Þjóðviljinn - 24.04.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.04.1982, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 24.-25. apríl 1982 Svavar Sigmundsson skrifar málþátt Lítil samantekt 1 siöustu sex þáttum heí ég beðið lesendur að hafa samband við mig bréflega eða simleiðis til að gera athugasemdir við þættina og auka við samheitum. Skemmst er frá þvi að segja, að ég hef aöeins fengið eitt bréf, en hinsvegar nokkrar upphringingar, og ýmsir hafa vikiðað mér athugasemdum á förnum vegi eða með öðrum hætti. Bg ætla nú aö taka saman nokkur þau atriði sem mér hefur verið bent á. 12. þætti, þar sem égtókfyrir fötlun.nefndi ég forna orðið fet- ill.sem nú væri notaö i myndinni fatli.Mér hefur verið bent á aö á Austurlandi sé orðiö fetillenn i góðu gengi, t.d. aö fá sér efni í fetil. I 3. þætti nefndi ég m.a. oröið öhlrun og gat þess aö Orðabók Háskólans hefði ekki eldri dæmi um það orö en frá 1980. Vitaö er þó að orðið er nokkru eldra. 1 ritgerð sem Ásdis Skúladóttir og Ingibjörg G. Guömundsdóttir skrifuðu til BA-prófs I félagsfræði og stjórnmálafræði viö Háskóla tslands 1977, Aldraðir i nútima- þjóðfélagi, nota þær oröið öldrun, og má vera aö það sé enn eldra; e.t.v. hafa læknar notaö það fyrr. I sama þætti nefndi ég að skar væri haft um foreldri, en þaö skal tekið fram, að hér er um slangurnotkun aö ræða, sem óvist er um útbreiöslu á. Skarmerkir annars „lasburða gamalmenni” sem kunnugt er, og það er almennasta merkingin. I 4. þætti var orðiö táningurm.a. gert að umtalsefni, og gat ég þess að elsta dæmi Orðabókar Háskólans um það væri frá 1962. Hægt er að rekja oröið lengra aftur i timann. Kona hringdi til min og sagðist hafa heyrt orðið hjá bónda austur á landi i síðasta lagi árið 1957. Bóndinn haföi spurt hana hvað þetta orð táningur merkti, en hann hafði rekist á það i Vikunni að hún hélt. Konan sagðist ekki hafa getaö svarað bónda, þvi að hún þekkti ekki orðið. Hinsvegar hefur mér lika verið bent á, að orðið hafi verið búið til á ritstjórn Alþýðublaðsins i tið Gisla J. Ástþórssonar, og hefur hann staöfest það i samtali við mig. Það hefði átt að vera um 1961. En þessar heimildir stangast á, og þarf hér frekari vitna við til að íá úr þvi skorið hvað orðið er gamalt i islensku i umræddri merkingu. Mér hefur verið bent á að sænska orðið tonáringsé liklegast til aö hafa verið fyrirmynd að táningur.og má það vel vera. Arið 1963 þýddi Jónas Kristjánsson leikritið Teenagerloveeftir Ernst Bruun Olsen íyrir Þjóðleikhúsið og kallaði Táningaást. Orðið hafði þá verið til umræðu i blöðum og var álitamál hvort ætti að nota það I þýðingunni segir Jónas mér. Teenagermerkti þá i dönsku „pige mellem 13 og 20” eins og segir I Nudansk ord- bog frá 1957. Táninguri' islensku hefur hinsvegar aldrei merkt annað en unglingur almennt, án tillits til kyns. Isama þætti gat ég þess.að dæmi um orðið barnavernd i Orða- bók Háskólans væri elst frá 1945. Sem vænta mátti var það ekki elsta dæmi á prenti. Mér heíur verið bent á, að barnaverndarlög vorusett hér 1932, og er liklegt aðoröiðséenn eldra. 