Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 5
Helgin 3.-4. april 1982. ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 5 Rætt við Benedikt Sigurðarson frá Grænavatni: Hið tvöfalda áðgæði — Þó aö þessi sveitarstjórnar- ráðstefna hafi nú staðiö í tvo daga, þá tel e'g það vel þess virði að eyða til hennar þeim tfma og þótt lengra væri, sagði Benedikt Sigurðarson frá Grænavatni, áður kennari á Hdsavik, nú við nám I Háskólanum. Hér hittast menn héðan og þaðan af landinu, kynnast og skipast á skoðunum, ogaðþvier ævinlega ávinningur. Ogekki væriþað lakara, ef takast mættí á svona ráðstefnu að finna einhvern samnefnara fyrir baráttumálin I heild, þó að hvert og eitt byggðarlag hafi að sjálf- sögðu sfn sérmál við að fást. Hér heyrum við að hverju hefur verið unnið á hverjum stað, hvaða erf- iðleikar hafa mætt mönnum við einstakar framkvæmdir, hvernig við þeim hefur verið brugðist og hvaða málaflokkar það eru, sem Alþýöubandalagið vill leggja megin áherslu á. Við störfum í rikisstjórn, sem að standa tveir stjórnmálaflokkar og hluti af þeim þriðja. Við stöndum viða f bæja- og sveita- stjómum að meirihlutasamstarfi við aðra flokka. Við gerum þetta af því við teljum að með þessu samstarfi getum við þokað ein- hverjum málum i rétta átt og komið I veg fyrir ýmiss konar „slys”, sem annars mundu henda. En það er mjög nauðsynlegt að við komandi kosn- ingargeri Alþýðubandalagsmenn glöggan greinarmun á sjálfri stefnu flokksins og þeim mála- miðlunum, sem ekki verður kom- ist hjá i samstarfi við aðra og ólika flokka i rikisstjóm og bæjarstjórnum viðsvegar um land. Jafnframt þarf svo að leggja áherslu á að sýna fram á hverju Alþýðubandalagiö hefur þó getað þokað áfram með þvl að taka þáttl sliku samstarfi. Þetta er mjög nauösynlegt. Annað atriði, — og ekki litil- vægt, — sem ég vil benda á er það, að koma þarf á gleggri skipan á samvinnuverkefni rikis og sveitarfélaga, þannig að þau fái meira forræði yfir þvi fjármagni, sem I hlut þeirra kemur og vald til þess að verja þvitilákveðinna verkefna. Það er hreint og beint ótrúlegur timi, fé og fyrirhöfn sem getur farið i það fyrir menn utan af landi að reka erindi fyrir sfn sveitarfélög hér i höfuðstaðnum, slfelld seig- drepandi ganga frá Heródesi til Pilatusar, enda kerfið orðið slikur óskapnaöur, að engu tali tekur. Og svo endar þetta oftmeð þvi, að menn fara heim I jafn mikilli óvissu og þeir komu. Allt þetta þarf að einfalda og gera sveitar- félögin óháðari rikisvaldinu en þau eru nú. Hér mætti Alþýðu- bandalagiö gjarnan taka til hönd- unum. Ég er andvigur hækk- uðum sköttum á almennar launatekjur og nauðsynjar. Það þarf ekki að þýða lækkun tekna rikis og sveitarfélaga. Ef við Ekki á það að ætla Kerlingar tvær áttu eitt sinn tal saman. Höfðu þær lengi lifað á vergangi og vlða farið. Nú var önnur orðin svo hrum að hún gat ekki flakkað lengur og hélt sig eiga skammt eftir ólifað. Hin var ernari og bjó sig til ferða; ráð- gerði hún I þeirri ferð að kanna ó- kunna stigu. En er hin heyrir það segir hún: „Blessuð min, ef þú kannt að koma I himnarlki þá skilaðu kvéöju minni til hennar sankti Máriá og segðu henni að nú sé ég orðin aumingi og hefði ég verið nær henni hefði ég beðið hana að gefa mér smjörklipu eða tóbakslauf i nösina.” „Nei, hættu,” segir hin, „Það er ekki neitt á að ætla að ég komi I himnariki; ég kann að fara þar annað hvort fyrir neðan eða of- an.” (tlr Islens cum þjóðsögum og ævintýrum Jóns Arnasonar) litum I kringum okkur, þá held ég að engum geti dulist, að það eru nógir peningar til I þessu þjóðfélagi þó aðþá sé kannski slst aðfinna meðalþeirra, sem skapa hin raunverulegu verðmæti. Og þeim ber eðlilega fyrst og fremst að greiöa til þarfa samfélagsins sem efnin eiga. Svo er ráð fyrir gert, sam- kvæmt svonefndum Ólafslögum, að ráðstöfunartekjur rikisins fari ekki yfir 29% af vergum þjóðar- tekjum. Þetta er slæmt ákvæði, sem þarf aö afnema, svo hægt sé að beita rikisvaldinu til meiri tekjujöfnunar.Hér er um að ræða spurninguna um samneyslu og einkaneyslu, spurninguna um hvert eigi að vera hlutverk rikis- valdsins. Auðvitað geta afskipti þess gengið út i öfgar. Það hagg- ar þó ekki hinu aö það hlýtur, ásamt sveitarfélögunum, að standa