Þjóðviljinn - 03.04.1982, Síða 2

Þjóðviljinn - 03.04.1982, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 3,— 4. april 1982. Framhald af 1 hjóli i vinnuna og segir að það væri bara sýndarmennska og endaleysa ef hann léti bilstjóra biða eftir sér á kvöldfundum þeg- ar hægt er að fara i strætisvagni heim til sin. A vinnustaö er Villó talinn dug- legur, atorkusamur og fljótur að átta sig á málum. Samstarfs- mönnum finnst hann vera vand- virkur og er hann mjög vinsæll á vinnustaðnum. Fulltrúi i borgar- stjóraembættinu segir, að það sé þægilegt andrúmsloft eftir að hann tók við stöðu borgarstjóra. Það sé auðvelt að umgangast hann og að hin stifu samskipta- form séu ekki lengur viðhöfð. Eins og geta má nærri rekur Villo framsækna pólitik i ráöningamál- um. Yfirmannastöður eru frekar VILLO mtkiu striði sem ibuasamtok á Nörrebro I Kaupmannahöfn áttu við lögreglu og stjórnvöld var Villo Sigurdsson, borgarstjóri skipulagsmála, mikill stuðningsmaður ibúanna. Myndin er frá þeim átökum. skipaðar konum en körlum, ef konur þykja jafn hæfar og karlar meðal umsækjenda. Það eru þvi fleiri konur en annars staðar i kerfinu sem eru i toppstöðum i borgarstjóraembætti hans. Hann var lika eini borgarstjórinn sem neitaði að draga laun frá starfs- fólki vegna eins dags verkfalls. Fólkiö skilaði sinum störfum, sagði hann þegar fjölmiðlarnir ætluöu að gera veöur út af mál- inu, hvers vegna ætti þá að draga af launum þessa? Villó Sigurdsson hefur aldrei veriðhræddur við að vera á þvers i pólitikinni. Tvisvar sinnum hef- ur hann neitað að hlýða meiri- hlutaákvörðunum i borgarstjórn- inni. Fyrra máliö var hið svokall- aða „Epoxymál”, þar sem hann studdi verkamennina sem neit- uðu aö vinna meö hiö stórhættu- lega eiturefni epoxy (tilefni langs verkfallsi. Hitt máliö var i átök- unum um Byggeren á Nörrebro- hverfinu. (Þar áttust ibúasamtök á Nörrebro viö húsnæöishákarla og lögreglu. Byggeren var leik- svæði fyrir börn i hverfinu og þar vorueinnig gömul hús sem átti að rifa niður. Margra daga götu- óeirðir vegna þessa máls). í bæði skiptin var valdíð tekiö frá Villo i þessum málum og sett lög um að hægt væri að taka völdin af borg- arstjóra sem ekki færi i einu og öllu eftir vilja meirihlutans i borgarstjórninni. Og Villo á stöð- ugt á hættu að verða fórnarlamb þessara laga, þegar hann setur réttlætið ofar reglunum. Og það gerir hann. ,,Ég geri það mér ekki til skemmtunar að standa i pólitisku striði hvað eftir annað. Ég geri það vegna þess að hér er um mik- ilvæg mál fyrir þá sem kjósa mig að ræða. Ég hef ábyrgð gagnvart þessufólki sem ég fylgi.” Það orð liggur á Villo að hann sé mikið á ferðinni. Sjálfum finnst honum hann vera alltof mikið á kontórn- um. — Ég hef eytt alltof miklum tima i papþirsvinnu á skrifstof- unni. Eg ætti að vinna meira útá- við, ætti að fara á fleiri i'búafundi. Það er lika mun skemmtilegra að tala viö fólk af holdi og blóði en róta i pappirsgögnum. Viðsvegar i borginni er fólk hins vegar þeirrar skoðunar að einmitt i þessu efni hafi orðið megin breyt- ing á. Fólki finnst að leiðin til ráð- hússins hafi styst. Stúlka úr ibúasamtökum Nörrebro segir: „Fyrir okkur i ibúasamtökunum hefur það ótrú- lega mikla þýðingu að Villo gegn- ir þessu starfi. Við fáum upplýs- ingar frá ráðhúsinu sem við áður áttum ekki kost á aö fá. Og þær upplýsingar fáum við nægilega snemma til að geta komið þeim áleiðis til ibúanna i hverfinu og við getum efnt til umræðna. Villo á mjög auðvelt með að hlusta á fólk og skilja vandamál þess auk þess sem hann hefur náið samráð með okkur. Hann er alltaf reiðu- búinn til að stiga á hjólhestinn og hjóla hingað i hverfið til að tala við okkur. Þess vegna er hann mjög vinsæll á Nörrebro og öllum finnst hann vera traustur lýðræð- issinni.” Einn félaga hans úr VS sem einnig vinnur i ráðhúsinu segir: „Maður getur treyst á Villo og sýnthonum trúnað. Honum finnst lika litið til framans koma og er ekki upp með sér af vegsemdinni. I hreinskilni sagt, maðurinn er elskuleg manneskja”. „Ef ég væri hálauna- maður — fjarlægðist ég kjósendurna” — Það er erfitt fyrir vinstri só- sialista einsog Villo að hreykja sér hátt á kostnað almennings. Flokkurinn hefur nefnilega tvenns konar reglur innáviö sem koma i veg fyrir spillingu og for- ingjadýrkun. Menn mega ekki gegna trúnaðarstörfum lengur en i tvö kjörtimabil — og launin mega ekki vera hærri en faglærð- ur verkamaður nýtur úti i þjóðfé- laginu. Þannig fær Villo Sigurds- son 120 þúsund danskar krónur i laun á ári en afgangurinn af uþb. 