1. 5. þætti fjallaði ég m.a. um streituog sagði elsta dæmi Orða- bókar Háskólans vera t'rá 1974. Mér er tjáð að Páll G. Kolka hafi komiðorðinu á framíæri, liklega i útvarpi, en ekki hefur tekist að fá nánari vitneskju um hvenær það hafi verið. Benedikt Tómas- son hefur bent á þetta, en hann notaöi sjálfur orðið álagí Heilsu- fræði sinni 1966. Hann notar einnig það orð i þýðingu sinni i Al- fræðasafni AB 7, Hreysti og sjúkdómar, sem út kom sama ár. Þarsegir: „Alag (stress) er notað jöfnum höndum um þau öfl, sem mæða á lifveru, og áhrifin af þeim.” (192). En hér eru þá þrjúsamheitikomin: álag,streita.og stress. Halldór Halldórsson prói'essor hefur bent mér á, að i upptaln- ingu um sjúkdóma vantiorðið limpia.Orðið er I talmálssafni OH i þessari merkingu (þ.e. „lasleiki”) komið frá Halldóru B. Björnsson (einnig myndin linpia ).En orðið er lika til i merking- unni „heilsuleysingi”. Þannig skrifar ölöf Sigurðardóttir frá Hlöðum: „Það var ég auminginn, sem var linka, limpia og heimótt, öllum minum til skapraunar”. (Ritsafn 1945,258). Orðið limpiulegur er þekkt frá þvi fyrir 1800. Hannes Fmnsson notar það i Kvöldvökunum: „Sifellt bliðviðri gjörir hveríi einn limpiu- legan.” (1,8). Kona á Fáskrúðsfiröi segir að orðið sé „stundum notaðum fólk, sem er nýstigið upp úr veikindum og er gauðslegt i útliti”. (Talmálssafn OH). Halldór Halldórsson benti mér lika, á.aðorðið lélegur vantaöi um þann sem laslegur er. Helgi Guðmundsson dósent gat þess við mig, að i sjúkdóma- orðin vantaði bringsmalaskottu sem hann hafði heyrt mætan mann nota. Astæöan til þess aö oröið var ekki tekið upp i þætt- inum, er liklega sú, aö oröið merkir nánast „þunglyndi”, en þau orð hef ég ekki tekiö íyrir enn. Elsta dæmi OH um þetta orð er frá Jónasi Hallgrimssyni þar sem hann segir: „mér er batnað allra meina minna, nema einhverrar agnar af Hypo- kondri — bringsmalaskottu —eða hvað það heitir”. (Rit II, 98) Hipokondri er i orðabókum þýtt með „imyndunarveiki, þung- lyndi”, og Konráð Gislason segir i orðabók sinni frá 1851 að það sé „einskonar geðveiki.”Siðar hefur Halldór Laxness notað orðið bringsmalaskottu. i'bókum sinum. 1 6. þættinuin nefndi ég, að oröið verkamannafélag væri i Orðabók Blöndais (1920—24) en ég gat þess ekki, að elsta dæmi ÓH er úr Andvara 1893-35). Verkakvennafélag var ekki tekið upp hjá Blöndal fyrr en i Viðbæti 1963, en elsta dæmi OH er frá Guðmundi Friðjónssyni (Rit IIL204),en textinn sem það kemur fyrir i er liklega frá fyrsta eöa öðrum áratug aldarinnar. Verka- iýðsfélager vislega eldra en frá 1958, eins og vita mátti, en þaö kemur a.m.k. fyrir i bókinni Félagsmál á tslandi sem út kom á vegum félagsmáiaráðuneytis 1942. Hér verður Iátið staöar numið við a'thugasemdir að sinni, en siðar komiö að þeim ábendingum sem borist hafa við 7. þátt. Þeir sem vilja leggja orð I belg skrifi Málþætti Þjóöviljans, Síðumúla 6. R. Einnig geta þeir haft samband við Svavar Sigmundsson i slma 22570. Laugardagur, sunnudagur, mánudagur, þriöjudagur, miö- vikudagur, fimmtudagur, föstu- dagur... Allir dagar hafa lit, og lögun