Þjóðviljinn - 24.04.1982, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.04.1982, Blaðsíða 13
Helgin 24.-25. aprU 1982 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 13 D’Aubuisson forseti El Salvador D’Aubuisson fagnar sigri: Geðbilaður morðingi, sagði sendiherrann. Dauðasveitir eru nú opin- skátt við völd Robert D’Aubuisson majór, foringi helsta stjórn- málaflokks hægriöfgamanna i E1 Salvador og margoft orðaður við dauðasveitir valdaklikna afturhaldsins i landinu, hefur verið kosinn forseti. D’Aubuisson hefur verið kallaður geðbilaður morð- ingi og gerði það einn af fyrrverandi sendiherrum Bandarikjanna i E1 Salvador. Flokkur hins nýja forseta AR- ENA, hlaut næstflest atkvæði i hinum hæpnu kosningum sem efnt var til i landinu i fyrra mánuði eða 19 þingsæti af sextiu. Flokkur Duartes, fráfarandi for- seta, Kristilegir demókratar, fékk 24 þingsæti. Smærri hægri- flokkar hafa nú komið majórnum illræmda til valda eftir langt þóf. bófið stafar af þvi, að Banda- rikjamönnum hefur litist illa á að styðja stjórn sem lyti forseta svo illræmds manns sem D’Aubuis- son. Þeir höfðu treyst á það, að kosningarnar i E1 Salvador mundu styrkja þann mann sem þeir hafa veðjað á, Duarte, fá stjórn Reagans einskonar réttlæt- ingutil að halda áfram hernaðar- aðstoð við haldhafa i E1 Salvador og draga úr andófi gegn þeirri stefnu heima fyrir og i öðrum rikjum. En þegar dauðasveit- irnar nú i reynd taka við æðstu embættum i E1 Salvador, verður sá róður þyngri fyrir Reagan- stjórninni en ella, að kveða niður gagnrýni eigin þegna á stuðningi við stjórn E1 Salvador, gagnrýni sem ekki sist kemur frá hinu ka- þólska samfélagi Bandarikjanna. Ekkivarljóst af fregnum igær, hvaða hlutverki Kristilegir demó- kratar hafa að gegna i stjórn D’Aubuissons, en bandariskir erindrekar munu hafa haft i hótunum við hægriflokkana, að taka fyrir aðstoð eða skerða hana ef kristilegir demókratar yrðu utan stjórnar. — áb NÚ ER HÆGTAÐ GERA GÓÐ KAUP Viö eigum nokkra Suzuki Alto 4ra dyra af árgerd 1981 á sérstaklega hagstæöu verdi og greiðslukjörum. VERÐ KR. 82.000,00 ÚTBORGUN KR. 50.000,00 Mismunur greiðist með 6 jöfnum mánaðargreiðslum SUZUKI ALTO ER VEL BÚINN 4ra manna bíll. Hann er kraftmikill en þó mjög eyðslugrannur, (5,0 i pr. 100 km) eins og sigrar í sparaksturskeppnum hérlendis og erlendis bera vott um. YFIR 500 SUZUKIBÍLAR SELDIR Á EINU ÁRI Sveinn Egilsson hf., Skeifan 17, Rvík. S. 85100. Fuilbókað Biðlisti Biðlisti 31. agust 1 og3vikur 7. sept. 2vikur 21. sept. 1 og 3 vikur 28. sept. 2vikur 12. okt. 3 vikur Biðlisti 10sæti laus Laus sæti Laus sæti Laus sæti .A :-;i > 17. ágúst 2 vikur 10. agust 1 og3vikur 27. júlí 2vikur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.