Þjóðviljinn - 30.03.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.03.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 30. mars 1982 Brennandi mælska og alvöruþungi einkenndi ræöumennsku E.P. Thompson og hreif alla viöstadda. Ljósm. eik. E. P. Thompson á glœsilegum stórfundi herstöövaandstœöinga Friðarhreyfingin þarf á Islandi að halda... .... og ísland á friöarhreyfingunni „Friðarhreyfingin i Evrópu þarf á íslandi að halda og ísland þarf á friðarhreyfingunni að halda”, sagði Edward P. Thompson, breski sagn- fræðingurinn og forystumaður bresku friðarhreyf- ingarinnar i ræðu á stórfundi Samtaka herstöðva- andstæðinga i Háskólabiói sl. laugardag. Ræða Thompson var hápunkt- fullu Háskólabiói. Kynnir á fund- urinn á glæsilegum fundi i troð- inum var Kjartan Ragnarsson, leikararnir Ása H. Ragnarsdóttir, Jón Júliusson, Karl Ágúst Úlfsson og Sigrún Edda Björnsdóttir lásu úr verkum Jakobinu Sigurðar- dóttur, tónlist fluttu Egill Ólafs- son, sönghópurinn Hrim og Kjart- an Ragnarsson. Þá fluttu ávörp Jóhann Geirdal frá Samtökum herstöðvaandstæðinga á Suður- nesjum og Pétur Reimarsson for- maður miðnefndar SHA. Eund- inum bárust fjölmargar baráttu- kveðjur frá herstöðvaand- stæðingum viða um land. Edward P. Thompson flutti fundinum sérstakar kveðjur frá Walesbúum, en i Wales hafa öll bæjarfélög lýst yfir kjarnorku- vopnaleysi sinu með samþykkt- um i bæjarstjórnum og velska þjóðin sent frá sér áskorun um af- vopnun og baráttu gegn kjam- orkuvopnum til annarra þjóða. I ræðu sinni ræddi Thompson um hernaðarstefnuna sem rikjandi væri um allan heim, og kæmi bæði fram i vopnakapp- hlaupi stórveldanna, og skulda- söfnun þriðja heims rikja við iðn- rikin vegna sivaxandi vopna- kaupa á sama tima og hungrið syrfi að i þróunarlöndunum. Thompson tók ýmis dæmi um fáránleika þeirrar hernaðar- stefnu sem rikjandi væri, og tiltók það tam. sérstaklega að nú væri verið að leggja drögin að þeim vitisvélum sem barnabörnum uppvaxandi kynslóðar i dag væri ætlað að berjast með 2030—2040. Gegn þessari hernaðarstefnu hefði risið upp öflug fjölda- hreyfing i Vestur-Evrópu, sem allar likur bentu nú til að myndi láta til sintaka i Bandarikjunum og i Austur-Evrópu á sumri kom- anda. Friðarhreyfingin i Evrópu hefði þegar náð verulegum árangri, tam. með viðræðum milli stórveldanna um takmörkun meðaldrægra eldflauga, og væntanlega færi svo að ekkert yrði úr ákvörðun NATÓ um ný Evrópuatómvopn á meginlandi. Thompson kvað ljóst að hollenska þjóðin myndi neita staðsetningu stýriflauga og Pershing 11 á hol- lenskri grund, og á sama veg myndu mál þróast i Belgiu. 1 Vestur-Þýskalandi, Bretlandi og Italiu væri svo djúpstæður póli- tiskur ágreiningur um NATÓ- ákvörðunina að hann sæi ekki hvernig hægt væri að koma endurnýjunaráætlun þessari fram. En sá árangur sem evrópska friðarhreyfingin væri að ná gæti fært hættuna út á höfin og nær Islendingum. Thompson kvaðst gera sér ljósa grein fyrir þessari tilfærslu sem hinn pólitiski þrýst- ingur friðarhreyfinganna i Evrópu gæti valdið. Annan október 1981 hefðu verið samþykktar áætlanir i Banda- rikjunum um smiði 6500 stýri- flauga, sem 3500 þeirra ætti að koma fyrir um borð i B-52 flug- vélum en 2500 i kafbátum og her- skipum. Hressa ætti upp á tvö gömul flugmóðurskip — Ohio og New Jersey — og koma fyrir 320 stýriflaugum á hvoru, en það væri samanlagt fleiri flaugar en átti að koma fyrir á meginlandi Evrópu samkvæmt NATÓ-ákvörðuninni frá þvi i desember 1979. Bretar og Frakkar hefðu einnig uppi áætl- anir um að efla kjarnorkuvopna- vigbúnaðsinn á hafinu. Ljóst væri þvi að hafsvæðin kringum ísland og Skotland yrðu sifellt meiri vettvangur atómvopnaleiksins, og friðarhreyfingin þyrfti að beina sjónum sinum aö þessari hættulegu þróun. Thompson sagði að markmið friðarhreyfingarinnar væri að brjóta upp hernaðarbandalögin og kveða hernaðarstefnuna niður. 1 staðinn þyrfti að vaxa fram ný menning sameiginlegs málstaðar jarðarbúa. Höfuðverkefnið væri að binda endi á kalda striðið áður en það snérist upp i Ragnarök og endalok mannkyns. Úr menningu okkar og arfleifð væri sprottin sú djúpstæða þörf og skyldutilfinn- ing, að skila heiminum ekki verri en þegar við vorum i hann borinn, og það væri köllun friðarsinna um allan heim að snúa þjóðunum af vegi helstefnunnar. —ekh Leikararnir Ása H.Ragnarsdóttir, Karl Agúst Úlfsson, Sigrún Edda Björnsdóttir og Jón Júllusson fluttu dagskrá úr verkum Jakobinu Sig- urðardóttur. Ljósm. eik. tsland úr NATÓ-herinn burt... var sungið i lok fundarins eftir aö ræöa Thompsons hafði veriö þýdd á is- lensku, og fundarmenn voru farnir að týnast úr salnum. Ljósm. eik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.