Þjóðviljinn - 24.04.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 24.04.1982, Blaðsíða 16
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 24.-25. aprfl 1982 Ritstjóri óskast að sjómannablaðinu Viking. Upplýsingar um starfið gefa Ingólfur Ingólfsson i sima 29933 eða 30441 og Ingólfur Falsson i sima 29933 eða 92-1976. Umsóknir um starfið skulu hafa borist til Ingólfs Falssonar Farmanna- og fiski- mannasambands íslands. Borgartúni 18 fyrir fimmtudag 29. april. Halló krakkar! Ef þið hafið áhuga á að bera út blöð i sum- ar, þá vinsamlegast hafið samband við af- greiðslu Þjóðviljans, Siðumúla 6, siminn er 81333. Fyrir 10 árum Montevideo 17/4 — Þjóðþing Uruguay gaf rikisstjórn sinni á laugardaginn fullt umboð til „frjálsra Tupamaros-veiða” i einn mánuð. Má stjórnin efna til blóðugrar borgarastyrjaldar til að ganga milli bols og höfuðs á þessum vinstri sinnuðu skærulið- um. (19.april) Bandariskir geimfarar lentu i fimmta sinn á tunglinu kl. 2.34 i nótt. Tafðist lendingin um sex klukkustundir vegna bilunar i eidflaugahreyflum tunglfarsins, en geimfararnir munu engu að siður fara i þrjá leiðangra á yfir- borð tunglsins eins og ætlað var og hófst sá fyrsti i dag. (22.april) A næstunni er væntanlegur hingað til landsins á vegum Sam- einuðu þjóðanna sérfræðingur til að kanna möguleika á þvi að vinna frumefnið titan úr sandi, sem ekki sist mun koma úr Kötlu- gosum. Hér er um að ræða frum- efni sem mikil eftirspurn er eftir og orkufrekan iðnað sem gæti á hagkvæman hátt tengst áformum okkar um nýjar stórvirkjanir. (22. april) HVER ER ■SAMLBGASTA ifestingen: nAG’ ii/nM ■■ Fyrir nokkrum dögum var sýnd i islenska sjónvarpinu mynd um bandariska hernaðarmálaráðu- neytið,Pentagon. Þessi mynd var fróðleg fyrir þá sök að hún fletti ofan af þvi hvernig þessi stofnun hefur i frammi ógeðslegasta hernaðaráróður til þess að við- halda sjálfri sér. Myndin afhjúp- aði einnig að bandarisk hermál eru i afar nánum tengslum við hergagnaiðnaðinn og hvor aðilinn hefur hagsmuni af þvi að efla hinn. En á sama tima og slik mynder sýnd i íslenska sjónvarp- inu afhjúpar Þjóðviljinn hvernig armar Pentagons seilast um ts- land og tslendinga. (Leiðari22. april) A fundi hreppsnefndar Mos- fellshrepps 9. mars s.l. var ein- rómasamþykktaðheiðra Halldór Laxness i tilefni af sjötugsafmæli hans með þvi að gera hann að heiðursborgara Mosfellshrepps. (23. april) Fjölmörg islensk félagasamtök efndu til dtifundar i Rvik i gær til þess að lýsa fordæmingu á hern- aðaraðgerðum Bandarikjamanna i Indókfna, til þess að lýsa sam- hug með þjóðfrelsisöflunum i Vietnam og til þess að skora á rikisstjórn tslands að viðurkenna stjórn Alþýðulýðveldisins Viet- nams og Bráðabirgðabyltinga- stjórnina i Suður-Vietnam. (23. april) Verðtryggö spariskírteini ríkissjóðs eru tvímæla- laust ein arðbærasta og öruggasta fjárfestingin, sem völ er á í dag. Athygli er vakin á eftirfarandi atriðum: IVextir eru nú 3,5% á ári og jafnir allan lánstím- ann. _________________________ Skírteini í 1. flokki 1982 verða innleysanleg að þremur árum liðnum, þ.e. frá 1. mars 1985. Á bindi- tíma hefur jafnan verið hægt að selja spariskírteini með skömmum fyrirvara á hinum almenna markaði. Fjárfesting í spariskírteinum er mun fyrirhafnar- og áhyggjuminni en fjárfesting í fasteign og skilar auk þess öruggum arði. Skv. gildandi lögum um tekjuskatt og eignarskatt kemur ekki í neinu tilviki til skattlagningar á vaxta- og verðbótatekjur af spariskírteinum hjá mönnum utan atvinnurekstrar. Full verðtrygging. Háir vextir og umfram allt örugg fjárfesting. Kynnið ykkur bætt kjör á verðtryggðum spariskírteinum ríkissjóðs og gerið saman- burð við aðra ávöxtunarmöguleika. Útboðslýsingar liggja frammi hjá sölu- aðilum, sem eru bankar, sparisjóðir og nokkrir verðbréfasalar. 'sixti&’ SEÐLABANKI ÍSLANDS A sumardaginn fyrsta var stofnað nýtt félag i Reykjavik, Félag Asatrúarmanna. Stofnend- ur félagsins voru 12, postulatalan. Stofnfundurinn var haldinn á Hðt- el Borg. (26. april) Þjóðviljinn hefur hlerað að fyr- ir dyrum standi eignaskipti á Glaumbæ, eign Framsóknar- flokksins og Austurstræti 14, eign Listasafns rikisins. Samningar hafa staðið yfir milli forráða- manna þessara aðila og eru nú taldar allar likur á að saman dragi. (23. april) Að kvöldi siðasta vetrardags kom til árekstra með verkamönn- um og fyrirsvarsmönnum auðfé- lagsins i Straumsvik. Er menn voru beðnir að vinna eftir kl. átta kom upp nokkur kurr og neituðu margir að vinna. Sækja ber um næturvinnuleyfi til Hlifar, en i stað þess að sækja um leyfið, hót- aði Bragi Erlendsson rekstrar- stjóri hjá ISAL, þvi að þeir sem mölduðu i móinn skyldu reknir. (23.april) Sótt um þrjú prestaköll Nýlega er runninn út um- sóknarfrestur um þrjú prestaköll sem auglýst voru laus til um- sóknar. Um Staðarprestakall i Súg- andafiröi sækir séra Kristinn Agúst Friðfinnsson sem þar er settur prestur, en hann vigðist þangað sl. haust. Um Bólstaðarhliðarprestakall i Húnavatnsprófastsdæmi sækir séra Ólafur Þ. Hallgrimsson en hann vlgðist þangaö I fyrra sem settur prestur. Um Mööruvelli I Hörgárdal sækir séra Pétur Þórarinsson sem nú þjónar Háls- prestakalli i Fnjóskadal. Kosningar munu fara fram i þessum prestaköllum innan skamms. — hói

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.