Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 13
Veikasta hliö þessa rikis, sem i 'upphafi var þaö vlölendasta í Evrópu, var aö flestra dómi lítill styrkur konungsvaldsins, eöa miöstjórnarvaldsins með öörum orðum sagt. Aöallinn var fjöl- mennur, haföi skattfrelsi og réöi aö jafnaöi þvi sem hann vildi gagnvart öörum aöilum I rlkinu. Hann gætti þess vel aö ekki kæm- ist á laggirnar borgarastétt svo sterk, aö hún gæti keppt viö hann um völdin. Kirkjan haföi fyrir sitt leyti ærin friöindi og var ánægö meö óbreytt ástand, bændastétt- in, þorri landsmanna, ánauöug aö mestu og áhrifalaus. Konungarn- ir stóöu þvi einir uppi I valda- streitunni viö aöalinn og fóru jafnan halloka. Valdaeinokun aö- alsins og jafnframt ánauö bænd- anna viröist hafa aukist samfara efnahagsþenslunni undir lok miöalda. Utflutningsframleiöslan fyrir Vestur-Evrópumarkaö kallaöi á stórbú og greiöan aö- gang aö vinnuafli, sem varö til þess aö rikustu aöalsmennirnir drógu undir sig sem mest af landi og hertu ánauöina á bændum. Pólskt þing Til þess aö geta komiö ein- hverju af áhugamálum sinum i framkvæmd urðu konungarnir að fá stuöning aöalsins, og þann stuöning fengu þeir ekki nema meö þvi aö láta aðlinum eftir si- aukin friöindi og völd. Hinsvegar voru aðaismenn oft sundurþykkir innbyröis, og sem miklir ein- staklingshyggjumenn gættu þeir þess vandlega, aö aðalsstéttin sjálf gæti ekki komiö á fót fram- kvæmdavaldi i staö þess valds, sem hún hafði svipt konunginn. Til þess aö fyrirbyggja slikt endanlega ákvaö rikisþingið (áriö 1652), þar sem aöallinn aö sjálf- sögöu réöi mestu, aö þaðan af skyldi ekkert frumvarp ná fram að ganga, nema þvi aðeins aö all- ir þingmenn greiddu þvi atkvæöi. Var þá svo komiö aö ekki einungis konungurinn var þvi sem næst valdalaus, heldur og einnig fyrir þaö girt aö mestu aö þingiö gæti stjórnaö. A sænsku þýöir „pólsk riksdag” (pólskt þing) stjórn- leysi. Þetta kom samt sem áöur ekki svo mjög aö sök fyrir ríkiö sem sllkt meöan engum verulega hættulegum andstæöingi var aö mæta á næstu grösum. Rússland var vanþróaö og tiltölulega mátt- vana, Þýskaland aö visu tiltölu- lega þróaö i atvinnumálum, en sundraö og þvi fremur kraftlitiö pólitiskt. Meðan ekkert öflugt riki var I Noröur-Þýskalandi gat Pól- land — likt og Sviþjóö og Dan- mörk — auöveldlega haldiö sér i tölu sterkra rikja og jafnvel stór- velda. Viö suöurlandamærin brutu Tyrkir Ungverja á bak aftur snemma á sextándu öld og ógnuöu siöan Pólverjum ööru hvoru, en Tyrkir beindu athygli sinni þá fyrst og fremst aö Miö-Evrópu og Miöjaröarhafi, svo aö áhugi þeirra á land- vinningum á kostnaö pólsk-lithá- iska rlkisins varö aldrei nema takmarkaöur. En á seytjándu öld dró blikur á loft bæöi I austri og vestri. Rúss- land magnaöist þá jafnt og þétt undir stjórn Rómanofanna og færöist einkum i aukana á siöari hluta aldarinnar, eftir að þaö haföi náö a sitt vald austurhluta Okrainu og friöaö þaö land fyrir Krimtörturum. Þegar Tartarar voru á bak og