300 þúsundum sem hann á að fá i laun rennur i flokkssjóöinn. Þetta er sannarlega góð regla, segir Villó. Ef ég fengi há laun einsog til dæmis Thomas Nielsen (forseti danska alþýðusambands- ins), þá fjarlægðist ég þá sem ég er fulltrúi fyrir. Nú hef ég sömu peningavandamál og allir aðrir. Og vinnutimi hans er langur. Þrátt fyrir að það sé krefjandi starf þá finnst honum að pólitisk- ur ávinningur taki erfiðleikunum fram. Þaö hefur tekist að sýna fram á að þetta kerfi getur verið opnara. Og umræður hafa aldrei verið jafn liflegar og undanfarin ár um málefni borgarinnar, segir Villo. Ég hugsa um byltinguna við hátiðleg tækifæri Hvað með byltinguna? Ég hef hana i huga við hátiðleg tækifæri, segir Villó. Sósialisminn kemur ekki einsog þruma úr heiðskiru lofti. Það gerist á löngum tima, það er ferli sem felur m .a. i sér að sósialistar sinni ýmsum stjórnun- arstörfum. Þannig er mitt starf skref I áttina segir Villó Sigurds- son. Skaplyndi hans er með ágætum segja félagar hans. Hann er yfir- vegaður en hláturmildur og sér- staklega þolinmóður. En hann getur lika látið til sin heyra á fundum borgarstjórnar. Honum hefur lfka lukkast að taka hlutun- um mátulega alvarlega. Villo tel- ur það lika þvi að þakka að hann Það hefur varíafariðjramfijá námim aðfaðemað koma páskar Að minnsta kosú höfum við hjá Nóa og Sirrns eMi aíáóíis gleymt pví. Undcufama daga höfum við unmðdagog nótt við að búa ti£ p áskaegg. Nóapáskaeggin eru auðvitað íandspeídt fyrir (öngu, afpví að þau eru svo góð, en okkurfumst rétt að mxnna sérstaldega á pau núna eídd síst vegna pess aðffamhoð á eríendu sceígcetx hefur aídrei verið meira hér á iandi. En eggin fians Nóa eru édú hara ísíensk, - pau eru (íka einstaídega gómsæt. er ekki uppfullur af streitu. Hann tekur ekki vandamálin með sér heim og þegar áróðursherferð er i gangi i fjölmiölum gegn honum tekur hann það ekki nærri sér. „Mér finnst þá ég vera hluti af ákveðinni heild, min æruverðuga persóna er þá ekki mikilvæg”. Og hann telur aö hann sé kosinn til starfa til að reka ákveðna pólitik Vinstri Sósialista, en að sjálf- sögðu kann hann að meta klapp á axlirnar og persónulegu atkvæðin sem hann fékk við siðustu kosn- ingar. Heim að fæða frá kosn- ingafundi Á kosningafundi með ungu fólki i Kaupmannahöfn þarsem hann héltræðuum æskulýðinn á Nörre- bro sem lauk með þeirri sögu- legru hvatningu: „Styrkið lýð- ræðið, yfirtakið verksmiðjuna” fiskaði hann vissulega nokkuð mörg atkvæði. Unglingarnir yfir- tóku verksmiðjuhúsnæði rúg- brauðsgerðar siðar (og það hefðu þeir svo sem gert án hvatningar frá borgarstjóranum). Þá urðu margir fúlir, af þvi þeir skynja mig sem einskonar yfir- vald. Það geri ég hins vegar ekki sjálfur og er albúinn að segja þetta aftur á morgun, þó mér verði stungið á bak við las og slá. Mér finnst ég eigi að styðja æsku- lýðinn af öllum mætti, segir Villo sjálfur um þetta mál. Sama yfirvald hefur margsinn- is I sinni borgarstjórnartið tekiö þátt i mótmælaaðgerðum eins og til að verja gamalt húsnæði fyrir hákörlunum, i aðgerðum með leigjendasamtökum og fleira. Ef til vill er það ekki annað en við má búast af borgarstjóra sem er vinstri sósialisti. Daginn fyrir siöustu kosningar varö Villo að sleppa fundi hjá Burgmeister og Wain skipa- smiðastööinni af þvi hann þurftí að vera við fæðingu dóttur sinnar. Það mýkir hjartað að eignast barn, segir hann. Og hann tekur virkan þátt i umönnun dóttur sinnar. Það er sorglegt ef karlar taka ekki þátt i umgengninni við smábörn. Það er nefnilega dá- samleg upplifun. Og Villo telur að það gæti veriö alveg ágætt ef smábörn væru að leik i ráðhúsinu meðan foreldrarnir eru við vinnu. Hann er mjög ánægður með starfið, en honum finnst alveg nóg að gegna þvi i tvö kjörtimabil. Ég vildi gjarna hafa meiri tima fyrir fjöiskyldu mina og sambýlið (hann býr i sambýli i Vesterbro hverfinu). Ef konan min væri ekki virkur félagi i VS þá hefði hún áreiðanlega ekki getað haldið mig út. Ég vildi lika hafa tima til að stunda iþróttir, það á ekki alls kostar við mig að hanga á skrif- stofunni allan liðlangan daginn. Auk þess vildi ég hafa einhvern tima til að stunda menningarlifið i Kaupmannahöfn, af nógu er að taka, segir Villó. Hvað ætlar Villo Sigurdsson að gera þegar kjörtimabilinu lýkur? Ég mun miðla af reynslu minni fyrir þann sem gegnir starfinu á eftir mér. Siðan verð eg að leita að öðru starfi. Hvað ég læt mig dreyma um? 14 börn og litið hús uppi i sveit. („Allt fyrir döinurnar”, _ <jg

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.