Þjóðviljinn - 24.04.1982, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 24.04.1982, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 24.-25. apríl 1982 Skáldið, svartir bókstafir og ég Augu manns eru heili og þurfa engra aðvarana við frá meðvit- undinni enda mundu þær aðvar- anir koma of seint sem fyrst þyrftu að fara þær krókaleiðir. Auga svarar hættu af öruggri vissu og þegar i stað. Svo sem auga er eldsnöggt, er það mjög þurfandi fyrir liti. Einkum barnsauga, og svo var háttað minum augum. Eftir að gróður var að mestu leyti urinn af fslandi hefurþað verið sem litlaust, nema kvöld- roðarnir eru oft rauðir sem gull Tileinkað Halldóri Laxness og rauðir sem blóð, og örlitil skán af grænku kemur á stað og stað á landinu um blásumarið og fjöll og vötn geta 'tekiö á sig bláan lit, og getur barnsauga orðið veikt að leiðindum ef það fær enga liti að leika sér að, og veit enginn nema grátur ung- barna geti stafað af litaleysi stundum. Timar liðu fram en ekki bætt- ist mér litaleysið, þvi svefnloft okkar ellefu, sem amma safnaði að sér svo okkur gæfist að lifa, var alltaf jafn ómálað, það mál- aði það enginn. Ég mun hafa verið fimm ára þegar farið var að sýna mér lykilinn að þessum heimi sem ég held mig hafa komist inn i fyrir vangá, og var þetta gert með bandprjóni. Þessi lykill, hann var þrjátiu og tvö tákn og hétu bókstafir, og urðu furðu- lega drjúgir að miðla heilanum i mérleikfangaefnitilað risla sér við i tóminu, sem jafnan vildi umlykja mig. Og svo var það á einu leiö- indahausti, þegar yfir mig ætl- aði að þyrma til óbóta, og full- orðin var ég þá, að bókstafir komu enn á ný. Og svo máttugt var það letur að það sté eða dansaði upp af pappirnum sem það var prentað, á tók á sig myndir, mannamyndir og lifn- aði. Já ég segi það satt. Sá sem þetta skrifaði, hann kann að hafa hugsað sér allt þetta allt allt öðruvisi en mér sýndist það, en söm var þess gerð, ég sá það allifandi og þvi miður drap það af sér allt þetta lifandi fólk sem i kring um mig hrærðist, gerði úr þvi föla skugga, svo sem þá sem i Hv. eru, eða Inf. eða Purg. Ég ætla ekki að orðlengja þetta meira, en margt mætti um það segja, samt gæti verið að úr þvi yrði dauf og föl markleysa sem varla næði hlustum nokk- urs manns, ef hann þá ekki gerði að fussa. Sá sem tók lifandi lífið svo sem þvi er lifað hérna á jörð- inni, og gerði úr þvi þrjátiu og tvo svarta stafi á pappir, ásamt greinarmerkjum og tölustöfum, vann hann betur en hinn, sem greindi letrið, svo það kom dansandi upp af blöðunum eins og sól á fjallsegg á páska- morgni, breyttist úr letri i lif? Hvorugur mátti vist án annars vera. Einn breytir lifi i letur, svo kemur annar og vill taka það upp, og þá er það svo leiðitamt að það kemur sjálfkrafa fram, svo stofa manns sem áður kann að hafa verið auð, hún fyllist af birtu, Kristsljósi, Rembrandt- ljósi, en heimurinn þar fyrir utan, þvi miður, hann bliknar. Málfriður Einarsdóttir bókmenntir Æviskrár samtíðarmanna Fyrir nokkrum dögum sendi bókaútgáfan Skuggsjá frá sér Æviskrár samtiðarmanna, fyrsta bindi, A - H. Það er Torfi Jónsson sem er skrifaður fyrir ritinu og er það mikið að vöxtum. Þetta fyrsta bindi er 686 blaðsiður og segir i formála að fyrirhugað sé að birta i þremur bindum ævi- ágrip 4 - 5000 núlifandi íslendinga. Æviskrár samtiðarmanna koma i stað Islenskra samtiðar- manna sem kom út á árunum 1965 - 70 og eru löngu uppseldir og ófá- anlegir. Svona rit eru nauðsyn- legar uppflettibækur á stofnunum og heimilum. Ekki er nein grein gerð fyrir þvi hvernig er valið i Æviskrár sam- tiðarmanna. Um það segir aðeins i formála: ,,I þessu fyrsta bindi verksins eru æviágrip