burt gafst bændum næöi til þess aö rækta korn, og kornræktarland þetta, eitt þaö besta I Evrópu, gaf þá áöur en varöi af sér slika firnauppskeru, aö Rússakeisarar fengu æriö um- framkorn til þess aö fóöra fjöl- menna embættismannastétt (sem varö miöstjórn og stjórnsýslu- kerfi til eflingar), námumenn er brutu járn I úralfjöllum og fjöl- mennan her, sem vopnaöur var vigtólum úr þvi járni. A þeim her fengu nágrannar Rússa, þeirra á meðal Pólverjar, fljótlega aö kenna. 1 Noröur-Þýskalandi kom öfl- ugt riki, Brandenbúrg-Prússland, til skjalanna um sama leyti. Og I suöri haföi Austurriki eflst mjög viö þaö aö hrekja Tyrki úr Ung- verjalandi. öll þessi riki höföu sterka miöstjórn og betur skipu- lagðari her og stjórnsýslu en Pól- land. Helgin 3.— 4. april 1982. ÞJóÐVILJINN — StÐA 13 kost vænstan aö halla sér aö Sovétrikjunum, til þess aö eiga þar visa vernd gegn Þýskalandi. ^Oder-Neissse línan Til þess aö tryggja sér Pólverja enn betur lagöi Stalin undir þá mestallt Þýskaland austan fljót- anna Oder og Neisse — meiri- hluta Austur-Prússlands meö Danzig (sem á pólsku heitir Gdansk), Austur-Pommern og Slésiu. Héruö þessi voru svo aö segja alþýsk, og voru Ibúar þeirra, ef til vill sjö til átta mil- jónir aö tölu, hraktir slyppir og snauöir vestur yfir Oder, þeir sem ekki voru þegar þangaö komnir á flótta undan sovéska hernum. Vesturveldin samþykktu þetta gerræöi fyrir sitt leyti, enda um þær mundir almennt álitiö aö þaö væri ekki nema gott á Þjóö- verja. Reyntvar aö réttlæta þetta meö þvi aö benda á, aö héruö þessi heföu áöur fyrri verið pólsk. Slésia og Austur-Pommern höföu aö visu heyrt pólska ríkinu til á fyrstu öldum þess og þá veriö byggð slavnesku fólki, sem sumt aö minnsta kosti má eflaust telja til Pólverja. Austur-Prússland haföi hinsvegar á þeirri tlö ekki veriö byggt Pólverjum eöa Slöv- um yfirleitt, heldur Böltum, og þaö haföi aldrei veriö I nema lausum stjórnarfarstengslum viö Pólland. öll áttu héruö þessi þaö sameiginlegt aö i margar aldir höföu þau veriö þýsk aö mestu, hvaö mál og menningu snerti. Meö þeSsu þóttust Sovétmenn slá tvær flugur i einu höggi. Þeir minnnkuöu Þýskaland og sviptu það meöal annars ööru mikilvæg- asta þungaiönaöarsvæöi sinu, Efri-Slésiu. 1 ööru lagi mátti bú- ast við, aö Þjóöverjar myndu illa una þessum málalokum, þannig aö Pólverjum yröi nauöugur einn kostur aö halda tryggö viö Sovét- rikin, til þess aö eiga vernd þeirra visa gegn Þjóöverjum, ef þeir skyldu reyna aö endurvinna um- rædd héruö. Hér var sem sagt gert ráö fyrir þvi, aö Pólland yröi áfram i gömlu klemmunni milli miklu sterkari rikja Þjóöverja og Rússa. En málin hafa aö ýmsu leyti þróast á annan veg. Vegna tog- streitu Sovétrikjanna og vestur- veldanna klofnaöi Þýskaland I tvö riki og er því tiltölulega veikara og síöur samhent gagnvart Pól- landi en áöur. Pólland er aö visu innikróaö af Sovétrikjunum og fylgirikjum þeirra, en ofurefli þeirrar innikróunar er samt sem áöur ekki á viö þann járnhring, sem