Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 3.— 4. aprll 1982. Verkfræöingurinn Colin Herbert I Glasgow hefur teiknaö þessi framtiöarskip — allt aö þvl 120 þúsund lestir aö stærö og sem gætu náö ailt aö 20 hnúta hraöa. Þau eru meö svokölluöum vængseglum og eru meö sérstökum útbúnaöi til aö minnka viönám sjávarins. það sem koma skal? France II er stærsta seglskip sem nokkurn tlma hefur veriö smlöaö, rúmlega 8000 lest- ir. Þaö haföi hjálparvélar. Fórst á Kyrrahafi 1922. STÓRÞJÓÐIRNAR GERA TILRAUNIR MED SLÍK SKIP Olíukreppan hefur gert það að verkum að ýmsir skipahönnuðir hafa á síðari árum farið að velta því æ meira fyrir sér að nýta vindorkuna á ný til að knýja áfram farmskip. Vindurinn er orkulind sem er öllum frjáls til afnota — öfugt við oliuna — og alda- gömul reynsla forfeðra okkar af að flytja stóra farma verðmæts varnings yfir víðsjál heimshöfin á seglskipum hlýtur að vekja skipaeigendur til um- hugsunar á síðustu og verstu tímum. Stórþjóðirn- ar eru þegar með tilraunir i gangi i þessa átt, en f lest- ir sérfræöingar álíta þó, að enn sem komið er borgi sig ekki að smíða seglskip. Flestir skipakóngarnir eru full- ir efasemda um aö nokkur fram- tiö sé I þvi aö taka seglin aftur i, notkun og eru tregir aö leggja fé i' slik fyrirtæki. Þeir tala um rómantik og fortiöarþrá. Sumir þeirra eru þó til i aö taka vindork- una meö i reikninginn þegar horft er til framtiöarinnar og er þvi töluverö tilraunastarfsemi i gangi eins og áöur sagöi. Sumariö 1980 hleypti japanska skipafélagiö Nippon Kokan af stokkunum tankskipi sem haföi veriö breytt á þann veg aö á þaö var settur nýtlskulegur segl- búnaöur — eins konar fersegl — til aö knýja þaö áfram. I Banda- rikjunum er frægur prófessor viö MIT og fyrrverandi forstjóri skipasmiöastöövar aöalfor- sprakki félagsins Windship Development Corporation sem beitir sér fyrir aö setja segl á stór fragtskip til að minnka oliueyöslu og i Bretlandi er einnig veriö aö gera tilraunir meö hjálparsegl á sllk skip. Þekktasti seglskipaverk- fræöingur nútimans er Wilhelm Prolss. Hann og félagar hans i , Hamborg i V-Þýskalandi teikn- uöu áriö 1957 nýja tegund skips sem þeir kölluöu Dynaship. Skrokkur þess var léttur meö öflugum siglutrjám sem þurftu engin stög til aö halda þeim uppi. Þetta haföi tvo kosti i för meö sér. Loftmótstaöan minnkaöi og auö- veldara var aö ferma skipiö. Seglin voru földuö inn i siglurnar meö vélaútbúnaöi sem stjórnaö var úr brúnni. Dynaship var ætlaö aö ganga nær einvöröungu fyrir vindorku þannig aö skrokkur þess og segl voru enn betur hönnuö — sérstak- lega til aö sigla gegn vindi — en bestu seglskip fortiöarinnar. Engu aö siöur var þaö búiö disel- vél til aö drifa áfram rafeinda- og vökvabúnaö seglanna og einnig fyrir kranabúnaö til aö lesta og losa. Einnig mátti gripa til henn- ar til aö knýja skipiö áfram i logni. Sivalningar meö raufum voru settir á tvö skip á 3. áratug aldarinnar. Þeir snúast og framleiöa þannig orku fyrir skipiö. Dynaship Wilhelms Prolss haföi sérstaka gerö af fer- seglum. Þau eru föiduö inn I siglurnar meö vélarútbúnaöi sem stjórnaö er frá brúnni. Einnig er hjálparvél I skip- inu og tengsl viö gervihnetti til aö finna bestu siglingar- leiöirnar. Vindmylla á lóöréttum ásier óháö vindátt og getur annaö- hvort drifiö skipiö beint eöa framleitt rafmagn fyrir vélar þess. Þaö er samt taliö mjög erfitt aö útfæra hug- myndina svo að hún veröi hagkvæm. Bandarikjunum hefur notaö svona seglabúnaö á strand- ferðaskip. Þaö er mjög auövelt aö eiga viö þessi segl og þau gefa góöan árangur. Gallinn er sá aö ekki er hægt aö setja þau á stór skip. Sumir telja að segl úr málm- þynnum sé framtlðin. Þau eru meö hefðbundnu sniöi og ódýr I framleiöslu. Flugdrekadrifin skip hafa kosti. Seglin eru langt yfir skipinu, þar sem vindar eru sterkari og stööugri og þetta er mjög ódýr aöferö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.