Þjóðviljinn - 24.04.1982, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 24.04.1982, Blaðsíða 28
Aöalslmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-2» inánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfsmenn hlaösins i þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbroí 8»285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaösins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Viðtal við Borgar Garðarsson sem nú hefur á ný haslað sér völl í íslensku leikhúslífi með glæsilegum hætti Ljósm.: eik Að hafa trú á sér DJÚÐVIUINN Helgin 24.-25. april 1982 naf n Yiknnnar Steinunn Sigurðardóttir Þættir Steinunnar Siguröar- dóttir i sjónvarpi um Halldór Laxness hafa vakiö verð- skuidaöa athygli, enda óvana- lega vel geröir og skemmti- legir. t tilefni þess hringdum viö I Steinunni Siguröardóttur til Stokkhólms þar sem hún býr nú: „Ég hef sjaldan svitnað eins rosalega og yfir þessum þátt- um. Ogmikiö er ég glöð ef þeir hafa mælst vel fyrir. Það er svo mikið í húfi þegar Halldór er annars vegar og maður veit að ef spyrjandi er sjálfur klaufalegur kemur viðmæl- andinn verr út en hann á skil- ið. Annars vil ég geta þess strax að Viðar Vikingsson á ekki minna i þessum þáttum en ég þvi að við unnum þetta allt i sameiningu,” sagði Steinunn þegar viö ræddum við hana. Við spurðum hana hvort hún þekkti Halldór per- sónulega: „Svolitið, en hann kom mér ákaflega mikið á óvart. Hann er svoleiðis maður, — hann hættir aldrei að koma manni á óvart. Meira að segja viötöl sem við höfðum undirbúið mjög itarlega, uröu allt öðru visi i upptökunni, þvi hann er ekki eins og við hin, sem dett- ur eitthvað i hug og höngum svo á þvi og endurtökum i það óendanlega. Hann segir alltaf eitthvað nýtt. Og ég hef oröið vör við að fólk heldur að hann hafi ekki heyrt allar minar spurningar og þess vegna svarað stundum „útúr”. bað er algjör misskilningur, hann heyrði þær vel. En hann svar- ar stundum svo óvænt, — kemur úr allt annarri átt en maður á von á. Hann er ótrú- legur hugmyndabanki, fyrir utan þetta makalausa úthald. Ég var sjálf algerlega undin eftir þessi löngu viðtöl, sem voru margfalt lengri en þau urðu i endanlegri gerð, en hann var alltaf hress og sprækur.” „Finnst þér mikill munur á að vinna fyrir útvarp og sjón- varp?” „Já, drottinn minn. Sjón- varpið er svo hræðilega þungt i vöfum. 1 útvarpsvinnu fer maður með einn tæknimann með sér, en sjónvarpinu fylgja þessi ósköp af drasli. Það er oft erfitt að vera greindarleg- ur eftir margra klukkutima bið og endurtekningar. Annars vil ég bæta þvi við að mér fannst ánægjulegt hvað margir af viðmælendum min- um komu vel út i þessum miðli, eftir þvi sem ég gat dæmt um. Ég nefni t.d. Kristj- án Albertsson, Sigfús Daðason og ekki sist Auði, sem var eins og hún hefði ekki gert annað en að koma fram i sjónvarpi.” „Hvað ertu svo að gera þarna úti?” ) „Ég held að ég sé að skrifa skáldsögu.” Þar með er plássið búið og við þökkum Steinunni fyrir spjallið. Þs — Hvað kom til að þú settist að I Finnlandi á sinum tima? — Að þvi liggja margir þræðir sem of flókið yrði að rekja hér. — Er ekki erfitt að gerast at- vinnuleikari i útlöndum? Háði málið þér ekki? — Ég hafði