sumir eru ljósir, aðrir dökkir. Þykkir dagar, þunnir dagar, léttir dagar, þungir dagar. Rauðir og bláir dagar, heiðbláir dagar. Á laugardag fyrir viku sveif sól á milli skýja sem sigldu hraðbyri um himinhvolf. Léttur andvari strauk um kinn. Grænka farin að sjást aftur i túnum. Bg var i húsi við Siðumúla og horfði út um glugga. Fangelsi blasti við mér hinum megin við götuna. Ef maður væri i fangelsi... kannski allt vorið... og sumarið... Kannski I heilt ár eða mörg ár. Gæti ég afborið það? Bg hugsa stundum um það. Lokaður inni í litlum klefa með rimla fyrir glugga eða kannskiengan glugga. Að sitja i fangelsi hlýtur að vera pynting. Bg yrði brjálaður. Frek- ar vildi ég láta klipa mig með gló- andi töngum en að sitja inni i eitt ár. Dagurinn þyngdist. Steinunn Sigurðardóttir talaöi við Halldór Laxness Isjónvarpi á sunnudag. Hannsagði aö sér heföi aldrei orðið misdægurt a ævinni og gæti kannski þakkað þvi að hann hefði aldrei lagst i þung- lyndi eða jafnvel giæpamennsku. „I gær var maður handtekinn á heimili sinu i Mosfellssveit og tekinn til yfirheyrslu. Hann játaði að vera valdur að innbrotinu i skartgripaversluninni við Lauga- veg um daginn. Nafn mannsins er Halldór Guðjónsson”. Svona hefði kannski staðið i blaðinu i gær ef Halidor Laxness hefði ekki átt hana ömmu sina eða fengið heilahimnubólgu i æsku. Að lenda i afbrotum er mikil ógæfa og það á ekki að loka menn inni nema þeir séu hættu- legir fyrir annað fólk. Það er ör- þrifaráð. Nóg er ógæfan samt. Þjófa á að beita fortölum, setja þá I vinnu, kenna þeim eitthvað gott eða hvað sem er ,.. annað en að setja þá bak við lás og slá. erlendar bækur Epochen der deutschen Lyrik. I—X Hrsg.v. Walther Killy Úbersetzungen. 3 Teile. Nach d. Erstdrucken in zeitl. Folge hrsg.v. D. Gutzen, H. RUdigcr, R.v. Tiedemann. Deutscher Taschenbuch Verlag 1969 - 1978. Originaiausgabe. Safn þetta er frumútgáfa dtv. Þýsk heiidarsöfn ljóöa i úrvali frá ýmsum timum eiga sér langa sögu. Meðal þeirra fyrstu og viöa- mestu var safn Eschenburgs pró- fessors „Beispielsammlung zur Theorie und Literatur der schön- en Wissenschaften”, sem kom út 1788. Rit þetta kom út i 9 bindum. Þetta safn var eitt þeirra upp- byggilegu rita eða Bildungsrita, sem þá voru sett saman. 1 þvi var ekki aðeins að finna þýsk verk heldur verk klassiskra höfunda og samtimahöfunda i Evrópu. Siöan hafa mörg úrvalssöfn verið gefin út og er þetta safn dtv. með- al meiri háttar safna um þýska lyrik. Kunnir fræðimenn og bók- menntafræðingar hafa staðið að verkinu undir yfirumsjon Walth- ers Killy. Fyrstu ljóðin eru frá 8. öld og eru þau og öll eldri ljóöin prentuð i frumgerð með þýðingum á nú- tima þýsku. Fyrsta bindið nær til 1300, annað bindið frá 1300 - 1500 og þriðja og fjórða spanna hvort eina öld til 1700. Safnið nær til 1960 og þrir hlutar eöa bindi þess taka yfir þýðingar á þýsku. Formálar eru fyrir hverju timabili og athugasemdir fylgja um frumbirtingu ljóðanna og upphöf og heiti ljóðanna eru i reg- istrum. Útgefandinn gerir skýra grein fyrir vinnuaðferðum við samantekt safnsins i fyrsta