Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 16
DWÐVIUINN Helgin 3.— 4. april 1982. Unnib af kappi þótt hver mlnúta sé ekki timamæld Asta Jónsdóttir — okkar fyrirkomulag þaö besta... Aöaisimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfsmenn hlaösins I þessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 8i285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiöslu blaösins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Saumastofan PR ÝÐI á Húsavík: Ekkert slítandi bónuskerfi Samt greiö- ir stofan á milli 30% og 40% ofan á kaup af aröi fyrir- tœkisins Guömundur Hákonarson fram- kvæmdastjóri prjóna-saumastof- unnar Prýöi á Húsavik A timum hins ómanneskjuiega og slitandi bdnuskerfa-fyrir- komulags hlytur þaö aö vekja at- hygli þegar prjóna-saumastofa hafnar þessu vinnufyrirkomulagi en greiöir starfsfólki sínu eigi að siður kaupauka sem er ekki lægri en það sem fólk fær útúr bónus- fyrirkomulaginu. En einmitt svona er þaö hjá prjóna-sauma- stofunni Prýði á Húsavik sem er sameignarfyrirtæki bæjarfélags- ins, verkalýösfélagsins og ein- staklinga, en alls eru hluthafar 28. Fyrirtækið hcfur gengið mjög vel undanfarin ár og hefur aröi þess verið varið til að greiða starfsfólkinu kaupauka sem num- ið hefur 30% til 40% ofan á venju- legt timakaup. Hefur þessi kaup- auki verið greiddur út tvisvar á ári. Manneskjulegra kerfi Hér höfum viöúrvals starfsfólk sem við getum treyst fullkomlega og við höfum aldrei viljað taka upp þetta svo kallaða bónuskerfi; teljum það ómanneskjulegt og höfum hafnað þvi. Samt sem áður hefur veriðhægt að greiða starfs- fólkinu þennan kaupauka. Hann var 30% á siðastaári, greiddur af arði. Þá höfðum við samt keypt þessa hæð undir starfsemina og greitt hana á borðið, sagði Guö- mundur 'Hákonarson, fram- kvæmdastjóri prjóna-saumastof- unnar, þegar hann sýndi okkur stofuna. Hún er til húsa i nýju og vist- legu húsnæði og þarna vinna 22 manneskjur en heilsdagsstörfin eru 16 og sumar vinna bara hálf- an daginn. Saumaður er margs- konar fatnaður Ur prjónavoðum sem keyptar eru að. öll fram- leiðslan er flutt út. Við fórum nú ekki i þessa rekstrarhagræðingu, sem gekk yfir prjóna-saumastofurnar i fyrra, en samt hefur reksturinn gengið jafn vel hjá okkur og öðrum,sagði Guðmundur og hann gat þess um leið að slíkur úrvals- mannskapur starfaði á stofunni, að leitun væri að öðru eins. Hér er engin bónuspressa á fólki en allir vita að ef fyrirtækið gengur vel, þá hækkar kaupaukinn. Að auki, bætti Guðmundur við, heyrir það til undantekninga að starfsmaður segi upp hjá fyrirtækinu og það er ákaflega mikils virði að vera með vanan og samhentan mannskap. Eftirvinna þekkist ekki, aðeins unninn 8 stunda vinnudagur Kon- urnar eru flestar húsmæður og þvi vinna margar þeirra hálfan daginn. Litum ekki við bónuskerfinu Að sögn Guðmundar er voðin, sem saumað er úr öll aðkeypt. Hann sagðist ekki vera viss um að hagkvæmt væri fyrir þessa stærð af saumastofu aö annast sjálf vefnaðinn, sennilega þyrfti hún að vera stærri til þess að það borgaði sig. Velta saumastofunn- ar á siðasta ári var 4,3 miljónir króna og er fyrirtækiö svo til skuldlaust, enda, eins og áður segir, var húsnæöið sem sauma- stofan keypti um sl. áramót greiddá borðið eins og sagt er, en, um er að ræða 300 ferm. hæð i nýju húsi. Ég hef unnið eftir bónuskerfi á saumastofu, þar sem öll handtök- in voru tímamæld og það þýðir ekki að bjóða mér slikt kerfi aftur, eftir að hafa kynnst þvi kerfi sem hér er, sagði Guðrún Jónasdóttir, verkstjóri á sauma- stofunni. Allt sem heitir að hafa ánægju af vinnunni hverfur þegar unnið er eftir bónus. Launin eru auk þessmisjöfn og það verður til þess að skemma allan móral á vinnustað. Þegár unnið var i bón- us var bannað að segja öðrum hvað maður hafði i kaup til þess að reyna að draga úr óánægjunni. Hér hjá okkur fá allir sömu prósentu ofan á útborguð laun og ekki lægri upphæð en þótt unnið væri i bónus og allir eru ánægðir, sagði Guðrún. Undir þetta tók Asta Jónsdóttir, sem sagði að mjög góður andi rikti á þessum vinnustað. —S.dór Guðrún Jónasdóttir — þýöir ekki aö nefna bónuskerfi viö mig....

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.