náttúrlega óskap- legan hreim til að byrja með 0' losnaði aldrei alveg við hann. Þegar maöur byrjar að læra tungumál 34 ára gamall fer hann aldrei. En þetta kom ekki svo mikið að sök þvl að Finn- lands-Sviar eru einstakir i þvi að takavið fólki með hreim. Ég er hræddur um aö eitthvaö yrði sagt hér ef leikarar töluöu ekki fullkomna islensku. — Hvernig stendur á þessu? — Finnlands-Svlar eru nátt- úrulega bara brot af finnsku þjóöinni, llklega svona 6—7% en hlutfalliö er þó hærra i Helsing- fors. Með Lilla Teatern hafa frá upphafi starfaðSvíar frá Svlþjóð og þeir tala með hreim þvi að Finnlands-sænskan er eiginlega sérstakt mál. Einnig starfa lika með leikhúsinu Finnar, sem hafa lært sænsku en eiga finnsku aö móöurmáli, og þeir tala lika með hreim. Ég varð var við það strax frá upphafi að margir áhorfendur töldu mig Finna, Ég get sagt þér sem dæmi um þetta frjálslyndi meö framburöinn að I þessum 8—12 manna leikhópi áttu leikararnir 5móðurmál. — En setur það ekki leikhús- inu vissar skoröur aö leika aö- eir.s fyrir þetta þjóöarbrot? — Lilla Teatern er fyrst og fremst fyrir sænskumælandi Finna en þó eru þeir ekki nema 60% af áhorfendum. Hin 40 prósentin eru finnskumælandi Finnar og útlendingar. Fariö er á hverju ári i leikferöir, aðal- lega til Sviþjóðar, og einnig er t.d. skandinavískum ráðstefnu- gestum og öðrum slikum boðið upp á sænskt leikhús i Finnlandi af þvi aö þeir skilja ekki finnsk- una. Dálitið er einnig flutt á finnsku i Lilla Teatern, aðallega ný finnst leikrit, sem samin hafa verið á sænsku og þýdd á finnsku. — Er þaö ekki einstakt aö Is- lenskir leikarar hasli sér völl erlendis? — Ég var búinn að starfa i 10 ár hér heima áður en ég fór og Borgar Garðarsson leikari hefur í vetur á nýjan leik haslað sér völl í íslensku leikhúslífi eftir að hafa gert garðinn frægan í Finnlandi um 8 ára skeið. Hann leikur nú m.a. i Don Kíkóta og þar fara þeir félagar, Arnar Jónsson og Borgar, á kost- um í hlutverkum Don Kí- kóta og Sanko Pansa. Leikritið hefur fengið af- bragðs góða dóma hjá gagnrýnendum og öðrum leikhúsgestum. Blaða- maður og Ijósmyndari Þjóðviljans litu inn til Borgars á heimili hans og konu hans, Ann Sandelin, í Norræna húsinu nú í vik- unni og áttu við hann við- tal um Finnlandsár og „come back" hans í ís- lenskan leikhúsheim. finningunni aö leikhúsin vilji hafna þér? — Nei, ætli þaðiog þó svo væri verður að taka þvi. Ég veit hver ég er og ef ég fæ ekkert að gera geri ég bara ekki neitt. — Það er hart bitist um . brauðið i leikarastétt hér. — Já, það er mikil barátta, sérstaklega meðal yngra fólks. Það hlýtur að fylgja þvi viss bit- urleiki að fá ekki að starfa eftir að hafa lagt á sig fjögurra ára leiknám þó að fólk tapi aldrei i sjálfu sér á að læra. — Finnst þér andrúmsloftiö hafa breyst i leikhúslifinu hér? — Nei, en þaö er mikil gróska hér á meðal leikritahöfunda og Islenskir leikarar gifurlega fjöl- hæfir. — Hvaö um samanburö viö Finnland? — Þar er lika mikil gróska en á annan hátt. Hér er fyrst og fremst öll þessi hersing af nýj- um höfundum. Ég held aö hér séu skrifuð fleiri ný Islensk leik- rit á ári heldur en i Finnlandi og er þá ekki miðað við höfðatölu. Þessi þróun byrjaði að verulegu