Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 3.— 4. april 1982. Helgin 3.-4. aprll 1982. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 9 Jón dýralæknir sker fyrstu hnlfsbrög&in. Kýrin stendur uppi meðan öll aðgerðin fer fram en I byrjun fær hún nokkurs konar kæru leysissprautu og siðan er hún staðdeyfð f kringum skurðinn. Búið er að skera gat á legið og ná út afturfótum kálfsins en hann er f stærra lagi svo að lengja verður skurðinn WWWWUMIBW Keisara- skurður í Geirakoti Þetta eru myndir frá keisaraskurði sem skorinn var á kú hjá Ólafi Kristjánssyni bónda i Geirakoti i Flóa. Kýrinsem heitir Rjúpa, átti með réttu að bera 27. desember. Hún bjóst vel til og stálmaði mikið, svo sem titt er um úrvalsgripi, en burðurinn lét á sér standa. Loks var kallaður til dýralæknir sem sprautaði i kúna lyfi, sem átti að framkalla burðinn, en það kom ekki að gagni. Dýralæknirinn, Jón Guð- brandsson á Selfossi fann þá út að vegna einhvers þykkildis i leghálsi kýrinnar væri eðlilegur burður ómögulegur og ákvað að taka kálfinn með keisara- skurði. Eftir mjaltir kvöldið 9. janúar var svo hafist handa. Svona aðgerðir eru núorðið nokkuð algengar og lánast yfirleitt vel, t.d. er þetta þriðja kýrin sem skorin er upp hjá Ólafi bónda i ellefu ára búskapar- tið hans. Stefán Gissurarson togar I meö Jóni Guöbrandssyni dýralækni. Kálfurinn dreginn út i allri sinni lengd en þvi miöur steindauöur. Á mynd 1 og 2 sést þegar Jón sker fyrstu hnifsbrögðin. Kýrin stendur uppi meðan öll aðgerðin fer fram, en i byrjun fær hún nokkurs konar kæruleysissprautu og siðan er hún staðdeyfð i kring um skurð- inn. Kýrin hefur aðeins tilfinn-. ingu i húðinni og vöðvunum en innri liffæri eins og legið er til-i finningalaust. Á mynd 3 er búið að skera gat á legið og ná út afturfótum kálfsins, sem greinilega er i stærra lagi, enda reyndist skurðurinn of litill þann- ig að Jón varð að lengja hann. Á mynd 4________________I er afturendi kálfsins kominn i ljós og Stefán Gissurarson frá Selfossi togar i með dýralæknin- um og kemur það sér vel þar sem Ólafur bóndi er upptekinn viö að ljósmynda. Á mynd 5 er kálfurinn dreginn út i allri sinni lengd. Kolsvartur tudda- kálfur undan skosku holdanauti frá einangrunarstöðinni i Hrisey en þvi miður steindauður og fóru þar margir hamborgarar i súg- inn. Á mynd 6 kafar Jón eftir hildunum (fylgj- unni). Þær reyndust alveg lausar við legið og var þar komin skýr- ing á dauöa kálfsins. Vegna þess hve langt var komið fram yfir eðlilegan burð voru hildirnar los- aðar frá leginu og samband kálfs- ins við móðurina rofið og þar með var kálfurinn dauður. Kýrin stendur grafkyrr og lætur sig að- gerðina litlu skipta. Á mynd 7 er Jón dýralæknir langt kominn með að sauma saman skurðinn en það er mjög timafrekt þar sem sauma þarf fyrst legið, siðan magálinn og loks húðina. Samt sjást engin þreytumerki á Jóni þótt klukkan sé orðin hálf tólf enda eins gott þar sem ein vitjun var eftir. Kafaö eftir hildunum. Kýrin stendur grafkyrr og lætur sig aöigeröina litlu skipta. Langt komiö meö aö sauma saman skuröinn en þaö er mjög timaferkt þar sem sauma þarf fyrst legiö, slöan magálinn og loks húöina. Frásögn og myndir eftir Ólaf Kristjánsson bónda í Geirakoti í Flóa En það er af kúnni Rjúpu að segja að daginn eftir uppskurðinn var mjögaf hennidregið. Hún var komin með slæman doða og hita, sem stafaði af júgurbólgu, og auk þess hafði hún fengið eins konar meltingartruflun þannig að hægð- irnar voru þunnar sem vatn. Hjartslátturinn var mjög veikur og ör. Enn var Jón dýralæknir kvaddur til og laldi hann að að- eins væri timaspursmál hvenær beljan dræpist þar sem svo marg- ar banvænar plágur væru saman komnar i einum grip. En upp á von og óvon var hafist handa með lækningu. A næstu dögum var óteljandi glösum af bórkalki.sem er doðameðal, dælt i æðar og skrokk kusu. Herjað var á jUgurbólguna með pensilin- sprautum sem einnig skyidu koma i veg fyrir igerð i skurðin- um, og reynt var aö koma melt- ingunni i lag með súlfatöflum og dufti af malaðri krit og eikar- berki. Þetta dugöi til að halda lif- tórunni i kúnni en ekki tók hún i hey i þrjá daga. Jón kom og gaf henni glúkósasprautur i æð og stöðugt var reynt að koma vamb- arstarfinu og lystinni i lag með lyfinu „Kýrhaus” sem svo kallast af þvi að utan á pakkanum er mynd af stórhyrndu kýrhöfði. Duft þetta er Ur geri og alls kyns eksstöktum og er einstaklega lystaukandi fyrir kýr. Þetta hafði þau áhrif að smám saman fór kýrin Rjúpa að nasla i hey og sýndidaglega framför. Að mánuði liðnum var hún heil heilsu og komin i þó nokkra nyt. Og núna um miöjan mars þarf aö athuga vandlega á henni siðuna til að finna öriö eftir skurðinn. Það má segja að margt lánist þegar mannleg viðleitni og móðir nátt- úra vinna saman.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.