undir margháttaðri félagslegri þjónustu, eigi hún á annað borð að vera innt af hendi. Ekki vantar það, að háværar raddir heyrist, sem krefjast lækkunar á opinberum gjöldum til samfélagsþarfa. En hafa menn tekið eftir þvl, að einmitt ýmsir þeir, sem kyrja háraddirnar i þeim kór, eru hvað kröfu- harðastir um auknar fjárveit- ingar frá rikinu til þeirra opin- beru stofnana, sem þeir sjálfy staFfa við eða veita forstöðu? „É'g erá móti háum sköttum, en ég vil bara fá meira til min”. Hver skilur samræmið og hverskonark hugsunariiáttur er þetta eigin- lega? Ég ætla ekki að nefna hér nöfn þótt nærtæk séu og hver kannast lika ekki við þessa menn? Ég tel að Alþýðubandalagið eigi að snúast hart gegn þessu tvö- falda siðgæði og sýna fram á ósamræmið i þessum kröfum. — mhg. Benedikt Sigurðarson: ,,Það er mjög nauösynlegt að viö komandi kosningar geri Alþýðubandalags- menn glöggan greinarmun á sjálfri stefnu flokksins og þeim Knálamiðlunum, sem ekki veröur koraisth já I samstarfi við aðra og óllka flokka”. KLÆÐNING ÁPÖK RÚLUJR-m MOTTUR& Oft er utanáliggjandi einangrun besta lausnin til aó einangra þök, bæði tæknilega og hagrænt. Er í mörgum tilfellum sú eina lausn sem finnst. Þessvegna höfum vió framleitt þak- einangrunarplötur sem leggja má á þök bæöi flöt, sem og önnur, í þykkt- um frá 100 mm — 400 mm. Þakein- angrunarplöturnar er hægt að fá sniðnar til aö fá fram yatnshalla. jafn- framt þvi að um góða einangrun er að ræða. Einangrunarplöturnar e,rusmeð sterku asfaltlagi. GLERULLAR-RULLUR OG MOTTUR I ÖLLUM STÆRÐUM. A-gerð. B-gerð. með ál-lagi. með pappa-lagi. Glerullar ÞRÍHYRNA Þegar einangra á eldra húsnæði. er oft erfitt að koma einangrun út undir þakskeggið. Þessvegna framleiddum við þríhyrnuna, hana er hægt að fá i þrem mismunandi stærðum eftir halla þaksins og þykktar þeirrar einangrun- ar sem nota á, á loftplötuna. Þríhyrn- an er framleidd úr samanþjappaðri glerull og varin með plastlagi (gatað til útgufunar). Glérull Leysir vandann Glerullar GONGUBRÚ Þegar endureinangrun á sér stað ofaná gömlum eða nýjum loftum. þarf að styrkja þann hluta endureinangr- unarinnar sem ganga skal á, eða það svæði sem ér notað til geymslu. Glerullar-göngubrúin er framleidd úr samanþjappaðri glerull sem er kant skorin. með hörðu yfirlagi. Glerullar- göngubrúin fæst i þrem mismunandi þykktum. Glerull A-GERÐ Glerullar BATTINGAR Nýja A-geróin er mjög sterk. Hægt er að rúlla ullinni út i langar lengjur. Varla finnst betri einangrun á mark- aðnum. Skjótur árangur og minni kuldaleiðarar. A-gerðin vegur minna en önnur jarðefnaeinangrun. Það fer minna fyrir þjappaðri glerull i flutn- ingi, sem þýðir lægri flutningskostn- aður. Einnig er A-gerðin mjög teygjan- leg. Stigi einhver á ullina færist hún i fyrra horf og heldur fullu gildi. Alls þessa getur maður ekki vænst að ann- arri jarðefnaeinangrun. Hingað til hefur verið svo til ómögu- legt að endureinangra eldra húsnæði án kuldaleiðara. En meö framleiðslu glerullar-battinga hefur þetta orðið mögulegt. Glerullar-battingar notast á stað trégrindar, og eru settir upp á sama hátt. Battingarnir eru búnir til úr samanþjappaðri glerull, og klæddir með krossviði. Einangrunin er lögð á rryilli að venju og er þá veggurinn ein- angraður án kuldaleiðara. Engin hætta er á að. glerullar-battingur vindi sig. Sölustaðir; Húsasmiðjan hf. Reykjavik Burstafell, Reykjavik Þ. Þorgrimsson hf. Reykjavik J. L. Byggingavörur, Reykjavik T. Hannesson, Byggingavörur, Reykjavik J. Þorláksson & Norðmann hf. Reykjavik Blikksmiðjan Vogur, Kópavogi Sesam hf. Hafnarfirði RÖRA HOLKAR i öllum stærðum og þykktum HUÓÐ EINANGRUN Fyrir skóla, skrifstofur. verslanir, verk- smiðjur og stofnanir o.fl. Jón Fr. Einarsson, Bolungarvik Timburverslunin Björk, isafirði Versl. Sigurðar Pálmasonar, Hvammstanga Stuðlafell hf. Akureyri Hiti hf. Akureyri Fjalarhf. Húsavik Trésmiðja Fljótsdalshéraðs, S. G. Einingahús, Selfossi Trésmiðja Þórðar, Vestmannaeyjum FSuperfosr Gléruli Gerir búsetu á íslandi hlýlegri Umboð: O. Johnson & Kaaber hf. Steintúni — Sími 24000 Hringið og fáið senda upplýsingabæklinga varðandi allskonar einangrun. Hugsanlega höfum við lausnina sem þú ert

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.