marki um 1960 hér heima og má liklega skrifast að miklu leyti á reikning Sveins Einarssonar. Þetta er mjög gott og ég vona að þetta haldist og batni enn frekar þvi að það helst ekki lifandi nema það batni. Best væri að koma þessum verkum i útflutn- ing og það stendur kannski til bóta þvl að i haust kemur út bók i Skandinavlu með þýðingum á 10 nýlegum Islenskum leikrit- um. — Svo aö viö vlkjum aö Alþýöuleikhúsinu, hvernig kanntu viö aöstarfa þar? • — Ég fékk strax þá hugmynd að fara þangaö þvi aö þar starf- ar yngsta kynslóð leikaranna. Mér datt I hug aö ég gæti komið þar að gagni með reynslu mina. Að halda sér við i leiklist er aö hafa tru á sérog ekki sakar að aðrir hafi lik^ trú á manni. — En eitthvað hefur nú geng- ið brösulega i vetur? — Það má segja að þaö skipt- ist dálitið I tvö horn. Hópurinn um unglinga- og barnaleikritin er mjög vel skipulagður og hef- ur náð vel saman. Það sama verður ekki um hinn sagt en það er lifsspursmál að einn leik- hópur nái vel saman. Þetta er þó siður en svo neinum einum að kenna. — Nú hefur samt náöst mjög góöur árangur i uppfærslu sumra leikritanna t.d. Don Ki- kóta? — Já, hann hefur fengið mjög góða dóma og það er dálitiö dul- arfull sálfræði sem liggur að baki þvi af hverju hann fær ekki meiri aðsókn. Við verðum að minnast þess að viö lifum i kapitalisku þjóðfélagi, kaup- og söluþjóðfélagi. Leikritið Elsk- aðu mig fékk lika góða dóma og einnig ágæta aðsókn. Þar hittist á einhvern tón, sem selur, þvl að aðsókn aö leikritum hefur lika meö sölu og auglýsingu að gera. Eitthvað hefur farið úrskeiðis með Don Kikóta að þessu leyti. — Er ekki töluverö óvissa um framtiö Alþýöuleikhússins? — Jú, þvi miður, nema barna- og unglingahópurinn heldur náttúrulega áfram af fullum krafti. Hann á þaö lika fyllilega skilið þvl að hann hefur fyllt upp i rúm sem aðrir hafa ekki sinnt en þarf að sinna. Ég þori hins vegar engu um hitt að spá. Þaö hefur veriö mikill kraftur I leik- húsinu i vetur og kannski hafa veriösett upp og spennt of mörg segl. Það þarf e.t.v. að lækka og rifa þessisegl. — Hvernig finnst þér Hafnar- bió sem leikhús? — Salurinn sjálfur er ágætur en öll aðstaða fyrir leikarana á bak við og eins aðkoman að hús- inu fyrir leikhúsgesti er leiðin- leg. Það er dálitiö mál ennþá fyrir fólk að fara i leikhús og það ætlast til þess að eiga huggulegt kvöld. Kannski á anddyri Hafnarbiós einhvern þátt i lakari aðsókn en það er reyndar endalaust hægt að finna afsakanir fyrir henni — ef út I það er farið. — Hvaö hyggst þú sjálfur fyr- ir I framtiðinni? — Ég hef gróðursett nokkur korn hér og þar, en eftir er að sjá hvort þau taka við sér. Ekk- ert er þvi hægt að segja um hana ennþá. En hvað sem tekur við mun ég ekki sitja auðum höndum og ég hef t.d. fengist dálitiö við að þýða. Ef I hart fer stofna ég bara leikhús I kring- um sjálfan mig og flyt „mónó- lóga”. Það getur verið ágætt. —GFr ég held að það sé einstakt ao menn taki sig upp eftir svo lang- an tlma. Hins vegar eru nokkur dæmi um islenska leikara sem hafa llenst erlendis eftir nám. — Hvernig er svo aö koma heim aftur? — Það er mun erfiðara. — Hefuröu þaö kannski á til-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.