Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 1
SUNNUDAGS DIOÐVIUINN BLa 40 SÍÐUR Helgin 2.—3. april 77.—78.tbl.— 47. árg. Fjöl- breytt lesefni um helgar Verð kr. 10.00 ffifflllffl SlffiBffi H BðHNStFÍP O ggfl ^ALÚNífJ fPUCtl^HcPgwr mttML. GULD Vinstri sósíalisti og borgarstjóri Arið 1978 var Villo Sig- urdsson kosinn í borgar- stjórn Kaupmannahafnar fyrir Vinstri Sósialista og þá þegar valinn borgar- stjóri skipulagsmála þar í borg. I bæjarstjórnarkosn- ingunum sl. haust hlaut hann flest persónuleg at- kvæði allra þarlendra stjórnmálamanna (21 þús- und atkvæði) Villo Sigurds- son er 37 ára gamall# is- lenskur að faðerni og ir- anskur að móðerni. Hann er stundum kallaður borg- arstjórinn á gallabuxunum og þykir gott dæmi um stjórnmálamann sem tap- ar ekki jarðsambandi og er ekki múraður á bak við þykka veggi valdsins. Villo Sigurdsson hefur hvað eft, ir annað sett borgarstjóra- starfið að veði í pólitískum átckum# hefur staðið með verkamönnum og íbúa- samtökum í hörðum deil- um við aðra í borgarstjórn Kaupmannahafnar. Hann nýtur þvi ekki jafn mikilla vinsælda meðal borgar- anna og hann nýtur hjá verkafólki og fólki í gras- rótarstarf inu. Vinstri sósialistarnir eru litill flokkur sem klofnaði út úr SF (vinstra megin við sósialdemó- krata) árið 1968 á dögum stúd- entauppreisnarinnar. Og Villo Sigurdsson þykir á margan hátt dæmigeröur fulltrúi þessa flokks. Þingmenn VS vekja jafnan mikla athygli i Danmörku, þeir eru ábyrgir byltingarsinnar á þjóð- þinginu og annars staðar þarsem flokkurinn á fulltrúa. Þar i landi gerist það lika að byltingarsinnar njóta virðingar meðal borgar- anna — þ.e.a.s. dagar umburðar- lyndisins eru ekki taldir. — En persónulegar vinsældir koma Villo einnig til góða. Margir kjósendur hefðu aldrei látið sér detta i hug að kjósa VS, ef hann kæmi þar ekki til. En hvers vegna er hann svona vinsæll? —-Hann hrærir upp i drullupoll- inum i stjórnmálunum. Og hann er svo óformlegur að það er frels- andi i samanburði við aðra stjórnmálamenn, segir einn kjós- enda hans. — Annar segist hafa kosið hann vegna þess, að hann þori að standa á meiningu sinni þó það geti kostað hann stööuna. Sá þriðji segir að afstaða Villos i skipulagsmálum skapi honum at- rn&re jrTCr yxx J l !LL —1 ZL Villo Sigurðsson borgarstjóri skipulagsmála í Kaupmannahöfn nýtur mestra persónulegra vinsælda allra stjórnmálamanna i Danmörku samkvæmt síðustu bæjarstjórnarkosningum. Villo Sigurðsson er íslenskur í aðra ættina. kvæðin. Borgarstjórinn er þekkt- ur fyrir aö standa við hlið hinna minni máttar i þjóðfélaginu. Hann stendur með ibúasamtök- unum i báráttunni við húsnæðis- spekúlanta og byggingarfélög (sem reyna aö ryðja burtu göml- um ódýrum húsum og byggja ný dýr hús), en hann stendur með hjólandi og gangandi vegfarend- um gegn blikkbeljunum i umferð- inni, og hann stendur með þeim sem berjast fyrir valddreifingu á kostnað miðstýringar. Villo Sigurdsson er alinn upp i Iran og kom ekki til Danmerkur fyrr en hann var 15 ára. Hann kynntist þvi fátækt og hörmung- um i lran. Þegar hann kom til Danmerkur varð honum ljóst að fátækt er ekki náttúrulögmál. Og hann segir að sú niðurstaða sé frjóangi pólitiskrar meðvitundar. Hann hafði ætlað sér að starfa i þróunarlöndunum og lærði i þeim tilgangi landbúnaðarverkfræði. „En smám saman komst ég að raun um að það eru riku löndin sem arðræna þau iátæku og ef ég vildi breyta einhverju væri nær að vera hérna i Danmörku”. Einsog áður sagði var Villo virk- ur i stúdentauppreisninni, en fékk leið á allri naflaskoðuninni. Hann komst að raun um að best væri að breyta þjóðfélaginu i samfélagi við aðra og gekk i VS 1969 og hefur verið þar virkur fé- lagi siðan. Hann var fyrst i fram- boði 1974 en hlaut ekki kosningu. En hann var kosinn i borgarstjórn 1978 og hefur veriö borgarstjóri skipulagsmála siðan i Kaup- mannahöfn. Villo tók við þeim starfa af Al- fred Wassard, sem bælt hafði borgarstjórasætið i 16 ár og var úr danska ihaldsflokknum. Það hefur farið um margan grá- myglulegan embættismanninn, þegar sósialistinn rétti út höndina og sagði hæ, ég heiti Villo. Það var ekki tónninn sem 4000 starfs- menn embættisins höfðu vanist i tið Wassards borgarstjóra sem þéraði starfsmenn sina og ekki var minnst á þann mann öðruvisi en i þriðju persónu sem „borgar- stjórinn”. Borgarstjórabilinn i not- kun Figúruskapur og hátiðlegheit eru Villo viðs fjarri. Hann hefur látið „þjóðnýta” borgarstjórabil- inn með einkabilstjóranum fyrir löngu, þannig að allir sem starfa i borgarstjóraembætti hans geta fengið bilinn til afnota eftir þörf- um. Sjálfur kemur hann á reið- Sjá næstu síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.