Þjóðviljinn - 03.04.1982, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 3.— 4. april 1982.
Dagur
Þorleifsson
skrifar
Staða POLLANDS
gagnvart grannrfkjum
FRÁ ÞVÍ UM 1400 TIL OKKAR DAGA
Moskva
Kortið til vinstri sýnir riki Jagellos, Konungsrikið Póiland og Stórher togadæmiö Litháen. Til vinstri er sýnt hvernig landinu hafði verið skipt
milli Prússa, Austurrikismanna og Rússa eftir þriðju skiptingu landsins árið 1795.
Allra augu beinast um
þessar mundir að Póllandi,
að minnsta kosti hvað
snertir norðurhluta heims-
ins — Norður-Ameríku,
Evrópu og Sovétríkin. Svo
verður að líkindum enn um
hríð, kannski lengi. Mörg-
um þykir nú dapurlega
horfa fyrir Pólverjum, en
þeim hinum sömu má vera
það nokkur huggun harmi
gegn að staða Póllands i
heimi nútímans er af ýms-
um ástæðum tiltölulega
sterk. Þetta verður Ijóst ef
litið er á vissa þætti í sögu
landsins síðan í lok mið-
alda.
Á fimmtándu, sextándu og
seytjándu öld var Pólland i tölu
stórvelda Evrópu og meðal
þeirra rikja, sem mestu réðu I
álfunni norðan- og austanverðri.
Upphaf þessarar vegsemdar var
sameining pólska konungsrikis-
ins og stórhertogadæmisins Lit-
háen, siöasta heiðna Evrópu-
rikisins, skömmu fyrir aldamótin
1400. A fjórtándu öldinni höfðu
Litháar átt slfku vigsgengi að
fagna aöýmsum hefur þótt furðu
gegna. Þeir höfðu staðið
nokkurnveginn af sér áhlaup
Tevtónsku riddarareglunnar
þýsku, sem bældi undir sér
norður- og miðhluta baltnesku
landanna auk þess svæðis, sem
til skamms tima var
Austur-Prússland, og þar aö auki
lagt undir sig Hvita-Rússland,
Ukrainu og meira til. Þetta
baltneska stórveldi náöi hafa á
milli, frá Eystrasalti til Svarta-
hafs. Þótt heiðið væri, var það
varnargarður hinnar kristnu
Vestur-Evrópu gegn Mongólum,
sem þá áttu rlki mikiö I
Suðaustur-Rússlandi (höfuð-
borgin var skammt þar frá sem
Stalingrad/Volgograd er nú) og,
höfðu gert flesta rússnesku furst-S
ana að skattskyldum leppum
sinum. Rússland var þá lamað
vegna hernaðar og kúgunar
Mongóla og er þar efalaust að
finna eina af skýringunum á þess-
ari miklu og skyndilegu útþenslu
Litháa. önnur skýring er sú, að
litháisku ættbálkarnir hafi
þjappað sér saman og skipulagt
sig, eflt hjá sér miðstjórnarvald
og svo framvegis til varnar gegn
þýsku ’ riddarareglunum,
Tevtónsku reglunni og Sverðridd-
urum, og af þeim sökum oröið
öflugri.
Pólitískt
hjónaband
Báðir aðilar, Litháar og Pól-
verjar, sáu sér margvislegan hag
I þvi að sameinast. Báðir voru
áhyggjufullir út af Tevtónsku
riddurunum, sem þá voru i tölu
skæðustu vigamanna og ásamt
Hansamönnum löndum sinum
mestu ráðandi i löndunum sunnan
og austan Eystrasalts. Pólverjar
guldu einnig varhuga við Ung-
verjum, grönnum sinum I suðri,
sem undanfarið höfðu allmjög
seilst til áhrifa I Póllandi og leit-
ast viö að ná af Pólverjum
Austur-Galisiu. Um þær mundir
var riki Mongóla (öðru nafni
Pólskir uppreisnarmenn 1893
Tartara) i Rússlandi allmjög tek-
ið að hnigna, og hugsuðu herskáir
pólskir aöalsmenn sér gott til
glóðarinnar að eigna sér enda-
laust landflæmi úr þrotabúi
þeirra i félagi við Litháa. Litháa-
hertogi var fyrir sitt leyti kominn
.með áhyggjur út af einu'rúss-
nesku furstadæmanna, Moskvu,
sem um þessar mundir efldist óð-
um og var að mestu orðið óháö
Gullna skaranum, eins og riki
Mongóla I Rússiandi var kallað.