bindi; þar eru einnig birtar myndir af handritum. Peter R. Odell: Oil and World Power. Penguin Books, 1981 Hér er á ferðinni sjötta útgáfa þessarar bókar, sem fyrst kom út hjá Penguin forlaginu, 1970. Útgáfa þessi er aukin og endur- skoðuð. Olia og iönaðurinn sem henni tengist hefur á undan- förnum árum veriö allmikið i fréttum. Kreppur, striö og samningamakk hafa fylgt henni og sér ekki fyrir endann á þeim ósköpum. Olia er mest i Austurlöndum og hafa stór- þjóöir sölsaðundir sig svæði þar sem hana er að finna. Til skamms tfma réöu Bandarikin stærstum hluta þeirra svæða, en með timanum hafa þau verið hrakin á brott og misvitrir stjórnmálamenn tekið yfir auð- lindir þessar. Fyrir 30árum voru framleidd 500 milljón tonn af oliu. Nú er talan komin upp fyrir 3000 millj- ón tonn, og hversu lengi verður hægt að halda áfram er óvist. Einu sinni átti ég viðtal við fanga i steininum við Skólavörðu- stig. Þá var lika vor og ungt fólk gekk með sæiuhroll um stræti þver og endilöng Alls konar Jónur og Stinur tifuðu léttklæddar i bylgjandi blússum og töluverður sláttur var á ýmsum Stjánum og Gvendum. Svo lokaðist þung fangelsishurðin meö skelli og vor- iö varð eftir fyrir utan. Fanga- vörður með hringlandi lykla á kippu dró skjálfandi og sveittan mann út úr klefa. Hann átti að fara að afplána dóm fyrir smá- syndir, var greinilega illa haldinn af drykkjuskap og samviskubiti og sjálfsálitið ekki upp á marga fiska. Aumingja maðurinn. Mikið vorkenndi ég honum. Að viðtalinu loknu hljóp ég út með kökk i hálsi. I fangelsi hljóta flestir dagar að vera gráir, kannski mismunandi gráir, sumir svartir, en engir heiðbláir eða rauðir. Guðjón I þessari bók segir af oliunni og þeim völdum sem hún hefur skapað. Höfundurinn er jarð- fræðingur og starfaöi um hrið hjá risaoliufyrirtækinu Shell. Hann er nú prófessor i jarðfræði i Hollandi og hefur skifað all- margar bækur um oliu, jafnt sem aörar orkulindir. Oil and World Power er tæpar 300 siður að stærö, i henni eru allmargar töflur og uppdrættir, og aftast bendir höfundur á bækur aörar, fyrir þá sem betur vilja kynna sé stöðu mála i oliu- viöskiptum. Lawrence Durrell: Livia or Buried Alive Faber & Faber 1981. Lawrence Durrell er athafna- samur rithöfundur. Hann hefur skrifað margar skáldsögur, ferðabækur og ljóö. Auk þess hefur hann sent frá sér bréfa- bækur nokkrar. Livia or Buried Alive er önnur bók i flokki fimm sem hann hefur i smiðum. Fyrir nokkru kom sú fyrsta dt-.Monsieur, og var henni hampað af krítikerum um viða veröld. Þessi bók, Livia, er flókinn samsetningur, og gerist i Suður Frakklandi fyrirsiðasta heimsstrið. Durrell starfaði lengi I utanrikisþjón- ustunni bresku og gerast sögur hans jafnan i' dtlöndum. I Liviu segir hann að eins sé um Útlönd og Helviti, bæði eru skrifuö með stórum staf. Sem fyrr segir er Livia flókinn samsetningur, en skemmtilegur og er bókin rúmar 260 siður i allstóru broti. Þeim sem þegar hafa lesið Monsieru, skal bent á að lesa þessa einneginn, og eins öðrum unnendum Durrells.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.