Þjóðviljinn - 24.04.1982, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 24.-25. april 1982
r ■4s« Jór nargrei n
úr almanakínu
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Ctgefandi: utgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Úlafsson.
Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir.
Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson'.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir.
Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson.
Blaöamenn: Auöur Styrkársdóttir, Helgi Úlafsson, Magnús H.
Gislason, Úlafur Gislason, Úskar Guömundsson, Sigurdór Sig-
urdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson.
tþróttafréttaritari: Viðir Sigurösson
Utlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson.
Auglýsingar: Hiidur Ragnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson.
Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir.
Slmavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn Úladóttir.
Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún Bárðardóttir
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds-
son.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúia 6, Reykjavlk,
simi: 8 13 33
Prentun: Blaöaprent hf.
Framboð vinnuveitenda
• Flokksvél Sjálfstæðisflokksins vinnur nú að því
dag og nótt að tryggja þeirri valdaklíku sem stýrir
Sjálfstæðisf lokknum og Vinnuveitendasambandinu
alræðisvöld á ný í málefnum Reykjavíkurborgar.
• Kosningarnar 22. maí ætlar þessi harðdrægasta
valdaklíka íslenskrar auðmannastéttar að nota sem
stökkpall til pólitískra alræðisvalda, ekki aðeins yfir
Reykjavíkurborg heldur fyrst þar og síðan í kjölfarið
yf ir landinu öllu.
• Hernaðaráætlun Geirs Hallgrimssonar og félaga
er sú að brjótast fyrst til valda yfir Reykjavíkurborg
og nota síðan úrslit borgarstjórnarkosninganna og
pólitískar afleiðingar þeirra til að hrinda í fram-
kvæmd þeirri „leiftursókn" gegn lífskjörum almenn-
ings í landinu, sem kjósendur stöðvuðu í síðustu
alþingiskosningum.
• Kröfur Vinnuveitendasambandsins nú um
20—30% kaupmáttarskerðingu á almenn laun eru
leiftursóknarkröfur Sjálfstæðisf lokksins.
• Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins við borgar-
stjórnarkosningarnar í Reykjavík er framboðslisti
Vinnuveitendasambandsins.
• Halda menn að kjörin batni ef Vinnuveitendasam-
bandiö fengi alræðísvald fyrst yfir Reykjavíkurborg
og siðan yfir landinu öllu?
DJOÐVIUINN
• Og hvað varðar málefni Reykjavíkurborgar sér-
staklega, þá er rétt að bera f ram þessar spurningar:
• Vilja menn kjósa aftur yfir sig það ástand, að sér-
hver embættismaður í hærri embættum hjá borginni
verði að vera flokksmaður og helst pólitískur
trúnaðarmaður — allir í einum og sama stjórnmála-
flokknum. Þannig var sannanlega ástatt í embættis-
kerfi Reykjavikurborgar siðustu árin sem Sjálf-
stæðisflokkurinn fór þar með alræðisvöld. Halda
menn að slikt valdakerfi sé hollt fyrir lýðræðið eða
fyrir jafnréttið?
• Vilja menn kjósa yf ir sig á ný þá f jármálaóreiðu í
málefnum borgarinnar, sem við blasti þegar Sjálf-
stæðisflokkurinn hrökklaðist þar frá völdum fyrir
f jórum árum?
• Þá vantaði 2,5 milljarða gamalla króna í sjóði
borgarinnar til þess aö greiðsluáætlun ársins gæti
gengiö upp. Á núverandi verðlagi jafngildir þetta
10—12 miljörðum gamalla króna. Ógreiddir reikning-
ar lágu í bunkum og hvergi innistæður til að grynna á
skuldasúpunni.
• Meðan flokkseigendafélag Sjálfstæðisflokksins
fór með alræðisvöld í málefnum Reykjavikurborgar
var meira um það hugsað að hygla gæðingum f lokks-
ins og tryggja gróða þess auðmannahóps sem f lokkur-
inn þjónar, heldur en hitt að tryggja f járhagsafkomu
borgarsamfélagsins. Hjá borgarsjóði var allt látið
reka á reiðanum meðan gæðingarnir mökuðu krókinn
i skjóli alræðisvalda flokksins.
• Á aðeins tveimur árum tókst hins vegar núverandi
borgarstjórnarmeirihluta að rétta verulega við f jár-
hag borgarsjóðs og greiða að stórum hluta úr van-
skilaskuldunum. Undir lok valdaferils Sjálfstæðis-
f lokksins í borgarstjórn Reykjavíkur var svo komið að
á hurð gjaldkera borgarinnar stóð letrað f lesta daga:
— „Reikningar ekki greiddir í daq". Meðal annars í
þessum efnum hef ur g jörbreyting átt sér stað, og hef-
ur traust f jármálastjórn einkennt störf núverandi
borgarstjórnarmeirihluta.
• Sá frambjóðandi Vinnuveitendasambandsins sem
skipar fimmta sætið á lista Sjálf stæðisf lokksins segir
í Morgunblaðinu s.l. f immtudag að það sé skynsamleg
fjármálastjórn að láta tekjurnar setja útgjöldunum
skorður. Reglan er góð, og hana hefur núverandi
borgarstjórnarmeirihluti einmitt haft til hliðsjónar
við stjórn borgarinnar. En frambjóðendur Sjálf-
stæðisflokksins hafa ekki efni á því að kenna nein
heilræði í þessum efnum svo gjörsamlega sem þessi
regla um hófsemi í skuldasöfnun var fótumtroðin á
valdaskeiði siðasta borgarstjórnarmeirihluta Sjálf-
stæðisf lokksins.