Hitler og Stalin höföu slegiö um landiö fyrir siöari heimsstyr- jöld og Rússland, Prússland og Austurriki á siöari hluta átjándu aldar. Árangur af Ostpólitík Þar aö auki hefur ekki einungis Austur-Þýskaland, heldur Vestur-Þýskaland, viöurkennt Oder-Neisselinuna. Veröur ekki annaö séö en aö Þjóöverjar hafi i þeim efnum komist að þeirri niöurstööu, aö best sé aö sætta sig viö oröinn hlut. Þetta er einn liö- urinn I „Ostpolitik” vestur-þýskra sósialdemókrata, sem gengur út á þaö aö mýkja hug Austur-Evrópumanna — og ekki sist Pólverja — I garö Þjóö- verja. Sú pólitik hefur áreiöan- lega haft tilætluö áhrif i Póllandi, aö minnsta kosti aö vissu marki. Þaö hefur svo haft i för meö sér aö ótti Pólverja viö Þjóöverja er minni nú en fyrr (þó áreiöanlega langti frá horfinn), sem gerir svo að verkum aö Pólverjar telja sig ekki hafa neina sérstaka þörf á Sovétrikjunum sem bakhjarli gegn grönnunum I vestri. 1 stuttu máli sagt: í striðslok stuöluöu Sovétmenn aö stofnun fremur sterks Póllands i þeirri trú, aö þetta riki yröi öryggis sins vegna upp á þá komiö og aö þeir gætu þvi auöveldlega haft þar tSgl og hagldir um langa framtlö. Þróun mála eftir striöiö, einkum viövikjandi Þýskalandi, hefur gert að verkum aö þessi áætlun sovéskra valdhafa hefur sumpart Sjá næstu siðu Þýskir herlögreglumenn, liflátnir Pólverjar: engin þjóö varö fyrir meira manntjóni. Pólverjar setjast aö i Austur-Prússlandi 1945: Stalin taldi aö þeir yröu aö halla sér aö Sovétrikjunum. er þeir skiptu þvi á milli sin undir lok aldarinnar. Um þaö verk voru Prússar og Rússar mestir áhuga- menn, Austurrlki heföi aö likind- um viljaö halda viö sjálfstæöu Póllandi i von um aö geta teflt þvi fram gegn hinum tveimur, en hirti þó „sinn” part heldur en aö láta hann lika lenda I gini vald- hafa i Berlin og Moskvu. Meöan stórveldi þessi þrjú, Rússland, Prússland/Þýskaland og Austurriki, réöu mestu i Mið- og Austur-Evrópu og höföu þar aö auki meö sér vissa samstöðu, voru litlar likur á þvi aö pólskt riki yröi stofnaö á ný. Þótt ágreiningur væri á milli keisara ' dæmanna þriggja um ýmislegt, voru þau hjartanlega sammála um þaö, aö best færi á þvi aö i þeim efnum yröi látiö sitja viö óbreytt ástand. Vesturveld- in höfðu hinsvegar á bak viö eyraö aö koma Póllandi á fætur aö nýju, til þess aö geta teflt þvi fram gegn stórveldum álfunn- ar miörar og austanverörar. Napóleon haföi þannig á sinum 'tima tilburöi I þá átt aö rétta Pólland viö þó meö hálfum huga. Þetta ástand mála breytt- ist fyrst að ráöi meö heims- styrjöldinni fyrri. 