Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 3
Helgin 3.-4. april 1982. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Fyrir 10 árum Indókina: Skæruliöar i sókn. Þjóðfrelsisfylkingin sækir fram á öllum vigstöðvum — Bandarikja- stjórn spillar friðarviðræðunum i Paris með þvergirðingshætti — Sjú En-læ fordæmir stefnu Nixons harölega. (Forsfðufyrirsagnir 24. mars) Athygli hefur vakið kvikmynd er nemendur i Kennaraskólanum hafa gert og sýndu á árshátið skólanssiðastliðinn föstudag. Var myndin sýnd 2svar i Austurbæj- arbiói þann dag og þótti kristins- dómskennaranum i skólanum nóg um — telur hann myndina guðlast og varða við landslög. ( 24. mars). Fischer situr fast við sinn keip i auramálunum og segir i öðru skeyti til Skáksambandsins að hann muni ekki tefla á lslandi nema gengið verði að þeim skil- yrðum að hann fái einnig skerf af hugsanlegum gróða. ( 25. mars) Ibúar Selfoss hafa að undan- förnu verið léttir i skapi og sam- vinnuþýðir, þvi aö þeir ætla allir sem einn að taka þátt i ARVÖKU SELFOSS um páskana. Arvakan er furðu umsvifamikið og biræfið fyrirtæki, fimm daga hátið, sem mikið hefur verið I lagt. Fram- kvæmd hátiðarinnar hefur eink- um mætt á Hafsteini Þorvalds- syni, Jónasi Ingimundarsyni og Guðmundi Danieslsyni. Þeir efndu siöan til almenns fundar og virkjuðu strax tugi manna i und- irnefndum til að hrinda Arvök- unni i framkvæmd. ( 26. mars) í þeirri sérkennilegu ritsmiö sem birtist i Morgunblaðinu á sunnudögum undir nafninu Reykjavikurbréf koma iðulega fyrir kostulegar stjórnmálakenn- ingar. Þó er vafasamt að það hafi áður verið lagt til að við reyndum að fá Willy Brandt og Edward Heath til þess að leysa landhelg- ismálið fyrir okkur, en að is- lenska rikisstjórnin hætti i stað- inn að senda menn utan til þess að kynna málstað okkar. Sendimenn þessa kallar Morgunblaðið sam- heitinu „jónasarárnasynir”, og hefur Jónasi Arnasyni ekki áður verið sýndir meiri heiður i Morg- unblaðinu: aliir þeir menn sem hér eftir munu fara utan til þess að kynna málstað okkar nefnir Morgunblaðið væntanlega „jón- asárnasyni”. Raunar eru fulltrú- ar okkar i landhelgismálinu kall- aðir þessu nafni i niðrunarskyni i Morgunblaðinu. En i þvi felst heiðurinn. ( Fjalar, 28. mars) A deildarráðsfundi Heimspeki- deildar Háskóla Islands á þriðju- dag var m.a. á dagskrá tillaga um að kjósa Halldór Laxness heiðursdoktor, en Halldór verður sjötugur i næsta mánuði, eins og kunnugt er. — En svo fór um af- greiðslu máls þessa, aö tillagan var felld með hjásetu eins þeirra manna, sem sæti eiga i deildar- ráði. Það eru lög, að ekki megi veita mönnum heiðursdoktors- nafnbót nema aö allir gjaldi þvi jáyrði sitt, sem eiga um slikt mála að fjalla. Að þvi er næst verður komist var hjásetumaður- inn próf. Hreinn Benediktsson. (30. mars) Þjóðviljinn ræddi i gær við Magnús Kjartansson iðnaðarráð- herra um lengingu flugbrautar á Keflavikurflugvelli. 1 viðtalinu við iðnaðarráðherra kemur með- al annars fram að hann telur ekki rétt að taka tilboði Bandarikja- stjórnar. (30. mars) Neskaupstaður 29/3 — öll nátt- úra er hér einum til tveimur mán- uðum á undan áætlun vegna hinn- ar góðu tiðar, sem hér hefur verið i vetur. Auð jörö hefur verið hér á þessu ári þar til snjóaöi núna á dögunum i byggð. Vetrarblóm hafa sprungið út i görðum og barrtré og lauftré hafa tekið við sér. Svo er einnig um gróður i út- högum. (Hj.G. 30. mars) ALDIKNAR Lifandi saga liðinna atbuiða í máli og myndum „Aldirnar” eru sjálfsögð eign á sérhverju menningarheimili. Með útkomu seinni hluta Aldarinnar sextándu, 1551-16(X), eru bindin alls orðin ellefu talsins: Öldin sextánda I-II Öldin sautjánda Öldin átjánda I-II Öldin sem leið 1-11 Öldin okkar I-IV 1501-1600 1601-1700 1701-1800 1801-1900 1901-1970 Látið ekki undir höfuð leggjast að bæta nýjasta bindinu við þau sem fyrir eru. Bræðraborgarstíg 16 Símar 12923 og 19156 ALLTI HERBERd SPEKINGSINS Góðar gjafír gefa skal GRAFELDUR Þinghollsstræti 2, Reykjavik Símar: 26540 og 26626 Akranes: Verslunin Amor. Akureyri: Verslunin Kompcm. Blönduós: Verslunin Kistan. Iscdjörður: Húsgagnaverslun ísctíjaröar. Keilavik: Verslunin Swing.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.