Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 3.— 4. aprll 1982. Svavar Sigmundsson skrifar málþátt Frá innanskömm til streitu Einn er sá hópur fólks i þjóðfélaginu sem miður má (sin) í tvennum skilningi, en það eru þeir sem sjúkir eru, hvort sem er til skamms tima eða langs. Orðið sjúkdómur og samheiti þess tákna ekkert skýrt af- markað hugtak, hvorki i munni alþýðu né lækna. Það nær yfir breitt svið ýmissa fyrirbær^t.d. frá krabbameini til þunglyndis. Flestir munu skilgreina sjúkdóm sem einstaklingsbundna þján- ingu, sem á sér ytriorsakir t.d. eitrun, smit eöa slit. Þetta sjúk- dómshugtak hefur smátt og smátt fest rætur siöustu aldirnar, eftir að náttúruvisindin fóru að greina einstaka sjúkdóma i myrkviði trúar og hjátrúar. Ariö 1789 skrifaði Sveinn Pálsson læknir einmitt grein i Lærdómslistafélagsritin um islensk sjúk- dómanöfn, þar sem hann mælir með islenskum heitum i stað út- lendra. Fyrir daga náttúruvisindanna var sjúkdómshugtakið i raun félagslegra en það hefur verið nú um langa hrið, þvi að sjúk- dómar voru þá mjög tengdir hugmyndum um sekt og skömm, refsingu og friöþægingu. Það gæti beinlinis komiö fram I orðinu innanskömmum innvortis kvilla. Tilkoma nýrra aöferða lækna- visindanna við greiningu sjúkdóma og um leið lækning margra þeirra, hafði þann ókost með sér að sjúkdómar og orsakir þeirra voru rifin úr félagslegu samhengi Þaö er ekki fyrr en eftir siðari heimsstyrjöld sem farið er aö gefa þessu samhengi meiri gaum, og kemur þar ekki sist til sálfræði og sállækningar. Nú er litiö á sjúkdóma öðrum augum en áður var, og er þá sérstaklega átt viö sálræna sjúkdóma en einnig marga likamlega. Sá sem fær sjúk- dóm, sýnir i rauninni sameiginlega vanliðan hópsins sem hann heyrir til. Núer æ meira taiað um ýmsa dæmigeröa „streitusjúkdóma” sem afleiðingar af samfélagsgerð og lifnaöarháttum nútimans. Orðin streita og stress koma ekki inn i máliö fyrr en á 7. og 8. áratugnum. 1 Alfræðisafni AB um mannslikamann frá 1965 er stress notaö sem nýyrði, og áriö eftir skrifar Þjóöviljinn um „ „borgarsjúkdóm” eins og stress” (7. april, r). En elsta dæmi Orðabókar Háskólans um streitui þessari merkingu er úr Arbók Ferðafélagsins frá 1974, þar sem talað er um að fjall nokkurt „losi um þá streitu sem safnast i limina á sléttum borgar- strætum”. (85) Félagsleg sjónarmið ryðja sér til rúms ilæknis- og hjúkrunar- fræöum. Félagsiæknisfræðihefur verið kennd I Háskóla Islands siðasta áratuginn og fyrstu féiagshjúkrunarfræöingarnir (öðru nafni heilsuverndarhjúkrunarfræöingar) voru útskrifaðir hér á landi I vor leiö (sbr. Þjóðviljann 24. júni, 6). Og nú er besta lækn- ingin talin fólgin í þvi að koma I veg fyrir kviila. Ég sagði i upphafi að hugtakið „sjúkdómur” væri litt afmark- að, og má segja aö það komi fram i þeim mörgu samheitum sem til eru I málinu. Hér verður ekki farið út i einstök sjúkdómanöfn, enda er til sérstök orðabók, Islensk læknisfræðiheiti, þar sem þau eru talin. En hér verða nefnd þau samheiti sem almennt eru notuöum vanheilindi iikamans.enorðum geöveikiverða að biða að sinni. Þessi orö eru: