Þjóðviljinn - 13.03.1982, Síða 21

Þjóðviljinn - 13.03.1982, Síða 21
Helgin 13—14. mars 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21 3,4 ^íutar Bodios ó Le- bodies tor,e*“—«ISSSSfíSSSiSS^ «=B Nú er komin út fyrsta hljómplata Bodies/ fjögurra laga 12 tommu og 45 snúninga. I því til- efni fékk ég þá kappa til að lýsa fyrir okkur plöt- unni. Þetta ber að skoð- ast sem plötulýsing frek- ar en spjall við þá drengi, þótt nokkrar spurningar fljóti með. Með öðrum orðum, hljómsveitin lýsir sjálf því sem við eigum að skynja. Allt sem fer hér á eftir eru ummæli Bodies nema spurning- arnar. i’in lonely: 1 þessu lagi notum við bassa, trommur og gitar og er það Danny sem leikur á hann. Lagið er bræðsla af nýbylgju og bárujárnsrokki, Lenu Lovich still. Bassinn er mixaður framar- lega og er leiðandi hljóðfæri, hann er allmelódiskur og fylgja trommur og gitar honum. Danny leikur á einn streng og notar ekkóið mikiö. Yfir heild- ina er mixiö dálitið flatt og á köflum falla gitar og bassi skemmtilega saman. Textinn er um allt og ekkert. Hann er einfaldur og ætti ekki að velkjast fyrir neinum. Never mind: Enn sem fyrr notum við trommur, bassa og gitar. Þegar Mikki kom fyrst með iagið var sambastill á þvi en það hefur breyst mikið á æf- ingum.Einsogi „I’m lonely”er ekkóiö mikið notaö. Bassafras- inn var saminn eftir að Rúnar hafði verið að horfa á mynd með Humphrey Bogart en hann hef- ur veitt hljómsveitinni mikla „inspirasjón”. Textinn er saminn einn erfið- an morgun af Mikka. Honum datt ekki neitt i hug, „I can’t think of a word to say/I can't think of nothing clever today” o.s.frv. Út frá þessu gerði hann upp textann Hér skaut blaöamaður inn einni „lymskulegri” spurningu: hvers vegna höfuð þið engan upptökustjóra, ef hægt er að komast þannig að orði? Bodies: Viö höfðum upp- tökustjóra, Gunnar Snvára, hann var i senn upptökumaður og upptökustjóri. Þaö er ekkert mál fyrir okkur að stjórna upp- töku, viö fengum nokkra reynslu með Utangarðsmönn- um. Til að fá meiri reynslu verða menn að þreifa sig áfram og það er ekki hægt með þvi að hafa einhvern fastan upptöku- stjóra. Við erum mjög ánægðir með útkomuna og teljum að þetta sé besta plata sem viö höfum kom- ið nálægt. Dare:Hér notum við, tromm- ur, bassa, gitar og hljómborð. Mikki leikur á gitarinn en Danny á hljómborðið. Upphaf- lega geröum viö ráð fyrir tveim giturum en þegar við fórum aö vinna i Hljóðrita ákváðum viö aö nota hljómborð i staðinn fyrir annan gitarinn. Það er rokk-reggae still á þessu, við notum mikið af eff- ektum til að skapa dulúð i sam- ræmi við textann. Textinn, ja, hver og einn getur lesið út úr honum það sem hann vill. Það er ekki réttlátt að ieggja einhverja linu og gefa hlustendum þannig ekkert svig- rúm fyrir eigin pælingar. Hver og einn verður að skynja text- ann eins og hann filar hann. Blm.: Nú syngið þið á ensku, hvers vcgna létuð þið fylgja ineö textablað á islensku. Var ekki nóg textablað á ensku? Bodies: Þaö eru ekki allir sem skilja ensku og það er fyrir þá sem viö erum meö islenskar þýðingar. Dear Suzie: Hér notum við eins og áður gitar, bassa og trommur. Þetta er eins og framlenging af „Where are the bodies” bæði hvað varðar lag og texta. Textarnir eru undir áhrifum frá Salvador Dali og súrreaiisma. Bob Dylan gerði texta undir þessum áhrifum hér á árum áður og eins frönsku skáldunum Baudelaire