• Og hverjum dettur í hug að Davíð Oddsson
borgarstjóraefnið hans Geirs Hallgrímssonar bæti
þarna um betur?
Arðvœnleg
„atvinnu-
tækifæri ”
Það kemur einstaka sinnum
fyrir að maður hittir menn sem
manni þykja skarpari en aðrir.
Skoðanir þeirra skera eins og
rakvélarblað i gegnum allt
þruglið sem ber fyrir augu
manns og eyru daglega og setj-
ast I hugann til langdvalar. Slik-
ur maður þótti mér nóbelshaf-
inn Linus Pauling, sem ég átti
viðtal við fyrir mörgum árum.
Hann hafði fengið nóbelsverð-
laun i eðlisfræði og auk þess
friðarverðlaun. Þar sem minn
hugur hefur aldrei náð nema
takmörkuðum hluta eðlisfræð-
innar (enda hugsa ég aðallega i
hring eins og Rósa) kveið ég
óskaplega fyrir að hitta þennan
mikla mann sem var ekki bara
eðlisfræðingur heldur lika
heimsfrægur. En eins og allir
stórir menn, var hann auðvitað
litillátur i hjarta sínu. Hann
byrjaði á þvi að gefa mér stóran
skammt af C vitamini, sem
hann kvaðst alltaf ganga með á
sér og snæða i stórum stil og sið-
an ræddum við saman.
Honum þótti Island meirihátt-
ar land. Fyrst og fremst vegna
þess að hér var nánast engin
stóriðja. (NB: það eru nokkuð
mörg ár siðan þetta var!) Hann
talaði mikið um þörf mannsins
til að skilja og skynja starf sitt,
sjá árangur af þvi, vera virkur
og skapandi. Hann var ekki að-
eins á móti stóriðju vegna þess
að auðlindir heims væru að
þverra,vegna þess að hún skap-
aði mengun og afkoma stóriðju
þar að auki ótrygg. Nei, — hann
var fyrst og fremst á móti stór-
iðju vegna þess að þau störf sem
unnin eru þar eru flest einhver
andstyggilegustu störf sem
mannkyniðhefur fundið upp. Og
Þórunn
Sigurðard.
skrifar
hversu góður sem aðbúnaður
verður á slikum vinnustað,
hversu margar sturtur sem þar
eru, — eftirvinnutimar og
margföld staðaruppbót, þá
verður vinnan eftir sem áður
steindauð, innantóm og einhæf.
Einstaklingurinn má sin einskis
i starfi sinu, hann sér hvorki
upphaf þess né endi, er á engan
hátt skapandi og virkur þátttak-
andi á sama hátt og t.d. bóndi,
sjómaöur, smiður, málari, rit-
höfundur, fóstra, læknir, sorp-
hreinsunarmaður eða blaða-
maður. Þar að auki er vinnu-
staöur hans, hvort sem hann
heitir stóriðja eða virkjun, i
flestum tilvikum fjarri manna-
byggð, þar sem starfsmennirnir
eru i einangrun. Konur og börn
elta svo þessa vinnuþræla sina,
ef vinnan er til frambúðar. Það
er reynt að finna upp á ein-
hverju til að fólkið sálist ekki úr
leiðindum, t.d. fá pianókennslu
fyrir börnin og saumaklúbba
fyrirkonurnar. Ekki dettur mér
i hug að halda þvi fram að það
sé ekki miklu meira um hrút-
leiðinleg störf i þjóðfélaginu, en
risavinnustaðir fjarri manna-
byggð, einangraðir frá andlegri
og félagslegri tilbreytingu,
skapa oftast meiri dauða en
auð. Og enginn hefur frætt mig á
til hvers þarf að virkja hverja
sprænu. Hvað höfum við að gera
við meira rafmagn? Okkur
fjölgar ekkert og ef eitthvað er
ættum við að læra að spara raf-
magnið og fækka tækjaruslinu i
kringum okkur. Þarf kannski
rafmagn til að hægt sé að koma
uppstóriðju,eðaþarfstóriðju til
aö nota allt rafmagnið?
Ég byrjaði á þvi að tala um
merkan mann sem ég spjallaði
viö fyrir mörgum árum og hafði
mikil áhrif á mig. Hann benti
ekki aðeins á hversu hættuleg
stóriðja væri manneskjunni,
heldur einnig hversu vel við Is-
lendingar værum i stakk búnir
til að skapa okkur störf sem
væru manneskjuleg — ekki bara
arðvænleg. Fámenniö og hið
mikla landsvæði, dýrmæt hrá-
efni, fiskur og lambakjöt sem
tekur flestum matvælum fram,
ull, sem er að þverra i heimin-
um — allt þetta eigum við. í stað
þess að vinna úr þessu sjálf,
seljum viö þetta meira og
minna óunnið úr landi með hálf-
gerðum afsökunarbeiönum á
verðmiðunum. Og við stefnum
aö stóriðju I stað þess að byggja
upp litlar framleiðslueiningar,
þar sem hver maður sér „utan
um” starf sitt. Eins og viðtalið
við Pauling var mér minnis-
stætt og ánægjulegt, minnist ég
annars atviks úr starfi sem mér
var minnisstætt fyrir hið gagn-
stæða. Það var heimsókn i Sig-
ölduvirkjun fyrir áratug. Hafi
ég einhvern tima kynnst ein-
hverju sem mér þótti líkjast viti
á jöröu var það þar efra. Þarna
þræluðu menn myrkranna á
milli fyrir miklu kaupi og flestir
drukku það út jafnóðum til að
jafna sig á þrældómi, einangrun
og ömurlegu mannlifi.
Er ekki kominn timi til að
staldra við?