amaieri, billa, fár, heiisubrestur, heilsu- leysi, heilsuvéila, illska, illta, krankleiki, kröm, kveisa, kvilli, lasleiki, linja, linka, lumbra, luröa, lymja, Iympa, mein, mein- semd, molla, ógerð, ófá, ófáa, óheilindi, ónot, otjálgra, ótrisja, ótryssa, ótukt, pest, sjúkdómur, sjúkleiki, sjúknaður, skissa, skömm, slappleiki, slen, slæmska, sótt, sýki, vanheilindi, van- heilsa, vanliðan, vansemd, veiki, veikindi, veikleiki veilindi, vella og vesöld. Ýmis þessara orða eru sjaldgæf, og má vera að sum séu ein- göngu notuð um skepnur, eða siöur um fólk, t.d. fár (sbr. hunda- fár),eða ótjálg(r)aog ódöngun.Þá eru sum oröin einkum notuð um ákveðna tegund sjúkleika, t.d. billaog ógerðsérstaklega um magaverki, einnig kveisa.Hér eru talin saman orð sem spanna sviöið frá hinni minnstu tilfinningu fyrir veikindum, t.d. slapp- leikiog yfir i hina skæðustu pestog orð sem tákna almennt bágt heilsufar, t.d. heilsuveila og vanheilsa. Eflaust mætti fiokka þessi orð betur niður og gera nákvæmari grein fyrir merkingar- brigðum, en hér eru ekki tök á þvi. Verið getur að sum þessara orða hafi merkinguna „verkur” beinlinis, t.d. illta, og sé þá samheiti viö pinu, sting og verk. Þannig er hægt að hafa höfuöverk, tannpínu, hálsilltu og hlaupa- stingsvo að nefnd séu nokkur dæmi um algengar tilkenningar. En hvernig er hægt að lýsa þvi að maður sé haldinn sjúkdómi? Tilþesserumörglýsingarorð,og eru þau helstu þessi: dompinn, frá, farinn að heilsu, heilsulaus, heilsulinur, heilsulitill, heilsu- veill, heilsutæpur, klénn, krankfelldur, krankur, kvellisjúkur, lakur, lasburða, lasinn, linur, lurnpinn, litilfjörlegur, lymju- legur, lympulegur, óheill, óhraustur, sjúkur, slappur, sloj, slæmur, van(d)gæfur, vanheill, veikur, veill, vesall, þjáður og þungt haldinn. Hér er á sama hátt farið vitt yfir eins og i kaflanum um sjúk- dóma, og væri fróðlegt að heyra frá lesendum um nánari skil- greiningar, En þessi mörgu samheiti benda til þess að menn hafi haft þörf fyrir að nota orð af mismiklum styrkleika eftir þvi hve sjúkdómurinn var skæður. Mörg oröanna eru e.t.v. einskonar bannorð, þar sem menn vildu ekki nefna sjúkdóma réttum nöfnum af ótta viðþá. Þannig var sullaveikit.d. kölluðmein. Svosem kunnugt er, er sá sem sjúkur veröur.kallaður sjúkl- ingur.en til er lika orðið veiklingur, þó aí> sjaldgæft sé. Ef um meiri háttar sjúkdóma er að'ræða, er talað um að e-r sé mikill heilsuleysingi, og neilkvæðara: óttalegur kramakriki eða jafn- vel pestargemlingur.og á það liklega helst við krakka. Þá eru lika orðin ræfill og vesalingurum heilsulaust fólk. Um norðan- vert land er sá kallaöur bjálfisem er fölur og tekinn eftir veik- indi.og skekkiil er lika haft i þeirri merkingu. Eftir allt þetta tal um sóttarfar og sjúkdóma, væri ekki úr vegi að minnast á lækningar að siðustu. Þó að þær hafi breyst i rás timanna, hefur orðið læknirhaldið velliog ekkert samheiti til við það siöan bartskeraog græðaraleið. Og hin gömlu kvennastörf hafa lika breyst. Hjúkrunarkona heitir nú hjúkrunarfræðingur, og nuddkonan er orðin að sjúkraþjálfara eftir að hún fór að hreyfa og þjálfa limina i stað þessaðnudda þá og strjúka. Þeir sem vilja ieggja orð i belg skrifi Málþætti Þjóðviljans, Siðumúla 6, R. Einnig