Þjóðviljinn - 24.04.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.04.1982, Blaðsíða 15
Helgin 24.-25. aprll 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 19 Bjarni Benediktsson frá Hofteigi: Dönsk rúða í Kan taraborg Bjarni Benediktsson frá Hof teigi, gagnrýnandi, leikritahof- undur og einn ágætasti penni Þjóðviljans um langan aldur heföi oröiö sextugur á morgun 25. april. t þvi tilefni birtum vi6 grein sem Bjarni ritaöi fyrir þrjátiu árum hér i bla&inu og fjallar um mál sem enn eru efst á baugi,strfö og frið. Greinin sýnir vel hinn snarpa og persónulega stfl Bjarna. Dómkirkjan í Kantaraborg er áhrifamesta kirkjan i breska heimsveldinu, auk þess víokunn fyrir fegurö sina og aldurdóm. Þar messar annanhvern sunnu- dag yfirbiskup allra breskra bisk- upa, maður svo sannhelgur að hann metur atómsprengjuna lambasparð eitt. Svo huggunarrik er trúin á guð sé hún nógu bjarg- föst. Kirkja hans varð fyrir miklum skemmdum á striðsár- unum seinustu. En nú er bráðum lokið að gera við hana á nýjan leik, lof sé guði. Og það er komin dönsk rúða i einn gluggann. Á einum vegg nýju ferðaskrif- stofunnar, Orlofs h.f. í Hafnar- stræti 21 i Reykjavik, hangir danskt landkynningarskjal á ensku. Þar greinir frá þvi að Friðrik IX, af guðs náð núverandi konungur Danaveldis, sé kominn af Gormi hinum gamla danakon- ungi; sem reyndar er lýgimál þvi Friðrik er ættaður frá Aldinborg, sem var ekki einu sinni til á dögum Gorms hins gamla. En hvað um það: nafn Friðriks eitt er Danmörku góð landkynning. Maðurinn er mikill vexti og gjörfulegur, svo sem ljóst má verða af dönskum fréttamyndum, sem hér háfa sést, enda er hann viðfangsefni þeirra flestra; vel iþróttum búinn, auk þess list- elskur maður og hefur stjórnað heilli sinfóniuhljómsveit upp á eigin spýtur. Kannski gæti hann lappað eitthvaö uppá tónlistar- málin okkar hér nyrðra. Honum þykir afarvænt um prinsessurnar sinar. Dómur sögunnar mun falla honum mjög I vil. í vetur skrapp Friðrik til Eng - lands að borða hjá breska kóng- inum áður en hann dæi. Það var opinber heimsókn. Með vordög- unum brugðu þau sér aftur til Lundúna, dönsku konungshjónin; að þessu sinni i einkaerindum, enda var þá breski kollekinn bú- inn að deyja. Óbrotin máltið á gistihúsi sætir engum stórtiö- indum, enda fór fáum sögum af ferðalagi þessu — uns islenska rikisútvarpið skýrði frá þvi einn góðan veðurdag fyrir skömmu að Friðrik IX danakonungur hefði i dag afhjúpaö litskreytta rúðu i einum glugga dómkirkjunnar i Kantaraborg. Það var minningarrúða um 1250 danska hermenn, sem féllu i stórbreskum herdeildum i heimsstyrjöld númer tvö. Nýir danskir her- menn voru viðstaddir þessa in- dælu athöfn, og Friðrik mun hafa tárast litið eitt um leið og hann sveipaði gardfnunni frá glugg- anum. Það var mjög hátiðlegt. Fátt er fegurra en minnig lát- inna manna, ekki sist ef þeir dóu fyrir þá sem eftir lifa. Þvl miður verðum vér flest að sætta okkur við litið kuml i lágum garði, þegar jarðvistinni er lokið. Vandamenn vor flestra eru óbreytt fólk, og þaö er aðeins fáum sem fellur sú hamingja i skaut að konungur tárist yfir þeim. Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem menn fá litað gler i minningu sina. En sögunni af rúðunni lýkur ekki hér. Snilldin er eftir, hin ein- stæða og tragiska snilíd veru- leikans sjálfs. Það var lfka heimsstyrjöld númer eitt. Og þá féllu sömuleiðis danskir menn i baráttunni fyrir réttlætinu, að ógleymdum guði og fósturjörðinni. Einnig þá lifðu menn sem kunnu full skil á verð- mæti þess blóðs sem til moldar var runnið. Einnig þá var sett lituð rúða dönsk I dómkirkjuna i Kantaraborg, til minningar um þá sem féllu; og ekkert er lik- legra en þáverandi konungur Dana (og íslendinga) hafi af- hjúpað hana með tári. Siðan skall sem sagt önnur heimsstyrjöldin á, af þvi strið er náttúrulögmál og manneskjan syndum spillt og allt I grænum sjó. Og þá brotnaði rúðan einn daginn I loftárás. Hér er þaö sem skopinu slær yfir i andstæðu sina, tragikin hefst: hvernig hefðum vér átt að minnast hinna nýföllnu ef rúðan hefði ekki brotnað? Ekki getum vér þó heimtað heilan glugga eftir hvert strið. Nei gangurinn er þessi: við förum I strið, litum siðan gler til minningar, förum i nýtt strið, brjótum rúðuna og litum enn meira gler til minn- ingar. Ein rúða per strið — það er mátinn. Þeir sem fyrstir féllu verða að sætta sig við það að ekki heldur minningin um þá vari aö eilifu. Allt llöur. Það er vandi að framleiða góða málningu. Og gler er dýrmætt efni. Hinsvegar getur hver skussi framleitt nothæfa menn, og þeir eru mjög billegir. Manneskjan er ekki annað en padda úr vatni. Tortiming mannslifa hefur lika um langt skeið verið einn arð- bærasti atvinnuvegur hér vestur frá, og er vitaskuld ekkert viö þvi að segja úr því það er I einu nauð- synlegt og óhjákvæmilegt. Frelsið og lýðræðiö útheimtir sinar fórnir, að guði og dyggð- unum ógleymdum. Enn sem fyrr er það ekkert áhorfsmál að fórna nokkrum af þessum vatnsfullu pöddum; og enginn skal nokkru sinni ganga i grafgötur um það að strið er betra en til dæmis kommúnismi og kúgun, svo eitt- hvað sé nefnt. Og þegar jafnvel fátækar þjóðir taka sig til og mála rilður til heiðurs hinum föllnu, þá má segja að ekki sé um neitt að sakast framar. Er það ekki fagnaðarefni að Kristján XI. af- hjúpi þríðju rúðuna? Fæðing vor er jafnan þrautum bundin. Lif vort er löngum erfitt eftir þvi. En svona ánægjulegur er dauði vor með köflum: vér fáum litað gler in memoriam. Þjóðviliinn 21. mal 1952. Þolplast nýtt byggingaplast- varanleg vörn gegn raka Plastprent hefur nú hafið framleiðslu á nýju byggingarplasti, POLPLASTI, ísam- ráðivið Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins. Framleiðsla á ÞOLPLASTI er árangur af auknum kröfum sem stöðugt eru gerða'r til byggingarefna. ÞOLPLAST hefur aukið endingarþol gegn langtímaáhrifum Ijóss, lofts og hita. ÞOLPLASTersérstaklegaætlaðsem raka- vörn í byggingar, bæði í loft og veggi. ÞOLPLAST er varið gegn sólarljósi og því einnig hentugt í gróðurhús, vermireiti og í glugga fokheldra húsa. ÞOLPLAST er f ramleitt fyrst um sinn 280 sm breitt og 0,20 mm þykkt. L nýtt byggingaplast sem slær öðrum við t Plastprent hf. HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 85600 2.-9. MAÍ HEILSUVIKA Á HÚSAVÍK Þarftu aö missa nokkur aukakíló? Víttu losna viö streitu og eril hvordagsins? Viltu njóta hoilsusamlegrar útivistar i þœgilogu og fallogu umhvorfi? VIÐ HÖFUM LAUSNINA MEGRUN - HVÍLD - LÍKAMSRÆKT - ÚTIVERA Á HEILSUVIKU Á HÚSAVÍK bjóðum við upp á létt en girnilegt fæði -sund -leikfimi -gufuböð - heitan pott - nudd - gönguferðir - ýmiskonar tómstundagaman og fræðileg erindi. SÉRHÆFT STARFSFÓLK svo sem læknir - sjúkraþjálfari - íþróttakennarar leiðsögumenn og lipurt (hótel) starfsfólk munu sjátil þessað þér líði sem best. HÓTEL HÚSAVÍK býður þér að dvelja í vistlegum tveggja manna herbergjum með baði meðan á þessari sæluviku stendur. VERÐIÐ fyrir allt þetta er aðeins frá kr: 3950 fyrir manninn og flugfar innifalið. ALLAR UPPLÝSINGAR fást hjá Flugleiðum h.f. sími 26622 og Hótel Húsavík sími 96-41220. VERTU VELKOMIN Hötel Œ>, Húsavlk K BSSSSBJ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.