og Rim- baud. Hver lina stendur alveg sér og er i engu samhengi við næstu linu á undan. Samt ef grannt er skoðað á viðkomandi aö fá heildarmynd þótt linurnar séu ekki i samhengi. Framan af textanum gætir mikillar böisýrii i garð heimsins og framtiðar- innar, en það er von;,,prince of peace”. Meira viljum við ekki segja um textann þvi að þá verður ekkert eftir handa hlustandanum. Blm.: Nú hafa menn veriö að vclta þvf fyrir sér hvort þiö vær- uö „sýrurokkarar” eöa ekki. Bodies: Það er okkur með öllu óskiljanlegt hvernig þessi hug- mynd varð til. Þaö eru sumir hljómsveitarmeðlimir sem ekki hafa hugmynd um hvað „sýru- rokk” er. Tónlist okkar er sambland af mörgum stefnum. Við hlustum á margar tegundir tónlistar, Eno, Bowie, New Order Stranglers, Rolling Stones ofl. ofl. Það er með öllu ómögulegt aö kalla okkur sýrurokkara. Blm.: Koma trommuleikara- skiptin til mcð að hafa áhrif á tónlistarstefnu ykkar? Bodies: Þaö verður sama stefna áfram, en þvi verður ekki neitað að nýir straumar koma með nýjum mönnum. Þaö má heyra blæbrigðamun en ekki neinn eðlismun. Við munum æfa upp nýtt prógram með nokkrum eldri lögum svo sem „Where are the bodies” og „I’m lonely”. Nú við eigum löluvert af efni frá hljómleikum sem viö ætlum að gefa út á kassettu i litlu upplagi 200—300 stykki, ef allt fer sem horfir. að halda tónleika hálfsmánað- arlega. Við ætlum aö fara i túr þegar platan kemur út og siðan verður tekið stutt sumarfrl. Að þvi loknu tökum viö upp þráðinn á ný. Með þessu getum við kom- ið nýju efni á framfæri og losnaö viö tyggja sifellt sömu tugguna. Þetta fyrirkomulag er ánægjulegt fyrir alla áheyrend- ur jafnt sem hljómsveitina. Annaö sem við ætlum aö gera eins og Þursarnir er að fá okkur fastan mann á mixer. Það er lifsnauðsynlegt að hafa góðan mann á mixer. Þursarnir eru talandi dæmi um hvaö hægt er að gera ef menn eru með báða fæturna á jörðinni og vinna skipulega aö sinum málum. Tónlista rgagn rýn- endur ekki nógu vandvirkir Blm.: Svo aö ég spyrji nú ykkur (Egó — Bubbi) einnar persónulegrar spurningar: hvernig er að vera með manni I hljómsveit sem sagður er mesta egó i islensku tónlistarlifi? Egó — Bubbi: Okkur likar þaö vel. Það er vel hægt að tjónka við hann. Hann er kannski mikiö egó en hann lokar sig ekki inni i sjálfsaðdáun og sjálfs- dýrkun eins og svo margir gera sem við þekkjum. Bubbi segir sinar meiningar umbúðalaust og er mjög bein- skeyttur og hefur þess vegna fengið þann stimpil á sig aö vera egóisti. Hann þorir aö segja þaö sem hann hugsar og getur staðið fyrir þvi. Við segjum siður en svo já við öllum hans hugmynd- um ef okkur finnst eitthvað at- hugavert við þær. Blm.: Ein „fúl” að lokum: nú hafið þiö, a.m.k. Bubbi, gagn- rýnt tónlistargagnrýnendur óvægið. Hvað er þaö sem ykkur finnst svo neikvætt viö skrif okkar? Egó: Okkur finnst þiö ekki nægilega vandvirkir og leggið ykkur ekki nægilega fram um að skilja það sem tónlistar- mennirnir eru að fara. Þið mættuö fjalla meira um þróun allra þeirra sem standa að gerö hljómplötu, ekki aðeins hljóö- færaleikaranna heldur einnig upptökustjóra og þeirra sem hanna plötuumslög. Fjallað meira um samspil lags og texta og hvernig lagiö, hljóðfæraleik- ur einstakra manna, undirstrik- ar textann og öfugt. Illu heilli eru það allt of marg- ir sem taka þessa plötudóma sem einhvern Salómónsúrskurð og reyna ekki aö fella