Þjóðviljinn - 06.04.1982, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 6. aprll 1982.
viðtalið
Gef ekki
kost á mér j
áfram
— segir dr. Ingimai
Jónsson, forseti
Skáksambands
✓
Islands
,,Ég er búinn að segja stjórn-
armönnum i Skáksambandi ts-
lands aft ég muni ekki gefa kost
á mér áfram sem forseti Skák-
sambands tslands. Ég hef verið
i stjórn Skáksambandsins i 4 ár
og finnst það eiginlega kapp-
nógur tími. Auk þess finnst mér
ástæða til að gefa nýjum og
ferskum mönnum tækifæri. Ný-
ir vendir sópa best.”
Svo fóiriust dr. Ingimar
Jónssyniforseta Skáksambands
tslands orð. Aðalfundur Skák-
sambandsins verður haldinn 29.
mai næstkomandi og þar verður
kosið um nýja stjórn sambands-
ins. Undanfarin ár hefur hrikt i
stoðum skákhreyfingarinnar og
kosningar, einkum um forseta
sambandsins, hafa verið með
hatrammara móti. Þar er
skemmst að minnast siðustu
kosninga er fylgismenn Einars
S. Einarssonar stóðu fyrir um-
fangsmikilli smölun sem náði
inn fyrir veggi óliklegustu stofn-
ana s.s. Heimdallar auk þess
sem ýmsir þekktir menn sá-
ustá blaði yfir nýja félaga i tafl-
félögunum.
,,Ég á ekki von á öðrum eins
slag og var f fyrra. öldurnar
hefur lægt og á þessu starfsári
Skáksambandsins sem er að
liða, hefur vinnufriður verið
góður og margar nýjungar séð
dagsins i ljós í starfsemi Skák-
sambandsins,” sagði Ingimar.
„Við höfum gerbreytt tilhögun
l)r. Ingimar: Séekki eftir þeim tlma sem i þetta hefur farið.
alþjóðlega mótsins og fhugum
nú hvort ekki megi halda þessi
mót ár hvert. Þá tekur tsland i
fyrsta sinn þátt i Evrópumeist-
aramóti skáksveita. Þjálfari
kom hingað til lands i fyrsta
sinn og fræðslustarfsemin hef-
ur stór aukist. Við sóttum um að
halda Olympiumótið fyrir árið
1986 og mér sýnist það mál verði
farsællega til lykta leitt. Reynd-
ar er möguleiki á þvi að mótið
verði haldið hér 1984, þvi aðeins
tvær þjóðir eru á undan okkur i
röðinni.og alls óvist hvort þess-
ar þjóðir geti staðiö undir þessu
móti. Þetta eru Libýa og Puerto
Rico.”
Aðspurður um eftirmann sinn
i embætti forseta Skáksam-
bandsins sagði Ingimar að allt
væri á huldu hver það yrði.
Hvort það yrði maður Ur ndver-
andi stjórn Skáksambandsins
eða ekki, kvaðst Ingimar ekkert
geta um sagt.
Enn einn heimsmethafinn. Þessi heitir John White og er breskur.
Hann hefur slegið fyrri met i þvi að halda á lausum múrsteinum I
láréttri stöðu. John White er þarna með tuttugu og einn múrstein og
hann biður menn aö trúa þvl að það sé 1 sannleika erfitt að halda
þeim svona.
nJPfl 8 Ásgeir S. Björnsson
IVI 1 Indridi Gislason
GERÐA
BOKiN
Leiðarvisir 1
ritgerðasmíði
Iðunn hefur gefið út Ritgerða-
bókinaeftir Asgeir S. Björnsson
og Indriða Gislason. Þetta er
leiðbeiningarrit um samningu
og frágang fræðilegra ritgerða
og ætlað nemendum á öllum
skólastigum. Bókin er af sömu
rótum runnin og bæklingurinn
Um rannsóknarritgeröir eftir
sömu höfunda, en breytingar og
viðbætur svo miklar að i raun er
um nýja bók að ræða.
V axblóm
(Howeia)
t Vaxblómum eru tvær rætur
sem varla er hægt að skilja frá
hvor annarri. Þetta eru vaxta-
mestu plöntur sem við þekkjum.
Þau lifa aðeins i skugga. Vanda
þarf vökvunina, farið sparlega
með vatnið.
Aburöur er borinn á i hverri
viku allt sumarið.
ífÆr ) -
u rVÍöíl, |B
Svínharöur smásál /3 ^ Eftir Kjartan Arnórsson h u
Hólmganga í
biskupsskrifstofu
Sumarið 1810 sendu Englend-
ingar hingað út einskonar versl-
unarræðismann, John Parker,
konsúl. Skyldi hann fylgjast hér
mcð verslun Englendinga og
gæta hagsmuna þeirra. Lét
Parker þegar mjög til sln taka
en fór fram með þvi offorsi, að
islendingar fengu á honum hinn
mesta óþokka, enda höfðu Eng-
lendingar, svo sem Savignak og
fleiri slikir, mikinn yfirgang og
ójöfnuö i frammi.
Eitthvað lenti þeim saman
Savignak og Gisla faktor Sim-
onarsyni og skoraði hann Gisla
á hólm. Gisli tók áskoruninni og
lýsti sig reiðubúinn til hólm-
göngunnar hvenær sem vera
skyldi. Siðar, sama dag, sá Sav-
ignak hvar Gisli fór inn i hús
Vidalins biskups i Aðalstræti.
Skundaði hann á eftir og kom að
þeim Gísla og biskupi þar sem
þeir sátu á tali i biskupsskrif-
stofunni. Savignak dró þegar
upp skammbyssur, fékk Gisla
aðra og bjóst nú til að gera bisk-
upsskrifstofuna að hólmgöngu-
velli. Spenntu þeir „félagar”
upp byssurnar en þá gekk bisk-
up á milli og fékk komið á sætt-
um. Siðan kom i ljós, að byssa
Savignaks var hlaöin en Gisla
tóm! Bar það vott um talsverða
fyrirhyggju hjá þeim enska en
kannski eitthvað minna hug-
rekki.
Um sumarið kom hingað ann-
ar Englendingur, George Mac-
kenzie barón. Ferðaðist hann
um landið i þvi skyni að „kynna
sér háttheldni manna úti hér”.
Var ölafur nokkur Loftsson
fylgdarmaður barónsins á ferð-
um hans og „laug mörgu að
honum um hagi og háttu landa
sinna”, segir Espólin. Þótti bók
sú sem Mackenzie skrifaði um
þessa för sina, Travels in the Is-
land of Iceland, og út kom i Éd-
inborg 1812; renna stoðum undir
þessi orð Espólins.
— mhg