þeirra sem eiga upphafsstafi frá A-H og sent hafa svör, sem og þeirra sem veitt hafa fullnægjandi svör við spurningum ritstjórnar, þegar haft hefur verið samband við þá.” Hverjir fengu spurningalista og hverja var haft samband við? Ætla mætti að það væru fyrst og fremst menn sem áberandi eru i þjóðlífinu t.d. þeir sem hafa látið að sér kveða i stjórnmálum og fé- lagsmálum, háttsettir embættis- menn, þekktir visindamenn, lær- dómsmenn og listamenn, aðsóps- miklir athafnamenn og aðrir þeir sem mjög koma við sögu i fjöl- miðlum. En það er sem sagt eng- in grein gerðfyrir þessu i bókinni. Við lauslega athugun sýnist mér töluvert vanta á að þar séu samankomnar æviskrár hinna þekktari manna i islensku þjóð- lifi. Bendir það til að annaðhvort hafi ekki verið gengið nægilega fast eftir þvi að fá svör frá þess- um mönnum eða þá að happa- og glappaaðferðin hafi verið notuð til að velja þá. Ég tók nokkrar stikkprufur. Núverandi þingmenn hljóta t.d. að eiga heima i svona riti. Þeir sem eiga stað frá A til H i stafróf- inu eru nú 25. Af þeim vantar 8 i þessar æviskrár eða um þriðjung og þykir mér það slök frammi- staða að sleppa þeim. Þeir eru: Arni Gunnarsson, Egill Jónsson, Guðmundur Bjarnason, Guð- mundur J. Guðmundsson, Guð- mundur Karlsson, Garðar Sig- urðsson, Guðrún Helgadóttir og Halldór Asgrimsson. Guðjón Friðriksson skrifar Af leiðtogum verkalýðshreyf- ingarinnar vantar t.d. Asmund Stefánsson forseta ASÍ, Björn Þórhallsson varaforseta ASl, Guðjón Jónsson formann Málm- og skipasmiðasambandsins, Grétar Þorsteinsson formann Trésmiðafélags Reykjavikur, Hallgrim Pétursson formann Hlifar og Hilmar Guðlaugsson formann Múrarafélagsins. Sem fulltrúa háttsettra em- bættismanna tók ég ráðuneytis- stjóra. Sjö þeirra eru i stafrófinu á bilinu A - H en þrjá vantar i þessar æviskrár, þá Baldur Möll- er, Hörð Helgason og Höskuld Jónsson. Fjölmarga mjög þekkta lista- menn vantar i æviskrárnar og er áberandi hversu litill hlutur yngri listamanna er, Úr rithöfundastétt vantar t.d. Ása i Bæ, Böðvar Guðmundsson, Dag Siguröarson, Guðmund Steinsson, Hannes Sigfússon, Helga Hálfdánarson, Guðlaug Arason, Guðberg Bergsson, Hrafn Gunnlaugsson, Auði Har- alds, Asu Sólveigu, Andrés Indr- iðason, Davið Oddsson og Gunnar Gunnarsson. Ég fletti upp nokkrum tónlist- armönnum sem komu upp i huga minn i fljótu bragði og vantar t.d. menn eins og Guðnýju Guð- mundsdóttur konsertmeistara, Garðar Cortes söngvara og Gunn- ar Kvaran cellóleikara. Þekktir popplistamenn eru ekki til i rit- inu, ekki menn eins og Egill Ólafsson, Gunnar Þórðarson eða Björgvin Gislason sem auðvitað ættu heima þarna. Hlutur leikarastéttarinnar er lika bágborinn og þarna vantar mjög þekkta leikara svo sem Bri- eti Héðinsdóttur, Hjalta Rögn- valdsson, Gisla Halldórsson og Arnar Jónsson. Skákmeistarar okkar eru ekki með og hefði þó verið auðvelt að taka æviágrip þeirra Friðriks Ólafsson og Guðmundar Sigur- jónssonar úr tiltölulega nýút- komnu Lögfræðingatali. Og af hverju ekki þekkt fjöl- miðlafólk eins og Bryndis Schram, Hermann Gunnarsson, Edau Andrésdóttur,HelgáPéturs- son, Árna Þórarinsson og Einar Karl Haraldsson? Hér hafa verið tekin nokkur dæmi úr einstökum stéttum án þess að nokkur heildarkönnun hafi verið gerð en ljóst er þó af þeim að mikið vantar upp á að fyrsta bindi Æviskrár samtiðar- manna fullnægi þeim kröfum sem gera verður til þess. Að öðru leyti er vel gengið frá æviskránum og fengur að þeim svo langt sem þær ná. OPEL og ISUZU laugardag sunnudag 23.4. 24.4. kl. 10-17 kl. 10-17 Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavík Siml 38900

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.