sjálfstæö- an dóm, láta mata sig á „stað- reyndum”. Meðan svo er, þá þurfa gagnrýnendur að vera heilsteyptari i skrifum sfn- um. Hvers vegna flýr ungt fólk Alþýðubandalagiö I hópum? Hættið að lita á rokk sem lág- menningu, reynið að skilja aö rokk er áhrifamesti miðillinn i dag. Bókavarðan er flutt að Hverfisgötu 52 og hefur þar til umráða allmiklu rýmra sýningarpláss fyrir bækurnar. Og þær verða alltaf fleiri og fleiri... Nokkur dæmi: Náttúrufræðingurinn, allur írá 1931—1980, prýðileg eintök, Hrakningar og heiöarvegir 1—4, Saga Eyrarbakka 1—3, Eyfellskar sagnir 1—3, Saga Hafnarfjarðar e. Sigurð Skúlason, Skaglirzk lræði 1—7, Vestlendingar 1—3, Úr fylgsnum lyrri aldar 1—2, Arnesþing 1—2. tslendingasög- urnar 1—42 (skinnband), Ritsafn Einars H. Kvarans 1—6 (handunnið skb.), Bólstaðir og búendur i Stokkseyrar- hreppi e. dr. Guðna Jónsson, Austfirðingaþættir Gisla i Skógargerði, Apokryíar visur Gunnars frá Selalæk, Das æltesta Holrechl Europas e. dr. Konrad Maurer, Island- ischeDichlung der Neuzeit e. C. Kúchler 1—2, tslendsk æf- intýri e. H. Gering 1—2 (óbundin kápueintök). Enn grjót eftir Jóhannes S. Kjarval, Þórður gamli halti e. Halldór Laxness, Fegurð himinsins og Ljós heimsins (frumútgáf- ur) e. sama, Viðfjarðarundrin, Edda, Hvitir hrafnar o.fl. riteftir Þórberg Þórðarson, Die Komposita im Islandisch- en e.dr. Alexander Jóhannesson, Encyclopædia Britann- ica 1—24 (Útgáfan 1967), Manntal á lslandi 1816, 1. heftið, Skrá um islenzk blöð og limarit e. Einar Sigurðsson, og Böðvar Kvaran, Sagastudier, festskrift til Finnur Jóns- son, ýmsar útgáfur af Vidalinspostillu, Flateyjarbók 1—3 (útvalið handbundið skb). Landnámabók (1948) Originaes Islandicae 1—2, e. Guöbrand Vigfússon, Meðferð opin- berra mála e. dr. Einar Arnórsson, Blómsturkarfan, London 1869, Um sveitarstjórnina á Islandi, e. Þorvarð Ólalsson, Byggðog saga e. Ólaf Lárusson, Vartegn, fyrsta bók Karls Einarssonar (Dunganon), Amerisk Ijóð, Þýð- ingar Dags Sigurðarsonar, Bókin um Guðmund meistara Þorláksson (Glosa) eítir dr. Sigurð Nordal og verk Glosa um De norsk-islandske skjalde, Kh. 1882, Saga Snæbjarn- ar i Hergilsey (frumútgáfa), Sögukaflar af sjálfum mér e.sr. Matthias, Skútuöldin 1—2 e. Gils Guömundsson, Virkið i norðri e. Gunnar M. Magnúss 1—2, Saga manns- andanseftir Ágúsl H. Bjarnason, Kvæði eftir Huldu, Nátt- úruskoðarinn, Leirargöröum 1798. Bækur eftir yngri höfundana i miklu vali: M.a. Jökul Jakobsson, Thor Vilhjálmsson, Jón úr Vör, Halldór Lax- ness, Sigíús Daðason, Ninu Björk Arnadóttur, Einar Guð- mundsson, Pétur Lárusson, Dag Sigurðarson, Sigurð A. Magnússon, Jóhann Hjálmarsson, Ingimar Erlend, Guð- mund Danielsson, Skugga (Jochum Eggertsson) og alla hina. Kaupum og seljum allar islenzkar bækur og flestar er- lendar. Bóksöluskrá nr. 13—14 er nýkomin út og er þvi miöur upp- gengin,en ný skrá er væntanleg eftir skamma hrið. Við höfum nýlega fengið mikið af erlendum bókum f mörgum greinum. Þeir, sem óska að fá senda bókaskrá okkar, vinsamlega hringi, skrifi eða liti inn. Sendum i póstkröfu h vert sem er Gamlar bœkur og nýjar BÓKAVARÐAN Hverfisgötu52 Reykjavik, Simi 29720 Framkvæmdastofnun ríkisins óskar að ráða vélritara vanan almennum skristofustörfum nú þegar. Skriflegar um- sóknir sendist lánadeild framkvæmda- stofnunarinnar, Rauðarárstig25.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.