geta þeir haft samband við Svavar Sigmundsson i sima 22570. Ég fer aftur austur Vorið kemur eins og stelpa á stuttum kjól sem hleypur út með ærslum og látum. Vorið kemur eins og kálfur sem hleypt er út i fyrsta sinni. Vorið er dásamlegt og varhuga vert i senn. Brjóst okkar belgjast út af fögnuði yfir nýrri birtu og svalanum sem kemur yfir fjöíl. Svefntimi styttist og blóðið ólgar. Viðgáum ekki að okkur, hlaupum léttklædd út og gleymum að taka vitamin. Svo fáum við flensu af eintómri léttúð og liggjum i rúm- inu i marga daga. Um siðustu helgi greip létt- úðin mig og ég spanaði alla leið austur i Miðdal i Laugardal með valinkunnu liði, til að liggja úti i sumarbústað. Ekki var þó fyrir- hyggjan meiri en það, að i stað þess að taka með mér stigvél eða bomsur, var ég einfaldlega á ónýtum og miglekum götuskóm. 1 Reykjavik var svifandi vor og angan úr hálfþurru túni. Á Laugarvatni var snjókoma með vori, svo blaut, svo blaut, — ekki fyrir sigtiskó. Ég fékk lánuð stigvél hjá Kristjáni og Sigurborgu á Menntaskólanum og svo var gengið upp með Skillandsá i hundslappadrifu. Gilið er fallegt i leysingum og ofankomu, svo fallegt að þvi verður ekki með orðum lýst. Á eftir heit kjötsúpa i góðum bústað og spjall meðan rökkrið lagðist yfir hvit tré og jörð og himinn urðu eitt. Það snjóaði alla nóttina, hvessti og skóf. Um morguninn vatns- burður og snjómokstur. Bill grafinn úr fönn. Þegar við komum til Reykjavikur var sama góða vorið þar.en á mánudag fór eitthvað að sarga i hálsinum á mér eins og farið væri ofan i hann með grófri þjöl. Ég ákvað að fara snemma heim úr vinnnu, og um kvöldið var kuldahrollur i mér og hálf- gerður vetur. Ég fór snemma að sofa og svaf til hádegis á þriöjudag. Þá var ég svo máttlitill að ég hafði varla þrótt til að draga gluggatjöldin frá. 1 stað þess að drifa mig til vinnu skreið ég aftur undir sæng og svaf mestallan þann dag — i volæði. Smám saman breyttist háls- bólgan i mæöiveikihósta og nef- rennsli mikið. Svona getur vorið farið með mann. A miðvikudag var liðanin skárri enda hafði ég þá skóflaö i mig ógrynni vitamins og sulls. Ég gekk dúðaður til vinnu minnar i Siðumúla og sviti spratt úr enni við hvert fótmál. Vorið var á sinum stað og þrátt fyrir nokkra vanliðan fór ég smám saman að gefa náttúrunni gaum og teyga að mér hreint ioft' i laumi. Ég losaði aðeins um tref- ilinn og var strax gripinn ósjálf- ráðum fögnuði. Það er ekkert sem heitir. Ég fer aftur austur i Miðdal á páskum. — Guðjón. Ingólfur Á veröndinni situr kona Sveinsson: °« drekkur absint i grænum augum hennar kvikar ljóðrænt bros við næsta borð situr italskur signor _ _ r með smekkinn framan á sér Manu mey og dottar inn af veröndinni hamrar blökkumaður lög eftir Gershwin á pianógarm a vegg mynd af Mariu mey hangir á vegg konan kveikir i vindlingi dregur djúpt andann Hvers vegna ertu hér, signor? hvaðan komstu? Skyndilega er blístrað hátt og hvellt konan tekur upp vasaspegil gerir skyndikönnun á andlitinu litur til Mariu meyjar signir sig og segir: Ég kem aftur... Hún stakk út úr glasinu og hvarf út i mannhafið á Via nazionale. <Róm íaso)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.