Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 11
Helgin 3.— 4. april 1982. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 | |_ i I Blikkiðjan Asgaröi 7, Garðabæ önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiöi. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 Þaö er dæmigerður vetrar- morgunn, snjóskaflarnir upp á miðja glugga, vindurinn hvin og blæs og þyrlar snjónum upp i ið- andi kóf. Innifyrir eru það börnin sem hvina og ég sem blæs. Ég er að baða það yngsta. Sonur minn, þriggja ára er að slást við vin- konu sina um leikföngin en stóru stelpurnar, 7 og 8 ára kyrja fugla- dansinn af miklum móð. Þegar ég er búin að sápa hárið á barninu, hringir siminn. Ég æpi á krakk- ana að svara, tel enda liklegast að það sé til þeirra. — „Mamma, siminn til þin” — æpa þau til baka þessar sj ómannskonur! 5? áhrif á mig og að lesa mina eigin dánartilkynningu. Þess vegna, kæru lánardrottn- ar: Ef þið fáið ekki af ykkur að gera mig sjálfa ábyrga fyrir min- um skuldum, þá megið þið min eftir augnablik. Ég flýti mér að skola af stráknum, vef honum inn i handklæði og hleyp með hann i fanginu fram i simann. — Abúð- arfull karlmannsrödd boðar mig á sinn fund til að gera upp reikn- ing sem ég skulda. Ég malda i móinn og þykist ekki eiga vel heimangengt. Hann tekur litið mark á svoleiðis fyrirslætti og rödd þess sem valdið hefur, segist búast við mér. Ég hugsa ljótt, enda sé ég ekki hvernig ég á að komast. En hvað um það, best að losa sig við þennan fjanda. Ég legg höfuðið i bleyti og kemst að þvi að liklega sé þetta, þrátt fyrir allt, framkvæmanlegt. — Eftir hádegið þegar stóru stelpurnareru farnar i skólann og sá litli sefur, gæti ég skotist með hin tvösem eftir eru. Fæ einhvern til að sitja hjá litla kút á meðan. Áætlunin stenst nokkurn veginn, ég redda barnapiu og eftir matinn klæði ég börnin i allar þær hlifð- arflikur sem ég finn. Siðan brjót- umst við i gegnum snjóskafla og byl til fundar við manninn með valdsmannslegu röddina. Þegar við komum svo ioks, klakabrynjuð inn á reykmettaða skrifstofuna, eru þar tveir karl- menn um miðjan aidur að af- greiða þann þriðja, sem er vel við skál og kyrjar ættjarðarljóð svo undir tekur og segir svo öðru hverju „elsku vinur” við mennina tvo. Þegar þeir sjá okkur i dyrun- um hleypur annar til og dregur fram stól handa mér. Krakkarnir setjast á gólfið og svo biðum við bara þangað til búið er að af- greiða „elsku vininn”. Þá snýr annar þeirra sér til min, stendur upp og leggur höndina föðurlega á öxlina á mér og segir: „Jæja, elskan”. — Ég hrekk við — er hann lika fullur eða hvaö? Svo sýnir hann mér reikninginn ■ og klappar mér á öxlina i sifellu. „Heyrðu hérna,... segðu mér....” hann litur á börnin, hallar sér nið- ur að mér og segir svo i lágum róm: „eh — ertu gift, vinan?” „Já”, svara ég hvumsa. „Hérna, geturðu ekki, .... hérna... þegar maðurinn þinn kemur heim i kvöld....” — „Maðurinn minn er úti á sjó,” segi ég án þess að skilja hvað það kemur málinu við, enda er reikningurinn á minu nafni. — „Nú já, svoleiðis, ja það er nefni- lega það...” Það kemur fát á manninn, hann hættir að klappa á öxlina á mér og fer aö ganga um gólf. — Svo allt i einu dettur hon- um eitthvað snjallt i hug og segir: „Heyrðu vinan, þú ert kannski sjálf með tékkhefti?” — „Já”, svara ég. Það lifnar yfir honum. „Nú, þú skrifar þá kannski bara tékka fyrir þessu?” — „Já var það ekki meiningin?” — „Nú, þá er þetta ekkert mál!” og maður- inn dansar af kæti og tekur heilt trommusóló á öxlina á mér á meðan ég skrifa tékkann. Þetta er nú aldeilis frábært! Er ekki konan bara sjálf með tékkhefti! Ja, þessar sjómannskonur! Um leið og ég loka dyrunum á eftir mér gefst ég upp við að halda niðri i mér hlátrinum og skelli upp úr svo að bergmálar á ganginum. Samt veitég að ég ætti frekar að vera öskureið. Andskot- ans dónaskapur! Hvaða karlmað- ur er spurður, hvort hann sé gift- ur, þegar hann kemur að borga reikning á sinu eigin nafni? Hvað þá að hann sé beðinn að tala þá við konuna sina þegar hún komi heim úr vinnunni! Hann fengi ekki einu sinni þetta föðurlega axlaklapp, nema hann væri blind- fullur eins og „elskuvinurinn’. En þaðhlægilega er, að maður- inn heldur að hann sé svo afskap- lega kurteis og elskulegur og svo einstaklega „liberal” við þessa vesalings aumkunarverðu konu, með tvö börn i eítirdragi. Ég þori varla að hugsa þaö til enda, hvað hann hefði orðið elskulegur ef ég hefði sagst vera ógift — sem sagt einstæð móðir! (þið vitið, ein af þessum fátæku, þreyttu, með frygðarglampa i öðru auganu og tár i hinu). En ég segi nú eins og skáldið (eða var það kerlingin?): Fyrir- gef þeim þvi þeir vita ekki hvað þeir gera. — Enda eins gott min vegna, þvi að ef ég ætti að reiðast i hvert skipti sem ég verð fyrir kurteisi af þessari sortinni, þá væri ég löngu sprungin úr illsku. — Kannski er ég lika löngu sprungin, a.m.k. gæti ég stundum haldið að ég væri ekki til t.d. þeg- ar maöurinn minn fær tilkynning- ar um afborganir af lánum sem ég hef tekið á minu nafni. Slikt kemur oft fyrir, og hefur svipuð vegna senda reikningana til hans Kung-fu-Jong i Tokyo eöa Karl van-den-Aach i Jóhannesarborg eða hvert sem ykkur sýnist — bara ekki til ónefnds sjómanns á Isafirði, sem ekki hefur annað til sakar unnið en að vera giftur und- irritaöri. Hagalandi 4, Mosfellssveit (við Áiafoss) laugardag og sunnudag kl. 1 — 6. HELGAFELL 'llSK Bl Hlégat&ur Hér sjáið þið nýjasta útiitið frá INVITA, Sanne P, úr massifri eik, lika til úr furu eða mahogni. Eldaskálinn býður 39 gerðir INVITA innréttinga i allt húsið. Bjóðum sérsmiðaðar INVITA innréttingar með öllum kostum staðlaðra skápaeininga. Möguleikarnir eru næstum óendanlegir. Látið okkur að- stoða við skipulagningu heimilis- ins. INVITA hentar alls staðar. Ljósm.: Leifur Komiö - sjáiö og sannfærist um gæöin frá INVITA ELDASKALINN GRENSÁSVEG112, 101 REYKJAVÍK SÍMI: 91-39520 & 91-39270 Herdfs M- Hubner skrirar frá ísafiröi INVITA innréttingar í allt húsið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.