veruleika, gengu út og drápu næsta barn. En þær rannsóknir sem áðan voru nefndar fara út á aörar brautir. Þær segja, að þótt það skipti miklu hvað sýnt er i sjónvarpi, þásé sjálft magnþess myndefn- is sem hver og einn tekur við enn afdrifaríkarafyrir einstakl- inginn, og þá einkum þá upp- vaxandi kynslóö sem glápir yfirleitt meira en aðrir aldurs- flokkar. Henni verður sjónvarp að eins konar eituriyfi, sem heftir þroska barna og unglinga, tærir upp minni þeirra og eftir- tekt, ruglar dómgreind og gerir lif þeirra litlausara og fátæk- ara. Skoðanakönnun, Og þótt stjórnmálamenn séu bersýnilega dauðhræddir við að bendla sig við neikvæða afstöðu til sjónvarpsfrelsisins mikla, þá er, sem betur fer, drjúgur hluti almennings enn sæmilega bólu- settur fyrir sölutöfrum þeirra sem selja vilja kapalkerfi og parabóluloftnet. Dagblaöiö-Visir haföi skoð- anakönnun um daginn og spurði hvort menn vildu kapalsjón- varp. Niðurstaðan varð sú, að af þeim sem afstöðu tóku (og þeir voru reyndar fleiri en þeir sem fást til aö taka afstöðu til stjórn- málaflokka) voru 55,9% fylgj- andi kapalsjónvarpi en 44,1% andvigir. Þetta er ekki slæm út- koma ef tillit er tekið til þess að spurningin er nokkuð villandi sem og útkoman. Það sést af dæmum sem blaðið tekur, að ýmsir þeirra sem hafa verið settir I kapalsjónvarpsflokkinn vilja hafa á þvi ýmsa fyrirvara hvernig slikt sjónvarp er notaö — t.d. segist einn vera á móti kapalsjónvarpi eins og það er rekið I blokkunum I Reykjavik, en fylgjandi slikri tækni sem notuð væri til fræðslu i sam- bandi viö skóla. Fleiri taka undir slik sjónarmið. Það er varla að nokkur þeirra sem hiö kapalsinnaða blað er að spyrja sé fús til að taka undir kapal- sjónvarp fyrirvaralaust. Andstæðingarnir virðast yfir- leitt hressari ef dæma má af sýnishornum sem blaðið gefur. Þeir kalla kapalsjónvarp tima- þjóf mikinn, þeir eru á móti myndefni án islensks texta, þeir telja það spilli heimilislífi og efnið sé mest „drasl og ómenn- ing”. Einn karl er borinn fyrir svipuðum röksemdum og Dag- blaösritstjórinn var að viðra i þvi viðtali sem fyrst var vitnað til — hann segir „það þýðir ekki að sporna gegn þróuninni”. Hitt er svo annað mál, að blaðið tek- ur einmitt þetta svar upp sem fyrirsögn yfir athugasemdir fólks. Það vill gera sitt til að ýta undir eins konar örlagatrú i þessum efnum: hvað má ég, vesalingur minn? En sem betur fer: þeir virðast enn nokkuð margir og sæmilega hressir sem eru tilbúnir til að spyrja: hvaða þróun? Til hvers? Vilja ekki gefast upp fyrirfram á aö hafa sitt aö segja um það hverj- ir veröa lifshættir þeirra sjálfra og barna þeirra. Sem þýðir lika aö menn verða að tima þvi að efla islenskt sjón- varp svo um muni. áb Maður hringdi Þaö hringdi til min ágætur maður á dögunum og var mjög hneykslaður á þessari þróun. Hann hafði komiö nokkuð við sögu þegar sextlumenningar böröust gegn kanasjónvarpi og höfðu sigur — og fengu aö laun- um að heyra að þeir væru hrokafullir og sjálfskipaðir menningarvitar, óvinir val- frelsis, kannski laumukommar. Hann var hissa á þeirri deyfð sem einkenndi viöbrögð manna við videóbylgjunni, þaö væri varla að menn þyrðu að impra á þvi, að eiginlega bryti það stúss mjög I bága viö lög i land- inu. Fyrir utan allt annað — til dæmis áhyggjur af þvi sem i kanasjónvarpsstriðinu var nefnt menningarhelgi.Það virð- ast allir áhrifamenn, sagði hann, samdauna þessum söng Vanabindandi neysla Það hljómar ef til vill ólík- lega, en vera má að athuganir á ofneyslu sjónvarps fari i vax- andi mæli inn á svipaða braut og . umræöan um ofneyslu tóbaks. Má vera þú sleppir bærilega frá þrem-fjórum sigarettum eða tveim-þrem stundum fyrir framan sjónvarp á degi hverj- um. En þegar sigaretturnar eru orðnar tuttugu og sjónvarps- stundirnar fimm eða sex — allt frá þvi barn fór aö sitja, eða kannski sjö eins og i Japan, þá koma upp nýjar spurningar. Þaö liggur I augum uppi aö áhrifin eru mikil af slikri firna- neyslu á myndefni. En við vit- um enn ekki nógu mikið hver þau eru. Hið gifurlega sjón- varpsframboð plús góð mynd- Steinunn Helgadóttir: Byggjum... Byggjum hús. Herbergi meö teppum, 100 mJ stofu, auðvitaö parkett. Eldhús, haröviður og gular vélar. Baðherbergi, gestaklósett, SAUNA. Þeir sem erfa landið byggja eitt herbergi meö loki.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.