Þjóðviljinn - 24.04.1982, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 24.04.1982, Blaðsíða 26
• V » } 30 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgín 24.-25. apríl 1982 Börkur NK til kol- munna- veiða Einhver áhugi að vakna hér á landi á kolmunnaveiðum Nótaskipið Börkur NK, sem síðustu vikur hefur stundað spærlingsveiðar út af Suðurlandi, er nú hætt þeim veiðum og er ákveðið að skipið haldi til kolmunnaveiða i Norðursjó og mun að öllum líkindum leggja upp í Danmörku. Það var ekki um annað að ræða en að reyna þetta, þvi engin önnur verkefni eru fyr- ir skipið, sagði Magni Kristjánsson, skipstjóri i samtali við Þjóðviljann i gær. Hann sagði að þeir myndu verða á kolmunna- veiðum út mai, en siðan yrði að leggja skipinu vegna verkefnaskorts, en Börkur NK er sérhannað nótaskip. Magni sagði að enginn grundvöllur væri fyrir hendi til kolmunnaveiða hér við land i sumar, þar sem engin aðstaða væri fyrir hendi til að vinna kolmunnann til manneldis hér á landi og það sem fyrir hann fengist i bræðslu væri svo litið að veiðarnar borguðu sig ekki. Einhver hreyfing virðist þó vera hér á landi i þá veru að hefja kolmunnaveiðar. Verið er að breyta Eldborg- inni til kolmunnaveiða og ems veröur skip sem Stálvik er að smiöa og afhent verður i haust, útbúið til kolmunna- veiöa. Margir halda þvi fram að kolmunninnn sé ónýtt gullnáma fyrir okkur Islend- inga, en alla aðstöðu i landi til vinnslu vantar, svo og eru mjög fá skip hér á landi, sem hafa vélarafl til þessara veiða. Kemur tölvan i staðinn fyrir okkur lika? (Ljósm. Oel). Skrifstofa framtíðarinnar: Skjalabunkar hverfa Pappírsfargan og notkun ritaðra heimilda og skjala mun hverfa í skrifstofu framtiðarinnar sögðu for- svarsmenn Skýrslutækni- félagsins og Norræna tölvutæknisambandsins á blaðamannafundi í gær í tilefni af ráðstefnu sem þessi samtök gangast f yrir hér á landi um tölvutækni og skrifstof uhald fram- tíðarinnar. Ráðstefnuna sækja 6 sérfræðingar í tölvumálum frá hinum Norðurlöndunum. Hinir erlendu sérfræðingar sögðu að i framtiðinni yrði hætt að geyma heimildir á pappir og að póstur mundi i framtiðinni verða fluttur i æ rikari mæli eftir elektróniskum boðleiðum. Með bættri tækni i myndrænni fram- setningu heimilda á tölvuskermi og með aukinni máltöku tölvu- bankanna yröi þessi leið til skjót- ari og öruggari samskipta og miðlunar æ almennari. —segja sérfræðingar frá Norræna tölvu tæknisambandinu Þeir sögðu jafnframt að aukin sjálfvirkni þyrfti ekki að hafa i för með sér minnkandi atvinnu- tækifæri og nefndu sem dæmi bankana, sem hefðu aukið við sig starfsliði með bættri þjónustu og aukinni sjálfvirkni. Þá sögðu þeir að tölvutæknin skapaði í heild fleiri atvinnutækifæri en hún leysti af hólmi. Hins vegar krefst hin nýja tækni breytinga á mörgum svið- um, og það er m.a. markmið okk- ar, tæknimannanna, aö fá stjórn- málamennina til samstarfs við okkur, þvi það er undir þeim komið að þessi nýja tækni verði notuð til góðra hluta. Fram kom á fundinum að ráð- stefnan „Datadagur ’82” er hald- in til þess að treysta sambönd Skýrslutæknifélagsins við hlið- stæð samtök á Norðurlöndunum, og að stefnt er að þvi að Skýrslu- tæknifélagið verði virkur aðili að Nordisk Dataunion. —ölg. Kaupfélag gegn Stjórn Kaupfélags Húnvetninga harmar og mótmælir ummælum Páls Péturssonar alþingismanns, á Alþingi og i fjölmiðlum, þar sem hann ásakar lánastofnanir i héraði um þvinganir og hótanir við skulduga bændur. Krefst stjórnin þess að þingmaðurinn lýsi yfir opinberlega, aö hann hafi ekki i ummælum sinum átt við Kaupfélag Húnvetninga á einn eða annan hátt. Að öðrum kosti leggi þingmaðurinn fram sann- anir til réttlætingar staðhæfing- um sinum. Sveitarstjórnarkosningar 1982 Leiðbeiningar um undirbúning og framkvæmd Kosningar 1. Kjörskrá skal lögð fram...................................... 2. Sveitarstjórnarmaður sem ekki vill endurkjör, tilkynni það yfir- kjörstjórn eigi siðar en...................................... 3. Kjörskrá liggur frammi til................................... 4. Framboðsfrestur rennur út.................................... 5. Yfirkjörstjórn úrskurðar, merkir og auglýsir framboðslista 6. Yfirkjörstjórn lætur gera kjörseðla 7. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla hefst........................... 8. Kærufrestur til sveitarstjórnar vegna kjörskrár rennur út.... 9. Afrit af kæru sendist þeim, sem kærður er út af kjörskrá..... 10. Sveitarstjórn boðar kæruaðila á fund eigi siðar en........... 11. Sveitarstjórn úrskurðar kjörskrárkærur eigisiðaren........... 12. Sveitarstjórn undirritar kjörskrá eigi siðar en.............. 13. Sveitarstjórn tilkynni hlutaðeigandi yfirkjörstjórn kjörskrárúr- skurð ........................................................ 14. Dómari tilkynni hlutaðeigandi yfirkjörstjórn kjörskrárdóm.... strax 15. Yfirkjörstjórn auglýsir kjörfund og atkvæðatalningu 16. Kjördagur.................................................... 22 17. Talning atkvæða hefst 18. Kjörstjórn innsiglar notaða kjörseðla eftir talningu. 29. Kosningarnar má kæra skriflega fyrir sveitarstjórn innan 14 daga frá þvi lýst er úrslitum kosninga. Félagsmálaráðuneytið, 23 22. mai 26. júni 21. april 25. april 17. april 22. mai 6. mai 23. mai 20. april 25. mai 24. april 29. mai 7. mai 11. júni 10. mai 14. júni 12. mai 16. júni lö1. mai 19. júni 15. mai 19. júni 15. mai 19. júni strax strax 22. mai 26. júni apríl 1982. Aðalfundur Rithöfunda sambandsins: Ekki sér- framboð, en klofn- ings- hneigðir Oft heyrast harð- orðar yfirlýsingar frá hópum rithöfunda, einkum um sjóðamál þeirra, en ekkert bend- ir samt til þess að þeir óánægðu ætli að efna til sérframboðs á aðal- fundi Rithöfundasam- bandsins, sem er á morgun, sunnudag. Hitt hefur flogið fyrir, að þvi er Þjóðviljinn hefur fregnað, að þeir sem mest hafa kvartað yfir úthlutun- umúr Launasjóði rithöfunda hafi jafnvel i huga að stofna samtök útaf fyrir sig. Þeirra hugðarefni mun vera það að það sé alveg gefið upp á bátinn að meta framlög rit- höfunda, heldur skuli allir þeir sem bækur setja á prent hafa þar einn og sama kost. Fráfarandi formaður Rit- höfundasambandsins er Njörður P. Njarðvik og hefur setiö i fjögur ár, en rösklega sextiu rithöfundar hafa skoraö á hann að sitja áfram. Mótframboð hefur ekki komið fram heldur gegn tillögum stjórnarinnar um þá tvo menn sem kjósa á i stjórn (Þorvarður Helgason og Birgir Sigurðsson). 1 dag, laugardag, er haldið rithöfundaþing i Norræna húsinu og fjallar það um höfundarréttarmál. Rit- höfundasambandið hefur af ýmsum tiðindum að státa i samningamálum sinum að undanförnu — það hefur gert fyrsta samning sinnar teg- undar um þýðendur, þá hef- ur verið gerður nýr samn- ingur um afnot af verkum rithöfunda við útgáfu kennslugagna ýmiskonar og i fyrra var gerður nýr samn- ingur við útgefendur sem bætir hag rithöfunda. — þs. I Lbmmm m m—mmmmmmm m mmmmmmmmmm m mmmmmmmtmmm Sókn sam- þykkir verk- fallsheimild Á framhaldsaðalfundi Starfs- mannafélagsins Sóknar sem haldinn var i vikunni, var cin- róma samþykkt að veita stjórn félagsins heimild til verkfalls- boðunar, til að ýta á eftir þvi að nýir kjarasamningar verði gerðir. Þá var einnig á fundinum sam- þykkt áskorun til miðstjórnar Al- þýðusambandsins um að það beiti sér fyrir könnun á þróun verðlags hér á landi frá þvi að mynt- breytingin tók gildi, um áramótin 1980-81. I stjórn Sóknar eiga sæti: Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir for- maður, Ester Jónsdóttir, vara- formaður, Fjóla Guðmundsdóttir ritari, Dagmar Karlsdóttir gjald- keriog Hjördis Antonsdóttir með- stjórnandi. I varastjórn sitja þær Elin Sigurðardóttir, Gerður Torfadóttir og Eyrún Snót Eggertsdóttir. Fjögurra manna trúnaðar- mannaráð skipa: Maria Jó- hannesdóttir, Bjarney Guð- mundsdóttir, Halldóra Björns- dóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir og til vara Eygerður Bjarnfreðs- dóttir, Guðlaug Pétursdóttir, Asta Árnadóttir og Lára Pálma- dóttir. —|g

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.