Hann átti einnig fullt I fangi með
að hafa hemil á undirfurstum sin-
um sem voru frændur hans marg ■
ir hverjir og hegðuðu sér oft eins
og óháðir konungar, hver á sinum
parti hins viðlenda rikis. Með
virðingu þá, er fylgdi konung-.
dómi yfir Póllandi, og pólska!
aðalinn að bakhjarli mátti ætla að
auöveldara yrði að tjónka viö þá.
Sameiningin fór þannig fram að
Iogailas — á pólsku Jagiello —
Litháahertogi gekk að eiga Heið-
veigu (Jadwiga), dóttur Lúðviks
af Anjou, Ungverjakonungs, sem
I nokkur ár hafði einnig verið
konungur Póllands. Fékk Iogailas
rikið með prinsessunni, eins og
vaninn er i ævintýrum, og varö
konungur Póllands undir tvinefn-
inu Ladislás (Wladyslaw) Jagi-
ello. Riktu afkomendur hans yfir
Pólverjum og Litháum fram á
siðari hluta sextándu aldar, er
karlleggur ættarinnar dó út og
Sigmundur Jóhannsson af Vasa-
ættinni sænsku tók við.
Aðallinn eflist
Fyrst I stað munu Litháar hafa
verið sterkari aðilinn i tviveldinu,
en það breyttist skjóK. 1 fyrsta
lagi stóðu Pólverjar betur aö vigi
I trú- og menningarmálum. Til
þess að komá i kring sameining-
unni við Pólland og mægðum við
Anjouættina, einhverja tignustu
og áhrifamestu ætt hinnar ramm-
kaþólsku Vestur-Evrópu, höfðu
Iogailas og þegnar hans orðið af>
vinna það til að kasta sið feðra ;
sinna og taka kaþólska kristni.
Pólverjar voru þá búnir að vera
j kaþólskir i rúmar 4 aldir. Það
voru þvi Litháar, sem urðu aö
semja sig að siðum Pólverja, en
ekki öfugt, og það gaf hinum
siðarnefndu vissa yfirburöi. Þar
að auki var Pólland að llkindum
þéttbýlla og þróaðra en Litháen.
Siðustu miðaldirnar var komin i
gang mikill útflutningur á korni
og timbri frá Austur- til
Vestur-Evrópu, og græddi pólski
háaðallinn, sem átti miklar
lendur akra og skóga og réö yfir
hræódýru vinnuafli ánauðugra
bænda, stórum á þeim viðskipt-
um. Salt, sem var einhver mikil-
vægasta verslunarvaran I þá
daga, var einnig numið i Póllandi
og flutt út þaðan I stórum stil.
Þessi útflutningsverslun mun
hafa átt mikinn þátt I krafti
pólskditháiska rlkisins I lok mið-
alda.
Framan af var persóna
konungsins hið eina, sem sam-
einaði Litháen og Pólland, en á
siðari hluta sextándu aldar voru
rikin tengd betur saman með
jsamningi. Urðu þau siðan smám-
saman að einu rflii i raun. Miklu
um þetta olli stéttvisi aðalsins I
báöum löndum og árvökul sam-
staöa hans gegn hverskonar við-
leitni konungsins að auka litið og
minnkandi vald sitt. Litháiski að-
allinn varð fljótlega mestanpart
pólskur að máli og menningu.