1 lok þess stríös var Austurriki sundraö, Þýskaland sigraö og Rússland lamaö af borgarastriöum. Undir þeim kringumstæöum var hægt aö koma tiltölulega myndarlegu pólsku riki á legg meö stuöningi vesturveldanna. Fjórða skipting Póllands En Þjóöverjar og Rússar i mögnuöust skjótt á ný, og jafn- framt sáu Pólverjar sér enn á ný hættu búna úr austri og vestri. Af hugsjónaástæðum átti aö visu svo aö heita, aö Þýskaland nasista og Sovétrikin væru svarnir og ósættanlegir óvinir, en þessi stór- veldi áttu þaö hinsvegar sam- eiginlegt, aö þau voru óánægö meö þá skipan mála, sem sigur- vegararnir i heimsstyrjöldinni fyrri, vesturveldin, höföu komiö á i Evrópu aö striöi loknu. Milli Rússa og Prússa haföi aukheldur aö jafnaði veriö fremur gott sam- band, þótt aö visu heföi slest alvarlega upp á vinskapinn stöku sinnum. Afstaöa prússnesku júnkaranna gagnvart Pólverjum var önnur og stórum neikvæöari. Það heföi þvi ekki endilega þurft aö koma eins og skrattinn úr sauöarleggnum er þeir Hitler og Stalin geröu meö sér griöa- samning, réöust siðan á Pólland og skiptu þvi á milli sin, rétt eins og Friörik mikli og Katrin önnur áöur. Enn sem fyrr voru vald- hafar Þýskalands og Rússlands sammála um, aö best færi á þvi aö ekkert Pólland væri til. En þessi sátt stóö ekki lengi, Hitler réöist á Sovétrikin og I lok heimsstyrjaldarinnar siöari voru málin enn gerbreytt. Vesturveld- in voru aftur sigurvegarar og tóku ekki annab I mál en aö pólska rikiö væri endurreist. Þar aö auki hafði árás Þjóöverja á Sovétrikin og yfirgengileg hryöjuverk þeirra þar aö engu gert þá heföbundnu vinsemd, sem aö vissu marki haföi rikt I sam- skiptum Prússlands/Þýskalands og Rússlands/Sovétrikjanna. Nú hötuöu og óttuðust Sovétmenn Þjóðverja öllum öðrum fremur og næstu árin var meginatriöiö i utanrikispólitik Sovétrlkjanna aö útiloka aö þetta gæti endurtekiö sig. Stalin vildi þvi ekki einungis sjálfstætt Pólland (aö forminu til), heldur og sæmilega öflugt Pólland, er gæti oröiö útvöröur Sovétrikjanna gegn Þýskalandi. Hann treysti aö visu Pólverjum illa, en taldi þó aö eftir illvirki Þjóöverja I Póllandi (um 6 miljónir Pólverja létu lifiö I heimsstyrjöldinni siöari og landiö var aö miklu leyti lagt i eyði) myndu Pólverjar sjá sér þann Pilsudski varö forseti endurreists Póliands eftir heimstyrjöldina fyrri: milli tveggja elda. Pólland skipt Stalin og Ribbentrop 1939: sem fyrr samiö um aö ekkert Pólland væri á milli þeirra. Afleiöingar þessara breytinga á valdajafnvæginu i álfunni sýndu sig i upphafi átjándu aldar, er Sviþjóð datt úr tölu stórvelda og var aö minnsta kosti öðru hvoru næstu áratugina litiö annaö en rússneskt leppriki. Pólland haföi verið meö Rússum i bandalagi þvi, er batt endi á stórveldistfö Svia i Noröurlandaófriðnum mikla 1700-1721, og þótt Pólverjar ættu þannig aö heita á meöal sigurvegaranna i þvi striöi, þá uröu þeir aö þvi loknu jafnvel enn háðari Rússum en Sviar. Pólskir sagnfræðingar tala af litilli virö- ingu um Agúst sterka kjörfursta af Saxlandi, sem þá var jafn- framt konungur Pólverja; segja aö kraftar hans hafi aöeins veriö likamlegir. En honum var vork- unn; pólsku aðalsmennirnir vildu enn sem fyrr engu sleppa af frelsi sinu til þess aö hægt væri aö koma á fót starfhæfri stjórn. Þetta, auk vaxandi ofureflis Rússa og Prússa, leiddi til þess aö rikiö varð áuöveld bráö nágrönnunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.